Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 DV Fréttir Össur Skarphéðinsson sendir pólitískum andstæðingum tóninn á landsfundi: Davíð sofandi í lúkarnum Össur Skarphéðinsson sendi póli- tískum andstæðingum sinum föst skeyti í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í gær. Sérstak- lega beindi hann spjótum sinum að Davið Oddssyni og Sjálfstæðis- flokknum en Vinstri grænir fengu líka sina sneið. Athygli vakti að Framsóknarflokkurinn fékk engar pillur. Meðal þess sem Össur sagði var að nú reru mörg fyrirtæki og fjölskyldur lífróður til að komast gegnum holskeflur efnahagslegra áfalla. Sum þessi áfoll sagði hann hafa verið búin til í stjómarráðinu og vera afleiðingu af misökum við stjórn efnahagsmála. Hann sagði að forsætisráðherra hefði ekki tekið mark á endurteknum aðvörunum Samfylkingarinnar og fleiri aðila um viðskiptahallann og síðan spurði Össur: „Hvar er hin mjúka lending sem forsætisráðherra lof- aði? Birtist hún í gengisfeflingu sem nemqr rúmum 25%? Birtist hún í verðbólgu sem er meira en þrefalt hærri en i nágrannalöndunum? Birtist hún i vaxtastigi sem er að sliga fjölskyldur og fyrirtæki? Er þetta snertilendingin sem fjármála- ráðherrann lofaði?... Þegar hin efna- hagslegu óveðursský hrönnuðust upp var forsætisráðherra sofandi í lúkarnum með sjálfstýringuna með sjálfstýringuna beint í brimgarðinn stillta beint í brimgarðinn." Össur sagði síðan að það hefði tekið Reyk- víkinga tvö kjörtímabil að vinna sig út úr ólgusjónum sem Davíð skildi eftir sig en vonandi myndi það ekki taka Samfylkinguna eins langan tíma að vinna úr viðskilnaði hans í landsmálum. En Vinstri grænir fengu líka sendingu frá formanni Samfylking- arinnar þegar hann sagði Samfylk- inguna ekki svífa um á skýjaborg- um eins og róttæklingar fastir í for- tíðinni. „Við erum ekki fúll á móti sem leggst gegn öllu án þess að geta sagt hvað eigi að koma í staðinn. Samfylkingin vinnur ekki þannig. Við erum ábyrgur flokkur sem tek- ur afstöðu út frá málefnum.“ -BÞ Fagnaðarfundir Félagarnir Margrét Frímannsdóttir og Möröur Árnason heilsuðust meö kossi viö upphaf landsfundar. Landsfundur Samfylkingarmenn geröu góöan róm aö ræöu formanns síns í gær og greini- legt var aö þar haföi myndast mikil „landsfundarstemning". Formaður Búkollu ósáttur með atkvæðagreiðslu um norska fósturvísa: Undarlegt brölt hjá bændaforystu - margar röksemdir gegn smithættu. „Það er undarlegt að forysta okkar kúabænda haldi til streitu þeim fyrir- ætlunum að stefna að innflutningi fóst- urvisa úr norskum kúm, þó kannanir sýni að meirihluti landsmanna sé and- vígur slíku brölti,“ segir Guðbergur Eyjólfsson, bóndi i Hléskógum í Grýtu- bakkahreppi við Eyjafjörð. Hann er formaður Búkollu, samtaka til vemdar og viðgangi íslenska kúastofnsins. Kosning er hafln meðal bænda um hvort flytja eigi norsku fósturvísana til landsins. Atkvæðaseðlar hafa verið sendir til kúabænda og úrslit eiga að liggja fyrir um mánaðamót. Kosningin ræður framhaldi þessa máls, verði meirihluti