Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Fréttir DV Formaður SVÞ gagnrýnir borgaryfirvöld vegna stefnu þeirra í miðbænum: Samdráttur í verslun - spár um minni veltu í jólamánuðinum en í fyrra Blikur á lofti í verslun Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir blikur á lofti í verslun um þessar mundir. Uþþsagnir séu yfirvofandi víða og svo virðist sem þjóðin sé varkárari í kauþum nú vegna umræðu um efnahagsmál. Hið jákvæða sé að minna er um verslunarferðir til útlanda. Afar rólegt hefur verið í verslun undanfarið og eru vísbendingar um að jólaverslunin verði minni í ár en í fyrra þrátt fyrir stóraukið framboð á búðum með til- komu Smáralindar í Kópavogi. Kaup- menn sem DV hef- ur rætt við eru fremur svartsýnir og er von á töluverðri fækkun starfa á næstunni. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að svo virðist sem ís- lendingar séu varkárari í kaupum nú vegna umræðu um efnahagsmál og stórauknar skuldir heimilanna. Að sögn Sigurðar starfa milli 6.000 og 8.000 manns í verslun núna en blik- ur eru á lofti. „Það er mikið af upp- sögnum í pípunum. Margir eru með uppsagnarbréfið í vasanum og hætta um næstu mánaðamót," segir Sigurð- ur. Hið jákvæða er þó fyrir innlenda verslun að minna virðist um inn- kaupaferðir t.d. til Dublin og Glasgow en áður og er þar um mikla hagsmuni að ræða. „Við höfum sagt að þessi haustverslun þama úti geti numið allt að 2,5 milljöröum og við vonumst til að fá töluverðan hluta af þessu inn í jólaverslunina." Á móti kemur hins vegar að ferða- mönnum hefur snarfækkað og eink- um frá Bandaríkjunum. Hlutur út- lendinga í innlendri verslun hefur numið 2,5-3 milljörðum árlega. DV spurði Sigurð hvort offramboð á verslunum væri staðreynd eftir til- komu Smáralindar. Hann sagði ótíma- bært að leggja mat á það en hins veg- ar væri ljóst að hún nyti mestra vin- sælda um helgar. Meiri slaki væri um miðja vikuna. Ágætlega árar í Kringl- unni skv. upplýsingum þaðan en í miðbænum er töluvert um laust versl- unarpláss. Maður hefur á tilfinning- unni að viss óvissa sé þar. Það eru deildar meiningar um nýtt skipulag og menn eru tvístígandi." Samkvæmt nýrri skýrslu hefur verslunum fækkað um nokkra tugi í miðbænum á síðustu árum og gagn- rýnir Sigurður yfirvöld. „Ef haldið verður jafnstift í þessa húsfriðunar- stefnu og verið hefur og ekki fæst byggt þama upp verslunarhúsnæði sem talið er henta nútíma verslunar- háttum þá mun sú breyting verða á að alvöru verslunarfyrirtæki flytji sig burt og eftir standi frekar smáverslan- ir,“ segir Sigurður. -BÞ Ingibjörg Haraldsdóttir: Hlaut verölaun Jónasar Hall- grímssonar Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóð- skáld og þýðandi, hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin voru veitt við hátíð- lega athöfn í Reykholti á degi ís- lenskrar tungu. Ráðgjafarnefnd skipuð Kristjáni Árnasyni, Guð- rúnu Norðdal og Kolbrúnu Berg- þórsdóttur gerði að tillögu sinni að Ingibjörg hlyti verðlaunin fyr- ir skáldskap sinn. „Ljóðform hennar er knappt og fágað, þar er engu orði ofaukið. 1 ljóðum sínum laðar hún fram eft- irminnilegar stemningar og sýn hennar er frumleg og snörp - og iðulega gagnrýnin. Einnig hefur Ingibjörg verið mikilvirkur þýð- andi. Starf þýðandans er gjarna vanmetiö," segir meðal annars í umsögn nefndarinnar. Menning- arsjóður íslandsbanka leggur til verðlaunin sem eru hálf milljón króna auk heildarútgáfu Jónasar Hallgrímssonar í hátíðarbandi. Auk þess hlaut Félag fram- haldsskóla viðurkenningu fyrir framlag sitt í þágu íslenskrar tungu. Þar ber hæst Söngvakeppni framhaldsskóla- nema sem haldin hefur verið ár- lega í áratug. Þar er keppendum sett það mikilvæga skilyrði að syngja á íslensku. Námsflokkar Reykjavíkur hlutu einnig viður- kenningu fyrir íslenskukennslu fyrir útlendinga en þeir hafa frá árinu 1979 verið meirihluti nem- enda. í umsögn nefndarinnar segir að mikilvæg starfsemi Námsfiokk- anna hafi aukist með árunum en á þessu ári munu 1700 manns af 100 þjóðernum sækja íslensku- nám hjá Námsflokkunum. Guð- rún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsfiokkanna, tók á móti viður- kenningarskjali og þáði listaverk