Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 / / e fc) a rb la c) H>"V 53 Guðmundur I. Bjömsson deildarstjóri við Seðlabanka íslands verður 60 ára á morgun Guðmundur I. Björnsson, viðskiptafræðingur og deild- arstjóri við Seðlabanka íslands, Hléskógum 17, Reykja- vík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Guðmundur fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1963, viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1968, stundaði framhaldsnám í stjórnsýslu í Ósló 1970-71, er löggiltur verðbréfamiðlari frá 1986 og stund- aði framhaldsnám við háskólann í Bath 1994. Guðmundur var fulltrúi í hagdeild Póst- og símamála- stofnunarinnar 1968-71, deildarstjóri hagdeildar Pósts og síma 1971-80, framkvæmdastjóri fjármálasviðs stofnun- arinnar 1981-96, aðstoðarpóst- og símamálastjóri 1986-96, forstjóri Pósts og síma hf. 1997, forstjóri Landssíma ís- lands hf. 1998-99 og hefur verið deildarstjóri hjá Seðla- banka Islands frá 1. des. 2000. Guðmundur var fulltrúi yfirstjórnar í starfsmanna- ráði Pósts og síma 1981-96, sat í stjórn Frímerkja- og póstsögusjóðs 1987-96, i frímerkjaútgáfunefnd 1988-97 og formaður hennar 1997, í stjórn STS Telecom AB, fyrir- tækis í eigu norrænu símafyrirtækjanna, 1988-89, í sam- starfsnefnd banka, sparisjóða og póstþjónustunnar um gíróþjónustu 1992-97, í stjórn Eurogiro AS, fyrirtækis í eigu póststjórna Evrópu, 1994-97, í Almannavamarráði 1997-99, í stjórn Smartkorta hf. 1999, í stjórn Nordtel, samstarfs Norðurlandanna á sviði fjarskipta 1997-99, í stjórn Nordpost, samstarfs Norðurlandanna á sviði póst- mála 1997, var fulltrúi á allsherjarþingi Alþjóða póst- málastofnunarinnar (IPU) í Washington 1989 og Seoul 1994, og fulltrúi á allsherjarþingi Alþjóða íjarskiptastofn- unarinnar (ITU) í Minneapolis 1998. Guðmundur sat í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 1972-73, í launamálaráði BHM 1973-74, í stjórn BHM 1974-80, í orlofsheimilanefnd BHM 1978-82 og formaður hennar 1978-80, var prófdómari i stjórnun við viðskiptadeild HÍ 1976-94, í stjórn Stjórnunarfélags íslands 1982-90, í stjórn Ferðamálasjóðs 1993-99, í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur 1985-92 og formaður hans 1989-92 og sat í sambandsstjórn HSÍ 1988-89. Guðmundur var sæmdur gullmerki ÍSÍ 1992, gullmerki Golfsambands íslands 1992, og gullmerki Golfklúbbs Reykjavíkur 1994. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Þorbjörg K. Kjartansdóttir, f. 27.11. 1943, lyfjafræðingur, meinatæknir, sviðsstjóri hjá LyQastofnun og aðjúnkt við læknadeild HÍ. Foreldr- ar hennar voru Kjartan J. Jóhannsson, f. 19.4. 1907, d. 7.1. 1987, læknir og alþm., og Jóna B. Ingvarsdóttir, f. 28.12. 1907, d. 29.7. 1994, húsmóðir. Börn Guðmundar og Þorbjargar eru Kjartan Ingi, f. 11.10. 1968, byggingarverkfræðingur, tekn. lic., við dokt- orsnám í Stokkhólmi en kona hans er Tanja Leirvaag, háskólanemi og er sonur þeirra Jónatan Björn; Ingibjörg Jóna, f. 4.10. 1973, læknir, við framhaldsnám í Edinhorg en maður hennar er Kristján Orri Helgason læknir og er sonur þeirra Kjartan Þorri. Bræður Guðmundar: Sveinn, f. 10.10.1928, d. 16.9.1991, kaupmaður og forseti ÍSÍ; Jón, f. 20.8. 1930, d. 5.1. 1995, prentari. Foreldrar Guðmundar voru Björn G. Jónsson, f. 30.4. 1899, d. 26.7. 1970, framkvæmdastjóri, og Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 3.9. 1904, d. 10.1. 