Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 J>V Ein af fyrstu bókum Guðbergs Bergssonar hét Músin sem læð- ist. Seinna skrifaði hann bók sem heitir Svanurinn og nýjasta bók hans, Hundurinn sem þráði að verða frægur, fjallar um hund og samskipti hans við önnur hús- dýr. Samt væri rangt að segja að Guðbergur skrifaði bækur um dýr þótt fólkið í bókum lians hagi sér stundum eins og skepnur. í tilefni þessa viðtals drakk ég kafli með skáldinu hátt uppi við Skúlagötu og fékk gómsæt vínar- brauð úr Bernhöftsbakaríi með. Guðbergur hafði sitthvað um það að segja enda verður honum allt að ástæðu til að setja ofan í við þjóð sína. Jafnvel vínarbrauðs- kaup. Það er svo óskaplega hæg af- greiðslan eins og allt hér á landi. Hér fá einn eða tveir afgreiðslu á sama tíma og 50 manns myndu fá afgreiðslu í Suð- urlöndum. Þetta byrjar í æsku. Krakkar í sjoppum vita ekkert hvað þau vilja og mömmurnar bíða eftir skoðanamyndun barn- anna því það má alls ekki særa bamið með því að reka á eftir því. Búðin selur tíu kúlur meðan tíu manns bíða og fimm fara í fússi. Nýlendubúar geta aldrei ákveðið sig. Þær hafa aldrei fengið að ráða og þær eru kúgaðar.“ - Af einhverjum ástæðum forum við að tala um Kristmann Guð- mundsson rithöfund en um þessar mundir eru 100 ár liðin frá fæð- ingu hans. Það hefur komið í ljós að enn eru skiptar skoðanir um Kristmann og Guðbergur hefur eitt og annað að segja um Krist- mann. íslensk hugsun er ekkl til „íslenskir rithöfundar fóru til útlanda í byrjun aldarinnar því þeir vildu verða frægir og þess vegna vildu þeir skrifa á erlendum málum þótt þeir heföu ekkert að segja því íslensk hugsun er ekki til. Sagan endurtekur sig því þegar Halldór Laxness deyr hrynur Berlínarmúr bókmenntanna og þá vilja íslenskir höfundar ekki skrifa á erlendum málum heldur fá bækur sínar þýddar á erlend mál. Hafa þeir eitthvað að segja í þetta sinn? Nei. Þá vilja menn helst skrifa um eitthvað úr fortíðinni sem þeir halda að gangi í Þjóðverja. Sænsk- ar glæpasögur hafa alltaf gengið í útlendinga og þess vegna viijum við líka gefa út glæpasögu. í dag skrifa íslenskir höfundar allir fyr- ir erlendan markaö. í dag hafa höf- undar ekki þann kraft í sér tO að læra erlend tungumál eins og Kristmann og Gunnar Gunnars- son höfðu auk þess sem það er í tísku að skrifa á sinu móöurmáli." Tllbúningur og frofta - Á þessi menningarútrás ís- lenskra höfunda ekki eftir að takast? „Þetta er að miklu leyti tilbún- ingur og froða,“ segir Guðbergur. „I stuttan tima var mikill áhugi á íslenskum bókmenntum í Sví- þjóð og íslenskir höfundar eins og Vigdís Grimsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir voru þýddar á sænsku. Svo datt þetta úr tísku og þá fóru útgefendur að selja þær til útkjálkalanda vegna þess að þar eimir eftir af þeirri skoðun að það sem Svíum finnist gott sé gott. Svona er haldiö áfram lengra og lengra þangað til bækur islenskra höfunda koma út á Filippseyjum." Konurnar ráfta Á þessum árstíma tala gagn- rýnendur mikið um rithöfunda og því eðlilegt að rithöfundar tali um gagnrýnendur og Guðbergur held- ur þvi fram að það séu yfirleitt tveir til þrir gagnrýnendur sem ráða öllu í íslenskri bók- menntaumræðu. „Einu sinni voru það Árni Berg- mann og Ólafur Jónsson og stöku sinnum Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Núna hafa konurnar tek- ið við umræðunni og það eru tvær auglýsingaiðnaðurinn hefur fund- iö upp. Foreldrar vilja gjarnan að barnabækur undirbúi börnin und- ir lífið með fíflalátum. Þá læra þau að vera með fíflalæti velmegunar- innar út allt lífíð. Hundurinn vill ekki vera hund- ur heldur lamb. Þau eru falleg og sivinsæl og njóta almenningshylli. Hann eignast að lokum grímu og dulbýr sig sem lamb og vill verða góður. En að lokum verður hann ekki lamb heldur fórnarlamb. Það er eitthvað alheimslegt í hundinum. Hann er heimilisdýr og hann er í öllum mönnum. Ekki bara í þeirri merkingu að vera í leiðu skapi heldur vill maður vera tryggur, koma sér vel við hús- bóndann og vera skemmtilegur, gelta á réttum stöðum. Hundurinn er mjög hentugur til að koma á framfæri einföldum boðskap en öll húsdýrin koma við sögu því þau eru rík í tilfinningalífi okkar. Þótt við búum í bílasamfélagi þá eru aldrei skrifaðar barnabækur um Toyotu eða Audi.