Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Schröder fékk nauman stuðning Neöri deild þýska þingsins sam- þykkti í gær með naumum meirihluta stuðningsyfirlýsingu til handa Ger- hard Schröder kanslara, vegna þátt- töku þýska hersins í baráttunni gegn hryðjuverkum í Afganistan. Schröder fór fram á stuðningsyfirlýsinguna eft- ir að ágreiningur hafði komið upp innan stjórnarflokkanna, jafnaðar- manna og grænna, vegna ákvörðunar rikisstjórnarinnar um að senda um 4000 sérsveitarmenn til Afganistan. Málið varð mjög tilfmningalegt og fór Schröder því fram á stuðningsyfirlýs- ingu sem samþykkt var með 336 at- kvæðum gegn 326. Aðeins fjórir græn- ingjar munu hafa greitt atkvæði gegn tillögunni. Norðmenn haldi sig innandyra Óveðrið sem herjaði á Island um síðustu helgi gerði einnig usla í Nor- egi og urðu fylkin Norður-Þrændalög, Mæri og Romsdalur verst úti. Vegir rofnuðu vegna skriðufalla og víða varð fólk að flýja híbýli sín vegna aurskriðna. Þá urðu lestarteinar illa úti og ferjusamgöngur lögðust af frá því aðfaranótt fimmtudagsins þar til fram í miðja viku. Einnig féll allt flug frá Mið-Noregi niður og því má segja að þessi landshluti hafi verið án ailra samgangna. í hafnar- og fótboltabænum Molde urðu sjónvarpssjúklingar fyrir tölu- verðu áfalli. í þrumunum og elding- unum sem fylgdu íslandslægðinni eyðilögðust hundruð sjónvarps- og út- varpstækja og tölva þegar eldingum sló niður í húsnæði bæjarbúa. Um helgina hafa veðurfræðingar boðað að önnur lægð sé á leiðinni frá íslandi en sú muni ekki valda jafn- miklum hremmingum og sú fyrri. Samt sem áður er fólki ráðlagt að halda kyrru fyrir heima hjá sér um helgina og ana alls ekki upp til fjalla, þar sem stór hluti Norðmanna eyðir öllum sínum frítimum í gallakofum sínum. -GÞÖ Mohamed Atef Atef, nánasti samstarfsmaður bin Ladens, lést í loftárásum á Kabúl. Samstarfsmaður bin Ladens er fallinn Egyptinn Mohammed Atef, einn nánasti samstarfsmaður Osama bin Ladens í al-Qaeda samtökunum, mun hafa farist i sprengjuárásum Bandaríkjamanna á Kapúl um síð- ustu helgi. Atef var af mörgum tal- inn helsti hugmyndasmiður hryðju- verkaárásanna á Bandaríkin þann 11. september sl. og höfðu bandarísk yfirvöld lagt fram flmm milljón doll- ara honum til höfuðs, dauðum eða lifandi. Hann gekk bin Laden næst í virðingarröðinni innan al-Qaeda samtakanna og er dóttir Atefs gift syni bin Ladens. Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á Kandahar í gær: Talibanar íhuga nú að af- henda pashtúnum borgina I sínu fínasta á fyrsta degi Ramadan Þessar ungu palestínsku stúlkur voru mættar við bænahald með foreldrum sínum í bænahús múslíma í Jerúsalem í gær á fyrsta degi föstumánaðarins Ramadan. Óvenjurólegt var á óróasvæðinu á Vesturbakkanum og kom lítillega til óeirða þegar ungir Palestínumenn reyndu að smygla sér fram hjá varðstöð ísraelsku öryggislögreglunnar. Pútín í New York Pútin Rússlandsforseti heimsótti í gær rústirnar af WTC á Manhattan á leið sinni til Rússlands eftir að hafa fundað með Bush Bandaríkjaforseta í Texas. Hér á Myndinni er Pútín með Giuliani borgarstjóra og túlk. Bandarískar sprengjuflugvélar gerðu í gær, á fyrsta degi Ramadan, fóstumánaðar múslíma, sprengjuárás- ir á stöðvar talíbana í borginni Kandahar og var flugskeytum meðal annars skotið á húsnæði utanríks- ráðuneytis og bænahús í borginni. Samkvæmt fréttum pakistanskrar fréttastofu munu ellefu óbreyttir borg- arar hafa fallið í árásunum sem lögðu byggingu utanríkisráðuneytisins og hliðarbyggingar hennar í rúst. Á meðan hersveitir Norðurbanda- lagsin herða enn sóknina gegn tali- bönum eru Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í óðaönn að koma hersveitum sínum fyrir á svæðinu og munu um eitt hundrað breskir her- menn hafa komið sér fyrir á flugvelli borgarinnar Bagram, í nágrenni höf- uðborgarinnar Kabúi, tilbúnir að að- stoða við hjálparstörf. í gær voru einnig um sextíu fransk- ir hermenn á leiðinni til sams konar starfa í Úsbekistan, þaðan sem þeir munu halda áfram til hjálparstarfa í Pashtúni í vígahug Hersveitir pashtúna sitja nú um að komast inn í Kandahar. borginni Mazar-e-Sharif í norður- Afganistan en stórsókn hersveita Norðurbandalagsins hófst með her- töku hennar á fóstudaginn í síðustu viku. í gær var rússnesk sendinefnd einnig á leiðinni á svæðið til móts við fulltrúa Norðurbandalagsins, að sögn Sergeis Ivanovs, varnarmálaráðherra Rússlands, til viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan. Mikið kapphlaup er nú hafið um hertöku Kandahar milli Norður- bandalagsins og hersveita pashtúna, sem eru fjölmennasta þjóðarbrotið í Afganistan, en milli þessara þjóðar- brota hefur lengi ríkt hatur. Her pashtúna er sundraður og margir sem vilja ráða ferðinni en aðeins hatrið á Norðurbandalaginu sem sameinar þá. Einn foringja þeirra, Gul Agha Sherzai, er fyrrum héraðsstjóri tali- bana í Kandahar. Mullah Omar, leiðtogi talibana, mun nú íhuga að afhenda pashtúnum borgina til að komast hjá blóðsúthell- ingum en fréttir bárust þó af bardög- um í norðurjaðri hennar og ekki vitað hverjir átta þar hlut að máli. Palestínumenn fjölmenntu til bæna í Jerúsalem: Rólegt á óróasvæðinu á fyrsta degi Ramadan Um fjörutíu þúsund Palestínumenn lögðu leið sína til bænahalds sem fram fór í Al-Aqsa bæna- húsinu í palestínska hluta Jerúsalem í gær, á fyrsta degi Ramadan, föstumánaðar múslíma. íraelski herinn hafði mikinn viðbúnað á staðnum þar sem búist var við miklum óróa en atburðir við bænahúsið urðu einmitt til þess að óeirðaaldan, sem nú hef- ur staöið í þrettán mán- uði, hófst í október í fyrra. ísraelsk yfirvöld, sem höfðu um 2000 öryggis- verði í viðbragðsstöðu í Jerúsalem, höfðu ákveð- A leiö til bænahalds ísraelskur hermaður hleypir eidri Palestínumanni inn fyrir borgarmúra Jerúsalem á fyrsta degi föstumánaðarins Ramadan sem hófst í gær. ið að hleypa aðeins þeim sem náð höfðu þrjátíu ára aldri inn fyrir múrana í gamla hverfið í Jerúsal- em, frá svæðinu á Vestur- bakkanum, en þegar nokkrir sem ekki höfðu náð aldri reyndu að smygla sér fram hjá varð- stöð kom til óeirða sem enduðu með því að þrir Palestínumenn lágu slas- aðir eftir. í Ramallah á Vestur- bakkanum kom einnig til óeirða en að öðru leyti var lítið um óeirðir á svæðinu. Á fimmtudag skutu ísraelskir öryggis- verðir Palestínumann sem komist hafði ólöglega inn á ísraelskt landsvæði. mimti 700 látnir í Alsír Yfirvöld í Alsír staðfestu í gær að vitað væri með vissu um 700 manns sem farist hefðu í flóðunum í höfuð- borg landsins um síðustu helgi. Lík- legt er talið að tala látinna eigi enn eftir að hækka og er giskað á að meira en 1000 manns hafi farið. Miklar skriður og landsig fylgdu flóðunum og er nú unnið að því að hreinsa burt þúsundir tonna af leðju en ólíklegt talið að nokkur finnist þar á lífi. Umsvifalaust skotnir Donald Rumfeld sagði í gær að þeir talibanar og stríðs- menn al-Qaeda-sam- takanna sem þráuð- ust við að gefast upp fyrir bandarískum sérsveitarmönnum, ' yrðu umsvifalaust skotnir og bætti því við að sérsveitar- mennirnir tækja nú virkan þátt í bar- áttunni við Kandahar i suðurhluta landsins. Hann sagði einnig að þeir tækju þátt í yfirheyrslum yfir þeim sem teknir væru til fanga Poppkornseitrun Fréttir frá Kamerún herma að 400 skólabörn hafi verið flutt á sjúkrahús í borginni Yaounde eftir að hafa veikst hastarlega af matareitrun. Talið er að börnin hafa fengið eitrun- ina eftir að hafa borðað poppkom sem keypt var af götusölumanni og var hann strax hnepptur í gæsluvarðhald, að sögn lögreglunnar vegna eigin ör- yggis, þar sem foreldrar sumra barn- anna hugðu á hefndir. Osama til Pakistan? íranska ríkisút- I varpið sagði frá því í gær að hugsanlegt væri hryðjuverka- foringinn Osama bin Laden hefði flúið yf- ir landamærin frá Afganistan til Pak- istan eftir að her- ‘ sveitir Norðurbanda- lagsins hófu sókn suður til Kandahar. Útvarpið hafði eftir áreiðanlegum heimildum að bin Laden hefði farið yfir landamærin nálægt bænum Tirah í nágrenni borgarinnar Peshawar. Byssumaöur í Atlanta Alþj óðaflugvellinum i Atlanta í Bandaríkjunum var lokað í gærkvöldi eftir að maður hafði hlaupið frá ör- yggishliði eftir að byssa uppgötvaðist í vasa hans. Allt flug frá vellinum var þegar stöðvað og fólki beint frá flug- vellinum meðan mannsins var leitað en hann hafði ekki fundist þegar síð- ast var vitað. Heimta afsögn Peresar Harðlínumenn sem í gær gagn- rýndu Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, fyrir að segja i ræðu á fundi Allsherjarþings SÞ að margir israelskir borgarar styddu stofnun Palestínuríkis á Vesturbakkanum hafa nú farið fram á afsögn hans. Við- brögð Peresar voru þau að menn ættu frekar að bretta upp ermarnar og segja hvað þeir vildu. „Þeir vilja kannski tvö ríki í einu,“ sagði Peres.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.