Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 H e / q a rb l a ö 3Z>V ■4-5 „Látum hann súpa sand“ ÞAÐ ER STUNDUM SAGT AÐ HJÓL réttlætisins snúist hægt og örugglega og sennilega vilja flestir trúa því að réttlætið sigri að lokum. í því máli sem hér verður rakið greindi menn mjög á um það hvað væri satt og rétt og þar af leiðandi hvað væri réttlát málsmeðferð. Meðferð þessa máls lauk í Hæstarétti i febrúar 1967 en þá var stutt i að 10 ár væru liðin frá því að þeir at- burðir gerðust sem um var fjallað. Fyrsti dómur í málinu gekk í héraði i september 1972. Málavextir voru þeir að í júlí 1967 var efnt til móts hestamanna austur á Hellu á Rangárvöllum. Þangað flykktust hestamenn og aðrir, bæði akandi og ríð- andi. Þar á meðal var maður sem átti eftir að verða aðalsöguhetja þessa máls en hann var kaupmaður í Reykjavík. Það er hann að minnsta kosti oftast kall- aður í dómsskjölum þótt ekki sé alltaf ljóst hvort hon- um hafi verið fært að stunda kaupmennsku vegna ýmiss konar heilsubrests. Kaupmaðurinn kom riðandi austur að Hellu ásamt félögum úr í hestamannafélaginu Fáki. Þegar þangað var komið keypti hann sér aðgöngumiða á dansleik í Hellubíói úr bíl sem stóð fyrir utan og miðar voru seldir úr. Hann gekk síðan inn og sagðist fyrir dómi hafa keypt sér flösku af kók og sest við borð. Hann varð fljótlega þess áskynja að hætt var að selja að- göngumiða og var búið aö opna húsið og hleypa hverj- um sem koma vildi inn. Þetta fannst honum ekki sanngjarnt hafandi skömmu áður keypt dýran að- göngumiða og gekk til lögregluþjóna sem þarna voru við gæslu og kvartaði undan þessu framferði. Lögregluþjónarnir voru úr Reykjavík og þekkti kaupmaðurinn þá báða í sjón'. Þeir tóku gagnrýni hans illa og jukust orðaskipti þeirra uns kaupmaður- inn segir að annar þeirra hafi ávarpað sig og sagt: „Þú skalt bara halda kjafti, þú ert illa séður hjá lög- reglunni og þú ert sprúttsali." Þessum áburði reiddist kaupmaðurinn og sneri sér að þremur mönnum sem viðstaddir voru umrædd orðaskipti og spurði hvort þeir vildu bera vitni um að lögreglan hefði kallað hann þetta að ósekju. Þegar hér var komið sögu bar kaupmaðurinn að lögreglumennirnir hefðu leitt hann út úr húsinu og þegar beitt mikilli hörku með því að fetta þumalfing- ur hans aftur á bak þótt hann byðist til þess að ganga með þeim rólega út fyrir. Þegar út var komið sagði kaupmaðurinn að lög- regluþjónarnir hefðu leitt sig úr augsýn bak við hús og þar hefði annar þeirra sagt við hinn: „Nú skulum við láta hann súpa sand, hafðu kylfuna tilbúna, ég ætla að leggja hann niður og járna hann.“ Kaupmaðurinn segist hafa orðið mjög hræddur og sleit sig lausan og setti þegar í stað hælkrók á annan lögreglumanninn svo hann féll við og kaupmaðurinn ofan á hann. Þá hóf hinn lögreglumaðurinn allmikla barsmíð á herðar, mjaðmir og mjóhrygg kaupmanns- ins og lýsti hann þeim svo að þetta hefðu verið þung högg, barin í æði. „Stattu upp, helvítið þitt“ Var nú kominn fjöldi manns að og fylgdist með átökunum en kaupmaðurinn lá á grúfu og sátu báðir lögreglumennirnir klofvega ofan á honum. Þegar þeir reigðu handlegg hans upp á bak til þess að setja hann í járn tóku þeir svo harkalega á honum að handlegg- urinn hrökk í sundur. Kaupmaðurinn segir að eftir að hann var kominn í járnin hafi lögreglumaðurinn sem sat á herðum hans, tekið í hár hans og barið höfði hans í jörðina og reynt að troða mold og sandi upp í hann. Síðan barði hinn lögreglumaðurinn á hendur hans í járnunum með kylfunni og sagði: „Stattu upp, helvítið þitt.