Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 50
50 Helqarblctð 33V LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 Sakamál Umsjón Páll Ásgeir Asgeirsson Engu var líkara en að Orr vildi storka örlögunum. Hann tefldi á tæpasta vað þegar hann gaf nánast vísvitandi færi á sér. Hann vildi sgna að hann væri klókari en lögreglan og njóta þeirrar athygli sem hann átti skilið sem brennuvargur án þess þó að gefa færi á sér. Bókin sem hann kallaði skáldsögu er vitnisburður um brenglað hugarfar. Hvergi er að finna neina samúð með þeim sem brunnu inni. Orr slökkviliðsstjóri og sérfræðingur í íkveikjuin er hér á miðri mynd að rannsaka brunarústir. Slökkviliðsstjóri og brennuvargur EFTIR ÞRIÐJA ÞURRKASUMARIÐ um 1990 var Kalifornía nær skrælnuð og gróðursnauð. Rigning var nokkuð sem heyrði minningunni til. 1 úthverfum kjarri vaxinna dala óttuðust menn skógarelda meira en nokkuð annað. Sífellt var varað við að ekki væri farið ógætilega með eld og þorði fólk varla að kveikja í sígarettu utan dyra af ótta við að kveikja í heilu bæjunum. Þá var þaö á sólríkum degi í júnímánuði að hið óttalega gerðist. Eldur kviknaði í Glendale sem er út- hverfi norðaustur af Los Angeles. 70 ibúðarhús brunnu til kaldra kola. Enginn vafi lék á að um íkveikju var að ræða. En brennuvargur var það síð- asta sem Kalifomía þurfti á að halda eins og á stóö og bauð ríkisstjórinn þegar í stað 50 þúsund dollara verðlaunafé þeim sem bent gæti á þann sem kveikti í. Fréttamenn allra fjölmiðla sneru sér til formanns rannsóknarnefndarinnar sem hafði það hlutverk að komast aö hvernig eldurinn kviknaði. Sá heitir John Orr, þá 43 ára gamall slökkviliðsstjóri í Glendale, og víðþekktur á sínu sviði sem sérfræðingur og kennari. Hann var eftirsóttur fyrirlesari og fór viða til að miðla af þekkingu sinni á sviði brunavarna. Hann varaði við brennuvörgum og var vel að sér í þeirri sérgrein. Orr kenndi að til séu tvær tegundir brennu- varga. Það eru þeir sem kveikja í af hégómaskap og langar til að sjá hvað þeir geta afrekað. Þá tegundina langar að gerast slökkviliðsmenn. Hinir eru þeir eig- inlegu brennuvargar sem fá einhvers konar fullnæg- ingu, jafnvel kynferðislega, af þvi að horfa á bruna sem þeir hafa sjálfir komið af stað. í Glendale minnti hann fréttamenn á að bruni af völdum íkveikjufíkils sé eina afbrotið sem heldur glæpamanninum á staðnum til að virða fyrir sér af- leiðingar gjörða sinna. Ef einhver gat trútt um talað var það Orr slökkviliðsstjóri sem búinn var að vera 20 ár í liöinu og haföi getið sér gott orð, ekki aðeins sem glöggur rannsóknarmaður húsa sem kveikt var í heldur kenndi hann einnig hvernig greina mætti brennuvarga og koma upp um þá. En hann var jafnvel enn betur að sér um íkveikjur og ónáttúru brennuvarga en aðrir slökkviliðsmenn. Orr var einmitt maðurinn sem kveikti í. Sá sem rann- sakaði íkveikjur var sjálfur brennuvargur. Brunar eltu slökkviliðsstjórann Um það leyti sem Orr var handtekinn var hann bú- inn að valda margra milljóna dollara tjóni. Á áratug var hann búinn að koma af stað skógareldum, kveikja í íbúðarhúsum, verslunum og öðru atvinnuhúsnæði. Það var fingrafarasamanburður sem gerður var fyrir tilviljun sem varpaði grun á slökkviliösstjórann. Þegar það gerðist tóku rannsóknarmenn, sem hann hafði sjálfur þjálfað, eftir greinilegu mynstri. Þegar Orr slökkviliðsstjóri fór í fyrirlestraferðir til að fræða aðra um íkveikjur og slökkvistörf brást varla að stórbrunar urðu í námunda við þá staði þar sem hann sótti ráðstefnur. Hann var til dæmis valdur að bruna