bænda á móti norskum kúm leggja Bændasamtök íslands og Landssamtök kúabænda fyrirætlanir um innflutning á hilluna. „Afskaplega margar röksemdir mæla gegn fósturvisainnflutningi," segir Guðbergur og nefnir sérstak- lega riðusmit, „Kúariða hefur ekki enn greinst í Noregi og því get- ur yflrdýralæknir ekki sett sig á móti innflutningi. Hins vegar hafa vís- indamenn eins og Margrét Guðna- dóttir, prófessor í við innflutningi vegna hugsanlegs riðusmits og komið með gild rök. Seg- ir að sjúkdómar hafi komist til Noregs með innflutningi lífgripa og engin trygging sé fyrir því að kúariðusmitið sé ekki í norskum kúm, þótt það hafi ekki komið fram. Greining smitsins geti tekið áratugi." Ennfremur segir Guðbergur aö 0norskar kýr mjólki mun minna en önnur langræktuð kúakyn í Evrópu. Þá sé vert að hafa í huga að meðalnyt íslenskra kúa hafa verið að aukast um tæpa 500 lítra á Þórólfur síðustu fjórum Sveinsson. árum. Sé nú að nálgast 5.000 litra. ...en til að ná þessu mjólkurmagni þurfa norsku kýmar helmingi meira af kjamfóðri á hvem framleiddan lítra en þær íslensku." Þekki ekki lýðræðislegri leið í samtali við DV sagði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, að hann þekkti enga lýð- ræðislegri aðferð en að efna til al- mennra kosninga þegar taka ætti end- anlega ákvörðun um tilraunainn- flutnig á fósturvísum. „Að öðm leyti hef ég átt ágætt samstarf við Guðberg í aðdraganda þessara kosninga og hef ekki áhuga á að efna til illdeilna við hann í flölmiðlum þá fáu daga sem eft- ir lifa þar til niðurstaða í þessu máli liggur fyrir.“ Um þau sjónarmið sem Margrét Guðnadóttir hefur sett fram um hætt- una á kúariðu sagði Þórólfúr að flestir visindamenn væm á öndverðri skoðun en Margrét, það er um dreifileiðir kúariðusmits. „Dýralæknaráð og yflr- dýralæknir hafa gefið sitt leyfi fyrir innflutningi og síðar ráðherra. Við innflutning fósturvísa hingað til lands, ef kúabændur samþykkja hann, er einnig vert að nefna að gætt er fúilrar varúðar og raunar meiri en yflrleitt þekkist." -sbs Guöbergur Eyjólfsson. veirufræði, varað Akureyrarbær: Viöleitni til að styrkja kaup- mennina - segir bæjarstjórinn „Málið er það að Akureyrarbær fékk blaðamann til að skrifa greinar fyrir Akureyrarbæ sem eiga að fara í þetta blað, en bærinn samþykkti að kaupa nokkrar síður í blaðinu," segir Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, en það hefur sætt nokkurri gagnrýni að Akureyrar- bær hefur ráðið blaðamann til að sjá um fréttaskrif í nýtt auglýsinga- og fréttablað Kaupmannafélags Ak- ureyrarbæjar sem væntanlegt mun á næstunni. Kristján Þór segir að umræddur starfsmaður eigi einungis að vinna efni fyrir Akureyrarbæ á þær síður í blaðinu sem bærinn kaupir. En hvers vegna er Akureyrarbær að kaupa sér síður í auglýsingablaði sem samtök kaupmanna í bænum gefa út, eru ekki nægir aðilar í bæn- um til að koma því á framfæri sem bæjaryfirvöld þurfa að koma frá( sér? „Ástæðan fyrir því að bærinn fór inn í þetta með Kaupmannafélaginu er að