Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 20
Helgorblaö 13V LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002
Konurnar
í klóm dauðans
Er heimilisofbeldi gognuart íslenskum kon-
um ef til uill stærra vandamál en flestir
hafa viljað vera láta? Er veruleikinn hér á
landi kannski hreint ekki annar en er íþeim
löndum sem við berum okkur helst saman
við? Margt bendir til að kenningar um slíkt
séu ekki alveg innstæðulausar, samkvæmt
ngrri rannsókn sem Sigríður Halldórsdóttir,
prófessor við heilbrigðisdeild Háskólans á
Akuregri, hefur gert.
ÉG LÍT Á HEIMILISOFBELDI sem rán,“ segir Sigríð-
ur Halldórsdóttir. Hún hefur að undanförnu verið að
kynna efni rannsóknarinnar sem hún hefur unnið að
síðustu misserin. Sigríður ræddi könnunina og efni
hennar við tíðindamann DV.
„Ofheldið felur í sér að konan er ekki aðeins rænd
lífsgleðinni heldur allri mannlegri reisn, sem ég lít á
sem grundvallarmannréttindi. Hér er því um að ræða
gróft brot sem leiðir að lokum til þess að konan er
rænd lífsviljanum sjálfum. Konan verður eins og
skugginn af sjálfri sér. Þetta rán er að flestu leyti alvar-
legra en öll önnur slík því að skaðinn er djúpstæður og
erfiður við að eiga. Endurreisnin getur tekiö mörg ár ef
konan er það heppin að sleppa úr þessum illvíga kóngu-
lóarvef.“
Fyrir liggja staðreyndir víðs vegar úr heiminum um
ofbeldi gagnvart konum. Segja má að það sé saga
kvenna um allan heim að vera fórnarlamb heimilisof-
beldis. í Suður-Afríku er ein af hverjum sex konum
reglulega beitt ofbeldi af maka sínum. I helmingi þeirra
tilfella beitir maðurinn börnin líka ofbeldi. í Frakk-
landi eru konur 95% þeirra sem verða fyrir ofbeldi, í
rösklega helmingi tilvika af eiginmanni sínum. I Nýju-
Gíneu eru um 60% þeirra sem eru myrtir konur og
meirihluti þeirra fellur fyrir hendi maka síns i kjölfar
heimilisofbeldis. í Bandaríkjunum verða 67% kvenna í
hjónabandi einhvern tímann fyrir heimilisofbeldi.
Krabbameinið var eldíi neitt
Sigríður Halldórsdóttir segir að rannsókn sín og um-
ræða um hana hafi greinilega orðið til þess að stinga á
kýlum og opna umræðu. „Kona sem hringdi í mig í síð-
ustu viku í kjölfar umræðu um þessa rannsókn sagði við
mig að nú þyrfti ég að gera aðra rannsókn. Kanna þyrfti
hvað yrði um þær konur sem ofbeldi væru beittar enda
væri þunglyndi í mörg ár oft illvígur fylgifiskur þess,“
segir Sigríður.
í starfi sinu sem hjúkrunarfræðingur og prófessor við
heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri hefur Sigríður
Halldórsdóttir unnið að fjölbreyttum rannsóknum á
sviði heilbrigðisvísinda. Þar hefur eitt leitt af öðru.
„Ég var að gera rannsókn á upplifun kvenna af þján-
ingu vegna brjóstakrabbameins þegar ein konan bað mig
um að stöðva segulbandið og sagði við mig: „Þjáningin í
minu lífi er ekki brjóstakrabbameinið, það var ekki
neitt." - Hún hóf síðan að segja mér frá því mikla ofbeldi
sem hún bjó við í áratugi áður en einum sona hennar
tókst að bjarga henni frá ofbeldisfullum eiginmanninum.
Þegar tvær aðrar bættust í hópinn og fóru að opna sig
um raunverulega þjáningu í lífi sinu fór ég að leggja við
hlustir," segir Sigríður. Efnið vakti áhuga hennar og í
kjölfarið gerði hún rannsóknina sem unnin var með
styrk úr Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri.
Minna launungarmál en var
Sigríður kveðst eiga sér framtíðarsýn sem er háleit
og fögur í senn. Hún er sú að íslenskt þjóðfélag verði
ofbeldislaust. „Þar verðum við að byrja á kjarnanum,
heimilinu, sem á að vera griðastaður. Skjól í skúrun-
um, hreiður og paradís á jörð, þannig að allir á heimil-
inu hlakki til að koma heim og líði þar best. í heimilis-
ofbeldi verður það að vígvelli þar sem fram fer ákaflega
ój£ifn leikur. Sem betur fer er heimilisofbeldi minna
launungarmál í okkar þjóðfélagi í dag en var. Fjöldi
kvenna hefur opnað sig um það helvíti á jörð sem heim-
ilisofbeldi er,“ segir Sigríður.
í rannsókn Sigríðar kemur fram að í mörgum þjóðfé-
lögum er álitið eðlilegt að eiginmaður berji eiginkonu
sína. Ef konan svari hins vegar í sömu mynt sé hún tal-
in skert á geði. „í mörgum löndum er það æðsta keppi-
kefli kvenna að giftast og að haldast í hjónabandinu,
hvað sem það kostar. Þetta felur í sér undirgefni gagn-
T-
„Kona sem hringdi í mig í síðustu viku í kjölfar umræðu um þessa rannsókn sagði við mig að nú þyrfti ég að
gera aðra rannsókn. Kanna þvrfti hvað yrði um þær konur sem ofbeldi væru beittar, enda væri þunglyndi í
mörg ár oft illvígur fylgifiskur þess,“ segir Sigríður Halldórsdóttir hér í viðtalinu.
vart manninum, sama hversu grimmur eða ofbeldis-
gjarn hann kann að vera. Rannsóknir sýna að konur
hafa tilhneigingu til að fara aftur til ofbeldisfulls eigin-
manns mörgum sinnum áður en þær byrja nýtt líf í ör-
uggu umhverfi.“
Enn fremur segir Sigríður að i flestum tilvikum sé
eindrægur vilji kvenna sá að komast hjá skilnaði við
eiginmann sinn. Það sé ekki fyrr en hann er búinn að
rífa öll blómin í hennar innra blómagarði upp með rót-
um og hún er orðin eins og eyöimörk hið innra að hún
fer aö hugsa sér til hreyfings.
