Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 8
Utlönd LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 I>V UTBOÐ F.h. Fasteignastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í stækkun og endurgerð lóðar við leikskólann Dvergastein, Seljavegi 12. Um er að ræða stækkun á lóð og frágang í kringum viðbyggingu ásamt ýmsum endurbó- tum á lóð. Helstu magntölur eru: Heildarstærð lóðar, endurgerð: Malarfylling Hellulögn Gras Malbikun Útiplöntun Útipallar Uppsetning leiktækja Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Opnun tilboða: 10. maí 2002, kl. 10.30 á sama stað. FAS 46/2 2.500 m2 330 m3 130 m2 500 m2 370 m2 300 m2 80 m2 F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í gerð malbikaðra gangstíga víðs vegar í borginni. Verkið nefnist: Gangstígar 2002 - Útboð II. Helstu magntölur eru: Flatarmál gangstíga: u.þ.b. 6.000 m2 Ræktun: u.þ.b. 16.000 m2 Lokaskiladagur verksins er 15. sept. 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 7. maí 2002, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 16. maí 2002, kl. 11.30 á sama stað. GAT 48/2 F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2002 - útboð 1. Helstu magntölur eru: Útlögn yfirlagna og afréttinga: 60.100 m2 Malbik: 6.1001. Lokaskiladagur verksins er 15. sept. 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar eftir kl. 9.00. 7. maí 2002. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 14. maí 2002, kl. 11.00 á sama stað. GAT 49/2 F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2002 - útboð 2. Helstu magntölur eru: Útlögn yfirlagna og afréttinga: 27.200 m2 Útlögn með „Repave“-aðferð: 38.700 m2 Malbik: 5.2001 Lokaskiladagur verksins er 15. sept. 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar eftir kl. 9.00, 7. maí 2002. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 14. maí 2002, kl. 14.00 á sama stað. GAT 50/2 F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum i eftirfarandi verk: Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2002 - útboð 3. Helstu magntölur eru: Útlögn yfirlagna og afréttinga: 74.200 m2 Malbik: 7.4001 Lokaskiladagur verksins er 15. sept. 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar eftir kl. 9.00, 7. maí 2002, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 16. maí 2002, kl. 11.00 á sama stað. GAT 51/2 F.h. Fasteignastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í smíði á ryðfríum hitaelementum í loftdreifibox í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um er að ræða 116 element í fjórum mismu- nandi stærðum. Verktími er tvískiptur: 16 stk. skulu afhen- dast fyrir 15. júlí 2002 og 100 stk. fyrir 31. desember 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Opnun tilboða: 21. maí 2002, kl. 14.00 á sama stað. FAS 52/2 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - 101 Reykjavfk-Sími 670 6800 Fax 662 2616 - Netfang: ierförhus.rvk.is Umsátrið um Fæðingarkirkjuna: Israelar stöðva matarsendingar Samningaviðræður til að binda enda á umsátur ísraelsmanna um Fæðingarkirkjuna i Betlehem fóru enn einu sinni út um þúfur í gær eftir að samkomulag hafði náðst um að hjálparliðar fengju að færa svelt- andi fólkinu, sem enn þá dvelur í kirkjunni, matarbirgðir. Að sögn Hanna Nasser, borgarstjóra i Betle- hem, náðist þetta samkomulag eftir fund Salahs E1 Tamari, samninga- manns Palestínumanna á staðnum, með fulltrúum ísraelshers í gærdag. Þegar á reyndi voru hjálparliðarnir stöðvaðir rétt áður en þeir komu matvælunum inn fyrir kirkju- dymar. Þá höfðu íjórir særðir Pal- estinumenn þegar verið fluttir út úr kirkjunni en matvælaflutningarnir stöðvaðir nema Palestínumenn af- hentu nafnalista yflr þá 170 menn sem enn eru taldir dvelja í kirkj- unni. Þetta gátu samningamenn Palestínumanna ekki sætt sig við og yfirgáfu því svæðið. Ellefu erlendum friðarsinnum tókst að læðast inn í kirkjuna með eitthvað af matvælum í fyrradag og mun það eini maturinn sem fólkinu hefur borist síðustu daga. Friðar- sinnamir dvelja enn þá í kirkjunni ísraelskir hermenn flytja særöan Palestínumann á brott frá Fæöingarkirkjunni í Betlehem. og sagði einn þeirra í símaviðtali í gær að fólkið nærðist aðallega á grasi og drykki rigningarvatn sem einnig er af skomum skammti. Þeir Ariel Sharon, forsætisráö- herra ísraels, og Jasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, fögnuðu í gær tillögu Bandarikjamanna um að- þjóðlega friðarráðstefnu sem fyrir- hugað er að halda í sumar. REUTERSMYND Nýfæddur Spánarprins Cristina Spánarprinsessa og eiginmaöur hennar, handboltakappinn inaki Urdangarin, eignuöust á dögunum þriöja son sinn og hefur hann þegar verið nefndur Miguel. Fjögur ungmenni far- ast í bílslysi í Noregi Fjórir framhaldsskólanemendur fómst í bílslysi