Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Kynlrf - Víkjum að öðru, hvað viltu gera í brottkastsmálinu? „Ég vil banna leiguviðskipti með kvóta. Þótt sveigjanleiki minnki eitt- hvað verða menn að lifa við það. Þetta er róttæk tillaga en hún leysir mörg vandamál." - Eftir að þú gagnrýndir kostnað við sendiráðið í Japan sagði Halldór Ásgrímsson eitthvað á þá leið að þú ættir að halda þig við þína deild. Hverju svararðu þessu? „Ég tek þetta sem hvert annað reiðikast, sem er óvanalegt af Hall- dóri. Auðvitað hef ég rétt til að hafa skoðanir og ég mun segja þær sem einstaklingur, sama hvort ég kenni uppi í Háskóla eða geri eitthvað ann- að. Það er ekki flokkspólitísk afstaða að gagnrýna þetta rándýra sendiráð í Japan sem kostar þjóðina yfir 700 milljónir. Margir hafa gagnrýnt þetta og viðbrögð Halldórs voru mjög yfir- drifin. Hann á að þola svona gagn- rýni.“ - Þótt þú sért að hætta í starfi for- manns framkvæmdastjórnar Samfylk- ingar þá muntu væntanlega ekki hætta að skrifa heimasíðu þína? „Nei, ég ætla að halda minni heimasíðu áfram. Hún verður ekki á sömu flokkspólitísku nótum og oft áður, heldur mun fjaUa um lífið, til- veruna og þjóðfélagsmál. Mér finnst það líka skylda háskólamanna að vera virkir í umræðu um þjóðfélagsmál. Ég er búinn að vera nokkuð lengi í stjórnmálum og í mínum huga snúast þau fyrst og fremst um hugmyndir. Menn verða að hafa hugmyndir og tala fyrir þeim. Ég hef séð margar af mínum hugmyndum ná fram að ganga. Ég talaði fyrir veiðileyfagjaldi á sínum tíma og nú er það að koma í höfn. Skattahugmyndir mínar eru flestar orðnar hluti af skattastefnu Samfylkingarinnar. Ég er stoltur af því að hafa unnið með Einari Oddi Kristjánssyni í aðdraganda þjóðarsátt- arinnar fyrir meira en áratug. Ég er mikiU Evrópusinni og er bjartsýnn á að við verðum komin með alvöruum- ræðu um aðild að Evrópusambandinu á næstu misserum og verðum orðin aðUar innan örfárra ára. Það skiptir máli að berjast fyrir hugmyndum. Til þess hef ég verið í íslenskri pólitík og hef haft gaman af því.“ - Ertu hættur stjórnmálaafskipt- um? „Þótt ég hætti i starfi mínu hjá Samfylkingunni hef ég ekki afsalað mér lýðræðisiegum réttindum. Ég horfl glaður tii baka og fram á við og er sáttur við að hætta. En ég held að fóik eigi að þekkja sinn vitjunartíma. Menn þurfa að kunna að hætta.“ Sálnabjörg Trúboðar sem dvöldu í Afríku á sextándu öldinni gerðu stundum árangurslausar tilraunir til aö koma í veg fyrir umskurð meðal kvenna. Jesúítar i Abyssiníu (Eþiópía á vorum dögum) komust að því að þá neituðu karlmennirn- ir að giftast konum sem ekki voru umskornar. Og þar sem páfinn setti sálnabjargir í forgang fram yfir heil kynfæri kvenna var gefin út tilskipun um að umskurður væri þóknanlegur í „læknisfræði- legum“ tilgangi. Grasrótarvinna skilar mestu í mörgum löndum, til að mynda i Afriku, hefur umskurður kvenna verið bannaður með lögum og sums staðar hefur fræðsla verið sett á laggirnar. í stuttu máli hefur þessar aðgerðir mistekist, m.a. vegna þess að það þarf hvorki meira né minna en að gjörbylta viðkomandi samfé- lagi til að siður af þessu tagi lognist út af. Það er erfitt en ekki vonlaust og þar sem baráttan hefur skilað ár- angri er það grasrótarsamtökum fyrst og fremst að þakka. Ágúst Einarsson prófessor gef- ur ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður framkvæmda- stjórnar Samfylkingar. í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur ræðir hann um stöðu Samfylk- ingarinnar og þau mál sem hann telur eiga að vera helstu áherslu- mál hennar. - Er staða Samfylkingarinnar svo slæm að þú sért búinn að gefast upp á opinberri þátttöku i stjórnmálum? „Nei, það er ekki ástæðan. Ég kenni fulla kennslu í Háskóla íslands og er orðinn þar deildarforseti. Mér finnst ekki fara saman að vera forystumað- ur í einni stærstu