Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 11
b 11 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002_______________________________________ Skoðun mett eftir góðan kvöldverð og svo langt um liðið frá því að ég bauð tengdadótturinni upp á þá félaga Kris og Roy að hún treysti sér til að hitta mig á ný. „Ekki Kris“, hrökk upp úr ungu konunni. Upp- hrópunin kom beint frá hjartanu. Hún leit í örvæntingu á sambýlis- manninn. Sá góði sonur glotti við tönn. „Nei, nei,“ sagði ég. „Þú þarft ekkert að óttast. Ég er bara með þá Kris, Roy og Bob í bílnum. Nú býð ég þér og ykkur öllum allt annað prógram. Samt fmnst mér rétt að í byrjun fáir þú saman- burð við Kris,“ sagði ég við tengdadótturina um leið og Janis Joplin hóf upp raustina. Þótt þrjá- tíu ár séu liðin síðan hún söng sitt síðasta fór enn ljúfur hrollur um kroppinn. Hún túlkaði Me and Bobby McGee betur en Kris sjálf- ur og ekki var hún síðri er hún bað guð sinn um Mercedes Benz þar sem vinimir keyrðu allir á Porsche. „Góð?“ sagði ég við tengdadóttur mína og vísaði þar til hinnar löngu látnu söngkonu. Hún sagði ekki neitt en andvarp- aði af feginleik þegar ég tók diskinn úr spilaranum, í þeirri veiku von að ástandið skánaði. Sýra? Crosby, Stills, Nash and Young áttu næsta leik. Tengdadóttir mín vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið. Hún horfði bænaraugum á sambýlismanninn, son minn. Glottið á honum var komið í bæði munnvikin og náði einnig til augnanna. Ég sá hvar hann hnippti í eldri bróður sinn. „Kall- inn er orðinn snar,“ hvíslaði hann gegnum tónaflóðið. Sá eldri kinkaði kolli til samþykktar. „Teach your children well“ hljóm- aði í dásamlegri röddun þeirra söngbræðra og það var einmitt um. „Samt finnst mér rétt að í byrjun fáir þú samanburð við Kris, “ sagði ég um leið ogjan- is Joplin hóf upp raustina. Þótt þrjátíu ár séu liðin síðan hún söng sitt síðasta fór enn Ijúfur hrollur um kroppinn. “ það sem ég hugsaði mér að gera. Kenna börnum og tengdabömum að njóta þess þegar popp og rokk náði hátindi, nota hvert tækifæri til þess, hvort sem þau sætu hjá mér í bíl eða heima í stofu. „Hvaða sýru grófstu upp, mað- ur?“ sagði konan sem kaus að blanda sér í málið á þessu augna- bliki. Af hyggjuviti sá hún að ein- ing fjölskyldunnar var í hættu. Eiginmaðurinn var horfmn ára- tugi aftur í tímann. Hún lét það vera þótt hann væri sambands- laus við umheiminn og staðnaður í tónlistinni. Verra væri ef hann missti öll tengsl við sína nánustu. „Á ég að skipta, elskan," sagði ég og dró niður í Crosby, Stills og fé- lögum. Um leið greip ég James Taylor og gerði mig líklegan til þess að leika hann næst. „Róaðu þig aðeins niður, góði minn,“ sagði konan. „Gakktu ekki alveg fram af bömunum. Þú getur spil- að þetta á hvaða styrkleika sem er, þegar þú ert einn.“ Öllu má venjast „Eitt lag enn,“ sagði ég og lagði James Taylor frá mér og greip disk með þeirri mögnuðu sveit Credence Clearwater Revival. Fjölskylda mín, eigin- kona, börn og tengdabörn, kom engum vömum við. Ég fékk mig vart hamið und- ir rafmögnuðum gítarleik og söng með og greip í loft- gítar þegar sveitin þrumaði „Up Around the Band“. Ég hækkaði í botn. Dætur og tengdadætur horfðu á tjúnað- an föður og tengdafoður. Þær höfðu engan skilning á stuð- inu. Konan tók af skarið. Hún slökkti. Glimrandi gítar- leikurinn hætti jafn- snöggt og hann byrjaði. Söngurinn hljóðnaði. Enginn sagði neitt uns tengdadóttirin rauf þögnina. Hún var tilbúin til að