Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Qupperneq 28
28 HelQarblacf 13 "V LAUGARDAGUR -4. MAÍ 2002 Umkringdur óvinum Eggert Haukdal, fgrrum alþingismaður, oddviti og máttarstólpi sinnar sveitar situr íbeiskri einsemd á Bergþórshvoli. Hann berst fgrir endurupptöku hæstaréttardóms sem hljóðaði upp á tveggja ára fangelsi skil- orðsbundið. Eggert segist vera saklaust fórnarlamb samsæris og hagsmuna íslensks ættarsamfélags og hrepparígs. DV heimsótti Eggert og talaði við hann um óvini og fgrirgefningu. SENNILEGA ER BERGÞÓRSHVOLL vettvangur frægasta hermdarverks á íslandi. Ef íslendin'gasögur eru almennt sannar, og sérstaklega Njála, þá bjó þar á söguöld Njáll Þorgeirsson sem var einn vitrasti maður á íslandi. Flosi á Svínafelli reið með margmenni að Bergþórs- hvoli og lagði eld að bænum og brenndi þar inni fjölda fólks og bæinn til grunna. Njálsbrenna er án efa eitt frægasta níðingsverk íslandssögunnar þótt enginn geti veriö nákvæmlega viss um að það hafi gerst né með hvaða hætti. Þó hafa fundist brunnar bæjarrústir og mannvistarleifar djúpt í hólnum sem gætu verið frá söguöld. Eggert Haukdal, bóndi og fyrrverandi alþingismað- ur á Bergþórshvoli, gekk með blaðamanni DV um bæjarhólinn nýlega og lýsti atburðum Njálsbrennu fyrir ókunnugum. Hann taldi líklegt að Njáll hefði vel séð til mannaferða af bæjarhólnum og ekki hefði þurft að læöast að honum með mikilli gát. Hann sagði að Njáll hefði án efa vitað að þar fóru óvildarmenn hans og ákveöið aö ganga til bæjar og loka aö sér og vona að hjálp bærist úr sveitinni. Svo fór ekki og lögðu andskotar Njáls eld að bænum og varð þar líf Njáls að gjalli þótt orðstír hans lifi enn. Eggert gæti allt eins hafa verið að lýsa þeim at- burðum sem markað hafa hans eigið líf undanfarin misseri. Eggert var eitt sinn fyrsti þingmaður Suður- lands í nafni Sjálfstæðisflokksins, þekktur félags- málamaður í sinni sveit, oddviti og altmúligmand, sveitarhöfðingi og rómaður um allt Suðurland. Hann var settur út af sakramentinu innan flokks- ins, að eigin sögn að tilskipan Davíðs Oddssonar fomanns sem vildi koma Árna Johnsen úr Vest- mannaeyjum til valda. Þaö gekk eftir og Eggert var utan þings. Fáum árum seinna lét Eggert undan þrýstingi þungavigtarmanna i félagsmálaráðuneytinu sem vildu að hann viki úr embætti oddvita og stjórn- anda síns sveitarfélags. Eggert var kærður fyrir að hafa dregið sér fé úr sveitarsjóði og krafinn um end- urgreiðslu á ríflega tveimur milljónum króna sem hann reiddi af hendi. Hann var í héraðsdómi Suðurlands ákærður fyrir að hafa misfarið með rúmlega tvær milljónir króna af fjármunum sveitarinnar. Hann var reyndar sýknaður af bróðurparti ákærunnar en í Hæstarétti var hann dæmdur fyrir að hafa ranglega farið með um hálfa milljón og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir. Situr einn á hvolnum Eggert hefur farið líkt og Njáli forðum að hann gekk til bæjar á Bergþórshvoli og hefur lokað að sér og ef til vill hefur hann reiknað með að honum bær- ist einhver hjálp úr sveitinni. Það hefur ekki orðið. Þessi fyrrum valdsmaöur, þingmaður og sveitar- höfðingi situr í einsemd á sinu forna höfðingjasetri og hefur helgað krafta sína baráttunni fyrir því að fá mál sín endurupptekin í Hæstarétti. Hann hefur fengið ýmsa menn sér til aðstoðar, bæði lærða og leika. Hann segir að toppgögn í mála- rekstrinum sem sanni sakleysi hans svo ekki verði um villst hafi verið send Hæstarétti fyrir nær tveim- ur mánuðum með beiðni um endurupptöku en enn bólar ekkert á svari. Það kemur reyndar í ljós að sér- stakur saksóknari sem skipaður var í málinu hefur þegar hafnað endurupptökubeiðni Eggerts og hans manna. Allt þetta telur Eggert með miklum ólikindum og telur svo ekki verði um villst að