Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 36
Helcjarblað 3D"V laugardagur -*. maí^oo^ Ljóðasön heimþrá og útlegð Rannveig Fríða Bragadóttir söngkona og Gerrit Schuil píanóleíkari ætla að halda sunnudagstónleika ftónlistarhúsinu Ými á morgun. Þau töluðu við blaðamann DVúm Ijóðasóng, heimþrá, menningarheima, listir og íþróttir. Þegar farfuglarnir á íslandi koma þá sannfærumst viö alltaf um að voriö sé á næsta leiti. Með farfuglun- um koma einnig útlagarnir og sumir þeirra syngja reyndar eins og frægustu söngfuglar. Einn þessara útlaga eða farfugla má segja að sé Rannveig Friða Bragadóttir söngkona sem er komin aftur „heim" til þess að syngja fyrir okkur og syngja í okkur vorið. Öfugt við Garðar Hólm, heimssöngvarann í Brekkukotsannál Halldórs Laxness sem alltaf var á leiðinni heim að halda tónleika, kemur Rannveig næstum árlega og er yfirleitt mun betur tekið og fær meiri aðsókn en Garðar Hólm sem söng að lokum fyr- ir móður sína aldraða eina áheyrenda. En eins og Garðar hefur Rannveig dvalist fjarri fósturjarðar ströndum en Rannveig er búsett í Vínarborg þar sem hún ílentist fyrir um 20 árum eftir nám í söng í þess- ari háborg evrópskrar tónlistar og menningar. Rannveig heldur tónleika i tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð á morgun sunnudag ásamt Gerrit Schuil píanóleikara sem er listrænn stjórnandi hússins. Söngur, tár og takkaskór Þegar blaðamann DV ber að garði á einni af æfing- um Rannveigar og Gerrits er Rannveig að syngja og Rannveig Fríða Bragadóttir söngkona er komin „heim" til tónleikahalds. það er eitthvað við þessa mjúku rödd og þessa ástríðufullu túlkun sem smýgur innfyrir rifjahylkið og togar í mína hjartastrengi. Tónlistin hefur þetta vald yfir manninum að hún læðir sínum grönnu fingrum inn í sálu manns og snertir strengina. Hina réttu strengi sem stjórna tilfinningum okkar. Þarna rifjast upp fyrir mér tónleikar sem ég var staddur á í Votivkirkjunni í Vínarborg í júní í fyrra. Þar söng Rannveig Fríða. Framarlega í þessari há- reistu mörg hundruð ára gömlu steinkirkju sat stór- vaxinn, svipsterkur maður með mikið hvítt hár. Hann hlýddi svo hugfanginn á söng Rannveigar að tárin streymdu óhindrað niður kinnar hans og hann snökti af geðshræringu. Yfir kaffibolla í kjallaranum verðum við Rannveig sammála um að það sé dýrmætur eiginleiki að geta hrifist af fagurri list og leyst sig úr viðjum. Síðan leiðast umræðurnar að gildi íþrótta, hvort hægt sé að gráta yfir myndlist, sem Rannveig segir að sé hægt. Gerrit heldur skorinorðan fyrirlestur gegn fótbolta og efast um gildi maraþonhlaupa. Rannveig heldur því fram að það sé persónubundið hvers maður getur verið án og hún segist ekki geta lifað án listár. Líf án listar er tómt lif. Getur verið að það fólk sem lifir lífi án listar haldi að fótbolti og Sopranos sé list? „List snertir anda okkar með þeim hætti sem íþróttir geta aldrei," segir Gerrit sem reyndar upplýs- ir við þetta tækifæri að hann hafi keppt í listhlaupi á skautum í æsku. „Sá sem dáir fótbolta getur upplifað sterkar tilfinn- ingar eins og reiði eða gleði en það er aðallega múgsefjun. Endorfín er líkamlegt en ekki andlegt." Rannveig heldur þvi fram að listin sé það eina sem geti miölað til okkar hugmyndum um það sem máli skiptir í lífinu og snert tilfinningar okkar. í miðri rökfærslu fyrir því að hlaupaþjálfun og sú ögun sem í henni felst geti þjálfað andann man ég allt í einu að við erum hérna til að tala um tónlist og vil fá að vita hvernig