“ Epli og appelsínur - Ég hitti konu um daginn sem hafði lesið bókina um hundinn og fannst hún ekki enda nógu vel. „Það er mjög skiljanlegt. Við búum í kristnu samfélagi og þegar við deyjum þá fórum við til Guðs þar sem er nóg af appelsínum og eplum. Þess vegna viljum við að allt endi vel og sérstaklega er bandaríska rétttrúnaðarsamfélag- ið heltekið af þessari hugmynd. Auðurinn á himnum bíður okkar og þetta er verst í lúterskum lönd- um. En það deyr enginn með glans.“ Hundurinn í okkur öllum - Guðbergur Bergsson ræðir um hundseðli og gagnrýnendur eða þrjár sem öllu ráða. Þeirra við- miðun í umræðunni um bækur er sú hvort Kolbrún Bergþórsdóttir geti flissað yfir bókinni eða ekki. Ef hún getur flissað þá er bókin góð. Ef hún getur ekki flissað þá er bókin vond. Þær koma sér upp gervum. Úlf- hildur Dagsdóttir er að verða al- veg eins og Elínborg Lárusdóttir sem var á kafi í andatrú en Úlf- hildur er í vampírum og hrollvekj- um. Kolbrún flissar og snýr lát- laust við blaðinu. Svona endurtekur sagan sig alltaf hér á landi því það er ekki til íslensk gagnrýnin hugsun. Höf- undamir ganga inn í þetta því það er enginn dugur í þeim. Það eru engar pólitískar fylkingar til leng- ur og ekki hægt að skýla sér á bak við þær.“ Norfturljós tll sölu Guðbergur heldur áfram að íjalla um íslenska bókmenntasögu og hve illa var tekiö á móti Krist- manni Guðmundssyni og Gunnari Gimnarssyni þegar þeir sneru aft- ur heim til íslands. „Einar Benediktsson skáld var upphafsmaður andúðarinnar á Gunnari Gunnarssyni vegna. þess að hann þoldi ekki hvernig honum tókst sjálfum aldrei neitt. Það voru þúsundir Einara Benediktssona í heiminum á þessum tíma að reyna að selja breska heimsveldinu norð- urljósin. Það hafa alltaf verið noröurljós til sölu í heiminum eins og erfðafrumufyrirtækin í dag. Þegar Kristmann og Gunnar komu heim var búið að reisa varn- armúr gegn þeim. Menn vildu bara hafa sértæka dómgreind gagnvart Halldóri Laxness en höfðu enga sjálfstæða dómgreind gagnvart verkum annarra. Það voru íslenskar konur sem héldu uppi Kristmanni því hann skrifaði um sterkar norrænar konur sem voru fullar af rembingi eins og Kvennalistakonurnar urðu seinna. Þær voru nefnilega eins og klippt- „Þœr koma sér upp gervum. Úlfhildur Dags- dóttir er að verða alveg eins og Elínborg Lárus- dóttir sem var á kafi í andatrú en Úlfhildur er í vampírum og hrollvekjum. Kolbrún flissar og snýr látlaust við blaðinu. “ ar út úr bókum Kristmanns.“ - En var Kristmann Guðmunds- son góður rithöfundur? „Það var sérstaklega ein bók hans sem heitir Náttröllið glottir. í þeirri bók var meiri þjóðfélags- ádeila og skilningur en í öllum bókum Halldórs Laxness saman- lögðum. En það kom enginn auga á það því það mátti ekki sjá verk hans í því ljósi." Af hverju hundur? - Úr því sem komið er skal reynt að beina umræðunni að þeim tveimur bókum sem Guð- bergur er að gefa út um þessar mundir. Önnur heitir: Hundurinn sem þráði að verða frægur og er nokkurs konar barnabók. Af hverju er hundur hentug sögu- hetja? „Það eru ekki til neinar bama- bækur. Þetta er bara flokkun sem Tungumál sálarinnar - Guðbergur gefur einnig út ljóðabók sem heitir Stígur. Þetta er þriðja ljóðabók hans og sú fyrsta í mjög langan tíma. Er meistarinn svona lengi að yrkja? „Þaö er yfírleitt erfiðara að skilja ljóð. Þau eru gerð fyrir skynjunina fremur en skilninginn. Ljóð mín eru hugmyndir sem eru settar