Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Síða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 DV Gerhard Schröder Schröder segist ekki lita hár sitt. Schröder fagnaði sigri í hármalinu Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, vann í gær sigur í svokölluöu hárlitunarmáli, sem hann höfðaði gegn þýsku DDP- fréttastofunni fyrir að birta frétt um það að hár hans væri litað, en í málshöfðun sinni gerði hann þá kröfu til fréttastofunnar að hún end- urtæki ekki staðhæfmgu fréttarinn- ar sem byggð var á vitnisburði snyrtiráðgjafa. í dómsniðurstöðu segir að frétta- maðurinn sem vann fréttina hefði átt að leita álits Schröders í málinu áður en hún var send út, en sjálfur heldur hann því staðfast fram að hárlitur hans sé ekta og það hefði fréttamaðurinn getað sannreynt. Fréttastofan hyggst áfrýja úr- skurðinum og segir hann aðför að málfrelsi fréttamanna. Metaregn á toppi Everest Nýtt fjöldamet var sett á Mount Everest, hæsta fjalli heims í fyrra- dag, en þá náðu alls 54 fjallgöngu- menn þeim áfanga að komast á tind fjallsins á einum og sama deginum. Meðal þeirra var Haraldur Örn Ólafsson, sem náði toppnum klukk- an 05.13, en eins og fram kom í blað- inu í gær varð hann þar með fyrst- ur í heiminum til að ganga á báða pólana og klífa sjö hæstu fjöll heims á aðeins fjórum og hálfu ári. Þetta voru ekki einu metin sem sett voru í fyrradag, því japanska konan Tame Watanable, sem er 63ja ára, varð þá elsta konan í heimin- um til að komast á toppinn. Þá settu bandarísku hjónin Phil og Susan Ershler heimsmet þegar þau urðu fyrst hjóna til að klífa öll hæstu íjöllin í heimsálfunum sjö og Nepalinn Appa afrekaði það að komast á topp Mount Everest í tólfta skipti og slá þar með eigin heimsmet frá því í fyrra. Þá vakti athygli að Nepalinn Tashi Wangchuk Tenzing, sonar- sonur Tenzing Norgay, sem ásamt Sjálendingnum Edmund Hillary varð fyrstur til að klífa Everest-tind- inn fyrir 50 árum, var í hópi þeirra sem náðu tindinum í fyrradag og vitað var aö Peter, sonur Hillarys, var í sama leiðangri en náöi ekki upp í tæka tíð. Alls hafa 1114 fjallgöngumenn hingað til komist á topp Everest síð- an fjallið var fyrst kliflð árið 1952, en alls hefur þessi konungur fjall- anna tekið líf 180 fjallgöngumanna. Afganistan: Tíu sagðir hafa fall- ið í mistakaárás Afganska fréttastofan AIP, sem að- setur hefur í Pakistan, sagði frá þvi í gær að bandarískar árásarvélar hefðu í fyrrinótt fyrir mistök gert eldflauga- árásir á þorpið Bul Khil i Khost-hér- aði í austurhluta Afganistans við landamæri Pakistans, með þeim af- leiðingum að tíu óbreyttir borgarar hefðu látið líflð og nokkrir slasast. Að sögn fréttastofunnar lá mis- skilningurinn í því að flugmenn bandarískrar þyrlu, sem i fyrrakvöld var í eftirlitsflugi yfir svæðinu, töldu að skotið hefði verið að henni frá þorpinu, en hið rétta væri að brúð- kaupsveisla hefði staðið þar yfir og hefði saklausum flugeldum verið skot- ið á loft af því tilefni, eins og venja sé í Afganistan. í kjölfarið hafi bandarískar orr- ustuvélar gert eldflaugaárásir á þorp- ið, sem að sögn sjónarvotta hafi stað- ið