Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Helgarblað DV Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi Þar var voðaverknaðurinn framinn í janúar 1957. Fjósamaöurinn gat ekki sætt sig við það aö stúlkan skyldi hafa gefist upp á sambandi þeirra, fékk lánaðan riffil og svonefnd stórgripaskot og skaut stúlkuna þar sem hún stóð við eldavél í eldhúsi skólans. Morðið í Garð- yrk j uskólanum Fjósamaðurinn skaut fyrrum unnustu í eldhúsi skólans Sunnudaginn 6. janúar árið 1957 voru stödd i eldhúsi Garðyrkjuskól- ans að Reykjum í Ölfusi, ráðskona skólans og tveir nemendur; 19 ára stúlka og piltur á svipuðu reki. Þar kom inn starfsmaður í fjósi skólans, 25 ára gamall, með riffil í hendinni. Hann gekk að borðinu sem stóð ná- lægt miðju eldhúsgólfi og spurði ráðskonuna hversu mikla mjólk hún þyrfti og hún svaraði því. Því næst sneri hann sér að stúlkunni, sem stóð við eldavél hinum megin horðsins, og sagði við hana: „Jæja, Dia mín,“ en það var gælunafn stúlkunnar, lyfti rifflinum sem hann hafði borið við hlið sér og snú- ið niður, beindi honum að stúlkunni og hleypti af. Síðan sner- ist hann á hæli og gekk aftur fram í borð- stofuna. Stúlkan kiknaði við skotið og sagöi: „Mamma mín“ en hneig síðan niður á gólfið og andað- ist litlu síðar. Morðið þótti óvenju kaldrifjað og var til þess tekið 1 fjölmiðlum hversu morðing- inn hefði verið ró- legur eftir að hann framdi glæpinn. Hann hefði sofið vært, haft góða lyst á mat og ekki verið í sjáanlegu uppnámi. Lagðl hendur á stúlkuna Stúlkan hafði komið að Reykjum sem nemandi um páska árið 1956. Ljóst þótti að hún kynntist fjósa- manninum náið en af dagbókum hennar, sem lagðar voru fram í mál- inu, mátti skilja að samkomulagið hafi verið skrykkjótt og hún óákveð- in hvort halda skyldi sambandinu áfram. í bréfi sem hún skrifaði syst- ur sinni rúmum mánuði áður getur hún þess að fjósamaðurinn hafi beð- ið hana um aö trúlofast sér á jólun- um. Aðfaranótt laugardagsins kom fjósamaðurinn til stúlkunnar og varð þeim þá sundurorða. Hún tal- aði um að hún ætlaði að hætta að vera með honum og hætta að um- gangast hann. Bar hún því við að hann væri svo óreglusamur að ann- að væri ekki hægt. Fjósamaðurinn dvaldi þó hjá henni til morguns. Eftir þessa nótt sagði stúlkan ráöskonunni og einum vina sinna Sjötti hluti að fjósamaðurinn hefði barið sig, hárreytt og tekið fyrir kverkar sér. Hefði hún orðið hrædd og farið að gráta og hljóða. Hefði hann þá hætt að misþyrma henni en sagt að ef hún hefði ekki farið að gráta þá hefði hann drepið hana, og „þá vissi hún hvað hún fengi ef hún hætti að vera með honum“. i Við yfirheyrslur eftir voða- verkið neitaði fjósamaðurinn að hafa beitt stúlkuna nokkru ofbeldi eða hafa haft í hóturt- um við hana. fékk að gista í herbergi ráðskonunn- ar ásamt annarri stúlku. Um nótt- ina þegar aðrir voru gengnir til náða var fjósamaðurinn enn á stjái og kom á glugga ráðskonunnar. Stúlkurnar voru hræddar og héldu að maðurinn ætlaði að fara inn um gluggann svo að þær hlupu inn í herbergi skólafélaga síns. Fjósamaðurinn UnSlur stúlfcu rfiaður til bana sá ^“eldhús' honum riffil og þrjú skot - svoköll- uð stórgripaskot. Eftir morðið kom í ljós að enginn kálfur