Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 DV Gerhard Schröder Schröder segist ekki lita hár sitt. Schröder fagnaði sigri í hármalinu Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, vann í gær sigur í svokölluöu hárlitunarmáli, sem hann höfðaði gegn þýsku DDP- fréttastofunni fyrir að birta frétt um það að hár hans væri litað, en í málshöfðun sinni gerði hann þá kröfu til fréttastofunnar að hún end- urtæki ekki staðhæfmgu fréttarinn- ar sem byggð var á vitnisburði snyrtiráðgjafa. í dómsniðurstöðu segir að frétta- maðurinn sem vann fréttina hefði átt að leita álits Schröders í málinu áður en hún var send út, en sjálfur heldur hann því staðfast fram að hárlitur hans sé ekta og það hefði fréttamaðurinn getað sannreynt. Fréttastofan hyggst áfrýja úr- skurðinum og segir hann aðför að málfrelsi fréttamanna. Metaregn á toppi Everest Nýtt fjöldamet var sett á Mount Everest, hæsta fjalli heims í fyrra- dag, en þá náðu alls 54 fjallgöngu- menn þeim áfanga að komast á tind fjallsins á einum og sama deginum. Meðal þeirra var Haraldur Örn Ólafsson, sem náði toppnum klukk- an 05.13, en eins og fram kom í blað- inu í gær varð hann þar með fyrst- ur í heiminum til að ganga á báða pólana og klífa sjö hæstu fjöll heims á aðeins fjórum og hálfu ári. Þetta voru ekki einu metin sem sett voru í fyrradag, því japanska konan Tame Watanable, sem er 63ja ára, varð þá elsta konan í heimin- um til að komast á toppinn. Þá settu bandarísku hjónin Phil og Susan Ershler heimsmet þegar þau urðu fyrst hjóna til að klífa öll hæstu íjöllin í heimsálfunum sjö og Nepalinn Appa afrekaði það að komast á topp Mount Everest í tólfta skipti og slá þar með eigin heimsmet frá því í fyrra. Þá vakti athygli að Nepalinn Tashi Wangchuk Tenzing, sonar- sonur Tenzing Norgay, sem ásamt Sjálendingnum Edmund Hillary varð fyrstur til að klífa Everest-tind- inn fyrir 50 árum, var í hópi þeirra sem náðu tindinum í fyrradag og vitað var aö Peter, sonur Hillarys, var í sama leiðangri en náöi ekki upp í tæka tíð. Alls hafa 1114 fjallgöngumenn hingað til komist á topp Everest síð- an fjallið var fyrst kliflð árið 1952, en alls hefur þessi konungur fjall- anna tekið líf 180 fjallgöngumanna. Afganistan: Tíu sagðir hafa fall- ið í mistakaárás Afganska fréttastofan AIP, sem að- setur hefur í Pakistan, sagði frá þvi í gær að bandarískar árásarvélar hefðu í fyrrinótt fyrir mistök gert eldflauga- árásir á þorpið Bul Khil i Khost-hér- aði í austurhluta Afganistans við landamæri Pakistans, með þeim af- leiðingum að tíu óbreyttir borgarar hefðu látið líflð og nokkrir slasast. Að sögn fréttastofunnar lá mis- skilningurinn í því að flugmenn bandarískrar þyrlu, sem i fyrrakvöld var í eftirlitsflugi yfir svæðinu, töldu að skotið hefði verið að henni frá þorpinu, en hið rétta væri að brúð- kaupsveisla hefði staðið þar yfir og hefði saklausum flugeldum verið skot- ið á loft af því tilefni, eins og venja sé í Afganistan. í kjölfarið hafi bandarískar orr- ustuvélar gert eldflaugaárásir á þorp- ið, sem að sögn sjónarvotta hafi stað- ið fram eftir nóttu og hefðu skelfmgu