milda ástandið og lagði sitt fram til sáttargerð- arinnar: „Þú mátt spila Kris ef þú vilt. Við hljótum að venj- ast hon- Samkeppnisvæðing kerfisins Óli Björn Kárason Ritstjórnarbréf Nær eitt þúsund aldraðir einstak- lingar eru á biðlistum eftir þjónustu- húsnæði eða hjúkrunarrými, þar af eru liðlega 600 í brýnni þörf fyrir úr- lausn sinna mála. Undir lok maí greindi DV frá því að alls hefðu um 2.500 manns verið á biðlistum eftir læknisverkum hjá Landspítala Há- skólasjúkrahúsi lengur en þrjá mán- uði. í byrjun júní birtist frétt í Morg- unblaðinu þar sem fram kom að um 3.300 manns bíði eftir skurðlækning- um á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og að meðalbiðtími væri allt að tvö ár. Blaðið hafði eftir Jónasi Magnús- syni, sviðsstjóra lækninga á skurð- lækningasviði, að getan væri fyrir hendi til að láta þessa lista hverfa ef til þess væri pólitískur vilji og spítal- anum útvegað nægOegt rekstrarfé. Nær 30 þúsund íbúar höfuðborgar- svæðisins eru án heimilislæknis og þeir sem eru svo heppnir að hafa lækni þurfa á stundum að bíða í margar vikur eftir viðtalstíma. Á undanfórnum árum hafa fjöl- miðlar stöðugt flutt fréttir af krónísk- um vandamálum sem herja á ís- lenskt heilbrigðiskerfi. Flestir hafa sögur að segja af eigin reynslu eða sinna nánustu - af þrautagöngu í gegnum kerfi sem er smátt og smátt að molna að innan. Breytt viðhorf Ég hef á undanfómum ámm skrif- að töluvert um heilbrigðismál al- mennt og fengið að kynnast því hvemig viðhorf heObrigðisstétta tO rekstrarforms og skipulags heObrigð- iskerfisins hefur verið að gjörbreyt- ast. Þeir sem vinna innan heObrigðis- kerfisins vita af eigin raun í hvaða ógöngum kerfið hefur lent en hafa um leið orðið vitni að því að lítOl eða enginn pólitískur vOji er tO að leita nýrra leiða. Hægt en öragglega er verið að grafa undan hæfOeikaríku fólki sem sér sitt óvænna og leitar annað. Atgervisflótti úr heObrigðis- kerfinu er fyrst og fremst heimatilbú- ið vandamál - dæmi um það hvemig ótrúlegur mannauður er Ola nýttur og eyðOagður. Staðreyndin er sú að þær smá- skammtalækningar sem hafa verið stundaðar á liðnum áram og áratug- um hafa engu skOað og raunar aðeins fært okkur íslendinga fiær því marki að viðhalda og byggja upp góða heO- brigðisþjónustu sem er öUum að- gengOeg. Enginn stjórnmálaflokkur hefur reynt að glíma við vandann af hreinskilni. Sjúklingar og þeir sem þmfa á þjónustu að halda standa ber- skjaldaðir gagnvart kerfinu. Kostnað- urinn heldur áfram að hækka, biðlist- ar lengjast, þjónustan verður lakari, og lokun einstakra deOda sjúkrahús- anna er árviss atburður. Styrkur og veikleiki HeObrigðiskerfið er því úr sér gengið og þjónar ekki þeim sem því er ætlað. Á komandi áram mun vandinn vaxa - skortur á læknum og öðram heUbrigðisstarfsmönnum mun aukast, sjúklingar þurfa að bíða lengur. Að lokum mun kerfið hrynja. Um þetta era margir sam- mála, ekki síst þeir sem vinna innan heObrigðiskerfisins. Ólafur Örn Amarson læknir hefur í gegnum tíðina ritað fiölmargar greinar um þann vanda sem við er að glíma í íslensku heObrigðiskerfi. í athyglisverðri grein í Morgunblað- inu í aprfi síðastliðnum benti hann réttOega á að meginstyrkur íslenska heObrigðiskerfisins væri vel mennt- að og gott starfsfólk sem væri tObúið að leggja mikið á sig tO að halda uppi viðunandi þjónustu: „Megin- veikleiki kerfisins er fiármögnun þess og stjómun. Ríkisstjómir und- anfarins áratugar hafa komið fram mörgum umbótum í efnahagslegu tilliti og dregið úr miðstýringu og opinberam rekstri. Það hefur verið mjög í takt við það sem er að gerast í Evrópu.