Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 38
Helqa rblaö 3Z>"V" LAUGARDAOUR -4. MAf 2002 í félagsskap Viðfj arðarundra I Viðfirði, eyðifirði sunnan Norðfjarðar, áttu sér stað á fyrri hluta 20. aldar einhverj- ir möqnuðustu reimleikar sem söqur fara af. Þar qenqu drauqar oq sjóskrímsli Ijósum loqum oq afturqönqur ásóttu fólk suo heift- arleqa að ef til vill hafa einhverjir látið líf- ið íþeim átökum. Þennan maqnaða drauqaqanq qerði Þór- berqur Þórðarson ódauðleqan í frásöqnum sínum af Viðfjarðarundrunum sem svo eru kölluð. DVsendi mann á staðinn oq saqði honum að sofa eina nótt ímaqnaðasta drauqahúsi á íslandi þar sem enn þykjast marqir verða varir við eitthvað óhreint. Það er dæmigert austfirskt vorkvöld og ég er um borð í trillu á leiðinni frá Norðfirði suður til Viðfjarð- ar, frægasta samkomustaðar drauga á íslandi. Ég ætla að dvelja eina nótt í yfirgefnu húsi sem stendur einsamalt innarlega í firðinum. Ýmsar spurningar fljúga í gegnum huga minn, t.d. í hvernig fotum ætti ég að vera i Kastljósinu hjá Evu. Eftir fáeina klukku- tíma verð ég jú fyrsti blaðamaðurinn í veröldinni sem tekur viðtal við draug. Þessi hugmynd var sniðug til að byrja með. Ég vakna upp úr þessum dagdraumum þegar félag- ar mínir tveir leggja til að viö ættum að gera kvik- mynd um þessa ferð. Þeir stinga upp á nafninu „Grá- hærður á einni nóttu“, og skellihlæja að eigin fyndni. Ég hlæ með þeim en í raun finnst mér þetta ekkert sniðugt. Ég er orðinn hálfsmeykur því síðan áætlanir mínar um þessa ferð kvisuðust út hefur fólk verið óvenju duglegt að segja mér draugasögur. Daginn áður hafði ég setið á barnum og spjallað við ungan mann sem oft hafði farið yfir í Viðfjörð en aldrei, full- yrti hann, myndi hann nokkru sinni þora að gista einsamall í húsinu. Ég var farinn að efast um að allt væri slétt og fellt undir sólinni. Hvað ef þetta er satt? hugsa ég þar sem ég sit á ein- hverri netahrúgu en ber mig samt karlmannlega í viðurvist félaga minna. Þeir ætla að fylgja mér að húsinu og yfirgefa mig svo. Kröftug vindhviða skell- ur á bátnum og ég missi jafnvægið. „Þetta er viðvör- un!“ kallar annar félaga minna og brosir kvikindis- lega. Ég er með hnút í maganum en það er of seint að snúa við. Allir bæjarbúar myndu hlæja að mér ef þessi mikla frægðarfór breyttist í hrakför. Þaö yrðu sagðar háðsögur um mig næstu áratugina. Ég full- vissa sjálfan mig um að þetta sé þess virði. Hvað sem gerist mun viðtal við Sandvíkur-Glæsi tryggja mér frægð og frama um aldur og ævi. Hégóminn er harð- ur húsbóndi. Hér sé guð! Við höfum lagst að bryggju og ég geng þennan spöl að húsinu einn. Félagar mínir kvöddu mig og föðm- uðu mig að skilnaði. Þetta gæti verið okkar síðasta samverustund. Það róar mig ögn að húsið lítur vel út að utan enda nýlega uppgert. Þetta er stórglæsilegt hús, teiknað af Guðjóni Samúelssyni, þeim sama og teiknaði Þjóðleikhúsið og fleiri merk hús. Hér bjó fólk frá 1930 fram á miðjan sjötta áratuginn. Engar sögur fara af því að það hafi flutt burt vegna drauga- gangs. Ég opna kjallaradyrnar upp á gátt og kalla: „Hér sé guð!