lostnir íbúamir ekki fengið tækifæri Árás í aðsigi. tO að huga að hinum látnu og særðu fyrr en undir morgun. Algjört sam- bandsleysi mun hafa verið viö þorpið í gær þannig að engar nánari fréttir höfðu borist af vettvangi aðrar en þær að herflugvélar væru enn á sveimi yf- ir svæðinu. Þorpið Bul KhO er í um 30 kOó- metra fjarlægð norðaustur af bænum Khost í samnefndu héraði, en í bæn- um voru áður helstu bækistöðvar tali- bana og al-Qaeda-liða í héraðinu og því talin hætta á að liðsmenn þeirra færu þar enn þá huldu höfði. FlugvöUurinn í Khost er nú ein að- albækistöð bandrísku sérsveitanna sem leiða leitina að meintum liðs- mönnum al-Qaeda í fjalllendi héraðs- ins og hefur ítrekað komið þar tO átaka að undanfórnu. Einn talsmanna bandaríska hersins í Afganistan kannaðist ekkert við meintar árásir í gær en sagði að her- þyrla hefði verið send í leiðangur eft- ir að áströlsk hersveit hefði orðið fyr- ir árás. „Við höfum fidlan rétt á að verja okkur ef á okkur er ráðist,“ sagði talsmaðurinn, sem vOdi að öðru leytiekki ræðamálið. REUTERSMYND Bertie Ahern, forsætisráðherra Irlands, við kjörkassann í gær írargengu aö kjörborðinu í gær og var búist viö öruggum sigri Fianna Fail-flokks Bertie Ahrens forsætisráöherra, sem viö sjáum hér á myndinni greiöa atkvæöi sitt snemma í gærmorgun. Hitabylgjan á Indlandi í rénun: Meira en 600 manns látnir Hitabylgjan á Indlandi, sem í gær hafði kostað að minnsta kosti sex hundruð manns lífið, virðist nú í rén- un, eftir að rigna tók í strandhéruð- um Andhra Pradesh-ríkis í suður- hluta landsins. Rigningunni var að vonum vel fagnað og er það von fólks að máttar- völdin komi því nú tO bjargar með forskoti á sæluna, en monsúnrign- ingartímann hefst venjulega ekki fyrr en seinni partinn í maí eða í byrjun júní. í kjölfar rigningarinnar lækkaði hitastigið tO muna, eða um aOt að tíu gráður, niður i 33 gráður, en á sum- um svæðum hafði brennandi hitinn farið aUt upp í 49 gráður með skelfi- legum afleiðingum. Þetta eru verstu þurrkar sem herj- að hafa á Suður-Indland í langan tíma, en verst varð ástandið í héruð- unum Krishna, Guntur og Vestur- Godavari i áðurnefndu Andhra Pradesh-ríki, en þar létust aOt að í leit að vatni Indverskur drengur ríöandi á vísundi í leit aö vatni fyrir hjöröina. hundrað manns í hverju héraöi. Chandrababu Naidu, ríkisstjóri i Andhra Pradesh, sagði að ástandið væri mjög slæmt og hefur lofað fjöl- skyldum fómarlambanna þúsund doOara styrk í sárabætur. Hann hef- ur einnig farið fram á neyðaraðstoð frá stjórnvöldum í Delhi, en þúsund- ir ibúa ríkisins þjást nú af matar- skorti, auk þess sem ýmsir sjúkdóm- ar hafa herjað á fólkið. Hitinn hefur farið iUa með upp- skem á svæðinu og skUið eftir sig sviðna jörð og því er óttast að ástand- ið eigi enn eftir að versna þrátt fyrir rigninguna, þar sem gróðurinn mun ekki ná sér á strik fyrr en grunn- vatnsstaðan í jarðveginum er aftur komin í eðlUegt horf. Hitabylgjan hefur einnig náð tO norðurhtuta Indlands og hefur ástandið þar verið verst í ríkjunum Rajasthan, Punjab og Haryana, en auk þess hafa höfuðborgarbúar í Del- hi fengið