verslunarhúss í Pasadena þar sem fjórar manneskjur fórust, þeirra á meðal þriggja ára gamall drengur. Brennuvargur- inn hafði því líka morð á samviskunni. Þeir sem rannsökuðu málið fengu ágætar vísbend- ingar frá glæpamanninum. Hann var ekki aðeins sér- fræðingur í íkveikjum, slökkviliðsstjóri og brennu- vargur, hann var líka rithöfundur. Ári áður en hann var handtekinn sendi hann útgefanda 350 blaðsíðna handrit af bók þar sem höfundurinn lýsti nákvæm- lega íkveikjum og afleiðingum þeirra og fer ekki á milli mála að þarna var hann aö lýsa eigin athöfnum og þeirri þörf sem rak hann áfram til illra verka. Orr skrifaði að bókin væri byggð á raunverulegum atburðum og lýsti hvemig brennuvargur hafði komið af stað fjölda eldsvoða í Kaliforníu síðustu átta árin. Ekki hefði tekist að koma upp um hann og mundi hann leika lausum hala enn um sinn. Á sama hátt og bókin er byggð á sönnum atburðum er brennuvargur- inn í skáldsögunni raunverulegur slökkviliðsmaður. Raunsönn skáldsaga Meðal þeirra sem fengu að lesa handritið var Matt- hew Troidl, faðir litla drengsins sem fórst í verslunar- brunanum í Pasadena, ásamt ömmu sinni og tveimur ungum afgreiðslumönnum. Foreldrarnir og afinn biðu fyrir utan meðan amma skrapp inn að kaupa smáræði og tók litla strákinn með sér. Eldurinn magnaðist svo skyndilega aö þau sem voru fyrir utan gátu ekkert að gert þótt þau vissu af sínum nánustu inni i brennandi vítinu. Amman og barnið voru jarðsett í sömu kistu. Troidl varð meira en lítiö hissa þagar hann las í kafla sex í skáldsögu Orrs að þriggja ára gamall dreng- ur hefði dáið ásamt ömmu sinni í verslunarbrunanum. Hann fór rétt með nafn barnsins og kallaði hann Matt- hew og lýsti dauðastríði þeirra langmæðgina í smáat- riðum. En hvers vegna gerist yfirmaður í slökkviliði brennuvargur? Þrátt fyrir tvenn viðamikil réttarhöld fæst lítill skilningur á atferli Orrs. En víst er að slökkviliðsmenn eiga þess kost að vera viðstaddir bruna án þess að grunur falli á þá eins og nánast alla áhorfendur að vel lukkuöum eldsvoða. Víða eru slökkviliösmenn sjálfboðaliðar og þarf aö hafa eftirlit með hvort meðal þeirra kunni að leynast menn sem fórna tíma sínum af annarlegum hvötum. í Bandaríkj- unum er vitað um fjölda dæma þess að slökkviliðs- menn eru jafnframt brennuvargar. Árið 1993 voru níu sjálfboðaliðar í slökkviliði kærðir. Þeir voru allir illa haldnir af íkveikjufýsn. Einn þeirra slasaðist illa í bruna sem hann átti sjálfur upptökin að. En Orr, atvinnumaður með glæstan 20 ára feril að baki, stöðuhækkanir og einn fremsti sérfræðingur Kaliforníu í íkveikjum og hvernig koma ætti upp um brennuvarga, var af öðru sauðarhúsi en ruglaðir sjálf- boðaliðar. Mistök Rannsóknarlögreglumaðurinn Steve Patterson var einn þeirra sem Orr hafði kennt að rannsaka íkveikj- ur. Hann var farinn að gruna margt löngu áður en fingrafaratilviljunin kom upp á yfirborðið. Vel heppnaðar íkveikjur virtust fylgja Orr. Lögreglumað- urinn rifjaði upp að þegar sölubúð hersins brann hálftima akstursleið frá heimili slökkviliðsstjórans, var hann mættur á undan brunaliðinu og myndaði brunann með vídeóvél. Síðar afhenti Orr lögreglumanninum spóluna. Það voru mistök. Þegar Patterson skoðaði myndirnar sem teknar voru af brunanum tók hann eftir að sérfræð- ingurinn og kennarinn fór ekki eftir þeim reglum sem hann lagði mikla áherslu á að kenna nemendum sínum. Hann myndaði brunann í fimmtán mínútur áður en hann beindi vélinni að mannsöfnuðinum sem fylgdist með af venjulegum áhuga. Samkvæmt bók- inni á að byrja á að mynda áhorfendur