Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 DV Fréttir Erlent fréttaljós Edward Fagan ætlar að sækja bætur fyrir fórnarlömb apartheid í Suður-Afríku: Lögfræðingurinn sem þarf ekki að eiga vini Öllu gamni fylgir nokkur alvara. „LítUl sonur minn spurði mig um daginn: „Pabbi, ætlarðu enn einu sinni að vera með eitthvert vesen í Sviss?“ Alveg örugglega.“ Já, það er óhætt að bóka að bandaríski lögfræðingurinn Edward Fagan, sem mælti þessi fleygu orð, á eftir að valda miklu umróti í Sviss á næstu mánuðum og misserum vegna lögsóknar á hendur tveimur svissneskum bönkum og einum bandarískum fyrir hönd fjögurra fórnarlamba apartheid, kynþáttaað- skilnaðarstefnu hvítu minnihluta- stjórnarinnar í Suður-Afríku. Fagan lagði stefnu fjórmenning- anna fram í rétti á Manhattan í New York á miðvikudag. Þar er sviss- nesku bönkunum USB og Crédit Suisse og bandarísku bankasam- stæðunni Citigroup, móðurfélagi bankans Citibank, gefið að sök að hafa lagt sitt af mörkum til að fjár- magna ofbeldisstefnu hvítu minni- hlutastjórnarinnar í Pretoríu í garð svarta meirihlutans. Ýmist barðir eða drepnir Á meðan apartheid-stefnan var við lýði, frá 1948 til 1993, nutu blökkumenn lítilla eða engra mann- réttinda og þeir voru ýmist barðir eða drepnir þegar þeir risu upp gegn kúgurum sínum og mótmæltu óréttlætinu. Fórnarlömbin fara í stefnunni fram á ótilgreindar skaðabætur til handa sér og öðrum sem eiga um sárt að binda vegna aðgerða kyn- þáttakúgaranna. Fagan hefur aftur á móti sagt áður að hann ætli að fara fram á allt að fimmtíu millj- arða dollara. Næsta víst þykir að málaferlin verði enginn dans á rósum og málið hefur hrundið af stað umræðum um hver eigi að greiða fyrir syndir hvítu minnihlutastjómarinnar í Suður-Afrfku. Svisslendingar kunna Fagan að minnsta kosti litlar þakkir fyrir og gerði fjöldi fólks að- súg að honum þegar hann kynnti fyrirætlanir sínar í Zúrich fyrir nokkrum dögum. Svisslendingar hafa líka áður fengið að kenna á Fagan og harð- fylgni hans, þegar hann þvingaði svissneska banka til að greiða af- komendum gyðinga sem lentu í hel- fór nasista fé sem þeir áttu í sviss- neskum bönkum. Oréttmætar ásakanir Bankarnir sem Fagan er kominn í mál við núna vísa ásökunum lög- mannsins á bug og segja þær órétt- mætar. Talsmaður USB sagði frétta- manni Reuters eftir að málið hafði verið þingfest í New York að bank- inn myndi berjast með kjafti og klóm til að hreinsa sig. í sjálfri Suður-Afríku hafa sér- fræðingar tekið lögsókninni af nokkurri tortryggni, enda eru skaðabætur fyrir illgjörðir ap- artheid-stefnunnar viðkvæmt mál og tilfinningaþrungið. „Þetta er nú allt heldur langsótt," segir Cheryl Loots, prófessor við lagadeild Witwatersrand-háskólans. Loots segir að mismunandi kröf- ur þeirra þúsunda manna sem búist er við að muni vilja njóta góðs af lögsókn Fagans og samstarfsmanna hans komi til með að verða einn helsti þröskuldurinn í vegi málsins. „Allar þessar kröfur byggjast á mismunandi forsendum. Hvernig er hægt að skilgreina þá sem mega vera með? Eru það allir sem þjáðust undir apartheid-stefnunni?" spyr Cheryl Loots. Fagan og samstarfsmenn hans hafa farið fram á að fjórmenning- arnir sem höfðuðu málið í vikunni verði fulltrúar allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna apartheid. Málið er höfðað í New York á REUTERSMYND Lögmaöur svarar spurningum Bandaríski lögmaðurinn Edward Fagan, í fyigd með einum skjólstæðinga sinna, svarar spurningum fréttamanna í Zurich /' Sviss um skaðabótamál ð hendur þremur bönkum fyrir hönd fórnariamba apartheid ÍSuður-Afríku. Nefndin stóð sig ekki „Sú skoðun er almenn að Sann- leiksnefndin hafi ekki staðið við sitt,“ segir Tlhoki Mofokeng, sér- fræðingur í skaðabótum við Rann- sóknarmiðstöð ofbeldis og sátta í Suður-Afríku. Bráðabirgðaskýrsla Sannleiks- nefndarinnar frá árinu 1998 mælti með því að rúmlega tuttugu þúsund manns fengju bætur sem voru metn- ar samanlagt á hátt í þrjátíu millj- arða króna. Mofokeng segir hins vegar að aðeins örfáir hafi fengið bæturnar greiddar. REUTERSMYND Nelson Mandela Fyrrum forseti Suður-Afríku er frægasti andstæðingur apartheid-stefnu hvítu minnihlutastjórnarinnar í iandinu. grundvelli laga sem heimila fólki sem ekki hefur bandarískt ríkisfang að sækja mál vegna mannréttinda- brota eða pyntinga á hendur fyrir- tækjum sem stunda viðskipti i Bandaríkjunum. Viðkvæmt mál Lizo Mbambisa, einn lögmann- anna í hópnum, segir að hópurinn sé á höttunum eftir sem breiðustum hópi skjólstæðinga. „Við horfum til fólks sem á ætt- ingja sem voru drepnir, fólks sem hefur mátt þola pyntingar, fólks sem lögreglan hefur stungið í fang- elsi. Þetta er því mjög breiður hóp- ur,“ segir Mbambisa. Skaðabæturnar eru mjög við- kvæmt mál í Suður-Afríku þar sem sárin eftir rúmlega fjörutíu ára ógn- arstjórn hvíta minnihlutans eru enn opin og þjóðin klofin í margvís- legum málefnum. Þúsundir manna biða enn eftir að fá bætur þær sem Sannleiks- og sáttanefndin lagði til. Nelson Mand- ela, fyrrum forseti Suður-Afríku, setti nefndina á laggirnar til að græða sárin sem fyrri stjómar- stefna skildi eftir sig. Sjóræningi í Karíbahafi Edward Fagan er afar umdeildur maður og hafa andstæðingar hans sakað hann um að vera fégráðugan slysabótamann. Hann hefur lika mikið unnið fyrir fólk sem ein- hverra hluta vegna þarf að sækja skaðabætur fyrir miska sem það hefur orðið fyrir og auglýst eftir skjólstæðingum, eins og alsiða er vestra. Honum skaut aftur á móti upp á stjörnuhimininn á síðasta áratug þegar hann lagði sitt af mörkum til að þvinga svissneska banka til að greiða rúmlega eitt hundrað milljarða króna til fómar- lamba helfararinnar sem höfðu glat- að sparifé sinu. „Fyrir 400 árum hefði Fagan gerst sjóræningi í Karíbahafi, lestarræn- ingi í Villta Vestrinu fyrir 200 ár- um,“ sagði í forsiðugrein svissneska blaðsins TagesAnzeiger fyrir skömmu. „I dag eru svona menn i lögfræðingahópi kallaðir „eftirfar- armenn sjúkrabíla" af því að þeir birtast i hvert skipti sem hörmung- ar dynja yfir til að krækja í skjól- stæðinga úr hópi syrgjenda." En Fagan hefur ekki áhyggjur af svona umtali. „Ég er lögmaður. Ég þarf ekki að Guðlaugur Bergmundsson biaðamaður eru fórnarlömb," segir hann. Fagan og félagar hans eru ekki einir um að ætla að sækja skaða- bætur fyrir fórnarlömb apartheid- stefnunnar. Hópur um tuttugu máls- metandi lögmanna og háskóla- manna ætlar að höfða svipað mál fyrir hönd fórnarlamba apartheid siðar á árinu. Lögmenn í hár saman Michael Hausfeld, talsmaður hópsins, segir að málið verði þó ekki höfðað fyrr en búið er að rann- saka alla málavexti í þaula. Hópur- inn vinnur meðal annars með sagn- fræðingum að því að kveða upp úr um hverjir kunni að hafa gert hvítu minnihlutastjórninni kleift að sitja við völd í meira en fjörutíu ár. Hausfeld gagnrýnir Fagan fyrir að fara svona snemma af stað með mál sitt þar sem það geri málstaðn- um bara óleik. Bruce Nagel, lögmaður sem starfar með Fagan, segir að hópam- ir