Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 26
26 / / é i c) ci rb / cj ö DV LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 „Ég vona að það sé líf og fjör í kringum mig og þess vegna leyfi ég listamönnum að svna verkin sín hjá niér,“ segir Margrét. Á myndinni má sjá verk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur en hún festi á glugga liússins ná- kvæma lýsingu á því sem leynist innandyra. Fólk þarf því ekki að gægjast inn um gluggana ef það er forvitið. Það getur einfaldlega lesið. DV-mynd ÞÖK í dag er ég hetja Þeir meta mest heilsuna sem hafa misst hana og Margrét 0. Leopoldsdóttir, listamaður og læknir, er talandi dæmi um það. Hún var greind með mjög slæmt afbrigði af liðagigt fgrir fjórum árum þegar hún var aðeins um þrí- tugt. Við tengjum þennan sjúkdóm oft ósjálfrátt við eldra fólk en staðreyndin ersú að þessi sjúkdómur spgr ekki um aldur. Mar- grét hefur neitað að gefast upp og fgrir stuttu stofnaði hún, ásamt félögum sínum, félags- skap sem beinir athggli sinni að ungu fólki með gigt. Blaðamaður DV ræddi við Margréti ó dögunum um félagsskapinn og baráttu hennar við þennan erfiða sjúkdóm. ÞAÐ ER LÍTIÐ OG FALLEGT RAUTT hús við Vatns- stíginn. Húsið er ekkert óvenjulegt nema að því leyti að það hýsir einnig galleriið „Heima er best. Menningar- starfsemi Margrétar" og er vettvangur fyrir listamenn til að sýna verkin sín ókeypis. Ég er örlítið seinn í viö- talið því ég gleymi mér við að skoða glugga hússins en á þá hefur verið rituð nákvæm lýsing á þvi sem leynist bakvið gluggana. Margrét tekur vel á móti mér þrátt fyr- ir óstundvísina og býður mér sæti inni í stofu. Hún lít- ur vel út og ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þessi kona heföi undanfarin ár átt í höggi við erfiðan sjúk- dóm. Hún biðst afsökunar á því að bjóða mér ekki kaffi en færir mér þess í stað flösku af ísköldu gosi sem kem- ur sér vel enda tuttugu stiga hiti úti. Við byrjum á því að ræða um félagsskapinn sem hún tók þátt í að stofna ásamt félögum sínum. „Það var ung stúlka sem heitir Halla Hrund sem kom þessu öllu af stað. Hún þurfti að fara út fyrir landsteinana til þess að ræða við ungt fólk með gigt,“ segir Margrét og þetta lýsir vel þeirri staðreynd að við tengjum ekki saman ungt fólk og gigt. Þetta er sjúkdómur sem hrjáir eldra fólk. „Þetta er bara sjúkdómur gamalla kvenna. Þegar ungt fólk fær gigt þá trúir þér enginn, fólk heldur að þetta sé bara grfn, segir jafnvel stundum að þú sért bara með vöðvabólgu sem þú getir hrist af þér.“ Margrét er menntaður læknir og £if þeirri ástæðu telur hún að hún hafi ef til vill mætt minna skiln- ingsleysi en ella. „Fólk vissi að ég væri læknir og þess vegna ætti ég að vita um hvað ég væri að tala en ég fann alveg fyrir því að fólki fannst ég vera að gera of mikið úr þessu. Og ég var auðvitað í afneit- un sjálf. Flestir lenda í því að ganga á milli lækna, bfðandi eftir því að einhver segi þeim að þau séu ekki með gigt. Ég reyndi lengi að telja sjálfri mér trú um að þetta væri eitthvað annað og ég hélt því áfram að vinna mikið. En mér blöskraði þegar ég gat ekki kfappað þegar ég fór í leikhús. Þá hugsaði ég með mér að það væri eitthvað alvarlegt á seyði og fór til Iæknis.“ Hafði ekki einu sinni kækina mína í friði Að vera greindur með sjúkdóm, sérstaklega jafn alvarlegan og nánast ólæknandi sjúkdóm eins og gigt, er erfitt fyrir sálina. Upplifun Margrétar er sérstök því hún er læknir. Hún áttaði sig strax á því hve alvarleg staðan var en hún ætlaði ekki að láta sjúkdóminn buga sig. Hún var komin í listnám og vann enn þá sem læknir og því ætlaði hún ekki að hætta. „Mér var mjög brugðið þegar ég var greind," seg- ir Margrét. „Ég hélt að læknirinn væri að tala um einhvern annan. Ég fór síðan í bækurnar minar sem ég notaði í læknanáminu og það fyrsta sem ég las um sjúkdóminn minn var að þetta væri alvar- legasta tegund liðagigtar sem hægt væri að fá. Þar fyrir utan gerði menntun mín það að verkum að ég vissi nánast of mikið um sjúkdóminn. Ég vissi til dæmis að lyfin sem ég tók væru yfirleitt notuð við mjög alvarlegum sjúkdómum eins og hvítblæði. Ég ákvað samt að halda mínu striki og vann eins og berserkur bæði í náminu og vinnunni og ég hætti því ekki fyrr en ég komst ekki fram úr rúminu einn daginn." Fólk er lengi að viðurkenna það fyrir sjálfu sér að það geti ekki lifað eðlilegu lífi áfram. Maður þarf að endurskoða allt, hvort sem það eru athafnir sem maður framkvæmir i hinu daglega lífi en einnig þá drauma sem flestir hafa um sína eigin framtíð. Það þarf að endurskoða allt. „Þetta er svo persónulegur sjúkdómur. Hann beinist bara að þér og engu öðru. Tökum sem dæmi líkamsumhirðu. Manni finnst eins og gigtin elti mann inn á baðherbergi. Maður hefur ekki einu sinni kækina sína í friði! Þú ert þér ekkert meðvit- andi um það hvernig þú situr, hvernig þú gengur, hvernig þú klæðir þig, hvernig þú slekkur á vekjaraklukkunni o.s.frv. Allt í einu verður maður sér meðvitandi um þetta allt saman. Þú áttar þig ekki fyrr en þú færð verki að þú ert að gera þessa eða hina hreyfinguna vitlaust. Núna tek ég ekkert eftir þessu enda er ég búin að venja mig á nýjar hreyfingar.