Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 50
Tilvera LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 x>v lí f ið Styrktartónleik- ar í Kristskirkju Tónleikar verða í Kristskirkju Landakoti á morgun, sunnudag, kl. 16. Þeir eru til styrktar neyðaraðstoð í Afganistan og eru haldnir af Caritas á íslandi, hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar. Flytjendur eru: Gunnar Kvaran sellóleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Sigurður Sagfjörð barítónsöngvari, Sigurður I. Snorrason klarínettleikari, Úlrik Ólason organleikari og Vox Feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Klassík ■ SALMAR JOLANNA Þeir Slgurð- ur Flosason saxófónleikari og Gunn- ar Gunnarsson organisti halda tón- leika í Hallgrímskirkju í dag kl. 17. ■ KAMMERMÚSÍK Kammermús- íkklúbburinn heldur tónleika í Bú- staöakirkju sunnudagskvöld kl. 20. ■ NORDENOM Kvartettinn Norden- om heldur vísnatónleika í Norræna húsinu í dag kl. 16.00. ■ LÉTT TRÚARLEG TÓNLIST Kirkjukór Grensáskirkju heldur tónleika með léttum trúarlegum lögum sunnudagskvöld kl. 20. Opnanir I TEKKNESK GLERLIST I dag verð ur opnuð sýning á Kjarvalsstööum á verkum eftir fremstu glerlistamenn Evrópu. Sýningin ber nafniö Leiöln aö miöju jaröar. Við opnunina leikur píanóleikarinn Davíö Þór Jónsson. ■ AIR CONDITION j HAFNARBORG í Hafnarborg í Hafnarfiröi veröur opnuö sýning í dag undir heitinu Air condition. Þar eru málverk, tölvumyndir, teikningar og vídeó- innsetning. Listamennirnir eru Catherine Tiraby, Vincent Chirn, Gústav Geir Bollason og Jóhann Ludwig Torfason ■ SYNING Á AKRANESI Hrönn Eggertsdóttir listmálari, Friöþjófur Helgason, kvikmyndatökumaður og Ijósmyndari og Helgi Daníelsson opna sýningu I Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi í dag kl. 15. Fundir og fyrirlestrar ■ KINAKLUBBURINN KYNNIR Næstu Kínaferðir Kínaklúbbs Unnar verða kynntar á veitingahúsinu Sjanghæ, Laugavegi 29 í dag kl. 15. Sýningar I DANSSYNING Jassballettskóli Báru heldur danskeppni í kvöld kl. 19.30 í Iþróttahúsi Digraness. Fyrir börnin I KOTTUR I NORRÆNA HUSINU I Norræna húsinu er sýningin Köttur út í mýri. Þar er hægt aö leggjast inn í fjörildahelllnn og setjast í há- sæti Óðins. Ferðir Fræösluferð verður farin í dag að Kleifarvatni og í Krýsuvík Brottför er frá BSÍ kl. 10 og kl. 10.15 frá Upplýsingamiðstöö Hafnarfjarðar. Leiðsögumenn:Kristjana Eyjólfsdótt- ir og Jónatan Garöarsson. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Allir á Nasa Það var engin smá rífandi stemn- ing á tónleikum hinnar undarlegu hljómsveitar Low í Nasa við Aust- urvöll. Þetta var hluti af tónlistar- hátíð Hljómalindar og Fókus og gamla Sigtún rokkaði upp í rjáfur við þetta tækifæri. Svo virðist sem staðurinn þar sem rokkararnir Vilii kom meö Ernu Þau Villi og Erna létu sig ekki vanta á þennan tónlistarviöburö enda alþekktir unnendur framsæk- innar tónlistar. Lúna leikur sér Hljómsveitin Lúna hitaöi upp fyrir Low og var geröur góöur rómur aö leik sveitarinnar. Gamla Sigtúníö Þaö var þétt setinn bekkurinn í gamla Sigtúni viö Austurvöll sem nýir eig- endur hafa, af einhverjum undarlegum ástæöum, kosiö aö skíra Nasa. Samt kalla þaö allir gamla Sigtún. Allt er óbreytt Þaö eru allar innréttingar óbreyttar viö Austurvöttinn og þarna sat fótk og skemmti sér í tætlur á sjötta ára- tugnum og kannski hafa foreldrar þessara ungu manna kynnst á dans- leik í Sigtúni. skeinmtu sér forðum og sveifluðu dömunum yfir haus hafi lifnað við aftur eins og fjölær rótarávöxtur sem hefur legið í dvala árum sam- an. Samt er enginn með brilljantín í hárinu lengur heldur farsíma í eyr- unum. Richard Gere í illdeilum við umhverfisverndarsinna: Gere er Kína Richard Gere hefur staðið i óvenjulegu stríði að undanförnu og það á síðum New York Times. Vandræði Gere byrjuðu þegar virðulegur verndunarsinni, Geoff Dodge, sem eitt sinn vann á land- areign Gere á austurströnd Bandaríkjanna, hafði samband við New York Times og sagöi frá því sem hann kallaði óafturkræf skemmdarverk á lífríkinu á jörð Gere. Hann hafi