deild Háskólans og vera jafnframt í forystusveit stjóm- málaflokks. Þótt staöa Samfylkingarinnar sé núna döpur í skoðanakönnunum er það tímabundið. Aðalatriðið er að Samfylkingin hafi þær hugmyndir sem duga til fjöldafylgis - og ég tel að í meginatriðum hafi hún þær. Henni ber að fylgja þeirri aðferðafræði sem jafnaðarmannaflokkarnir í nágranna- löndunum hafa gert með góðum ár- angri. Sýnin á þriðju leiðina er að skerpast og um leið held ég að Sam- fylkingin muni uppskera í næstu kosningum. Þannig að ég er bjartsýnn fyrir hönd Samfylkingarinnar." - Segðu mér þá í stuttu máli hverj- ar þér finnast eiga að vera áherslurn- ar? „Hornsteininn í okkar málflutningi eru menntamál, efnahagsmál og vel- ferðarmál. Þetta er hinn gullni þri- hyrningur sem myndar umgjörðina um öll stefnumál. Éf menn tala nógu skýrt út frá þessari einfóldu heimssýn mun fylgið koma, ef talsmennirnir eru trúverðugir. Menntamálin eru lykillinn að lífskjörum fólksins í land- inu og því að halda byggð í landinu. Það er vitlaus umræða að tala um dreifbýli og þéttbýli. Þetta snýst um það hvort ungt fólk mun búa hér á landi eða ekki. Lykillinn að því er menntunin. Það er ekkert sjálfgefið að 300.000 manna þjóð langt úr alfaraleið takist að halda uppi öflugu samfélagi. Það verður erfitt verkefni. Þetta er hin nýja sjálfstæðisbarátta." Engin foringjakreppa - Nú er talað um foringjakreppu í Samfylkingunni, ertu sammála því? Reiðikast Halldórs - Finnst þér að Samfylkingin hafi gert þau mistök að vera of hrædd við Vinstri græna og hugsanlega elt þá í einhverjum stefnumálum í von um fylgi? „Nei. Ég held hins vegar að upphaf- legu mistök Samfylkingarinnar hafi verið að bíða of lengi með að stofna flokk. Ef flokkurinn hefði verið stofn- aður strax eftir kosningar hefðu Vinstri grænir ekki haft svigrúm tO að koma sér vel fyrir i stjórnmálun- um. Þeir sköpuðu sér mikið rými með góðri forystu Steingríms og Ögmund- ar og það rýrði mjög möguleika Sam- fylkingarinnar. En það þýðir ekkert að horfa til baka. Það verður að horfa fram á við og ég er bjartsýnn fyrir hönd flokksins." - rótgróin viðhorf viðhalda limlestingum á kynfærum kvenna Jóna Ingibjörg Jónsdóttir skrifar um kynlíf fyrir 0V og Spegilinn „Þetta er hefðbundið umræðuefni þegar fylgið fer niður í skoðanakönn- unum. Foringjanum er kennt um. Það er alltof mikil einföldun. Össur er bú- inn að standa sig vel og hann verður endurkosinn á þessum landsfundi og fær stuðning við sína stefnu. For- ingjakrepputalið er áróður andstæð- inga Samfylkingarinnar en áróður sem bítur býsna vel, það verður að viðurkennast." - Voru ekki mistök að lýsa því yfir í upphafi að Sjálfstæðisflokkurinn væri höfuðóvinur Samfylkingarinn- ar? Samfylkingin verður varla stór nema hún taki fylgi frá Sjálfstæðis- flokknum. „Þetta voru ekki mistök. Samfylk- ingin ætlar sér að standa jafnfætis Sjálfstæðisflokknum í fylgi og verða 30 til 40 prósenta flokkur. Við ætlum að sækja kjósendur, meðal annars til Sjálfstæðisflokksins. Hann er með mikið af okkar kjósendum í láni og hefur haft þá mjög lengi. Jafnaðar- mönnum hér á landi hefur ekki tekist að verða breiður miöflokkur jafnaðar og framtaks eins og gerst hefur í ná- grannalöndunum. Þetta er verkefnið og eini tilgangur Samfylkingarinnar. Ef Samfylkingin hverfur frá þessari hugmyndafræði er hún búin að glata tilgangi sinum og á enga framtíð fyrir sér sem sjálfstæður stjórnmálaflokk- ur.