fram á tungumáli sálarinn- ar. Ég hef ort mjög mikið i langan tíma en ekkert gefið út. Þessi ljóð eru samt ekki valin í öðrum skilningi en þeim að þau eiga saman að mynda ákveðinn grunn eða meginhugsun sem síðan má byggja á. Þetta er stigur sem ég býð lesandanum að ganga og finna leiðir út frá honum. Þetta er samt ekki þjóðvegur. Þjóðskáld leggja þjóövegi. Hinir eru á stígunum. Það er hvorki í mannlífinu né í listum ein leið til neins. Það er ekki hægt að villast. Það er ekki til nein villa í mikilli list. TOgerð í listum er alveg hryllileg. Ef þú sérð t.d. um leið að skáldiö er að vísa í verk annarra og menntuð tilgerð er sennilega það versta sem til er. Menningar- og listatilgerð var miklu meiri hér á landi og var sérstaklega slæm í ljóöum. Þetta hefur horfið en í staðinn hafa menn leitað i öskutunnur og þar finnst þeim allt jafngott, hvort sem það er eftir Jón eða séra Jón. Það er allt jafngott i öskutunnunni." - En ertu ekki orðinn þjóðskáld, Guðbergur? „Hjálpi mér, nei. Það væri hræðilegt. Það er með þjóðskáldin eins og bóhemana. Þau eru farin úr tísku. Einu sinni þótti voðalegt gott að vera drykkfellt skáld eða eiturlyfjaskáld en það er ekki svo lengur." PÁÁ Hin hliðin Jónatan er snillingur! Við kynnumst nú hinni hlið Krist- jönu Stefánsdóttur söngkonu. Hún gaf nýverið út geisladiskinn Kristjana. Um daginn hélt Kristjana útgáfutón- leika og sagði gagnrýnandi DV, Ólafur Stephensen, um Kristjönu: „Kristjana Stefánsdóttir er nú komin í fremstu röð djasssöngvara okkar. Það er sér- staklega eftirtektarvert hve góða til- fmningu hún hefur fyrir djasshefð- inni, bæði í ballöðum og hraðari lög- um.“ Fullt nafn: Kristjana Stefánsdótt- ir. Fæðingardagur og ár: 25. maí 1968. Maki: Ólafur Jens Sigurðsson. Börn: Engin. Bifreið: Ford KA 1998. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Að vinna að spennandi og skemmtilegri Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að rifast. Uppáhaldsmatur: íslenskur fisk- ur. Uppáhaldsdrykkur: íslenskt blá- vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég held nú alltaf mest upp á hann Nonna (Jón Arnar Magnússon). Hver er faUegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Ég barasta veit það ekki, ég held að það hreinlega slái enginn hann Óla minn út. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjóminni? No comment! Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég hefði alveg verið til í að hitta Ellu Fitzgerald og hinar dívumar á sinum tíma og svo Lester Young saxófónleikara. Uppáhalds- leikari: Gary Oldman er alltaf svolitið flottur! Uppáhalds- leikkona: Guðlaug El- ísabet Ólafs- dóttir ofur- leikkona er langbest! Uppáhaldstónlistarmaður: Þeir eru svo margir að ég hef ekki tölu á þeim. Það er nýr í hverjum mán- uði hjá mér. Uppáhaldsrithöfundur: Má það ekki vera ljóðskáld? Davíð Stefáns- son. Uppáhaldsbók: The Alchemist eft- ir Paulo Coelho, sem ætti aö vera til á hverju íslensku heimili. Ann- ars er ég með Harry Potter-deflu núna! Uppáhaldsstjómmálamaður: Æi, enginn þessa stundina. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi og Jenni. Eftirlætissjónvarpsefni: Góðir breskir sakamálaþættir og inn- lendir þættir um menningu og tónlist. Á hvaða útvarpsstöð hlustarðu helst? Ríkisútvarpið og svo auð- vitað á Útvarp Suðurlands! Uppáhaldssjónvarpsstöð: Rikis- sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Núna er það Jónatan Garðarsson í Mósaík, alger snillingur! Uppáhalds- skemmtistað- ur: Þegar að „valinn kunn- ur skríflinn“ hittist og gerir sér glaðan dag í einhverju notalegu heimahúsinu. Stefnirðu að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að gera fleiri plötur og skoða heiminn. Hvað óttastu mest? Stríð og fljót- færni ráðamanna. Hvaða eftirmæli viltu fá? Bara eitthvað fallegt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.