félagið gefur út blað fyrir jóla- vertíðina sem dreifa á í hvert hús á svæðinu frá Hólmavik til Djúpa- vogs. Þátttaka bæjarins er viðleitni til þess að styrkja kaupmennina á Akureyri í því að koma versluninni á framfæri. Ákvörðun bæjarráðs byggðist á þessum sjónarmiðum," segir Kristján Þór. -gk Loks flogið frá Húsavík Vegna veðurs var flugfarþegum ekið frá Akureyri til Húsavíkur í gær og flogið þaðan til Reykjavíkur. Eftir að áætlunarflug lagðist niður milli Húsavíkur og Reykjavíkur hef- ur verið lítil umferð á Húsavíkur- flugvelli en aftur færðist líf í flug- stöðina í gær. Veðurguðirnir hafa verið sérlega óhagstæðir Flugfélagi Islands síðustu fostudaga og hefur flug raskast mjög undanfarið á þess- um mesta annadegi vikunnar. -BÞ m m Stormviðvörun Suðvestan 10-18 en allt að 25 á Norðurlandi vestra og á stöku staö á austanveröu landinu. Suðvestan ogvestan 8-13 á morgun. Skúrir vestan til en yfirleitt léttskýjaö austan til. Hiti 2 til 8 stig. ‘B]j' AKUREYRI Sólarlag i kvöld 16.22 15.50 Sótarupprás á morgun 10.06 10.07 Sí&deglsflóö 19.44 24.17 Árdegisflóö á morgun 08.06 12.39 Skýrúigar á vefeurtátóuutj Í^-VINOATT lOV-Hm Í5 -10° WlNOSTYRKUR VrerKT ! metrum á sekúndu x ‘ HEIÐSKÍRT o tETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAO SKÝJAO ij %stö( W ©' RIGNING SKURIR SLYDDA SNJÓK0MA ' h? "t* = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Aíll tdl> 'í ’JbLlflUU Akureyri eða Mallorca? Hitastigið síðustu daga verður að teljast nokkuð óvenjulegt miðaö við árstíma. í gærmorgun var jafnheitt á Akureyri og í Barcelona á Spáni og tveimur stigum heitara en á Mallorca. Rigning eða súld Suðvestlæg átt, 8-13 og rigning eða súld sunnan- og vestanlands en annars hægari og úrkomulítiö. Hiti 5 til 10 stig. MÞ'H'íM, pi Vindur: 10-15 m/* J Hiti 3° til 8° Sunnan og suövestan 10-15. Rlgnlng og síöan skúrlr sunnan- og vestanlands en annars úrkomulítið. Hltl 3 tll 8 stig. £SK Vindun tf 8-12 Hiti 1“ til 8” Su&vestlæg átt og slydduél sunnan- og vestanlands en annars þurrt. Hltl 1 tll 6 stig. Mi&vtttii OffSBl Vindur: , S-12mA Hiti 0° til -<r Vestlæg átt og víöa slydda e&a él. Hltl kringum frostmark. AKUREYRI rjgning 10 BERGSSTAÐIR rigning 0 BOLUNGARVÍK skúr 8 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 9 KIRKJUBÆJARKL. skúr 8 KEFLAVÍK úrkoma í gr. 7 RAUFARHÖFN léttskýjaö 8 REYKJAVÍK þokumóöa 7 STÓRHÖFÐI skúr 7 BERGEN súld 5 HELSINKI léttskýjað -1 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 8 ÓSLÓ skýjaö 3 STOKKHÓLMUR 3 ÞÓRSHÖFN súld 9 ÞRÁNDHEIMUR rigning 2 ALGARVE skýjaö 13 AMSTERDAM súld 11 BARCELONA BERLÍN léttskýjaö 8 CHICAGO þokuruöningur 9 DUBLIN alskýjaö 10 HALIFAX þokumóöa 10 FRANKFURT skýjaö 5 HAMB0RG skýjaö 7 JAN MAYEN snjókoma 0 LONDON mistur 10 LÚXEMBORG alskýjað 5 MALLORCA þrumur 11 MONTREAL alskýjaö 12 NARSSARSSUAQ snjókoma 1 NEWYORK skýjaö 14 ORLANDO alskýjað 17 PARÍS léttskýjað 9 VÍN skýjaö 6 WASHINGTON þokumóöa 2 WINNIPEG heiöskírt 0 ■ilWrfMIE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.