“ - Ef Samfylkingin er jafnaðar- mannaflokkur af hverju getur hún þá ekki bara viðurkennt það og tekið upp nafnið Jafnaðarmannaflokkur? „Hún mun væntanlega gera það á þessum landsfundi. Ég tel rétt að kenna flokkinn við jafnaðarmanna- hreyfingu. Flokkurinn er aðili að al- þjóðasambandi jafnaðarmanna og öðr- um alþjóðasamtökum jafnaðarmanna og á því að hafa íslenskt nafn sem lýs- ir honum þannig." í síðasta pistli, sem fjallaði um limlestingar á kynfærum kvenna, endaði ég skrifin á að segja að það væri ekki undarlegt ef fólk heyrð- ist spyrja: „Hvers vegna er ekki hætt við umskurð á kynfærum kvenna fyrst það veldur svona miklum sársauka og kvölum?" Svona er lífið bara. í gegnum aldirnar hefur um- skurður/limlesting á kynfærum kvenna orðið samgróin daglegu lífi. Fyrir margar stúlkur og konur er þessi siður „bara“ eitt af því sem þær þurfa að lifa með og um- bera rétt eins og sligandi daglega vinnu, þurrka, sandstorma, sult, fátækt, ólæknandi sjúkdóma, brennandi hita og vatnsskort. Og það er kaldhæðnislegt að það eru ekki síst konurnar sjálfar, þar sem þessi siöur viðgengst, sem hvað mest verja hann. Eldri konur mega ekki við að missa þá aura sem þær fá aukreit- is fyrir að framkvæma umskurðs- aðgerðirnar í þorpinu, foreldrar óska þess að dætur þeirra séu um- skomar svo þær séu þess verðar að vera gefnar í hjónaband og stúlka sem ekki er umskorin á á hættu að vera stimpluð hóra eða álitin óhrein. Af tvennu illu er þessi hryllilega sársaukafulla að- gerð talin skárri kostur - a.m.k. í hugum heimamanna. Alhliöa kúgun kvenna Eftir að hafa kannað málið litil- lega virðast tvær ástæður oftast nefndar til sögunnar um það hvers vegna þessi siður viðgengst enn í dag. í fyrsta lagi er umskurður tal- inn vera eina pottþétta leiðin til að vernda konuna (og þá sem hún umgengst) gegn taumlausum ástríðum hennar og þar með hætt- una á gegndarlausu fjöllyndi hjá henni. Þannig á umskurður aö tryggja að stúlkan sé tandurhrein mey þegar kemur að hjónabandi. Sömuleiðis er umskurður garantí fyrir að hún haldi sig frá öðrum karlmönnum en eiginmanninum eftir hún er orðin eign hans. Með öðrum orðum þá er hræðsla við konur sem kynverur talin helsta rótin að þessum hryllilega sið. í öðru lagi tengist þessi siður á flókinn hátt konum sem vinnuafli og eignamyndun, sérstaklega í smærri akuryrkjusamfélögum þar sem konur eru seldar líkt og um kýr væri að ræöa. Umskurðurinn tryggir hjónabands- og barneigna- virði viðkomandi konu. En óhætt er að segja að hvað sem öllum skýringum líður er þetta athæfi sínum. Þessi siður viögengst enn í dag í tuttugu og átta löndum Afr- íku. Vægari útgáfa á þessari að- gerð er víða framkvæmd meðal kvenna í Mið-Austurlöndum og Pakistan og meðal hluta múslíma í Malasíu, Indlandi og Sri Lanka. Meðal 600 milljóna múslíma á jörð- inni er umskurður „aðeins" fram- kvæmdur hjá 1/5 hluta þeirra en það er athyglisvert að ekki er að finna eitt orð um þessa aðgerð í Kóraninum, trúarriti múslíma. Á fimmtu öld f. Kr. þekktist um- skurður á kynfærum kvenna í Eg- yptalandi, Eþíópíu og meðal Fönikíumanna. Umskurður hefur heldur ekki einskorðast við fram- andi menningarsamfélög með önn- ur trúarbrögð en okkar eigin. Fyr- ir rúmlega hundrað árum var við- horf til sjálfsfróunar í Evrópu svo- lítið sérstakt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Sjálfssaurgun" var talin orsök ýmissa kvilla og hjá sumum kynheitum eöa vergjörn- um konum fékk snípurinn að Qúka í „lækningaskyni". Nudd í lækningaskyni þróaðist líka sem meðferð og er til heilt safn lækn- ingatóla (sem líkjast mest fornfá- legum titrurum) sem beitt var til „lækninga" við vergirni og hyster- íu. Jæja, þetta var smáútúrdúr. DV-MYND GVA Agúst Einarsson „Ég er mikill Evrópusinni og er bjartsýnn á aö viö veröum komin meö alvöruumræöu um aöild aö Evrópusambandinu á næstu misserum og veröum oröin aöilar innan örfárra ára. “ Menn þurfa að kunna að hcetta - Ágúst Einarsson segir enga foringjakreppu orðið táknmynd fyrir alhliða kúg- un kvenna - bæði kynferðislega, félagslega og fjárhagslega. Fauk af í „lækningaskyni" Um 80 milljónir núlifandi kvenna um allan heim hafa verið umskornar/limlestar á kynfærum Hræðsla við konur sem kynverur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.