eftir Pál Halldórsson á Húsafelli. -aþ Verðlaunahafarnir ásamt menntamálaráðherra dv-mynd dvó Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, íris Elma Jóns- dóttir frá Félagi framhaldsskólanema og Björn Bjarnason menntamáiaráöherra fögnuðu degi íslenskrar tungu í Reyk- holti í gær. Lúðvík Ólafsson, settur landlæknir: Högni njóti vafans - ekki viðurkenning á stjórnsýslubroti Lúðvík Ólafsson, settur landlæknir vegna kæru á hendur Högna Óskarssyni, segir að að afturköllun sín á áminningu til Högna feli ekki í sér viðurkenningu á því að stjórnsýslulög hafi verið brotin. Högni hefur hins veg- ar sagt að settur landlæknir hafi ekki farið að lögum með því gefa honum ekki kost á að njóta andmælaréttar síns. I yfirlýsmgu, sem E. mr jm Lúðvík sendi frá sér í gær, segir m.a: „Högni Óskarsson naut andmælarétt- ar meðan á meðferð málsins stóð og skilaði greinargerð 20. nóvember 2000, allt í samræmi við v ' T Lúðvík 13. gr. stjómsýslu- Högni Ólafsson. íaga. Krafa hans Óskarsson. um aukinn andmælarétt nú á aö mínu mati ekki stoð í stjórnsýslulögum, en vegna lögfræðilegs vafa á túlkun lag- anna þar að lútandi taldi ég rétt að láta hann njóta vafans." Segir Lúðvik ákvörðun sína um afturköllun áminningar byggja á þessum vafa enda standi lög ekki í vegi fyrir því að veita aukinn andmælarétt. -BG Ingólf ekki í kjallara aBorgarstjórn hef- ur samþykkt að vísa til skipulags- og bygginganefnd- Magnússonar borg- arfulltrúa um end- urskoðun á skipu- með tilliti til fundinna rústa Ing- ólfsbæjar. Ólafur segir að þeim verða ekki tryggð umgjörð við hæfi í hótelkjallara í eigu einkaað- ila. Íslandssími tapar Íslandssími tapaði 777 milljón- um króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Rekstrartekjur námu rúm- um milljarði á tímabilinu og juk- ust um 65% miðað viö sl. ár. Stjórnendur Íslandssíma segja þetta í takt við endurskoðaðar áætlanir sínar þar sem gert sé ráð fyrir rekstrarbata á síðasta árs- fjórðungi. Atvinnuleysi eykst Atvinnuleysisdagar í október samsvara því að 1.765 íslendingar hafi verið án atvinnu. Tölurnar jafngilda 1,2% atvinnuleysi. í sept- ember mældist atvinnuleysi 0,9% af mannafla. Sveiflan milli mánaða er meiri en hún hefur verið í tíu ár. Ábyrgðarleysi hjá TR Það er ábyrgðarlaust af Trygg- ingastofnun ríkisins að halda því fram að það sé alfarið vegna verð- skrár tannlækna hvaö sjúklingar fá endurgreitt. Hvorki heimilin né tannlæknar geta greitt reikninga á þriggja ára gömlu verðlagi, segir í yfirlýsingu formanns Tannlækna- félags íslands vegna deilna tann- lækna og TR. Tap hjá Tæknival Aco-Tæknival hf. tapaði 861 millj- kr. á þremur fyrstu fjórðungum árs- ins. Á þriðja ársfjórðungi var tapið 197 millj. kr. í tilkynningu til Verð- bréfaþings segir að aðgerðir tU að bæta reksturinn muni ekki skila full- um árangri fyrr en á næsta ári en síðasti hluti líðandi árs ætti að verða í plús. Fiskur lúxusvara aBandaríkjamenn virðast hættir að fara á finni veitinga- staði og fiskur er lúxusvara vestan- hafs eftir hryðju- verkin 11. septem- ber. Markaðir fyrir ferskfisk sem fluttur er með flugi tU Bandaríkjanna hafa nánast þurkast út. Þetta segir Sigur- geir Brynjar Kristgeirsson í Vinnslu- stöðinni á Eyjafréttir.is Dæmdur fyrir hnefahögg Þrír ungir Vestfirðingar hiutu 30-45 daga skilorðsbundna fangelsis- dóma í héraðsdómi í gær. Þeir voru dæmdir fyrir ýmsar sakir, einn fyrir aö hafa slegið lögreglumann með krepptum hnefa í andlitið í anddyri lögreglustöðvarinnar á ísafirði. Hann skal og greiða lögregluþjóninum bæt- ur. Mbl. greindi frá. Jón Grímsson Gullna stýrið DV-bilar Flökkusagnir samtímans Þjóösögur og hullðshelmar Grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Morðið í Garðyrkju- skólanum islenskir harmleikir Blæjurnar falla Sögur af svindli Erlent fréttaljós Innlent fréttaljós Himnaríkisvist Takmarkinu um fríverslun í heimin- um má líkja við himnaríkisvist, sagði Geir H. Haar- de I erindi á Rótary- fundi í gær. Von- andi notar alþjóða- samfélagið ekki ófriðarástand og efnahagslega niður- sveiflu sem átyllu til þess að snúa af braut aukins verslunarfrelsis í heim- inum. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.