1959, húsmóðir. Ætt Björn var sonur Jóns, skipasmiðs í Reykjavík, Björns- Guðmunda Guðrún Bj örgvinsdóttir Guðmunda Guðrún Björg- vinsdóttir, matreiðslu- og framreiðslukona, Njarðvíkur- braut 56, Innri-Njarðvík, verður sextug á morgun. Starfsferill Guðmunda fæddist á Siglu- firði en ólst upp hjá foður- móður sinni í Sandgerði. Hún starfaði á Hótel Sögu í fimm ár, var sölumaður hjá heild- Festi fimm ár og Vestu í þrjú ár, flutti til Svíþjóðar 1977 og var þar verkstjóri hjá Sydvenska Stad i fimm ár, lærði matreiðslu, gerð kaldra borða, smurbrauðs- gerð, framreiðslu, ferðamálafræði og fararstjórn. Guðmunda starfaði lengst af á flugbátum og á bila- ferju hjá Borholms Express. Hún kom aftur til íslands 1994, rak veitingahúsið Sigtún á Hofsósi 1998-99, sá um mötuneyti ístaks vegna byggingar Leifsstöðvar, vann á elliheimlinu Garðvangi í Garði, hjá Hagkaup og starfar nú hjá veitingahúsinu Vör í Grindavík. Fjölskylda Guðmunda giftist 13.12. 1980 Vilhjálmi Ólafssyni, f. 19.1. 1930, sjómanni. Hann er sonur Ólafs Jónssonar og Ingibjargar Eiríksdóttur. Fyrri maður Guðmundu var Hafsteinn Sigurðsson en þau skildu 1974. Börn Guðmundu eru Sigurrós Petra Tafjord, f. 21.1. 1961, búsett í Sandgerði; Elín Magnea Hafsteinsdóttir, f. 10.9.1963, búsett í Reykjavík; Ingi Örn Hafsteinsson, f. 4.7. 1966, myndlistarmaður í Njarðvík; Bjarni Þór Hafsteinsson, f. 8.11. 1971, nemi við Listaháskóla ís- lands; Ólafur Vilhjálmsson, f. 7.9. 1981, nemi í hljóð- upptöku við SAE College í London. Foreldrar Guðmundu: Björgvin Helgi Guðmunds- son, f. 24.4. 1917, vélstjóri i Reykjavík, og Anna Mál- fríður Bjarnadóttir, f. 15.1. 1923, d. 28.5. 2002, húsmóð- ir. Guðmunda tekur á móti gestum á sjómannastof- unni Vör í Grindavík í kvöld kl. 21.00. Sigríður Sigurðardóttir Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir, Faxastíg 5, Vest- mannaeyjum, er áttræð í dag. StarfsferiU Sigríður fæddist í Nikhól í Vestmannaeyjum en ólst upp í Hruna. Hún og maður hennar hófu búskap að Berja- nesi við Faxastíg í Vest- mannaeyjum, bjuggu síðan að Staðarhóli við Kirkjuveg 1941 Óskari Elíasi Björnssyni, f. 27.10.1917, bifreiðastjóra. Hann er sonur Bjöms Sæ- mundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Börn Sigríðar og Óskars eru Ármann Halldór Björnsson Óskarsson, f. 20.4. 1941, d. 23.11. 1984; Guð- rún, f. 26.5.1945, var gift Jóhannesi Helga Jenssyni og eru synir þeirra tveir; Margrét Sigríður, f. 14.5. 1948, var gift Auðberg Óla Valtýssyni sem lést 1994 og eru börn þeirra þrjú; Óskar Elías, 17.4. 1955 en kona hans er Hildur H. Zoéga og eru synir þeirra tveir; Hannes Kristinn, f. 19.12. 1957, fórst við björgunarstörf er tog- arinn Pelagus fórst við Eyjar 21.1.1982; Guðný, f. 29.3. 1959 og á hún eina dóttur; Ármey, f. 19.8.1960, gift Sig- urbirni A. Sigurðssyni og eru synir þeirra þrír. Systkini Sigríðar: Gunnlaugur, f. 20.5.1920, d. 29.11. 1962; Una Guðríður Rósamunda, f. 6.8. 1923, d. 30.4. 1978; Margrét, f. 3.2. 1925; Fjóla, f. 17.8. 1928; Pálína, f. 22.10. 1929; Eiríkur, f. 31.1. 1931; Oddný Sigurrósa, f. 1.10. 1933; Einara, f. 17.1. 1936. Hálfbróðir Sigríðar, sammæðra: Pétur Sveinsson, f. 16.5. 1918, d. 8.9. 1985. Foreldrar Sigríðar voru Sigurður Þorleifsson, f. 16.8. 1886, d. 15.5. 1969, sjómaður og bóndi í Hruna í Vestmannaeyjum, og k.h., Margrét Vigdís Gunnlaugs- dóttir, f. 6.1. 1898, d. 19.7. 