Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 28
MelQCirt>lc»Ö 3D>"V laugardagur.*. maí^ooi Umkrin ovinum Eqqert Haukdal, fyrrum alþinqismaður, oddviti oq máttarstólpi sinnar sveitar situr íbeiskri einsemd á Berqþórshvoli. Hann berst furir endurupptöku hæstaréttardóms sem hljóðaði upp á tveqqja ára fanqelsi skil- orðsbundið. Eqqert seqist vera saklaust fórnarlamb samsæris oq haqsmuna íslensks ættarsamfélaqs oq hrepparíqs. DV heimsótti Eqqert oq talaði við hann um óvini oq fyrirqefninqu. SENNILEGA ER BERGÞÓRSHVOLL vejíivangur frægasta hermdarverks á íslandi. Ef íslendirigasögur eru almennt sannar, og sérstaklega Njála, þá bjó þar á söguöld Njáll Þorgeirsson sem var einn vitrasti maður á íslandi. Flosi á Svínafelli reið með margmenni að Bergþórs- hvoli og lagði eld að bænum og brenndi þar inni fjólda fólks og bæinn til grunna. Njálsbrenna er án efa eitt frægasta níðingsverk tslandssögunnar þótt enginn geti verið nákvæmlega viss um að það hafi gerst né með hvaða hætti. Þó hafa fundist brunnar bæjarrústir og mannvistarleifar djúpt i hólnum sem gætu verið frá söguöld. Eggert Haukdal, bóndi og fyrrverandi alþingismað- ur á Bergþórshvoli, gekk með blaðamanni DV um bæjarhólinn nýlega og lýsti atburðum Njálsbrennu fyrir ókunnugum. Hann taldi líklegt að Njáll hefði vel séð til mannaferða af bæjarhólnum og ekki hefði þurft að læðast að honum með mikilli gát. Hann sagði að Njáll hefði án efa vitað að þar fóru óvildarmenn hans og ákveðið að ganga til bæjar og loka að sér og vona að hjálp bærist úr sveitinni. Svo fór ekki og lögðu andskotar Njáls eld að bænum og varð þar líf Njáls að gjalli þótt orðstír hans lifi enn. Eggert gæti allt eins hafa verið að lýsa þeim at- burðum sem markað hafa hans eigið líf undanfarin misseri. Eggert var eitt sinn fyrsti þingmaður Suður- lands í nafhi Sjálfstæðisflokksins, þekktur félags- málamaður í sinni sveit, oddviti og altmúligmand, sveitarhöfðingi og rómaður um allt Suðurland. Hann var settur út af sakramentinu innan flokks- ins, að eigin sögn að tilskipan Davlðs Oddssonar fomanns sem vildi koma Árna Johnsen úr Vest- mannaeyjum til valda. Það gekk eftir og Eggert var utan þings. Fáum árum seinna lét Eggert undan þrýstingi þungavigtarmanna í félagsmálaráðuneytinu sem vildu að hann viki úr embætti oddvita og stjórn- anda síns sveitarfélags. Eggert var kærður fyrir að hafa dregið sér fé úr sveitarsjóði og krafinn um end- urgreiðslu á ríflega tveimur milljónum króna sem hann reiddi af hendi. Hann var í héraðsdómi Suðurlands ákærður fyrir að hafa misfarið með rúmlega tvær milljónir króna af fjármunum sveitarinnar. Hann var reyndar sýknaður af bróðurparti ákærunnar en í Hæstarétti var hann dæmdur fyrir að hafa ranglega farið með um hálfa milljón og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir. Situr eiim á hvolnum Eggert hefur farið líkt og Njáli forðum að hann gekk til bæjar á Bergþórshvoli og hefur lokað að sér og ef til vill hefur hann reiknað með að honum bær- ist einhver hjálp úr sveitinni. Það hefur ekki orðið. Þessi fyrrum valdsmaður, þingmaður og sveitar- höfðingi situr í einsemd á sínu forna höfðingjasetri og hefur helgað krafta sína baráttunni fyrir því að fá mál sín endurupptekin í Hæstarétti. Hann hefur fengið ýmsa menn sér til aðstoðar, bæði lærða og leika. Hann segir að toppgögn í mála- rekstrinum sem sanni sakleysi hans svo