Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDACUR4. MAÍ2002 /~l fc?l Cj G f fc> i d C/ DV -*l getað boðið neinum vinnuveitanda upp á það að vera hlaupandi frá vinnu út og suður alla vikuna við að reyna að bjarga mínum málum. Síðan við komum til New York hefur það staðið til að dæmið yrði klárað. í fyrra ætluðum við að sigla til Washington þegar þessi hræðilegu hryðjuverk dundu yfir. Ég varð að hætta við brottför og það fór algjörlega með mig. Það hefði bjarg- að þvi sem bjargað varð. Þá var ég með samning við sænska símafyrirtækið Telia og Iceland Naturally. Það hefði orðið mikil athygli sem sá leiðangur hefði fengið. Hann frestaðist hins vegar algjörlega. Telia hafði fyrr á þessu ári áhuga á að kaupa íslending eða leigja en vegna sameiningar Telia og TeleDanmark var hætt við það. Síðan hefur verið mjög erfitt að finna eitthvað fyr- ir skipið að gera og erfitt að vera með þennan skulda- bagga á bakinu." Núna er íslendingur í Westbrook í Connecticut inn- an um nýtlsku snekkjur. Er ekki sárt að hugsa til hans þar? „Nei, ég ber engar tilfinningar til hans. Ég er hrædd- ur um hann því það eru mikil verðmæti fólgin í hon- um." Og skiptir þar engu að hvert handtak í honum er þitt? „Nei, ég gerði þetta eingöngu til að koma landi og þjóð á framfæri og verða að einhverju gagni. Ég hef alltaf horft til þess að skipinu yrði stillt upp á glæsileg- an hátt hér heima svo við þyrftum ekki að skammast okkar fyrir að eiga ekki víkingaskip. Þannig sá ég það fyrir mér og hef ekki villst neitt af þeirri braut. Mér líð- ur eins og hálfgerðum villimanni að setja hann á e-Bay. En svo verður að vera því ég get ekki gert meira. Það er ekki flóknara en það." En ef ekki tekst að selja íslending og íslensk stjórn- völd hlaupa ekki undir bagga með þér? Hvað gerist þá? „Þá er það bara hamarinn. Það er ekkert öðruvísi." Hvaða tímaramma er um að ræða? „í mesta lagi tvo mánuði. Ég hef haft tilhneigingu til að ýta þessu á undan mér. Þannig hef ég hagað mér illa gagnvart sjálfum mér og fjölskyldu minni. Ég hef ýtt þessu á undan mér í þeirri von að eitthvað sé að rofa til hér heima og menn sjái rétta ljósið, flytji hann hing- að heim og h'úki verkefninu. Mér finnst mjög sorglegt fyrir þjóðina, ekki sjálfan mig, ef þetta skip gengur okk- ur úr greipum." Hvað þarftu að fá fyrir bátinn? „Ég fékk boð upp á 600 þúsund dali og við það miða ég. Nýtísku skútur sem eru styttri eru seldar á upp und- ir milljón dali. í ljósi þess að íslendingur er besta eftir- liking af Gauksstaðaskipinu hingað til og eina skipið sem fór yfir hafið til Ameríku árið 2000 finnst mér ekki mikið þótt 600 þúsund dalir séu settir á það. En auðvit- að myndi ég selja hann ódýrar ef skuldirnar hvíldu ekki á honum." Hvað segja stjórnvöld? Menn hafa mikinn áhuga á þessu en það er eins og vanti eina persónu til að skila þessu í gegnum kerfið. Ég er ekki rétti maðurinn i það hlutverk. Ég er seljand- inn auk þess sem ég er algjórlega búinn með batteríin. Menn tala mikið um þetta hér og þar en það vantar töluvert upp á að eitthvað gerist. Ég er boð- inn og búinn að sigla honum hingað í sumar ef ég fengi 65 milljónir. Sú upphæð myndi skila sér ómælt í land- kynningu. Núna er hreinlega komið að því að ég verð að klára dæmið, hvernig sem það verður. Nú er að duga eða drepast." Þú ert líklega meiri skipasmiður og sjómaður en sölumaður? „Já, mikil ósköp, það er ég. En það kemur ekki í ljós fyrr en á endanum. Ef ég fer á hausinn er ég enginn sölumaður en ef það tekst að koma íslendingi hingað heim hangi ég kannski í því að vera svolítill sölumað- ur. Forfeður okkar voru oft á tíðum miklir sölumenn." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.