“ Og Ólafur Örn bætir við: „AOt annað er uppi á teningnum þegar kemur að heObrigðiskerfinu. Miðstýring hefur aukist veralega. Réttur sjúklinga tO þjónustu án óeðlOegrar tafar hefur ekki verið viðm-kenndur. Markmiðið hefur ver- ið að takmarka fiárveitingar tO reksturs heObrigðisþjónustu með tO- Heilbrigðiskerfið er því úr sér gengið og þjónar ekki þeim sem því er œtl- að. Á komandi árum mun vandinn vaxa - skortur á læknum og öðr- um heilbrigðisstarfs- mönnum mun aukast, sjúklingar þurfa að bíða lengur. Að lokum mun kerfið hrynja. liti tO hagsmuna ríkissjóðs. Mark- miðið hefur ekki verið að nýta fiár- magnið þannig að sem flestir geti notið þjónustunnar og að uppfyUa þarfir fólks. Fjármögnunarleiðir eru úreltar og í sumum tilfeUum beinlín- is skaðlegar, t.d. föst fiárlög." Einfalt markmið Markmiðið er í sjálfu sér einfalt; að tryggja öUum, óháð efnahag og stétt, aðgang að góðri og öflugri heObrigðis- þjónustu, en um leið að virkja að fullu þá miklu hæfileika sem starfsfólk heUbrigðiskerfisins býr yfir. Þessu markmiði er hægt að ná en um leið tryggja aðhald og sparsemi. Lögmál samkeppninnar gUda á sviði heUbrigðisþjónustu eins og aUs staðar. Að leyfa einstaklingum og samtökum þeirra að keppa við ríkið á grunni jafnræðis hefur ekkert með það að gera hver greiðir reUminginn á endanum. Andstæðingar samkeppnisvæðing- ar á sviði heUbrigðisþjónustu hafa aldrei komið fram með haldbær rök gegn þessari fuUyrðingu en þess í stað gripið tU klisjukenndra hugmynda og frasa. Þeir segjast ekki vUja „þessa amerísku martröð, þar sem óheft sam- keppni ræður för,“ eins og forveri nú- verandi heUbrigðisráðherra sagði í blaðagrein. Með klisjum sem þessum er reynt að kasta ryki í augu fólks. Hvorki ég né flestir aðrir sem telja nauðsynlegt að samkeppnisvæða íslenskt heO- brigðiskerfi hafa nokkru sinni talið rétt að innleiða bandarískt heObrigð- iskerfi hér á landi, þó margt megi læra af Bandaríkjamönnum í þeim efnum. Frá Bandaríkjunum koma Uestar nýjungar og framfarir í lækna- vísindunum og samfélag sem býr tU jarðveg fyrir framfarir getur ekki ver- ið alslæmt. Langflestir landsmanna vUja standa þannig að málum að sameigin- legur sjóður greiði fyrir stærsta hluta heUbrigðiskerfisins, eins og nú er, tU að tryggja öUum aðgang að góðri og nauðsynlegri þjónustu. Ágreiningur- inn snýst aðeins um það hvemig fiár- munimir verða best nýttir. Vandinn er hins vegar sá að núver- andi kerfi er smátt og smátt að fiar- lægjast þau markmið sem flestir eru sammála um. Því verður að leita nýrra leiða og þær liggja í gegnum samkeppnisvæðingu heUbrigðiskerf- isins þar sem einstaklingum er gert kleift að njóta sín. Einokun og höml- ur á samkeppni hafa skaðvænleg áhrif í þessari grein líkt og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Afleiðingin er hærri kostnaður, minni framleiðni og litlar framfarir enda mikOhæfir starfsmenn hraktir í burtu eða komið í veg fyrir að þeir geti notið sín. Verkefni stjórnmálamanna er ekki að koma í veg fyrir samkeppni innan heUbrigðiskerfisins heldur að tryggja landsmönnum aðgang að góðri þjón- ustu óháð efhahag eða stétt, en um leið að vel sé farið með almannafé. Með öðram orðum sameiginlegur sjóður á að greiða stærsta hluta kostn- aöarins en reksturinn á að vera í höndum einkaaðila og samtaka þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.