„Alvarlegur sjúkdómur eins og
brjóstakrabbamein Jinnst þeim
jafnvel ekki neitt miðað við of-
beldið. Gefum okkur því tíma
til að hlusta, sýnum umhyggju
og kœrleika í verki. “
Maðurinn gengur ætíð lengra
Allir þekkja, hvort sem þeir hafa kynnst ofbeldi eða
ekki, að erfiða lífsreynslu er oft erfitt að færa í orð. „í
flestum tilvikum getur konan ekki sagt frá ofbeldinu í
lífi sínu. Margar lifa líka í voninni að ofbeldinu muni
einhvern tíma ljúka," segir Sigríður þegar hún lýsir
þeim viötölum sem hún átti við konur sem beittar
höfðu verið ofbeldi. Hún segir margar kvennanna hafa
hreinlega lokað augunum fyrir ofbeldinu og vonað að
atvikin endurtækju sig ekki. En allt hafi komið fyrir
ekki i mörgum tilvikum. Þetta hafi siðan leitt til niður-
brots á sálarlífi kvennanna. „Vegna endalausra að-
finnslna fmnst konunni hún aldrei gera neitt rétt og
aldrei segja neitt rétt. Það þrengir stöðugt meira að
henni og hún hefur æ minna sjálfstraust og sjálfsálit.
Henni finnst hún ekki eiga neitt, ekki einu sinni eigin
tima. Þar sem maðurinn sker smám saman á öll tengsl
hennar viö umheiminn, fyrst kunningja, svo vini, og
síðan fjölskyldu, þá verður konan mjög einangruð,“
segir Sigríður. Bætir við að þessu fylgi síðan auðmýk-
ing á sálarlífinu öllu, enda gangi maðurinn ætíð lengra.
í framhaldinu segir Sigríður að konurnar séu svo
komnar í það sem hún kallar klær dauðans. „Þá viðhef-
ur maðurinn stöðuga niðurlægingu í orðum og athöfn-
um, sker á öll tengsl hennar við aðra og tekur allt frá
henni. Hann viðurkennir aldrei neitt sem hún segir og
leyfir i raun ekki nein tjáskipti af hennar hálfu. Konan
upplifir mikið hjálparleysi og vonleysi. Finnst hún líf-
laus eins og dauðadæmd kona í gini dauðans. Á þessu
timabili sýnir konan engin viðbrögð lengur, engin til-
finning bærist í henni, hún er eins og lifandi dauð.“
Sýnum líærleika í verki
í rannsókninni eru tíundaðar margar dapurlegar
myndir af líðan kvenna sem ofbeldi hafa verið beittar.
Ekki síst þeirra sem komnar eru í klær dauðans. Og þá
er aftur komið að þeirri spurningu sem snýr að fagi
Sigríðar. Hvers er heilbrigðisstarfsfólk megnugt við
þessar kringumstæður? Hvernig getur það orðið að liði
við að losa konur úr þeim ömurleika lífsins sem ofbeld-
ið er?
„Við verðum í fyrsta lagi að átta okkur á því aö fjöldi
þeirra kvenna sem við erum að sinna í daglegu starfi
getur verið undir miklu álagi vegna heimilisofbeldis,"
segir Sigríður. „Alvarlegur sjúkdómur eins og
brjóstakrabbamein finnst þeim jafnvel ekki neitt miðað
við ofbeldið. Gefum okkur því tima til að hlusta, sýn-
um umhyggju og kærleika í verki. Minnumst þess
einnig að kona sem hefur gengið í gegnum heimilisof-
beldi talar ekki um það fyrr en hún er tilbúin."
Að byggja upp skýra sjálfsmynd
í annan stað kveðst Sigríður sjá það fyrir sér sem
forvörn gegn heimilisofbeldi að stuðla að heilbrigðum
börnum, með sterka og skýra sjálfsmynd. Slíkir dreng-
ir séu ólíklegri til að beita ofbeldi á fullorðinsárum. Og
stúlkur séu ólíklegri til að láta slíkt yfir sig ganga. Hún
segir eina þeirra kvenna sem hún ræddi. við vegna
rannsóknarinnar hafa orðað þetta sem svo að ala ætti
stúlkur þannig upp að þær yrðu sjálfstæðar konur.
Ekki háðar mönnum sínum fjárhagslega né á annan
hátt. Þær ættu að vera sjálfstæðir einstaklingar. Bless-
unarlega hafi tímarnir raunar breyst mikið að þessu
leyti og aðstæður karla og kvenna séu í mörgu tilliti
orðnar jafnari. Hins vegar sé mikilvægt að halda vöku
sinni eigi ekki að koma koma bakslag í baráttuna og
þann tiðaranda að kynin séu jöfn að réttindum. Og aö
konur eigi ekki að láta bjóða sér það sem margar gerðu
á fyrri tíð.
Að láta ofbeldi eyðileggja líf sitt. -sbs