“ Það svarar mér enginn og ég held inn. Það fyrsta sem ég rek augun í er mannshöfuð tálgað úr tré. Það fer hrollur um mig en hugsunin um hana Evu í Kastljósinu róar mig. Ég held áfram upp stig- ann og geng fram hjá höfðinu og rakleitt upp á efstu hæð og fmn herbergið þar sem hin sögufræga mynd var tekin. Hér hlýtur að vera líklegast að draugar geri vart við sig. Ég læt frá mér svefnpokann og nest- ið og tek aðeins það nauösynlegasta með mér niður í stofu. Þar ætla ég að sitja fram að miðnætti og lesa Viðfjarðarundrin hans Þórbergs og skrifa í stílabók- ina sem ég tók með mér. Klukkan er orðin tíu og það er enn bjart. Hræðslan gerir vart við sig Ég geng um húsið og dáist að því hvað menn hugs- uðu stórt einu sinni. Einu sinni dugði ekkert minna en þriggja hæða einbýlishús. Núna vill fólk bara íbúð í blokk og nýlegan japanskan bíl. „Best að byrja að punkta niður hjá sér“, tauta ég upphátt en röddin verður hálf einmana í allri þessari þögn sem er meiri en ég hef átt að venjast um ævina. Ég held inn í stofu, kveiki á tveimur kertum, dreg borðið að sófanum svo ég geti tyllt löppunum á það og kveiki mér loks í sígarettu. Nú verður skrifað. Eftir tiu mínútur án nokkurs árangurs gefst ég upp og gríp niður í bókina hans Þórbergs og les um „Þann gamla“. Þessi draugur hrellti íbúa þessa húss fyrir 65 árum eða svo. Reyndar birtist hann alltaf þegar menn voru vel við skál og efahyggjumaðurinn í mér sann- færist um að sögur um tilvist drauga séu stórlega ýkt- ar. Þar fyrir utan virtist „Sá gamli“ vera sáramein- laus. Ég anda léttar. „Kannski eruð þið bestu skinn,“ segi ég upphátt og stend upp því mér er orðið kalt. Ég hef ekkert nema tvö kerti til þess að ylja mér við. Móðan úr munninum á mér minnir á einhverja hryll- ingsmynd sem ég sá um daginn en þá táknaði hún að eitthvað skelfilegt væri í aðsigi. Mér rennur kalt vatn milli skinnB og hörunds. Hræðslan hefur náö tökum á mér á svipstundu. Nú byijar ballið Ég get ekki bægt hugsunum um drauga frá mér. Hjartslátturinn er orðinn hraður og mér er skapi næst að fara út og fá mér göngutúr en klukkan er orðin ellefu og það er orðið dimmt. Ég lít út um gluggann og sé aðeins myrkur - ég þori ekki út. Allt í einu heyri ég hurðarskell og eitthvað í stofunni fellur á gólfið. „Hvur djöfullinn gengur á?“ æpi ég og stend sem lamaður á miðju stofugólfinu. Hvað ætla þeir að gera við mig?! Ekkert gerist. Ég stend grafkyrr á meðan rökhugs- unin nær yfirhendinni aftur. Þetta var einungis trekkur. Ég hafði opnað glugga áður en ég kveikti í sígarettunni og þetta var stílabókin mín sem féll á gólfið. Það verður ekki draugagangur sem gerir mig bilaðan heldur mitt eigið ímyndunarafl, hugsa ég. Hjartað hægir á sér. Klukkan er enn þá ellefu. Ég er orðinn pirraður. Af hverju lét ég plata mig út í þetta? Af hverju er klukkan búin að vera ellefu í hálftíma? Eina leiðin til þess að láta tímann líða er að sofna. Ég næ mér í nokkur gömul Mannlíf sem liggja í bunka á gólfinu og geng rólega upp stigann. Það brakar við hvert skref. Nóttin langa Ég kem mér fyrir í svefnpokanum en því miður er ég ekki syfjaður. Einhverra hluta vegna finnst mér mikilvægt að