hann sé fórnarlamb manna sem ekki vilja að upp komist um mistök þeirra sjálfra. Eggert virðist álíta að þræðir stjórn- mála, skyldleika, vanhæfis og samtryggingar hafi hvarvetna orðið fyrir honum og í þessum vef sitji hann nú fastur án nokkurrar vonar um málsbætur. Eggert er alinn upp á Bergþórshvoli frá 12 ára aldri og hefur komið sér fyrir í risavöxnu íbúðarhúsi sem stendur efst á hvolnum þar sem Njáll sat forðum. Húsið er rúmt fyrir fjölskyldu Eggerts sem þarna býr einn ásamt sambýliskonu sinni til nokkurra ára. Egg- ert verður sjötugur á næsta ári. Við setjumst til stofu þar sem glæsilegt útsýni er til sjávar. Á veggjum er myndir og málverk úr sveitinni. Bækur þekja heilan vegg og þar kennir margra grasa. Gamlar útgáfur í bland við nýjar skáldsögur og efst í bunka liggur bók Davíðs Oddssonar, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Það eru ekki margir góðir dagar í lífi Eggerts sem segir að baráttan við dómstóla og vanhæfa endurskoðendur hafi brotiö sig nær alger- lega niður andlega um tíma en hann hafi þó öðlast nokkurt baráttuþrek á nýjan leik. Eggert segir að baráttan hafi þegar lagt fjárhag hans í rúst og hvort sem hann fær endurheimt mann- orð sitt fyrir Hæstarétti á ný eða ekki telur hann sig hafa grundvöll til stórfelldra skaöabótamála gegn sveitarfélaginu og fleiri aðilum. Þessi mál segir hann að séu í undirbúningi og sigur sé boröleggjandi. Þetta segir Eggert mér sitjandi í stól í stofu sinni umkringdur pappírsbunkum sem málið varða. Þar eru nær 500 blaðsíðna útskrift af máMerlum í héraði og hæstarétti, ljósrit úr bókhaldi sveitarfélagsins til margra ára, álitsgerðir, bréf, umsóknir og svör. Úr þessum pappír byggir Eggert sinn virkisgarð hvaðan hann reynir að sækja sitt glataða mannorð í hendur Hæstarétti og fjendum sínum. Það fara margir um vegiiin Hann talar um hlutskipti sitt og vitnar í Biblíuna, nánar tiltekið í söguna af miskunnsama Samverjan- um. Þar segir frá manninum sem lá hjálparvana við veginn og enginn rétti honum hjálparhönd heldur gengu framhjá blindir á eymd hans og volæði þar til miskunnsami Samverjinn sá aumur á honum. Ég skil það svo að Eggert sjái sig í hlutverki mannsins sem liggur við veginn. „Það fara margir um veginn og sjá ekki eymd þess sem þar liggur,“ segir hann og augun virðast afskap- lega stór bak við þykk gleraugun. Þessi augu beiðast ásjár og skilnings og þau virðast vera ráðvillt. „Þessi saga er að gerast á hverri mínútu og hefur verið í tvö þúsund ár. Það er auðvitað með hreinum ólíkindum að svona lagað skuli geta hent mann sem er algerlega saklaus," segir Eggert og bitur á jaxlinn til klökkna ekki. „Ég vissi ekki til þess að ég ætti sökótt við neinn sérstaklega en vinnubrögðin i mínu máli hafa verið ótrúleg. Ég mæddist í mörgu og treysti þeim löggiltu endur- skoðendum sem ég réð til að sjá um bókhald sveitar- félagsins. Svo stendur maður uppi einn daginn sem einn mesti bófi aldarinnar, ótíndur þjófur. Á sama tíma og mitt mál kom upp voru menn að skoða mál- efni Lindar, fjárfestingarfélagins þar sem hlaupa- strákur fór með 900 milljónir í súginn svo vitnaö sé til orða Davíðs Oddssonar í frægu bréfi. Menn misstu algerlega áhúgann á því máli þegar einhver hélt að skekkja væri í bókhaldi eins lítils sveitahrepps í Landeyjum og sneru sér glaðir að þvi að klófesta einn mesta bófa sem lengi hafði sést. Þaö var ég.