að bruna, því ef um íkveikju er að ræða er brennuvargurinn áreið- anlega á meðal þeirra sem gerst fylgjast með hvernig þeim hefur tekist að láta loga glatt. Á myndbandinu kom í ljós að sá sem tók upp myndirnar hafði meiri áhuga á sjálfum brunanum en að rannsaka uppruna hans. Árið 1990 kom kaupmaður auga á eld í búnti af þurrkuðum blómum sem stillt var upp sem skreyt- ingu. Hann slökkti eldinn áður en hann náði að breið- ast út um verslunina. I vasanum fannst tæki sem olli íkveikjunni. Var það kunnáttusamlega saman sett. Lögreglunni var gert viðvart og fundust fingraför á tækinu. En þar sem enginn skaði var skeður fór eng- in nánari rannsókn fram. Ári síðar varð bruni á öðrum stað í Los Angeles og var kveikt í með sams konar tæki, sem útbúið var eins og tímasprengja sem springur eftir að sá sem kemur henni fyrir er farinn af hættusvæðinu. Þar rak annar rannóknarlögreglumaður minni til fingrafars- ins sem fannst í blómaknippinu. Var nú fingrafarið sett í fullkomna tölvu og borið saman við fingrafór 1,2 milljóna glæpamanna og lögreglumanna sem rann- saka glæpi, þeirra fingraför er oft að fmna á vett- vangi sem þeir rannsaka. Fingrafarið á íkveikjutæk- inu reyndist vera eftir fingur Johns Orrs. Einfalt íkveikjutæki Nú hófst rannsókn sem fór leynt. Lögreglumenn fóru að spyrja spurninga og fylgjast með slökkviliðsstjóran- um í þeirri von að standa hann að verki. Vara- slökkiliðsstjórinn í Glendale fékk að vita frá ritara deildarinnar að hún hefði verið beðin aö vélrita bréf til útgefandans sem var með handritið að skáldsögunni um brennuvarginn undir höndum. Lögreglumennirnir lásu handritið og sáu strax að það var nákvæm lýsing á upptökum fjölda bruna sem brennuvargar eða vargur hafði valdið á svæðinu. Ikveikjutækinu sem fannst í þurrkuðu blómunum var lýst vel. Það var einfalt en geröi sitt gagn. Það var búið til úr eldspýtnabréfi sem brotið var á tiltekinn hátt og logandi sígaretta fest við það með teygju. Þaö tók glóð- ina þrjár mínútur að ná brennisteinunum og kveikja í bréfinu sem komið var fyrir á stað þar sem loginn breiddist auðveldlega út frá. Engu var likara en að Orr vildi storka örlögunum. Hann tefldi á tæpasta vað þegar hann gaf nánast vísvit- andi færi á sér. Hann vildi sýna að hann væri klókari en lögreglan og njóta þeirrar athygli sem hann átti skil- ið sem brennuvargur án þess þó að gefa færi á sér. Bók- in, sem hann kallaði skáldsögu, er vitnisburður um brenglað hugarfar. Hvergi er að finna neina samúð með þeim sem brunnu inni. Hann kennir því fólki aðeins um að hafa verið að þvælast á stöðum þar sem það átti ekki að vera þegar honum þóknaðist að kveikja í. Orr var dæmur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa valdið 24 stórbrunum. Síöar kom í ljós að slökkviliðsstjórinn var sekur um að kveikja í versluninni í Pasadena þar sem fjórar manneskjur fórust. Fyrir það fékk hann 20 ár til viöbótar. Að mörgu leyti var brennuvargurinn Orr fyrirmynd- arborgari. Honum gekk vel í skóla og var stilltur og prúöur unglingur. Hann gekk í flugherinn sem sjálf- boðaliði og hóf síðan störf í slökkviliðinu og þar var frami hans skjótur og hann þótti afburðakennari á sínu sviði og eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum. En eitt- hvað gengu ástarmálin brösuglega því hann var fjór- kvæntur og sinnti börnum sínum slælega. Sálkönnuðir reyna að velta persónueinkennum þessa undarlega manns fyrir sér en niðurstöður þeirra eru í ólíkar átt- ir eins og skapferli mannsins virðist vera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.