“ Það sem óumdeilt gerðist í kjölfarið var að ekið var með fangann í jámum til héraðslæknisins á Hellu þar sem gert var aö handleggsbroti hans og sett gifs á handlegginn. Þetta annaðist lögreglan en skildi fang- ann eftir hjá lækninum og skipti sér ekki frekar af honum. Framburður lögregluþjónanna fyrir réttinum um atburðina í Hellubíói var mjög með öðm sniði. Þeir sögðust hafa opnað hliðardyr á húsinu í samráði við dyraverði til að loftræsta húsið og þá hefði umrædd- ur kaupmaður komið til þeirra og verið sýnOega drukkinn og æstur. Þeir báru að hann hefði að tilefn- islausu ráðist að öðrum lögregluþjóninum og keyrt hann upp að vegg. Þeir hefðu þá leitt hann út og ætl- að með hann afsíðis til frekari viðræðna um málið en hann hefði þá ráðist skyndilega að þeim og hent öðr- um þeirra í götuna og sjálfur lent ofan á honum. Við það tækifæri hefði hinn lögregluþjónninn aðstoðað við handtökuna með því að slá þrjú létt högg með kylfu í mjóhrygg kaupmannsins og hefði hann þá lát- ið sér segjast. Báðir lögreglumennirnir töldu meint orðaskipti sín við kaupmanninn algera fjarstæðu. Þeir sögðu að kaupmaðurinn hefði kvartað um eymsli í handlegg og sagst vera veiklaður i hendi og þeir hefðu reynt að meðhöndla hann varlega eftir því sem það væri hægt í jámum. Þeir kváðust hafa sett hann í geymslu i lög- reglubíl fyrir utan húsið og ekki skipt sér frekar af honum uns þeir komust að því að hann var á leið til læknis með öðrum lögregluþjóni. Sumarið 1967 lenti maður íátökum við löq- reglumenn á Hellu á Rangárvöllum og hand- leqqsbrotnaði íþeim rgskingum. Það tók nærri 10 ár að Ijúka málaferlum sem risu í kjölfarið þar sem skaðabótakröfu mannsins var fgrst hafnað en síðar viðurkennd að hluta íHæstarétti. Lítíð drukkinn en kurteis Nokkur vitni komu fram sem höfðu verið við- stödd hluta átakanna en ekkert þeirra treysti sér til að meta hvort lögreglan hefði sýnt óþarfa harðræði. Héraðslæknirinn á Hellu bar að kaupmaðurinn hefði verið litið drukkinn og kurteis, handleggsbrot- inn og með marbletti á baki. Kaupmaðurinn var til meðferðar á Landakoti í kjölfar þessara átaka til þess að koma handleggs- brotinu i réttar skorður og var nærri mánuð á sjúkrahúsinu þar sem erfiðlega gekk að koma brot- inu í samt lag. Hann yfirgaf spítalann með gifs frá úlnlið í handarkrika og losnaði ekki við það fyrr en 17 mánuðum síðar. Það kom í ljós við langdregin réttarhöld að kaup- maðurinn hafði alltaf verið fremur heilsutæpur og nær alger öryrki en að mestu vegna afleiöinga nýrnasjúkdóma og var örorka hans ekki rakin til þessara átaka. Vegna málarekstrar fyrir Hæstarétti var hann þess vegna tekinn í sérstakt örorkumat vegna þessara meiösla og varanlega örorka hans metin 35%. Hann hélt því samt fram að i kjölfar þess harðræðis sem hann var beittur af lögreglunni við þetta tækifæri hefði hann orðið óvinnufær með öllu. Samtals krafðist hinn handleggsbrotni kaupmað- ur nærri tveggja milljóna króna í skaðabætur vegna þessa máls. Fyrir héraðsdómi var kröfum hans al- gerlega vísað frá en Hæstiréttur var heldur örlátari þegar hann tók málið fyrir rúmum fjórum árum seinna. Þá voru hinum óheppna kaupmanni dæmdar rúmlega 300 þúsund krónur með 7% ársvöxtum frá 1967 til greiðsludags sem hefur áreiðanlega ekki náð að halda í við öra verðbólgu sem var viðloðandi á þessum árum en verðtrygging þekktist ekki. •<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.