höggviö niður fjölmörg tré i nágrenninu og sett í staðinn afskaplega ósjarmer- andi túnþökur. Richard Gere Richard Gere hefur aö undanförnu troöið illsakir viö umhverfisvernd- arsinna á síðum New York Times. Ásakanir Dodge hafa fallið í grýttan jarðveg hjá Gere sem segist hafa fullt leyfi til að höggva trén þar sem þau standi í rotnandi jarð- vegi. Hins vegar séu enn þúsundir trjáa á landareigninni. „Og Geoff Dodge hefur ekki unniö á jörð Gere í fimm ár“. Þessi ummæli hafa lítil áhrif á af- stöðu Dodge sem heldur áfram að argast í Gere. „Mér finnst þetta hræsni af herra „Elskar Allt“. Þetta gengur gegn búddatrú hans. Hann er að gera umhverfinu það sem Kín- verjar hafa gert Tibetum.“ Ono bedin afsökunar Glamúrblaðið OK! sem Sviðsljós- ið hefur allt sitt vit úr, hefur tekið sig til og beðið Yoko Ono formlega afsökunar á umfjöllun um tónleika sem hún stóð fyrir og voru tileink- aðir New York og íbúum þar. Tón- leikarnir báru yfirskriftina: Kvöld með tónlist og textum Lennon en OK! velti sér upp úr því að Yoko sjálf hefði þar verið í aðalhlutverki og ekki viljað kannast við að Lennon hefði nokkurn tima verið í Bítlunum. Leitt var getum að þvi að lifandi Bítlum hefði ekki einusinni verið boöið á tónleikana og flestar myndirnar sem varpað var þar á skjái hefðu verið af Yoko sjálfri. Sviðsljósið át vitleysuna upp eft- ir OK! og því skal Yoko líka beðin afsökunar hér. Fréttirnar af New York tónleikunum voru rangar; öll lögin sem flutt voru á tónleikunum voru eftir John Lennon eða Lennon & McCartney, víst var vísað til Bítl- anna og flestar myndir sem varpað var á skjái voru af nefndum John Lennon. Fyrirgefðu, Yoko! Á Ströndum Hólmavík er höfuðstaður Strandasýslu, lítið snoturt kauptún með um 500 íbúa, en íbúar í Strandasýslu allri eru á níunda hundrað. Við hvaða fjörð innan- verðan stendur Hólmavík og hvert er hitt kauptúnið sem stendur ut- anvert við fjöröinn norðanverðan? Óðal feðranna Þótt sá bær og kirkjustaður sem hér sést sé það allra mesta óðal feðranna sem þekkist á Islandi skal þess vænst að ekki hafi þar gerst jafn harmrænir atburðir og í sam- nefndri kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar. Þarna hefur sama ætt- in setið síðan um árið 1100. Hver er bærinn? Gjúfrin miklu Náttúran breytir um svip ef Kárahnjúkavirkjun verður að veru- leika. Stærsta stífla íslandssögunn- ar verður þá reist efst í Dimmugljúfrum og vatninu sem um gljúfrin rennur i dag verður veitt um jarðgöng til Lagarfljóts og um það til sjávar. Hver er áin sem í dag rennur kakómjólkurlituð um Dimmugljúfur? íslandsmethafi í sumar sló Davíð Oddsson for- sætisráðherra fyrra met Hermanns Jónassonar og hefur nú allra manna lengst setið sem húsbóndi í Stjómarráðinu. Davíð hefur setið á Alþingi allt frá árinu 1991 en áður starfaði hann á vettvangi borgar- málanna. Hvaða ár var Davíð kjör- inn í borgarstjóm? Sálmurinn um blómið Um miðjan sjöunda áratuginn kom út bókin Sálmurinn um blóm- ið eftir Þórberg Þórðarson þar sem hann sagði frá lífi lítillar mann- eskju í „háskalegum heimi“ eins og það var orðað. Hvað nefndi meist- ari Þórbergur aðalsögupersónu sína í þessari bók og hvað hét hún fullu nafni? Reginfljótið Ein af vatnsmestu ám landsins er Markarfljót sem rennur um þvera Rangárvallasýslu. Gamla brúin yfir ána var gerð árið 1934 og sjást ungu mennirnir tveir hér standa við hana en yngri brú er nokkru neðar. En hver var sá kappi sem segir frá í Njálu aö hafi rennt sér fótskriðu milli höfuðísa þessa reginfljóts? SVÖR: ■nss3(l ixxotsjBfiaq | pto um eppiaj öiS -nuiuiiH oaui jba 8o npfijjEnuBjv p usionjoq miui jas ipuuaj uios uossipfN uuiooil&reiis » IPim jn UBIIEJ3 jnuuniispuei isuisjj 8o isjkj pcj >í6X OUB uofisjeSjoq j uiniofji jba uossppo OJABQ , •JUiopjBUJEfqsy eu9f eSpH Jllioq So ipq uo bSSoh enn IPq úeupsiadnaos » njg e psin -qof , -puojjssojBqs e oreqs Jo um Jjnds jo joq uias jæq es » sousSubjq ja UBpjaAuegjou uin -OJoQ oia inpuajs uias oiunidnBH jnojoljsuiijá •mais io um unds jo joq uias uuunoJolH ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.