Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 28
28 Helgarblað H>"Vr LAUGARDAG U R 22. JÚNf 2002 Maðurinn er stöðugt að rannsaka eigin kynhegðun og áhrif kvnlífs á alla skapaða hluti. Amerískur sálfræðiprófessor hefur sett fram þá tilgátu að sæði innihaldi efni sem vinni gegn þunglvndi. Kynlíf gegn þunglyndi Getur i/erið að sæði innihaldi efni sem kemur í veq fqrir þunghjndi? Rannsóknir sqna að konursem lifa óvörðu kqnlífi eru síður þunglqndar en aðrar. Þetta hljómar ótrúleqa en amerískir vfsindamenn hafa rannsakað málið. í ÞESSUM MÁNUÐI MUNU BIRTAST í lítt þekktu amerísku vísindatímariti niðurstöður rannsókna sem benda til þess að sæði karlmanna kunni að innihalda efni sem dregur úr þunglyndi kvenna. Þetta tímarit heitir Archives of Sexual Behavior og fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um kynhegðun og kynlíf. Nú kunna einhverjir að halda því fram að óvarið kynlif aðila sem tengjast tilfinningaböndum sé til þess fallið að vekja fólki vellíðan og það sé nákvæm- lega ekkert vísindalegt við þær niðurstöður heldur sé það eitthvað sem allir vita. Upphaf málsins má rekja til Gordons Gallup sem er sálfræðiprófessor við háskólann í Albany í New York. Eftir að hafa hlustað á lýsingar margra kvenna sem þjáðust af þunglyndi á vellíðan þeirra eftir vel heppn- aðar óvaröar samfarir eða eftir að hafa kyngt sæöi komst hann að þeirri niðurstöðu að sæði karlmanna hlyti að innihalda efni sem drægi úr þunglyndi. Hann rakst reyndar fyrst á þessa kenningu í frekar óhefð- bundnu tímariti sem heitir Medical Hypotheses þar sem vísindamenn setja stundum fram óhefðbundnar kenningar. Saiiistilltir tíðahringir? Einnig rakst Gallup á niðurstöður tveggja viður- kenndra rannsókna sem beindist að því með hvaða hætti konur sem búa saman stilla oft á tíðum saman tíðahring sinn og hefur verið talið að þetta stafaði af ferómónum eða lyktarefnum sem fólk gefur frá sér. Þessar rannsóknir staðfesta að þetta gerist oft með konur en einungis ef um er að ræða gagnkynhneigð- ar konur sem deila húsnæði. Lesbíur sem búa saman stilla ekki saman tíðahringi sína með sama hætti og af þessu dró Gallup þá ályktun að samskipti kvenna við karlmenn skiptu einhverju máli í þessu sam- bandi. Sæði karlmannsins er í sjálfu sér næringarríkur vökvi sem er ætlað það hlutverk að halda sáðfrumun- um á lifl á ferðalagi þeirra um legháls konunnar og á fund eggsins. Sæði er blanda margra ólíkra efna og ensíma og sum þeirra berast í blóðrás konunnar. Sjálfstæðar rannsóknir Doktor Gallup ákvað að rannsaka málið á eigin spýtur. Til þess fékk hann 293 ungar konur í lið með sér sem allar stunduðu nám við háskólann í Albany. Þær svöruðu ítarlegum spurningalista um kynlíf sitt og kynhegðun og hvenær þær hefðu síðast lifað kyn- lífi, hvaða getnaðarvarnir hefðu verið notaðar. Einnig voru þær látnar fylla út 20 spurninga lista sem er einn þeirra sem er notaður til þess að meta þung- lyndi fólks og heitir Beck-spurningalistinn. Niðurstöður Gallups sýndu að konur sem lifðu óvörðu kynlífi voru miklu síður þunglyndar en þær sem gerðu það ekki. Þær sem lifðu reglulegu kynlifi með unnustum sínum voru því þunglyndari eftir því sem lengra hafði liðið frá síðustu samförum. Gallup telur þetta sýna svo ekki verði um villst að sæði innhaldi eitthvert efni sem hafi áhrif á sálarlíf kvenna. Hann endurtók síðan tilraunina og í þetta sinn með 700 þátttakendum og niðurstöðurnar voru í meginatriðum þær sömu. Gallup hefur stigið skrefi lengra og er nú að rann- saka tengsl fyrirtíöaspennu og fæðingarþunglyndis á líkum forsendum og tengja tíðni þess viö óvarið kyn- líf. Hann er staðráðinn i að sanna að sæði innihaldi efni sem hefur óþekkt áhrif. Á nýlegu læknaþingi í lok maí þar sem amerískir þvagfærasérfræðingar funduðu voru kynntar ýmsar niðurstöður sem benda til þess að doktor Gallup hafi eitthvað til síns máls þótt niðurstöður hans hafi reyndar verið harðlega gagnrýndar á þessu sama þingi. Skilur eklti þátt haniingjunnar Það var sérstaklega doktor Winifred Cutler sem gagnrýndi Gallup á umræddu þingi. Hún er þekkt fyr- ir rannsóknir sínar á ferómónum eða lyktarefnum sem hafa mikil áhrif í samskiptum manna en ferómónar finnast t.d. í svita og rannsóknir sýna að þeir eiga m. a. ríkan þátt í að laða kynin hvort að öðru. Cutler segir að Gallup virðist ekki alveg skilja það sem kalla mætti hamingjuþáttinn sem felst einfald- lega í því að sá sem lifir kynlífi með þeim sem hann elskar er líklegri til að vera hamingjusamari. Hún tel- ur nefnilega eins og ef til vill margur leikmaður að vel heppnað kynlíf með karlmanni geti vel látið hvaða stúlku sem er líða vel og það sé ekkert sérlega vísindalegt við það, það sé ef til vill heldur langt seilst að leita að einhverju töfraefni í sæði karl- mannsins. Þegar spurt er hvaða efni það sé nákvæm- lega í sæði sem eigi að auka vellíðan konunnar and- lega þá hafa menn einkum horft á sérstaka gerð af prostaglandíni sem fmnst í sæði en einangrað hefur efnið verið notað við rannsóknir á kyndeyfð kvenna með það fyrir augum að fmna læknisfræðilega skýr- ingu eða lækningu á henni. Cutler telur að Gallup líti fram hjá mörgum félags- legum þáttum, hefðum og venjum til að komast að niðurstöðu sinni. Hún bendir á þann galla í rann- sóknum hans að taka ekki með í reikninginn að efni í getnaðarvarnapillum hafi áhrif á andlega líðan þess sem þeirra neytir. Cutler telur samt að kollegi henn- ar sé á einhvers konar réttri leið þótt hann dragi of stórar ályktanir af fáum niðurstöðum. Ef til vill hef- ur hún samúð með málstað hans þar sem ekki er svo langt síðan að fáum datt í hug að ferómónar hefðu eins mikil áhrif á afstöðu okkar og líðan eins og rann- sóknir hennar hafa sýnt fram á. Doktor Ira Sharlip þvagfærasérfræðingur er ekki eins umburðarlyndur þegar hann segir að rannsókn- ir Gallups séu versta tegund ruslvísinda og einmitt þeirrar gerðar sem komi óorði á heiðarlega vísinda- menn á þessu sviði. Ekki svo að skilja að rannsóknir Sharlips séu allar mjög hefðbundnar en hann hefur unnið að framleiðslu á gervieista sem framleiðir karl- hormóna og reynt að rækta á tilraunastofu vef sem nota mætti til lengingar á getnaöarlim karlmanna. PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.