Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 21
21 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001_________________________________ DV _____________________________________________________Helgarblað DV-MYND HARI Þurfti að draga okkur í hús „Þegar viö vorum ungir lékum viö okkur úti fram á kvöld og þaö þurfti aö draga okkur inn, “ segja Gunnar Már Sigfússon og Magni Már Bernhards- son sem gefa út bókina Þjálfun og heilsa - heilbrigöur lífsstíll án öfga. „Núna er þaö öfugt. Áöur fyrr var einn feitur í hverjum bekk en nú eru 40% nemenda of feit. Og þetta er ekkert sem þessi börn hafa í hendi sér heldur er þetta haft fyrir þeim. “ mánuði boðið fyrirtækjum og hóp- um upp á nýja þjónustu; þeir fara inn í fyrirtækin og mæla starfs- menn og ráðleggja þeim með lík- amsrækt. Og ekki nóg með það, þeir fylgja þessu eftir með reglu- legum heimsóknum og mælingum og segjast þannig styðja fólk í já- kvæðri lífsstílsbreytingu. „Stjórn- endur hafa sagt að munurinn á starfsfólkinu sé mikill; það taki álagi betur. Því eins og maður þekkir sjálfur þá er maður betur í stakk búinn til að taka þátt í erf- iðu starfl á góðu dögunum. Því er regluleg hreyfing mikils virði.“ Gunnar og Magni segja að mötu- neytið sé mjög mikilvægur hluti af fyrirtækjum. „Grænmeti er því miður mjög dýrt á íslandi og þar af leiðandi salatbarir einnig. í mörgum fyrirtækjum hefur verið boðið upp á sama sullið í mörg ár en bjúgu og jafningur eru á undan- haldi. Þróunin er jákvæð, fyrir- tæki leggja sig betur fram um að bjóða starfsfólki upp á hollan mat. Við höfum líka orðið varir við það í þeim fyrirtækjum sem við heim- sækjum að undantekningarlaust tekur mötuneytið sig á.“ Fleiri feitir krakkar Nokkur munur er á því hvernig kynslóðirnar líta á líkamsrækt. „Margt eldra fólk sér ekki gildi þess aö það þurfi að hreyfa sig. Yngra fólk sér oftar að það er þeirra hagur að auka hreyfinguna og bæta mataræðið. Við bendum í bókinni á rannsókn sem var gerð í Svíþjóð en í henni kom í ljós að á vinnustað þar sem starfsfólk breytti lífsstíl sínum til betra horfs fækkaði veikindadögum verulega. Það eru því tugir þús- unda sem fyrirtæki og fólk getur sparað sér með betri lífsstíl.“ Ungt fólk stefnir þó meira í tvær áttir en var áður: fólk leggur rækt viö líkama sinn eða ekki. „Þegar við vorum ungir lékum við okkur úti fram á kvöld og það þurfti að draga okkur inn. Núna er það öf- ugt. Áður fyrr var einn feitur í hverjum bekk en nú eru 40% nem- enda of feit. Og þetta er ekkert sem þessi börn hafa í hendi sér heldur er þetta haft fyrir þeim.“ Ekkert sukk og svínarí Magni Már ferðaðist með Björk sem einkaþjálfari hennar á tón- leikaferðalaginu eftir útkomu Homogenic. „Þá sá ég hversu of- boðsleg vinna það er að vera Björk,“ segir Magni. „Það er ekk- ert sukk og svínarí á svona tón- leikaferðalögum eins og margir halda. Það er líka aðdáunarvert að fylgjast með manneskju eins og Björk sem gerir þetta af hreinni köllun. Maður þarf að vera í þokkalegu formi til að geta hoppað um sviðið í tvo tíma og sungið um leið. Og Björk syngur allan tím- ann. Það er aðdáunarvert hvað hún er meðvituð um heilsuna. Björk er góður boðberi fyrir heil- brigðan lífsstíl." Síminn er þó ekkert rauðgló- andi vegna fyrirspurna frá rokk- hljómsveitum. „Það eru margir einstaklingar í þessum bransa sem æfa vel og svo má nefna það að Skítamórall og Land og synir hafa lagst alvarlega í líkamsrækt." En Þjálfun og heilsa er ekki eina útgáfan hjá Þjálfun.is nú fyrir jól- in. Á næstunni kemur einnig út fyrsta íslenska kennslumyndband- ið í boxi. Þeir ráðgera einnig að gefa út framhaldsmyndband með boxi en halda sig við smærri verk- efni þar til box verður orðið leyfi- legt. „Box er pottþétt alhliða þjálf- un þótt fólk fari aldrei alla leiö í hringinn. Við boxum en ekki hvor annan." -sm Aftur og enn í meðferð Melanie Grifíith er aftur kom- in í fréttimar eftir nokkurt hlé. Því miður eru fréttirnar af henni ekki sérlega jókvæðar þar sem sagt er að hún hafi farið enn og einu sinni í meðferð vegna ógætilegrar meðferðar á vímuefnum. Hún hefur í gegnum tíðina átt við þetta vandamál að striða en