reyndist fót- brotinn og ekki upplýstist að neinn hefðii verið meiddur. Með riffilinn fór fjósamaðurinn upp í skóla og settist að matborði í eldhúsinu. Eftir matinn tefldi hann nokkrar skákir við starfsmann skólans, sem seinna bar við yfir- heyrslur að sér hefði fundist fjósamaðurinn ekki „vera með hugann við skákina". Hann hafði áfengisflösku meðferðis og saup á henni meðan hann tefldi. Þegar skákinni var lokið tók fjósamaðurinn riffilinn og hugðist að eigin sögn prófa hann með því að skjóta einu skoti úr honum, en mundi þá eftir því að hann átti eft- ir að spyrja ráðskonuna hvað hún þyrfti mikla mjólk. Hann fór því inn í eldhús og þar framdi hann voðaverkið. „Ég skaut hana Díu áðan“ Fjósamaðurinn sagði sjálfur við yfirheyrslur að i eldhúsinu hafi fyrst „komið yfir hann“ að hann skyldi miða byssunni á stúlkuna og hleypa af. Hann ítrekaði að eng- in hugsun í þessa átt hafi hvarflað að sér fyrr en hann stóð þarna í eldhúsinu. Fjósamaðurinn gekk rakleitt út úr eldhúsinu og að húsi því sem hann bjó í. Annar starfsmaður skólans, sem einnig bjó í húsinu, fór á eftir honum en hann haföi ekki heyrt skothvellinn. Fjósamaö- urinn var þá að reyna aö losa skot- hylki úr byssunn, en tókst það ekki fyrr en starfsmaðurinn hjálp- aði honum til þess. Hann fór síðan til herbergis síns og sagðist ætla að fara að sofa en kom inn til starfs- mannsins stuttu seinna og var þá sparibúinn. Starfsmaðurinn spurði hann hvort hann væri að fara eitt- hvað en þá svaraði fjósamaöurinn: „Ég skaut hana Díu áðan.“ Þeir ræddust síðan nokk- uð við en héldu til hvor i sínu herbergi uns skóla- stjóri og sýslumaður komu á vettvang. . hiaðanna var sem eng korn þo S6Aí-wldinn ^aðurg^dryk^- Stúlka skotin til bana (Jnrur skavt kna med eftir i gæi. *•**«*» w b«rraalr£> athar,nr « mmtur mm*mr «»«ri ««»>«• Iwm* mm* tffl- ilOmU. bnim „Hta i rldiiáú ir. ■ fa»im«rútor rar A gluggum Daginn eftir hélt fjósamaðurinn áfram að drekka og fór síðan á dans- leik um kvöldið, þar sem stúlkan var fyrir. Ræddust þau ekkert við á dansleiknum. í ljósi atburða fyrri nætur treysti stúlkan sér ekki til þess að vera ein í herbergi sínu og kom þá á glugga skólafélagans og neitaði að fara burt þrátt fyrir tilmæli. Loks kom hann sér á brott þegar eigandi her- bergisins hafði farið út um gluggann til þess að eiga orða- skipti við hann og fleiri karlmenn komu þar að. Stúlkurnar og piltarnir héldu öll til í umræddu herbergi um nóttina og var að sögn óhugur í fólkinu eftir þessa at- burði. Sagöist þurfa að aflífa kálf Á sunnudeginum fór fjósamað- urinn til vinnu í fjósinu eftir að- eins klukkustundarsvefn. Því næst fór hann tfl Hveragerðis og baö þar mann að lána sér byssu vegna þess að hann þyrfti að aflífa kálf sem hefði slasast. Maðurinn lánaði Asetningur eður ei Fyrir dómi þótti sekt fjósamannsins full- sönnuð en hann neit- aði því alfarið að ákvörðun um að skjóta stúlkuna hefði orðið til með honum fyrr en hann kom fram í eldhúsið og var að tala við ráðskonuna um mjólkina. Mörg atvik þóttu hins vegar benda til þess að um fyrir- framákvörðun hafi verið að ræða - þó að ekki teldist það sannað. „Hvort ákærði ætlaði sér að drepa stúlk- una, verður ekki í ljós leitt, en ákærði seg- ist sjálfur ekki gera sér grein fyrir því. Samkvæmt venjulegum skiln- ingi á hugtakinu ásetningur verð- ur talið að í slíku tilfelli sem hér átti sér stað, nægi það til ásetn- ings, að ákærða mátti vera það ljóst, að það að skjóta úr byssu á stúlkuna gat leitt tfl dauða henn- ar.“ Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að almenn refsOækkunar- ákvæði virtust ekki fyrir hendi. Fjósamaöurinn reyndist heOl á geði, en haldinn „tímabundinni drykkjusýki" og nokkrar „geðlags- sveiflur“ hafl komið fram meðan á geðathuguninni stóð. Hins vegar væri ljóst að ákærði hefði áður en hann framdi verknaðinn verið haldinn megnri afbrýðisemi, hafði verið dagana fyrir morðið undir áfengisáhrifum og haldinn langvarandi svefnleysi. „Má ætla að það hafi valdið sljóleika og verður við ákvörðun refsingar höfð hliðsjón af því,“ sagði dómur- inn. í Hæstarétti þann 24. mars 1958 var fjósamaðurinn dæmdur í 12 ára fangelsi. -þhs 1980 Hundur aflífaður með látum í september 1983 mætti fjöldi lögreglumanna á vettvang á Framnesvegi þar sem labradorhund- ur hafði bitið fólk í sam- kvæmi. Um- sátri lögregl- unnar lauk með því að hundurinn varð undir og var skotinn 1 höfuðið. íbúar við Framnesveg sögðu m.a. um atburðina: „Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins. Gatan hér var eins og mað- ur sér í svæsnustu bíómyndum úr mestu glæpahverfum New York-borgar. Ég hélt að lögreglu- mennirnir, sem voru um fimmt- án talsins, hlaupandi hér um allt, væru að fást við morðingja sem hefði drepið fjölda manns. Slíkt var ástandið í götunni.“ Reiði almennings var mikil í kjölfar þessa atburðar og þóttu lögreglumennirnir hafa sýnt hundinum óþarfa hörku. Ekki sjónvarp heldur bað í hugum nútíma-íslendingsins eru ár og dagur síðan ekki var sjónvarpað á fimmtudögum. Árið 1983 var þessi siður enn við lýði - að gefa landsmönnum frí fyrir sjónvarpsútsendingum á fimmtudögiun. Blaðamaður DV hefur bersýnilega af þessu M íetn» tíletni: Ekkert sjónvarp íkvöld nokkrar áhyggjur og fullyrðir að vatnsnotkun sé svo mikil þessi kvöld að allt bendi til þess að ís- lendingar baði sig einmitt þenn- an vikudag - vegna sjónvarps- leysisins - í stað laugardaga áður. Má fullyrða að allt sé þetta töluvert breytt í dag. Við getum valið úr sjónvarpsefni all- an sólarhringinn alla daga vik- unnar og við förum líka mun oftar i bað. Gunnar Thoroddsen látinn Forsíðufrétt DV þann 26. sept- ember 1983 var sú að fyrrver- | .,t. andi for- tura Thoratttssn Mnn sætisráð- herra, Gunnar Thorodd- sen væri látinn, 72 ára að aldri. Gunnar varð fyrst þingmaður aðeins 23. ára gamall, yngsti maður sem setið hefur á alþingi. Síðar varð hann borgarstjóri Reykjavíkur, fj ármálaráðherra, félagsmála- og iðnaðarráðherra, sendiherra og hæstaréttardómari. Gunnar var forsætisráðherra frá árinu 1980 fram á vor árið 1983. Rússum bannað að lenda í september 1983 ákvað ríkis- stjórnin á fundi sínum að veita sov- éskum flug- vélum ekki leyfi til lendingar á íslenskum flugvöllum né til flugs um lofthelgi íslands í tvær vikur. Ákvörðun þessi var tekin er sov- ésk herflugvél skaut niður kóreska farþegaflugvél og 269 manns létu lífið. -þhs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.