Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Síða 37
LAUGARDAGUR 22. IÚNÍ 2002 Helcjctrblctð H>V Cf þið hættið ekki að nauða í mér þá niála ég liann gvlltan! Bror Hjorth: Nackens polska (1967) um, allt frá skissum til fullgerðra málverka og högg- mynda, stundum nokkur tilhlaup að sama verki. Inni í sjálfri íbúðinni eru eingöngu fullgerð listaverk. Á sumrin er safnið opið alla daga nema mán. kl. 12-16. Berklamir björguðu Bror Hjorth var skógarvarðarsonur og faðirinn ætl- aðist til að drengurinn yrði prestur. En eftir að Bror sá til farandlistmálara ellefu ára gamall komst ekkert að hjá honum annað en að verða listamaður. Faðirinn ætlaði ekki að láta undan þessari vitleysu en það mátti skilja á safnverðinum að berklarnir hefðu bjargað drengnum frá prestskap. Hann veiktist um tvítugt og var ekki hugaö líf. En hann lifði og þegar hann komst á fætur var kvöðinni að læra guðfræði létt af honum. Bror Hjorth var í París mestan part frá 1921-1930. Þar nam hann höggmyndalist hjá Antoine Bourdelle og telst tO módemista í sænskri listasögu. En það sem gerir verk hans athyglisverð eru tengsl þeirra við alþýðulist, bæði sænska og afríska eins og víða má sjá í verkum hans. Það er eitthvað óhemju kraft- mikið og jaröbundið við list hans, hún er stundum þunglamaleg og gróf, sum verkin er beinlínis hægt að segja að séu ljót, en þau fæla áhorfandann ekki frá sér heldur þvert á móti laða þau hann aö sér meö húmor og sjarma. Rekinn út fyrir raunsæi „Mig langaði aldrei til að ná ákveðnu ytra formi,“ segir hann í sjálfsævisögu sinni, „mig langaði til að skapa líf.“ Það er sjálfsagt ein ástæða þess að honum datt ekki í hug að fegra fyrirmyndir sínar eins og þekktasti myndlistarmaöur Svía á þeim dögum, Carl Larsson, gerði með þeim árangri að enn mala myndir hans gull á póstkortum og gjafakortum. Eina sögu heyrð- um við á safninu um afleiðingar þess fyrir listamann- inn að taka líf fram yfir form. Þegar Bror var enn ör- snauður listamaður var bróðir hans orðinn auðugur maður, og hann bauð Bror fæði og uppihald gegn því að hann málaði mynd af heimasætunni sem þá var lítil stúlka. Bror tók boðinu og var lengi að vinna að málverkinu en þegar það var loksins búið var hann rekinn af heimilinu með skömm vegna þess að barn- ið var ekki nógu fallegt á myndinni. Hvað hefðu hjón- in sagt ef hann hefði málað sneiðmyndir af stúlkunni eins og siður Picassos var suður í Frakklandi? Á árum sínum sem virkur og virtur listamaður í heimalandinu fékk Bror Hjorth fjöldamörg verkefni, bæði frá einkaaðilum og opinberum aðilum sem yfir- lejtt tóku fullgerðum verkum hans fagnandi. Eitt hinna opinberu er einmitt verkið sem getið var hér í upphafi: nakti spilamaðurinn á járnbrautarstööinni sem var komið fyrir þar 1967, árið áður en Bror Hjorth dó. Spilamaðurinn er með myndarlegan lim sem forráðamenn bæjarins voru ekki alveg nógu ánægðir með að hann veifaði svona framan í aðkomu- menn, en Bror Hjorth þverneitaði að klæöa hann i brók. „Ef þið hættið ekki að nauða í mér þá mála ég hann gylltan!" sagði listamaðurinn og yfirvöld gáfust upp. Því er það að ferðamanni finnst hann boöinn alveg sérstaklega velkominn i þennan bæ. -SA Hátíð í Hallgrími HALLGRÍMSKIRKJA OG HALLGRÍMSTORG verða vettvangur fjöl- skrúðugra hátíðahalda sunnudaginn 23. júní i tilefni af Jónsmessu, hátíð Jóhannesar skirara. Margbreytileg dagskrá verður í boði allt frá miðjum degi og til miðnættis. Vinsældir miðnæturmessu á Jónsmessunótt í Hallgrímskirkju eru miklar. Undanfarin ár hefur kirkjan verið full út úr dyrum við þessar sumarbjörtu helgistundir og nú í ár, þegar aðfaradag Jónsmessu ber upp á sunnudag, þótti tilvalið að slá upp allsherjar veislu í kirkjunni og á torginu fyrir framan hana af þessu tilefni. Jónsmessuhátíð i Hallgrims- kirkju verður því haldin í fyrsta sinn á sunnudaginn kemur. Menn ættu að ganga saddir frá kirkju á sunnudaginn, hvort sem þeir eru á höttunum eftir líkamlegri eða andlegri fæðu og hvar svo sem þeir eru staddir á lífsleiðinni. Hátíðardagskráin hefst kl. 16.30 með klingjandi klukkuspili frá Hallgrímskirkjuturni og síðan verður boðið upp á allt það helsta sem prýðir góða fjölskylduskemmtun, s.s. andlitsmálun, hoppkast- ala, krokket, ratleik og lúðrasveitarhljóma. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju og velunnarar kórsins munu bjóða upp á gómsæta grillrétti gegn vægu gjaldi. KLIKKAÐ TILBQÐ!!! Ef þú safnarfimm nýjum áskrífendum færð þú gefins Aiwa TVC-1400 i4”sjónvarp ísl. textavarp - A/V-tengi Euro scart-tengi -fullkominfjarstýríng.> 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.