fram eftir nóttu og hefðu skelfmgu lostnir íbúamir ekki fengið tækifæri Árás í aðsigi. tO að huga að hinum látnu og særðu fyrr en undir morgun. Algjört sam- bandsleysi mun hafa verið viö þorpið í gær þannig að engar nánari fréttir höfðu borist af vettvangi aðrar en þær að herflugvélar væru enn á sveimi yf- ir svæðinu. Þorpið Bul KhO er í um 30 kOó- metra fjarlægð norðaustur af bænum Khost í samnefndu héraði, en í bæn- um voru áður helstu bækistöðvar tali- bana og al-Qaeda-liða í héraðinu og því talin hætta á að liðsmenn þeirra færu þar enn þá huldu höfði. FlugvöUurinn í Khost er nú ein að- albækistöð bandrísku sérsveitanna sem leiða leitina að meintum liðs- mönnum al-Qaeda í fjalllendi héraðs- ins og hefur ítrekað komið þar tO átaka að undanfórnu. Einn talsmanna bandaríska hersins í Afganistan kannaðist ekkert við meintar árásir í gær en sagði að her- þyrla hefði verið send í leiðangur eft- ir að áströlsk hersveit hefði orðið fyr- ir árás. „Við höfum fidlan rétt á að verja okkur ef á okkur er ráðist,“ sagði talsmaðurinn, sem vOdi að öðru leytiekki ræðamálið. REUTERSMYND Bertie Ahern, forsætisráðherra Irlands, við kjörkassann í gær írargengu aö kjörborðinu í gær og var búist viö öruggum sigri Fianna Fail-flokks Bertie Ahrens forsætisráöherra, sem viö sjáum hér á myndinni greiöa atkvæöi sitt snemma í gærmorgun. Hitabylgjan á Indlandi í rénun: Meira en 600 manns látnir Hitabylgjan á Indlandi, sem í gær hafði kostað að minnsta kosti sex hundruð manns lífið, virðist nú í rén- un, eftir að rigna tók í strandhéruð- um Andhra Pradesh-ríkis í suður- hluta landsins. Rigningunni var að vonum vel fagnað og er það von fólks að máttar- völdin komi því nú tO bjargar með forskoti á sæluna, en monsúnrign- ingartímann hefst venjulega ekki fyrr en seinni partinn í maí eða í byrjun júní. í kjölfar rigningarinnar lækkaði hitastigið tO muna, eða um aOt að tíu gráður, niður i 33 gráður, en á sum- um svæðum hafði brennandi hitinn farið aUt upp í 49 gráður með skelfi- legum afleiðingum. Þetta eru verstu þurrkar sem herj- að hafa á Suður-Indland í langan tíma, en verst varð ástandið í héruð- unum Krishna, Guntur og Vestur- Godavari i áðurnefndu Andhra Pradesh-ríki, en þar létust aOt að í leit að vatni Indverskur drengur ríöandi á vísundi í leit aö vatni fyrir hjöröina. hundrað manns í hverju héraöi. Chandrababu Naidu, ríkisstjóri i Andhra Pradesh, sagði að ástandið væri mjög slæmt og hefur lofað fjöl- skyldum fómarlambanna þúsund doOara styrk í sárabætur. Hann hef- ur einnig farið fram á neyðaraðstoð frá stjórnvöldum í Delhi, en þúsund- ir ibúa ríkisins þjást nú af matar- skorti, auk þess sem ýmsir sjúkdóm- ar hafa herjað á fólkið. Hitinn hefur farið iUa með upp- skem á svæðinu og skUið eftir sig sviðna jörð og því er óttast að ástand- ið eigi enn eftir að versna þrátt fyrir rigninguna, þar sem gróðurinn mun ekki ná sér á strik fyrr en grunn- vatnsstaðan í jarðveginum er aftur komin í eðlUegt horf. Hitabylgjan hefur einnig náð tO norðurhtuta Indlands og hefur ástandið þar verið verst í ríkjunum Rajasthan, Punjab og Haryana, en auk þess hafa höfuðborgarbúar