tónleikar þetta verða á morgun en þetta verða einu tónleikar Rannveigar á islandi að þessu sinni og siðan er hún flogin aftur. Sungið til gleðinnar „Við byrjum á því að flytja lag sem Wolfgang Ama- deus Mozart samdi þegar hann var ellefu ára. Það heitir An die Freude eða Óður til gleðinnar. Þar er skáldið unga að fjalla um gleðina af listinni og gleð- ina í lífinu og við gætum öll lært af hans fallega og innihaldsríka texta sem fjallar um hinn innri fjársjóð sem er svo eftirsótt að hafa," segir Rannveig en tvö önnur lög eftir Mozart eru á efnisskránni. „Síðan eru þrjú lög eftir Schubert, mjög falleg og Rannveig og Gerrit Schuil píanóleikari. Þau eru bæði nokkurs konar útlagar. Hann hefur verið 10 ár á ís- landi, hún 20 ár í Austurríki. DV-myndir E.Ól. síðan þrjú lög eftir Gustav Mahler við texta úr safni af þjóðkvæðum. Síðan eftir hlé byrjum við á því að frumflytja lög sem Páll Pampichler Pálsson samdi sérstaklega fyrir okkur viö texta eftir Wilhelm Busch sem er sennilega frægastur fyrir að semja sögurnar um Max og Moritz sem eru af mörgum taldar fyrstu teiknimyndasögur heimsins," segir Rannveig og hún og Gerrit komast að þeirri niðurstöðu að sennilega hafi Max og Moritz verið Beavis and Butthead síns tíma. „Tónskáldið kallar þessi þrjú lög Erótíska söngva og tileinkaði þau mér," segir Rannveig og mér sýnist hún roðna örlítið. Svo lýkur tónleikunum á spænskum lögum sem þau eru sammála um að einkennist af spænskum blóðhita og fíngerðum elegans. Rannveig segir að fyrir sig persónulega sé ljóða- söngur það form tónlistarflutnings sem henni fmnst mest krefjandi og áhugaverðast og hún segist helst vilja koma heim til íslands árlega og vinna eina tón- leika með Gerrit Schuil. „Mér finnst hvert lag vera lítill heimur út af fyrir sig. Það er alltaf gaman að fara inn í þessa heima. Raddlega er það mjög krefjandi að syngja ljóð og þau gera kröfur til listamannsins um flutning. Ég man þegar ég var að æfa fyrir fyrstu Schubert-tónleikana mína og sat heima og grét því mér fannst ég vera eins og fíll í postulínsbúð." Hvað er heimþrá? Svo förum við að tala um heimþrá. Rannveig ís- lendingur hefur verið 20 ár í Austurríki en Gerrit Hollendingur hefur brátt verið 10 ár á íslandi. Þau eru því bæði útlagar í ákveðnum skilningi þess orðs. Rannveig talar um náttúruna ótömdu og hreinleik- ann og vatnið sem eru hluti af menningararfi sem fylgir henni alltaf. Hún talar um fjölskylduna og tengslin og kosti og galla þess að sirja á tveimur stól- um í senn. Gerrit talar um að ganga um dimma skóga með 500 ára gömlum trjám, feta í fótspor Beethovens og finna lyktina af skógarbotninum í desember. Hann segir frá því þegar hann fékk slæmt heimþrárkast á amerísk- um flugvelli við það eitt að sjá flugvél frá KLM. Rannveig segist oft fá heimþrá. Gerrit segir í fyrstu að hann sé heimsborgari sem eigi hvergi heima nema þar sem flygillinn hans stendur hverju sinni. Svo við- urkennir hann að hann sé afsprengi evrópskrar menningar og hann verði að fara á vit hennar með reglulegu millibili, fara að uppsprettunni en hann segist aldrei ætla að búa i stórborg framar. Svo er margt skrafað um ólíka menningarheima og gerð enn ein tilraun til þess að skilgreina íslenskan veruleika og þar koma við sögu hlutir eins og stjórn- leysi, óreiða, frelsi og fákeppni. Þetta er of löng saga til að rekja hér og ég yfirgef Ými og um leið og söng- ur Rannveigar hljóðnar - að baki mér tekur lóan við. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.