séu í sama liði. „Ég legg til að Hausfeld verji kröftum sínum í að sinna mála- rekstri í stað þess að tala illa um aðra lögfræðinga," segir Nagel. Byggt á efni frá Reuters og BBC Erlendar fréttir vikui Áframhaldandi blóðbað Tuttugu og sex ísraelskir borgarar týndu lífi í tveimur sjálfsmorðsárásum Palestínumanna í vikunni. Fimm manns til viðbótar, þar af þrjú ung börn, létu svo lífið þegar palestínskur víga- maður réðst inn í hús í landnema- byggð gyðinga á Vesturbakkanum og hóf skothrið á þá sem þar voru fyrir. ísraelsk stjórnvöld tilkynntu stefhu- breytingu i kjölfar sjálfs- morðsárásanna og hér eftir mun ísra- elski herinn leggja undir sig hluta Vesturbakkans eftir hverja árás Palestínumanna. í samræmi við það hélt herinn inn í borgina Nablus á fóstudagsmorgun eftir árásina á gyð- ingabyggðina á fimmtudag. Leiðtogar ESB funda Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman til fundar í Sevilla á Spáni á föstudagsmorgun, í skugga fyrsta allsherjarverkfalls þar í landi í átta ár og bílsprengju sem ETA, að- skilnaðarsamtök Baska, eru gnmuð um að hafa komið fyrir. Mörg mikil- væg mál voru á dagskrá tveggja daga fundar leiðtoganna, þar á meðal mál- efni ólöglegra innflytjenda. Ráða- mennirnir segja að gripið verði til harðari aðgerða til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda tO landa ESB. Þá ætluðu leiðtogarnir að leggja fram timaætlun um lokavið- ræður við tíu ríki sem vilja komast inn í helgidóminn. Upplýsingaleki Dómsmálaráðu- neyti Bandaríkjanna ætlar að hefja rann- sókn á þvf hvemig upplýsingar úr lok- uðum yfirheyrslum þingnefnda um að- draganda hryðju- verkaárásanna 11. september láku út til fiölmiðla í vik- unni. Upplýst var að daginn fyrir árásirnar hefði leynileg hlerunar- stofnun Bandaríkjanna náð tveimur boðum þar sem sagt var að eitthvað mikið myndi gerast daginn eftir, án þess að það væri tilgreint nánar. Boð- in voru á arabísku og voru ekki þýdd fyrr en 12. september. George W. Bush forseti hefur þungar áhyggjur af þessum leka og er það mat Hvíta hússins að hann kunni að grafa und- an öryggi þjóðarinnar. AI-Qaeda-liðar virkir Æðstu yfirmenn helstu leyniþjón- ustustofhana Bandaríkjanna sögðu í yfirheyrslum fyrir luktum dyrum i Bandarikjaþingi í vikunni að liðs- menn hryðjuerkasamtakanna al-Qa- eda og annarra hópa öfgamanna væru enn virkir í landinu. Stórsigur hægrimanna Bræðingur mið- og hægriflokkanna í Frakklandi vann yfir- burðasigur í síðari umferð þingkosning- anna þar um síðustu helgi. Hægrimenn fengu 399 menn kjöma af 577 sem sitja á franska þinginu og því hefur Jacques Chirac forseti góðan meiri- hluta til að hrinda helstu stefnumál- um sinum í framkvæmd. Fimm ára sambúðarstjórn forsetans við ríkis- stjóm undir forystu sósíalista stóð í veginum fyrir því að forsetinn gæti stjómað eftir eigin höfði. Blair ekki treystandi Tony Blair forsætisráðherra nýtur ekki lengur trausts breskra kjósenda. Þetta kom glögglega í ljós í skoðana- könnun sem hið hægrisinnaða blað Daily Telegraph birti í vikunni. Þar sögðu aðeins 45 prósent aðspurðra að Blair væri heiðarlegur og tveir þriðju hlutar sögðu að ríkisstjóm Verka- mannaflokksins væri ekki treystandi. Breska stjómin hefur átt í vök að verjast að undanfornu vegna ýmissa vandræðamála sem hafa komið upp og sem hafa kostað nokkra ráðherra embættið. Blair hélt blaðamanna- fund í vikunni þar sem hann kom sjónarmiðum sínum á framfæri. ur þingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.