sinn skammt af hitanum. Hamas hótar árásum Sheikh Ahmed Yassin, stofnandi Hamas-samtak- anna, hótaði því í gær að sjálfs- morðsárásum gegn ísraelskum borgur- um yrði haldið áfram meðan ísra- elski herinn héldi áfram aðgerðum á heimastjórnar- svæðum Palestínumanna. „Við getum ekki hætt á meðan við horfum upp á bræður okkar drepna," sagði Yassin í viðtali sem tekið var við hann í Gaza í gær. Yassin, sem er múslímskur klerkur og bundinn við hljólastól, sagði það ekki rétt sem fram hefði komið í fjölmiðlum að Hamas hefði lofað Sádi-Aröbum að hætta sjáUs- morðsárásum. Annar prestur fyrirfer sér Kaþólskur prestur, Alfred J. Bietig- hofer, sem nýlega varð uppvís að barnamisnotkun við söfnuð sinn í Beridgeport í Connecticur-ríki í Bandaríkjunum, hengdi sig í gær þar sem hann dvaldi tO endurhæfmgar á geðsjúkrahúsi í nágrenni Washington. Bietighofer, sem var 64 ára, er annar kaþólski presturinn sem fyrirfer sér eftir að misnotkunarmálin komust í hámæli í Bandaríkjunum. Vilja sjá leyniskjöl Þingmenn demó- krata í bandaríska þinginu kröfðust þess í gær að fá af- hent leyniskjöl frá því í sumar, sem hafa að geyma við- varanir leyniþjón- ustunnar CIA tO Bush Bandaríkja- forseta vegna gruns um að al-Qaeda- samtök Osama bin Ladens hygðust ræna bandariskum flugvélum. Þeir hafa einnig farið fram á að fá afhent ýmis önnur skjöl frá alríkislögregl- unni FIB, þar sem fram koma vissar grunsemdir og m.a. bent á að nokkrir grunsamlegir menn frá Mið-Austur- löndum stundi flugnám við banda- ríska flugskóla. Fótboltabullur í bann Meira en 1000 enskum fótboltabidl- um hefur veriö bannaö að sækja HM sem hefst í Japan og Suður-Kóreu í lok mánaðarhis. Að sögn lögregluyfir- valda er þetta tíu sinnum stærri hóp- ur en settur var í bann fyrir EM-2000 i HoOandi og Belgíu. í hópnum eru m.a. 112 frá Cardiff, 98 frá Stoke og 66 frá Leeds. Umræddar buOur fá frest tO miðnættis á fimmtudag tO að skOa inn vegabréfum sínum sem verða í vörslu lögreglunnar þar tO mótinu lýkur. Sjálfstæði Austur-Tímors Ruud Lubbers, yf- irmaður flóttamanna- hjálpar SÞ, sagði I gær að frá og með næstu áramótum yrði allri aðstoð hætt við þá flóttamenn sem flúðu Austur- Tímor í blóðsútheO- ingunum árið 1999, en á miðnætti á sunnudag hlýtur þjóðin formlegt sjálf- stæði frá Indónesíu. Hrapaði í Humber-ána Bresk Tomado-sprengjuflugvél frá breska flughemum hrapaði í gær í ána Humber í Austur-Yorkshire-hér- aði í Englandi. Tveimur flugmönnum vélarinnar tókst að henda sér út áður en hún skall í ánni og var þeim bjarg- að. Vélin mun hafa verið á æfmga- flugi þegar bOun varð í stjómbúnaði. Viötal við Mullah Sádi-arabískt dagblað birti nýlega viðtal sem það segir að tekið hafi ver- ið við MuOah Omar, trúarleiðtoga talibana í Afgnaistan, og er þar haft eftir leiðtoganum að Osama bin Laden sé enn á lífi. Ekki kemur fram hvar eða hvenær viðtalið er tekið, en einnig haft eftir honum að stríðinu í Afganistan sé hvergi lokið. „Vera Bandaríkjamanna í landinu á eftir að breytast í heitasta helvíti og algjöran ósigur,“ er haft eftir MuOah.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.