“ í máli Eggerts er þung beiskja og undiralda undr- unar og vonbrigða. Hann segist ekki munu unna sér hvíldar fyrr en mannorð hans verður hreinsað af Hæstarétti og segist reyndar ekki trúa öðru en því að svo verði. Hann segir að lögfróðir menn telji það borðleggjandi og sýnir mér bréf frá virtustu endur- skoðendum landsins sem skoðað hafa málatilbúnað á hendur honum vegna fjárdráttar og misferlis og kom- ist að þeirri niöurstöðu að hann sé allur byggður á sandi og tilhæfulaus. En dómur Hæstaréttar stendur. Samblástur hatursmanna - En hvernig mátti það gerast að fyrrverandi al- þingismaður og sveitarhöfðingi lendir i slíkum hremmingum? Er rétt sem sumir segja að hér skjóti upp kollinum deilur sem rekja megi aftur til fyrri hluta seinustu aldar? „Samtals vorum við faðir minn hér oddviti í nokk- uð á fimmta áratug. Allir reikningar voru alltaf sam- þykktir samhljóða án athugasemda alla tíð. Ég var aldrei með pólitískan lista hér í sveitar- stjórn. Það var persónan Eggert Haukdal sem var í framboði og var kosinn með bullandi meirihluta," segir Eggert þegar hann reynir aö fara yfir sögu málareksturs síns í stuttu máli. „Ákæruefnið samanstóð af þremur ákærum sem samtals hljóöuðu upp á 2 milljónir 212 þúsund 360 krónur.“ Upphaf málarekstursins segir Eggert hafa verið samblástur nokkurra illgjarnra hatursmanna sinna í sveitinni sem komu því til leiðar að endurskoðunar- skrifstofan KMPG var fengin til að endurskoða bók- hald sveitarfélagsins. í kjölfar þeirrar endurskoðunar var kæran lögð fram. „Ég var nánast plataður til að ganga til þessarar endurupptöku. Ég var grandalaus því ég þekkti þessa menn í félagsmálaráðuneytinu sem fengu mig til þess og taldi þá ekki til hatursmanna minna." Eggert segir að sér sé ljóst í dag að markmiðið hafl allan tímann verið að koma sér frá völdum og leggja mannorð sitt í rúst. Hann var sýknaður af tveimur þriðju ákærunnar í héraði í febrúar 2001 og sá dómur var staðfestur í Hæstarétti en eftir stendur allan tím- ann hálf milljón sem Eggert er dæmdur fyrir að hafa misfarið með. „Ég var með löggiltan endurskoðanda í vinnu sem hefði betur tjáð mér þegar ég réð hann að hann kynni þetta ekki. Hann var alls ekki starfl sinu vaxinn og var að fikta í bókhaldinu eftir að reikningar voru samþykktir og setja inn færslur sem eru gersamlega óskiljanlegar." Niðurbrotinn andlega Eggert segist hafa treyst fagmönnum á þessu sviði, nánar tiltekið þessum endurskoðanda. „Ég stóð frammi fyrir því skyndilega að vera stór- þjófur og var niðurbrotinn algerlega. Það var ekki fyrr en seinna sem ég fékk góða menn mér til hjálpar til að berjast gegn þessum mönnum. Þá var ég orðinn útlægur af öllum skrifstofum hér og gat ekkert rann- sakað neina pappíra eða neitt til að rétta minn hlut. Bókhaldið var mér algerlega lokað og læst. Það kom sér þá vel að hafa ljósrit af mörgu héma heima og ef þaö hefði ekki verið hefði ég aldrei verið sýknaður. Ég hélt að það væri ekkert að. Ég treysti mínum LAUGARDACUR 4. MAÍ 2002 Helgorblciö DV 2^ endurskoðanda sem fór síðan svona með mig. Ég mæddist í mörgu og gat ekki haft eftirlit með öllu. Síðan var KPMG-endurskoðandinn ráðinn og hann fann alls ekki þessi hálfrar milljónar króna mistök sem fyrri endurskoðandinn gerði. Heldur bætti hann um betur og fann 1,7 milljónir í viðbót eða þar um bil. Þessu var ég svo sýknaður af og allar ákæmr KPMG reynast algerlega ónýtar. En þótt ég hafi verið sýkn- aður af meginhluta ákærunnar hef ég enn ekki feng- ið endurgreitt frá sveitarsjóði það sem mér ber að fá.“ Eggert segir að endurskoðandi KPMG hafi verið rekinn áfram af annarlegum öflum. Hann horfir yflr málið í dag og sér ólöglegt samráð og ráðabrugg andstæðinga hvert sem litið er. Hvert sem litið er liggja þræð- ir KPMG sem Eggert virðist skilgreina sem sinn höf- uðóvin í þessum málarekstri. Hann sér þá í héraðs- dómi og sér þá liggja alla leið upp á efsta dómstig þeg- ar Bogi Nilsson ríkissaksóknari neitar að fram- kvæma opinbera rannsókn á málsmeðferð og segir sig frá málinu vegna þess að forstjóri KPMG er Ólafur Nilsson bróðir hans. í héraði stóð ég frammi fyrir KPMG-lygaskýrslu og KPMG-dómara,“ segir Eggert sem helst vildi rekja mál- ið í smærri atriðum. „Mér finnst undarlegt hvernig Bogi uppgötvaði ekki fyrr en á lokastigi málsins að hann væri skyldur bróð- ur sínum og tveimur sonum sínum sem vinna hjá KPMG. Þá var embætti hans búið aö afgreiða sjálfkrafa ákæruna á hendur mér frá fyrirtæki bróður síns. Ég var klaufl meö mín mál i fyrstu og hefði þurft betri endurskoðendur og lögfræðinga til að fylgjast með mínum málum.