vera sofnaður fyrir miðnætti. Þögnin og kuldinn halda fyrir mér vöku. Og þar fyrir utan er ég í herberginu þar sem „myndin“ var tekin. Ég skil dyrnar eftir opnar til að flýta fyrir útgöngu. Það þýð- ir ekkert að hoppa út um gluggann ef eitthvað kemur upp á. Ég er á þriðju hæð og fallið væri of hátt. Ef ég fótbryti mig væri ég í vondum málum. Þetta fannst mér hinar eðlilegustu hugsanir. Ég skoða Mannlíf og fletti framhjá grein sem fjall- ar um dáleiðslu og glæpi. Ég er ekki í stuði fyrir neitt yfirnáttúrulegt og staldra við grein um átök innan Al- þýðubandalagsins eftir dr. Svan Kristjánsson. Þarna eru myndir af ótal draugunf sem enn eru á lífi i dag. Greinin er sem betur fer óspennandi og ég finn til þreytu. Kannski sofna ég fyrir miðnætti en þá verður mér hugsað til mörunnar sem lagðist yflr vin minn fyrir nokkrum árum. Hann sagðist hafa verið hárs- breidd frá köfnun þegar þáverandi unnusta hans vakti hann. Ó guð, ég þori hvorki að vaka né sofa! Draugar eru yfirleitt til friðs Ætli klukkan hafl ekki verið um þrjú þegar ég sofna. Þetta var ekki djúpur svefn enda erfitt að sofna þegar maður er á verði. Hið minnsta rask varð til þess aö ég reis upp við dogg og athugaði máliö. Um áttaleytið er ég skriðinn á fætur og geng frá öllu mínu hafurtaski i flýti. Ég ætla mér ekki að vera hér mín- útu lengur en þörf krefur. Það er bjart úti og þoka. Flott, hugsa ég, þá get ég kannski tekið nokkrar „spúkí“ myndir fyrir greinina mína. Mér léttir um leið og ég kemst undir bert loft og ég labba í átt að bryggjunni fullur sjálfstrausts á ný. Ég lít út um gluggann og sé aðeins myrkur - ég þori ekki út. Allt í einu heyri ég hurðar- skell og eitthvað í stofunni fell- ur á gólfið. „Hvur djöfullinn gengur á?“ œpi ég og stend sem lamaður á miðju stofugólf- inu. Hvað œtla þeir að gera við mig?! Eg virði fyrir mér húsið þegar ég sit á bryggjupollanum og bíð eftir að verða sótt- ur. Það eru til draugalegri hús i Grafar- voginum sem þó eru nýbyggð. Kannski fannst draugunum ég vera of aumkunar- verðúr til að gera at í mér eða kannski vilja þeir ekki láta taka viðtal við sig. Það væri hvort eð er óttalega hallærislegur draugur sem gæfi kost á sér í þess hátt- ar. Loksins verð ég var við trillu sem þó er komin klukkutíma áður en ákveðið var. Ætli menn hafi ekki vitað hvað klukkan sló. Sennilega var blaða- maðurinn ekki eins hugrakkur og hann taldi sjálf- ur. Ég stekk um borð en hrasa næstum þvi í sjóinn. Ég er enn þá stirður eftir nóttina, „Jæja, varstu hræddur?" spyr skipstjórinn mig og býður mér nýlagað kaffi. Ég svara að sjálfsögðu neitandi og segi þetta hafa verið „pís of keik“. Hann veit að ég er að ljúga og segir við mig: „Þú veist að draugar hafa tilhneigingu til að birtast þar sem fólk er saman komið. Annars eru þeir yfirleitt til friðs.“ Þessum orðum gleymi ég ekki i bráð. Ég er feg- inn að þessi ferð varð ekki tilefni til að heimsækja Evu. Ég vil ekki verða frægur fyrir að verða grá- hærður á einni nóttu, hugsa ég og á erfitt með að drekka kafflð vegna handskjálfta. DV, Norðflrði - Jón Knútur Ásmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.