í Váler í Noregi í gær- morgun. Slysið varð með þeim hætti að sjö drengir, sem flestir voru á síð- asta ári í framhaldskóla, vom á ferð í þrettán manna Chervolet Van bifreið. Ökumaðurinn missti vald á bifreið- inni er annað afturhjól hennar fór út af í langri beygju með þeim afleiðing- um að hún valt niður i skurð. Eldur kom þegar upp í bílnum og þeir sem létust komust ekki út áður en þeir urðu eldinum að bráð. Drengimir sem sluppu lifandi eru allir mikið slasaðir og einn þeirra liggm- enn í lífshættu á brunadeild Haukelands-sjúkrahússins í Bergen en þangað var hann fluttur eftir að komið var með þremenningana á sjúkrahúsið í Elverum sem er í ná- grenni við slysstaðinn. Drengimir í bílnum voru að koma frá stúdentafagnaði ásamt mörgum fleiri sem fylgdu eftir í bílalest. Því fékk lögreglan tilkynningu um óhapp- ið strax eftir að það varð. Hún, ásamt sjúkraliði, komþvífljótt ástaðinnen þá var bíllinn orðinn alelda og ekki við það ráðið að bjarga neinum lifandi úr flakinu. Óhappið átti sér stað klukkan 5.30 að morgni en vegna mik- ils hita í bílflakinu tókst ekki á ná síð- asta líkinu út fyrr en eftir klukkan tíu í gærmorgun. Leif A. Ellevset, framkvæmdastjóri samtakanna Örugg umferð, segir að hin tíðu slys hjá framhaldskólanem- endum sem fagna lokum skólagöngu sinnar sé engin tilviljun. Hann vill að fundin verði önnur leið fyrir nemend- ur til að fagna þessum áfanga sínum en með eins mánaðar veisluhöldum fyrir próf. Það er nefnilega siður hjá norskum framhaldsskólanemum að halda upp á lokaprófln í framhalds- skólunum með mikilli gleði sem hefst með upplestrarfríi 17. apríl og lýkur á þjóðhátíðardaginn, 17. maí. -GÞÖ mmim Rugova vitnaöi í Haag Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, vitn- aði í gær gegn Slobod- an Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, við stríðglæparéttar- höldin i Haag og sak- aði hann um kúgun gegn Kosovo-Albönum og að hafa átt upptökin að stríðinu í landinu á árun- um 1989 til 1999. Rugova er háttsett- asti stjórnmálamaðurinn sem hingað til hefur vitnað gegn Milosevic og las hann yflrlýsingu sína án þess að virða Milosevic viðlits. Minningarathöfn í Erfurt Þeir Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Jo- hannes Rau, forseti landsins, tóku í gær þátt i minning- arathöfn vegna fórnarlambanna sextán í Gutenberg- skólanum í Erfurt sem 19 ára fyrrverandi nemandi skól- ans, Robert Steinhaeuser, skaut til bana fyrir viku. Athöfnin fór fram undir beru lofti framan við dómkirkj- una í Erfurt að viðstöddum þúsund- um syrgjenda og var hún send út beint í þýska sjónvarpinu. Tuttugu létust í Nígeríu Að minnsta kosti tuttugu manns munu hafa látið lífið þegar til óeirða kom á pólitískum útifundi sem Lýð- ræðisbandalag Oluseguns Obasanjos, forseta Nígeríu, stóð fyrir i borginni Jos í fyrrakvöld. Að sögn sjónarvotta var gripið til ýmissa vopna og sást fólk liggja í valnum með örvar í mag- anum en aðrir höfðu verið brenndir til bana. Varasveitir lögreglu og hers voru kallaðar út til að bæla niður óeirðimar en óttast var að þær breiddust út til fleiri borga. Þingkosn- ingar fara fram í landinu tftir um það bil mánuð. Lady Bird á sjúkrahús Lady Bird John- son, fyrrum forseta- frú Bandaríkjanna, var I fyrrakvöld flutt í skyndi á sjúkrahús í Austin í Texas og liggur þar nú á gjörgæsludeild. Að sögn talsmanna sjúkrahússins er ekki vitað hvað am- ar að frúnni en hún mun hafa kvart- að yfir eymslum í hálsi og því flutt strax á sjúkrahús þar sem hún er til rannsóknar. Lady Bird, sem er á nítugasta aldursári, er að öðru leyti hin hressasta. Aukið atvinnuleysi í BNA Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 6% í apríl sem er það mesta síðan árið 1994 þegar það náði 5,8%. Þetta er verri útkoma en fyrir fram var búist við en í mars mældist at- vinnuleysi 5,7% og var vænst batn- andi ástands í apríl. Þrátt fyrir allt virðist efnahagsástandið í Bandaríkj- unum á bataleið eftir hryðjuverka- árásimar i september sl. en í kjölfar þeirra misstu um 250 þúsimd manns atvinnu í þjónustuiðnaðinum. Bata- merkin sjást, að sögn stjómvalda, í 43 þúsund nýjum störfum og að í fyrsta skipi á níu mánaða tímabili hafi fleiri fengið vinnu en misst hana. Hrapaöi á bankabyggingu Að minnsta kosti sjö mannst fómst þegar ind- versk orrustu- þota af gerðinni MIG-21 hrapaði á bankabyggingu í bænum Jalandhar i norð- urhluta Punjab- héraðs á Indlandi í gær. Þotan var á venjubundnu æf- ingaflugi frá herstöð indverska hers- ins í Adampur þegar slysið varð en taliö er að tæknibilum í stjómbúnaði hafi orsakað það. Sex hinna látnu voru starfsmenn bankans en flug- mönnunum, sem voru tveir, tókst að stökkva út í fallhlífum áður en þotan féll niður á bygginguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.