ekki verði um villst hafi verið send Hæstarétti fyrir nær tveim- ur mánuðum með beiðni um endurupptöku en enn bólar ekkert á svari. Það kemur reyndar í ljós að sér- stakur saksóknari sem skipaður var í málinu hefur þegar hafnað endurupptökubeiðni Eggerts og hans manna. Allt þetta telur Eggert með miklum ólikindum og telur svo ekki verði um villst að hann sé fórnarlamb manna sem ekki vilja að upp komist um mistök þeirra sjálfra. Eggert virðist álíta að þræðir stjórn- mála, skyldleika, vanhæfis og samtryggingar hafi hvarvetna orðið fyrir honum og í þessum vef sitji hann nú fastur án nokkurrar vonar um málsbætur. Eggert er alinn upp á Bergþórshvoli frá 12 ára aldri og hefur komið sér fyrir í risavöxnu íbúðarhúsi sem stendur efst á hvolnum þar sem Njáll sat forðum. Húsið er rúmt fyrir fjölskyldu Eggerts sem þarna býr einn ásamt sambýliskonu sinni til nokkurra ára. Egg- ert verður sjötugur á næsta ári. Við setjumst til stofu þar sem glæsilegt útsýni er til sjávar. Á veggjum er myndir og málverk úr sveitinni. Bækur þekja heilan vegg og þar kennir margra grasa. Gamlar útgáfur í bland við nýjar skáldsögur og efst í bunka liggur bók Davíðs Oddssonar, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Það eru ekki margir góðir dagar í lifi Eggerts sem segir að baráttan við dómstóla og vanhæfa endurskoðendur hafi brotið sig nær alger- lega niður andlega um tíma en hann hafi þó öðlast nokkurt baráttuþrek á nýjan leik. Eggert segir að baráttan hafi þegar lagt fjárhag hans í rúst og hvort sem hann fær endurheimt mann- orð sitt fyrir Hæstarétti á ný eða ekki telur hann sig hafa grundvöll til stórfelldra skaðabótamála gegn sveitarfélaginu og fleiri aðilum. Þessi mál segir hann að séu í undirbúningi og sigur sé borðleggjandi. Þetta segir Eggert mér sitjandi í stól í stofu sinni umkringdur pappírsbunkum sem málið varða. Þar eru nær 500 blaðsíðna útskrift af málaferlum í héraði og hæstarétti, Ijósrit úr bókhaldi sveitarfélagsins til margra ára, álitsgerðir, bréf, umsóknir og svör. Úr þessum pappír byggir Eggert sinn virkisgarð hvaðan hann reynir að sækja sitt glataða mannorð í hendur Hæstarétti og fjendum sínum. Það fara margir um veginn Hann talar um hlutskipti sitt og vitnar í Biblíuna, nánar tiltekið í söguna af miskunnsama Samverjan- um. Þar segir frá manninum sem lá hjálparvana við veginn og enginn rétti honum hjálparhönd heldur gengu framhjá blindir á eymd hans og volæði þar til miskunnsami Samverjinn sá aumur á honum. Ég skil það svo að Eggert sjái sig í hlutverki mannsins sem liggur við veginn. „Það fara margir um veginn og sjá ekki eymd þess sem þar liggur," segir hann og augun virðast afskap- lega stór bak við þykk gleraugun. Þessi augu beiðast ásjár og skilnings og þau virðast vera ráðvillt. „Þessi saga er að gerast á hverri mínútu og hefur verið í tvö þúsund ár. Það er auðvitað með hreinum ólíkindum að svona lagað skuli geta hent mann sem er algerlega saklaus," segir Eggert og bítur á jaxlinn til klökkna ekki. „Ég vissi ekki til þess aö ég ætti sökótt við neinn sérstaklega en vinnubrögðin í mínu máli hafa verið ótrúleg. Ég mæddist í mörgu og treysti þeim löggiltu endur- skoðendum sem ég réð til að sjá um bókhald sveitar- félagsins. Svo stendur maður uppi einn daginn sem einn mesti bófi aldarinnar, ótíndur þjófur. Á sama tíma og mitt mál kom upp voru menn að skoða mál- efhi