“ Samsærið Eggert sér líka fyrir hugskotssjónum baráttu dóm- ara í Hæstarétti um endurupptöku málsins og telur enn að um samráð gegn sér sé að ræða þar sem valda- miklir menn dragi taum þessarar stærstu endurskoð- unarskrifstofu landsins. Hann sér þræði hagsmuna liggja frá þessari sömu skrifstofu til flestra stærstu fyrirtækja landsins og telur að bak við tjöldin sé lögð mikil áhersla á að slæm vinnubrögð þeirra verði ekki gerð opinber. Hann telur sig eiga óvini í að minnsta kosti þremur stærstu stjórnmálaflokkum landsins sem hafi verið ósárt um að hann færi halloka. Hann telur að þessi sama endurskoðunarskrifstofa haldi sveitarfélaginu og hreppsnefnd í gíslingu blekk- inga og hafi látið samþykkja ranga reikninga sveitar- félagsins í fjögur ár samfleytt. Eggert telur að hér sé stórfellt hneyksli á ferð og telur að fjölmiðlar séu ekki með hreinan skjöld í þessu samsæri og hafi með þögn sinni um þessi mál árum saman tekið þátt í að- för að sér. Samt getur hann lagt fram fjölda blaðaúr- klippa um þennan málarekstur. „Það tókst að eyðileggja mannorð mitt. Þótt margir stæðu með mér í fyrstu þá lái ég engum þótt menn ef- ist þegar þeir sjá skýrslur eins og þær sem voru lagð- ar fram um mig. Ef þér er sagt nógu oft að einhver sé milljónaþjófur þá ferðu að efast. Það er mannlegt að það renni á menn tvær grímur. Og þessar grímur hafa runnið á fólk hér og það hefur sumt verið skrúf- að upp í illmennsku sem ég vissi ekki að það ætti til.“ Réttlæti ekki fyrirgefning - Eggert talar lengi um kristið siðgæði og tvöfeldni og þá baráttu sem hann stendur í fyrir sínu mannorði. Eggert Haukdal, bóndi á Bergþórshvoli, segist vera saklaus og fórnarlamb samblásturs óvina og haturs- rnanna. DV-mynd ÞÖK „Margir eru dæmdir og eiga það skOið en margir eru dæmdir saklausir. Menn fara saklausir í gasklefana og rafmagnsstólinn. Það er alveg makalaust að hafa lent í málum eins og þeim sem ég hef gert og vera alsaklaus," segir Eggert og fer aftur að tala um endurskoðendur og sérstakan saksóknara sem hafi verið tekinn í bóndabeygju af þeim öflum sem ráða málarekstrinum. - En á Eggert enn vini í þessu litla samfélagi sem myndu styðja hann ef sýkna fengist? Eggert svarar þessu með því að vitna í hreppsnefnd- arkosningar 1998 þegar hans listi fékk 64 atkvæði en andstæöingarnir 51. Vinir hans eru sem sagt 64 þótt þeir láti lítið fara fyrir sér um þessar mundir. - En tækist þér að fá sýknu i Hæstarétti. Er mann- orð þitt ekki ónýtt og allur skaðinn skeður. Gætir þú fyrirgeflð þeim sem hafa sótt þetta mál á hendur þér? „Kristur bauð okkur að rétta hina kinnina en ég mun að sjálfsögðu leita réttar míns og sækja þær skaðabæt- ur sem ég á rétt á. Ég vil að þessi ómenni, svo ég noti sterk orð, fái makleg málagjöld. Ég veit ekki hvort það var sérstök ætlun manna að koma mér á kné en það hefur sannarlega tekist. Það hefur lítið frést hingað austur að ég hafi verið sýknaður. Hvorki félagsmála- ráðuneytið né Samband íslenskra sveitarfélaga virðast gera sér grein fyrir því, svo hvernig á venjulegt sveita- fólk að gera sér grein fyrir því. Þessi mál snúast ekki um fyrirgefningu, þau snúast um réttlæti og að maður nái sínum rétti. Það er alveg eftir að sjá hverjum verður fyrirgefið." -PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.