um tíma virtist hún vera alveg komin upp úr þeim hjólförum. í vor komu fréttir af því að hún hefði farið í meðferð vegna ávanabindandi lyfja. Það er þvi skammt stórra högga á milli fyrst hún er aftur farin í meðferð núna. Því er haldið fram að hún hafi lagst inn eftir að hafa lent í deilum við eigin- mann sinn til margra ára, Ant- onio Banderas. Sagt er að hún sé orðin nokkuð þreytt á því hvern- ig hann hefur tekið skemmtana- lifið fram yfir heimilið. Vilja sumir halda því fram að hún hafi ekki beint verið dottin í það heldur viljað fyrirbyggja fallið með því að leita sér aðstoðar áður en allt færi í bál og brand. Talsmenn beggja neita þessum sögusögnum algerlega og benda fólki á að fylgjast með fréttum af Melanie á heimasíðu hennar þar sem fréttir af vorinnlögninni komu fram. Styttri leið- in verður oft lengri - heilbrigður lífsstíll án öfga Jólin eru skammt undan og slag- orð eins og „i kjólinn fyrir jólin" eru farin að hljóma út frá líkams- ræktarstöðvum. Margir eru þó búnir að fá sig fullsadda á öllum átaksverkefnunum sem líkamar þeirra hafa gengið í gegnum. „All- ir vita innst inni hvað er að gerast í skyndikúrunum. Fólk getur sprungið eftirminnilega á limm- inu eftir kúra og fitnað meira en nokkru sinni fyrr,“ segja Gunnar Már Sigfússon og Magni Már Bernhardsson sem á næstunni senda frá sér bók og myndband undir nafninu Þjálfun og heilsa - heilbrigður lífsstíll án öfga og er meðhöfundur þeirra Anna Sigurð- ardóttir. „Þetta er ekki kúrabók heldur bók um heilbrigðan lifsstíl. Boðskapurinn er ekki ósvipaður því sem kemur fram í Líkami fyr- ir lífið sem kom út fyrir tveimur árum í íslenskri þýðingu. íslend- ingar hafa gengið í gegnum miklar lífsstílsbreytingar á síðustu árum; kyrrsetustörfum fjölgar, fólk hreyfir sig minna og meira að segja hætt að fara út úr bílnum til að ná i skyndibitann sinn. Við höfum fundið fyrir því að fólk er að leita eftir aðhaldi og leiðsögn og bjuggum því til þenn- an pakka. Þetta er fyrsta íslenska bókin af þessari tegund og allt í henni miðast við íslenskar aðstæð- ur; við miðum við þetta hraða is- lenska þjóðfélag." Boðskapurinn breiddur út Þrátt fyrir tiltölulega ungan ald- ur eru Gunnar og Magni engir ný- græðingar i faginu. Þeir hafa starf- að í líkamsræktarbransanum í tíu ár, byrjuðu þegar líkamsrækt fékk byr undir báöa vængi með hjálp íþróttaálfsins Magnúsar Scheving. „Við höfum gengið í gegnum öll æðin. Við misstum reyndar af vírakúmum þegar kjálkar fólks voru víraðir saman til að það gæti ekki neytt matar á eðlilegan hátt. Það hafa orðið miklar breytingar á þessum árum. Rannsóknir verða alltaf betri og markvissari og þjálfunin er aðallega orðin tækja- þjálfun. I tækjaþjálfuninni er það ekki bara þolið og hjartaö sem græðir heldur tekur hún á öllum líkamanum. Maður lagar ekki mjóbaksverki með því að vera á tröppunni. Þaö er hins vegar allt hægt í lyftingum.“ Þeir voru ekki orðnir leiðir á einkaþjálfuninni en langaði að gera eitthvaö nýtt. „Við vildum gera eitthvað sem væri sýnilegra en það starf sem við höfum unnið. Við höfum einbeitt okkur mjög að almennri líkamsrækt og leitum eftir samstarfi viö sem flesta. Því meiri sambönd sem við höfum því meiri boöskap getum við breitt út um heilbrigt líf.“ Bjúgu og jafningur Gunnar og Magni reka saman Þjálfun.is sem er ekki líkamsrækt- arstöð heldur er einna best að lýsa fyrirtækinu sem samfélagi einka- þjálfara. Þeir eru nú þegar með tíu einkaþjálfara á sínum snærum og stefnir i tvöföldun um áramótin. Auk bókaútgáfu hafa þeir síðustu „Sonur minn greindist með sykursýki og þarf að fá insúlín daglega um ókomna framtlð. Segja má að insúlínið hafi gefið honum annað líf. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig væri komið fyrir okkur, ef þessi lyf væru ekki til.“ Lyf skipta sköpum! Samtök verslunarínnar, sími: 588 8910 Lyfjafyrirtækin Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • GlaxoSmithKline ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf Lyfjaverslun fsiands hf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf. EFLtW r HNOTSKÖGUfi LF 404-016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.