Lindar, fjárfestingarfélagins þar sem hlaupa- strákur fór með 900 milljónir i súginn svo vitnað sé til orða Davlðs Oddssonar í frægu bréfi. Menn misstu algerlegaáhugann á því máli þegar einhver hélt að skekkja væri í bókhaldi eins lítils sveitahrepps í Landeyjum og sneru sér glaðir að þvi að klófesta einn mesta bófa sem lengi hafði sést. Það var ég." I máli Eggerts er þung beiskja og undiralda undr- unar og vonbrigða. Hann segist ekki munu unna sér hvíldar fyrr en mannorð hans verður hreinsað af Hæstarétti og segist reyndar ekki trúa öðru en því að svo verði. Hann segir að lögfróðir menn telji það borðleggjandi og sýnir mér bréf frá virtustu endur- skoðendum landsins sem skoðað hafa málatilbúnað á hendur honum vegna fjárdráttar og misferlis og kom- ist að þeirri niðurstöðu að hann sé allur byggður á sandi og tilhæfulaus. En dómur Hæstaréttar stendur. Samblástur hatursmanna - En hvernig mátti það gerast að fyrrverandi al- þíngismaður og sveitarhöfðingi lendir i slíkum hremmingum? Er rétt sem sumir segja að hér skjóti upp kollinum deilur sem rekja megi aftur til fyrri hluta seinustu aldar? „Samtals vorum við faðir minn hér oddviti í nokk- uð á fimmta áratug. Allir reikningar voru alltaf sam- þykktir samhljóða án athugasemda alla tíð. Ég var aldrei með pólitiskan lista hér í sveitar- stjórn. Það var persónan Eggert Haukdal sem var í framboði og var kosinn með bullandi meirihluta," segir Eggert þegar hann reynir að fara yfir sögu málareksturs síns í stuttu máli. „Ákæruefnið samanstóð af þremur ákærum sem samtals hljóðuðu upp á 2 milljónir 212 þúsund 360 krónur." Upphaf málarekstursins segir Eggert hafa verið samblástur nokkurra illgjarnra hatursmanna sinna í sveitinni sem komu því til leiðar að endurskoðunar- skrifstofan KMPG var fengin til að endurskoða bók- hald sveitarfélagsins. í kjölfar þeirrar endurskoðunar var kæran lögð fram. „Ég var nánast plataður til að ganga til þessarar endurupptöku. Ég var grandalaus því ég þekkti þessa menn í félagsmálaráðuneytinu sem fengu mig til þess og taldi þá ekki til hatursmanna minna." Eggert segir að sér sé ljóst í dag að markmiðið hafi allan tímann verið að koma sér frá vóldum og leggja mannorð sitt í rúst. Hann var sýknaður af tveimur þriðju ákærunnar í héraði í febrúar 2001 og sá dómur var staðfestur í Hæstarétti en eftir stendur allan tím- ann hálf milljón sem Eggert er dæmdur fyrir að hafa misfarið með. „Ég var með löggiltan endurskoðanda í vinnu sem hefði betur tjáð mér þegar ég réð hann að hann kynni þetta ekki. Hann var alls ekki starfi sínu vaxinn og var að fikta í bókhaldinu eftir að reikningar voru samþykktir og setja inn færslur sem eru gersamlega óskihanlegar." Niðurbrotinn andlega Eggert segist hafa treyst fagmönnum á þessu sviði, nánar tiltekið þessum endurskoðanda. „Ég stóð frammi fyrir því skyndilega að vera stór- þjófur og var niðurbrotinn algerlega. Það var ekki fyrr en seinna sem ég fékk góða menn mér til hjálpar til að berjast gegn þessum mönnum. Þá var ég orðinn útlægur af öllum skrifstofum hér og gat ekkert rann- sakaö neina pappira eða neitt til að rétta minn hlut. Bókhaldið var mér algerlega lokað og læst. Það kom sér þá vel að hafa h'ósrit af mörgu hérna heima og ef það hefði ekki verið hefði ég aldrei verið sýknaður. Ég hélt að það væri ekkert að. Ég treysti mínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.