Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 9 Sport Þjóðverjar stálheppn- ir að komast áfram - mark Michaels Ballacks dugði til gegn Bandaríkjamönnum í Ulsan í gær Þótt að skalli Michaels Ballacks eftir aukaspyrnu Christians Ziege skömmu fyrir leikhlé hafi gefið eina mark leiks Þjóðverja og Bandaríkj- anna var það fyrst og fremst frammistaða þýska markvarðarins, Oliver Kahn, sem tryggði Þjóðverj- um sæti í undanúrslitum HM í knattspymu i gær. Það voru Bandarikjamenn sem voru klárlega sterkari aðilinn í leiknum og léku þýsku vömina oft sundur og saman en aldrei tókst þeim að koma knettinum fram hjá Kahn sem staðfesti endanlega, hafi einhver vafi verið þar á, að hann sé besti markvörður heimsins um þessar mundir. Rudi Völler, þýski landsliðsþjálf- arinn, var ekki ánægður með leik sinna manna í gær. „Þeir þrýstu mjög á okkur og okkar leikkerfi gekk ekki upp. Þó svo að ég sé vita- skuld ánægður með að vera kominn í undanúrslitin er ég ekki ánægður með leikinn í heild sinni. Við verð- um að hæta okkur í næsta leik ætl- um við okkur í úrslitin," sagði Völl- er eftir leikinn. Sterkir í loftinu „Við vissum vel að þeir em sterk- ir í loftinu og sér í lagi eftir fóst leikatriði, eins og aukaspyrnur," sagði Brad Friedel, markvörður Bandarikjanna, eftir leikinn. „Og það kom á daginn að það dugði þeim til. Við áttum reyndar fyllilega skilið að vinna en þökk sé frábær- um leik Olivers Kahns tókst okkur ekki að jafna leikinn," sagði Friedel sem stóð sig afar vel með banda- ríska liðinu á HMog getur verið fyllilega sáttur við sitt. Sem og var Bruce Arena, þjálfari liðsins, stoltur af leikmönnum sín- um og sagði hann að með örlítilli heppni hefði liðið getað tryggt sér sæti í undanúrslitunum. „Við sköp- uðum okkur mörg færi í leiknum - þeir hins vegar sköpuðu tvö og tókst að nýta eitt og þar lá munurinn." Bandaríkjamenn voru betri Eins og Völler og sjálfsagt flestir aðrir Þjóðverjar taldi goðsögnin Franz Beckenbauer sína menn afar heppna að komast frá leiknum með sigur í farteskinu. „Bandarikja- menn voru klárlega betri aðilinn í 90 mínútur," sagði Beckenbauer. „Vonandi verður lukkan okkur áfram hliðholl i mótinu." í eina skiptiö sem boltinn komst fram hjá Oliver Kahn (1) í þýska markinu var félagi hans Torsten Frings mættur til aö bjarga knettinum á marklínu, þó meö hendinni, en þar sem dómarinn sá ekki nógu vel tii sluppu þeir meö skrekk- inn og Bandaríkjamenn sátu eftir meö sárt enniö en Þjóöverjar halda í undanúrslit HM. Reuters Dregið í Evrópukeppnum í knattspyrnu í gær: Skagamenn óheppnir - þurfa að ferðast til Bosníu og spila gegn Zeljeznicar Skagamenn voru óheppnir þegar dregið var í fyrstu urnferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í gær. Þeir mæta ZK Zeljeznicar frá Bosníu og má búast við mjög erfið- um leik. ZK Zeljeznicar er lang- sterkasta félagslið Bosníu og vann deildina með yfirburðum á nýaf- stöðnu keppnistímabili. Veröur erfitt „Það er alveg ljóst að við eigum erfitt verkefni fyrir höndum. Þessi lið frá gömlu Júgóslavíu eru flest mjög sterk þannig aö við verðum heldur betur að bretta upp ermarn- ar. Það er þó huggun harmi gegn að við eigum fyrri leikinn úti,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skaga- manna, í samtali við DV-Sport í gær. Leikimir fara fram 17. júlí í Sarajevo og 24. júlí á Laugardals- velli. Sigurvegarinn í þessum leikjum mætir norska liðinu Lil- lestrom en þar leika íslendingamir Indriði Sigurðsson, Gylfi Einarsson og Davíð Þór Viðarsson auk þess sem Logi Ólafsson er aðstoðarþjálf- ari liðsins. Eyjamenn mæta sænska liðinu AIK og Fylkismenn spila gegn belgíska liðinu Excelsior Mouscron í fyrstu umferð forkeppni Evrópu- keppni félagsliða. AIK hafnaði í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildar- innar á síðasta keppnistímabili og er í tólfta sæti í deildinni eftir sjö leiki nú. Mouscron hafnaði í sjötta sæti belgísku deildarinnar í vetur og komst í bikarúrslit. Leikimir fara fram 15. og 29. ágúst en Knattspymusamband Evrópu mun snúa heimaleikjunum hjá öðru hvoru liðinu. -ósk Sérstaklega var áberandi Banda- ríkjamaðurinn Landon Donovan, 21 árs gamall miðherji sem leikur með Bayer Leverkusen í Þýskalandi en hann skapaði mörg færi fyrir sig og félaga sína sem þeim tókst þó ekki að nýta. Þá var fyrirliðinn, Claudio Reyna, sem leikur með Sunderland á Englandi, afar þýðingarmikill á miðjunni og gerði oft afar lítið úr mótherjum sínum sem eiga að vera með bestu leikmönnum heimsins. Aldrei aö afskrifa Þjóðverja En Þjóðverjar eru nú komnir í undanúrslit keppninnar, sama hvað tautar og raular, og hefur ýmislegt gengið á á leiðinni þangað. Meiðsli og mikil gagnrýni er meðal þess sem liðið hefur mátt þola og viður- kenndi meira að segja Beckenbauer fyrir mót að nú væru Þjóðverjar í fyrsta sinn að senda lið á mót sem gæti ekki unnið titilinn. Hann af öll- um ætti að vita að það þýðir aldrei að afskrifa Þjóðverja. Tilvonandi stórveldi? En Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem fara heim með bros á vör enda bjóst enginn við neinu sér- stöku af liðinu. Sigur í fyrsta leik á mótinu gaf fyrirheit um það sem koma skyldi og jafn vel mun hann reynast vera vendipunktur á fram- gangi íþróttarinnar í sínu heima- landi. Þeir staðfestu að þeir eru á góðri leið með að móta afar sterkt landslið sem glæðir þær vonir að knattspyrnan nái að skjóta rótum í landinu og úr verði tilvonandi stór- veldi i knattspymu. -esá Framleiðum brettakanta, sólskyggni og boddíhluti á flestar gerðir jeppa, einnigboddíhluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmíði og viðgerðir. (1) Allt Plast Kænuvogi 17 • sími 588 6740 Síðustu 11 sætin Stökktu til Benidorm 3. júlí trá 39.865 Nú getur þú valið um 1 eða 2 vikur á ótrúlegum kjörum á einum vinsælasta áfangastað íslendinga í sólinni, Benidorm. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin. Fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð: 39.865 Verð: 49.950 Verð: 49.865 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára. Flug, gisting, skattar, 3. júlí, vikuferfi. Staðgreitt Alm. verð kr. 41.860. M.v. 2 í íbúð, 3. júní, vikuíerð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára. Flug, gisting, skattar, 3.júlíí2vikur. StaðgreiU. Alm. verð kr. 52.360. Heimsferðir Skógarhlíð 18 sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.