í Del- hi fengið sinn skammt af hitanum. Hamas hótar árásum Sheikh Ahmed Yassin, stofnandi Hamas-samtak- anna, hótaði því í gær að sjálfs- morðsárásum gegn ísraelskum borgur- um yrði haldið áfram meðan ísra- elski herinn héldi áfram aðgerðum á heimastjórnar- svæðum Palestínumanna. „Við getum ekki hætt á meðan við horfum upp á bræður okkar drepna," sagði Yassin í viðtali sem tekið var við hann í Gaza í gær. Yassin, sem er múslímskur klerkur og bundinn við hljólastól, sagði það ekki rétt sem fram hefði komið í fjölmiðlum að Hamas hefði lofað Sádi-Aröbum að hætta sjáUs- morðsárásum. Annar prestur fyrirfer sér Kaþólskur prestur, Alfred J. Bietig- hofer, sem nýlega varð uppvís að barnamisnotkun við söfnuð sinn í Beridgeport í Connecticur-ríki í Bandaríkjunum, hengdi sig í gær þar sem hann dvaldi tO endurhæfmgar á geðsjúkrahúsi í nágrenni Washington. Bietighofer, sem var 64 ára, er annar kaþólski presturinn sem fyrirfer sér eftir að misnotkunarmálin komust í hámæli í Bandaríkjunum. Vilja sjá leyniskjöl Þingmenn demó- krata í bandaríska þinginu kröfðust þess í gær að fá af- hent leyniskjöl frá því í sumar, sem hafa að geyma við- varanir leyniþjón- ustunnar CIA tO Bush Bandaríkja- forseta vegna gruns um að al-Qaeda- samtök Osama bin Ladens hygðust ræna bandariskum flugvélum. Þeir hafa einnig farið fram á að fá afhent ýmis önnur skjöl frá alríkislögregl- unni FIB, þar sem fram koma vissar grunsemdir og m.a. bent á að nokkrir grunsamlegir menn frá Mið-Austur- löndum stundi flugnám við banda- ríska flugskóla. Fótboltabullur í bann Meira en 1000 enskum fótboltabidl- um hefur veriö bannaö að sækja HM sem hefst í Japan og Suður-Kóreu í lok mánaðarhis. Að sögn lögregluyfir- valda er þetta tíu sinnum stærri hóp- ur en settur var í bann fyrir EM-2000 i HoOandi og Belgíu. í hópnum eru m.a. 112 frá Cardiff, 98 frá Stoke og 66 frá Leeds. Umræddar buOur fá frest tO miðnættis á fimmtudag tO að skOa inn vegabréfum sínum sem verða í vörslu lögreglunnar þar tO mótinu lýkur. Sjálfstæði Austur-Tímors Ruud Lubbers, yf- irmaður flóttamanna- hjálpar SÞ, sagði I gær að frá og með næstu áramótum yrði allri aðstoð hætt við þá flóttamenn sem flúðu Austur- Tímor í blóðsútheO- ingunum árið 1999, en á miðnætti á sunnudag hlýtur þjóðin formlegt sjálf- stæði frá Indónesíu. Hrapaði í Humber-ána Bresk Tomado-sprengjuflugvél frá breska flughemum hrapaði í gær í ána Humber í Austur-Yorkshire-hér- aði í Englandi. Tveimur flugmönnum vélarinnar tókst að henda sér út áður en hún skall í ánni og var þeim bjarg- að. Vélin mun hafa verið á æfmga- flugi þegar bOun varð í stjómbúnaði. Viötal við Mullah Sádi-arabískt dagblað birti nýlega viðtal sem það segir að tekið hafi ver- ið við MuOah Omar, trúarleiðtoga talibana í Afgnaistan, og er þar haft eftir leiðtoganum að Osama bin Laden sé enn á lífi. Ekki kemur fram hvar eða hvenær viðtalið er tekið, en einnig haft eftir honum að stríðinu í Afganistan sé hvergi lokið. „Vera Bandaríkjamanna í landinu á eftir að breytast í heitasta helvíti og algjöran ósigur,“ er haft eftir MuOah.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.