“ Þú þarft að hegða þér fullkomlega Hin sálrænu áhrif eru gríðarleg. Sjálfsmyndin bíður skipbrot. Margrét er alin upp í sveit þar sem hún var vön að vinna nánast hvaða verk sem er. Þegar sjúkdómurinn var farinn að ágerast fann hún í fyrsta sinn fyrir því að hún var ekki lengur fullkomlega sjálfbjarga. „Ég var svo vön því að vera engum háð. Ég gerði bara það sem gera þurfti og þetta skipti mig miklu máli. Svona er Margrét, hugsaði ég. Og það var mikið leitað til min, sem reyndar er enn þá gert. Þegar ég veiktist fannst mér að ég væri alveg ónýt og mér fannst leiðinlegt að biðja um hjálp og geta ekki gert neitt í staðinn. Auðvitað get ég veitt hjálp en hún er þá yfirleitt á andlega sviðinu. En það þurfa allir að kunna að biðja um hjálp hvort sem þeir eru veikir eða ekki.“ Og hin félagslegu áhrif eru líka mikil því samfé- lagið gerir ákveðnar kröfur um það hvernig maður eigi að hegða sér þegar maður er veikur. Krafa samfélagsins um að vera fullkominn ágerist við veikindin. „Þú þarft að hreyfa þig reglulega, þú þarft að borða rétt, fara snemma að sofa. Og vegna þess að mér þykir gott að fá mér kók þá heyri ég stundum „hættu að drekka þetta kók! Þú getur sjálfri þér um kennt að þú sért svona veik.“ Með öðrum orð- um: Þú þarft að hegða þér fullkomlega. Á meðan maður var heilbrigður mátti maður gera hvað sem er.“ Ég er sterkari og jákvæðari manneskja Félagsskapurinn sem hún átti þátt f að stofna á dögunum gefur henni mikið eða eins og hún segir sjálf, „þetta hefur breytt öllu“. „Ungt fólk vill ekki að nokkur maður viti að það gangi með sjúkdóm eins og gigt. Þetta hlýtur að segja okkur að sjúkdómurinn mætir fordómum í samfélaginu og við erum ekki að draga úr þeim með því að þegja, við erum jafnvel að auka þá. Á stofnfundinum um daginn kom mjög skýrt fram að fólk vill fræða almenning um sjúkdóminn og að ungt fólk geti fengið hann. Ekki síst til þess að fólk hætti að segja manni að hrista þetta af sér. Ég tek stundum dæmi um fordóma í garð sjúk- linga þegar ég var í læknisfræðinni. Þá var fólk ekki spart á hólið. Fólk var alltaf að segja „vá, rosa- lega ertu dugleg". Fólk var sífellt að setja mig á ein- hvern stall sem mér fannst mjög óþægilegt og óverðskuldað. En það hefur enginn sagt við mig núna „vá, rosalega ertu dugleg. Er þetta ekki erfitt?" Ég var engin hetja þótt ég gengi í gegnum háskólann. En í dag finnst mér ég vera hetja. Ég fékk mjög erfiðan sjúkdóm en samt finnst mér lífið skemmtilegt. Ég er miklu sterkari og jákvæðari manneskja núna en ég var áður en ég fékk sjúk- dóminn." Listamaður vegna sjúkdómsins Margrét hafði lokið læknanáminu og haflð list- nám þegar hún veiktist. Hún gekk með þann draum í maganum að tengja læknisfræðina og listina eða eins og hún segir: „Ég vildi vera sú sem teiknaði myndirnar í kennslubókinni." Sjúkdómurinn varð til þess að hún gat ekki látið þennan draum verða aö veruleika en hann gerði það hins vegar að verk- um að hún sneri sér alfarið að listinni og nýtur oft aðstoðar þegar hún kemur hugmyndum sínum í framkvæmd. List Margrétar er umfram allt uppfull af húmor og barátta hennar við sjúkdóminn virðist ekki end- urspeglast í verkum hennar. „Ég hef enga þörf til þess að tjá þjáningu mína. Sjúkdómurinn hefur kannski þau áhrif að þegar mér lfður verst þá vinn ég mest,“ segir hún. Margrét sýnir mér nokkur verk og þau bera vott um lífsorkuna sem býr f þessari konu. Hún sýnir mér skot- belti sem hún hannaði en i stað byssukúlna eru túrtappar og svo fylg- ir auðvitað skammbyssa með. „Þetta verk verður að sýna ásamt því að spila sérstaka tónlist undir,“ segir Margrét og skellir svo Ennio Morriconi á fón- inn og þemalagið úr The good, the bad and the ugly glymur úr hátölurunum. „Verkið táknar fyrirtíða- spennu kvenna," segir Margrét. „Þá geta konur nefnilega orðið uppstökkar eins og Clint í spagettí- vestrunum." Ég hlakka til að mæta á næstu sýningu Margrét- ar. Þá ætla ég að hlæja. -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.