1965, húsmóðir. Sigríður tekur á móti gestum i húsi Kvenfélagsins Líknar við Faxastíg í Eyjum í dag kl. 15.00-19.00. en síðan á Faxastíg 5. Fjölskylda Sigríður giftist 27.10. sonar, b. á Yxnalæk, bróður Valgerðar, langömmu Guð- mundar H. Garðarssonar, fyrrv. alþm., og Vals Valsson- ar bankastjóra. Björn var sonur Þorbjörns, b. á Yxnalæk, Jónssonar, og Katrínar, systur Odds, langafa Salvarar, ömmu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Oddur var einnig langafi Steindórs á Bílastöð Steindórs, afa Geirs Haarde fjármálaráðherra. Katrín var dóttir Björns, b. á Þúfu, Oddssonar og Guðrúnar Eyjólfsdóttur, ættföður Kröggólfsstaðaættar, Jónssonar. Móðir Björns kaup- t, - manns var Ingibjörg Sigurðardóttir. Bróðir Ingibjargar Sveinsdóttur var Jón, afi Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, mannfræðings og fyrrv. alþm. Annar bróðir Ingibjargar var Hallgrímur, faðir Sveins, skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri. Ingibjörg var dóttir Sveins, kennara á Hálsi, Sveinssonar, b. á Hálsi, Jónssonar. Móðir Sveins kennara var Kristín Eggerts- dóttir, b. í Miðgörðum, Guðmundssonar. Móðir Ingibjargar var Guðný, systir Kristjáns, fóður Eggerts, stórkaupmanns í Reykjavík. Guðný var dóttir Eggerts, b. í Miðgörðum, bróður Kristínar á Vörðufelli en Sveinn kennari og Guðný, kona hans, voru systkina- börn. Guðmundur verður að heiman á afmælisdaginn. HoluAsI.it n Allt hans tal var barlómsbölv, brigzl og níð og vol og grenj; í síðasta þætti var rætt um hringhenduna og sýnd dæmi um hana auk þess sem tilfært var dæmi um það þegar henni slær saman við oddhendu. Að þessu sinni byrjum við á að skoða oddhendu sem er ekki hring- henda. Höfundur er Hallgrímur Pétursson: Hrindum móö úr hyggjuslóó, hringa eikin skœra; oddhent Ijóö, hiö unga fljóö, œtla eg þér aö fœra. Innrímið er aðeins í frumlínunum; þar rímar ris 2. kveðu við lokaorðið. En algengara er að oddhendar vísur séu jafnframt hringhendur. Þetta bragform, sem Sveinbjöm Beinteinsson kallar reyndar bara oddhent, hefur alla tíð verið vinsælt, enda afar fallegt. Svein- björn yrkir svo í Háttatali sínu: Maöur tjáir þessi þá þegnum knáu hallar: „Listir fáar", sagöi sá, „sýna má ég snjallar Skoðum næst vísu eftir Stein Steinarr: Lífs um angurs víðan vang víst ég ganginn heröi, eikin spanga, í þitt fang oft mig langa geröi. Fræg draumvísa á sér þá sögu að fiskiskip úr Gróttu á Seltjamarnesi fórst á heimleið undir Gróttu. Sömu nóttina heyrði drengur einn þessa vísu kveðna á glugganum: Dauöinn sótti sjávardrótt; sog var Ijótt í dröngum. Ekki er rótt aó eiga nótt undir Gróttu töngum. Umsjón Ragnar Ingi Aðalstcinsson ria@ismennt.is Og enn er hægt að bæta við rímið. Ef vísan er sam- henda eru allar braglínur jafnlangar og rímið eins í þeim öllum. Næsta vísa er áttstikluð samhenda, þetta kallast áttþættingur og er úr Odds rímum sterka eftir Öm Arnarson: Við endum á skemmtilegri vísu eftir El- ias Mar. Tilefni vísunnar var það að þegar Elías var i íslenskunámi hjá Freysteini Gunn- arssyni fyrir margt löngu vakti Freysteinn at- hygli nemenda sinna á því að til væri aöeins eitt orð í íslensku sem endaði á j og eitt sem endaði á v. þetta voru orðin grenj og bölv. Var því af flestum talið að þau væru ótæk sem rímorð. Hagyrðingar hafa hins vegar alltaf haft gaman af að afsanna slíkar kenningar og því orti Elias: Allt hans tal var barlómsbölv, brigzl og níö og vol og grenj; haföi þó keypt hús viö Sölv- hólsveg af amini. Benj- Ein er, veit ég, uppi í sveit, ekki þreyti neina leit, œskuteit og hjartaheit, hökufeit og undirleit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.