Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 38
4- 2 HeÍQorbtoö H>"V LAUGARDAGUR 22. JÚNf 2002 Rauða háríð og ímyndin Allir þekkja Ijóskubrandarana sem ganga jafnan út á að gera lítið úr gáfnafari Ijóshærðra kvenna. En rautt hár hefur enn margslungnari merkingu og allt rauðhært fólk veit að það er ekki bara með rautt hár. Aðeins þrjú prósent jarðarbúa eru með þenn- an háralit, sem þgðir væntanlega að rauð- hærðir eru minnihlutahópur. Eins og oft gerist með minnihlutahópa verða til hug- mgndir um það hvert eðli þessara hópa sé. Rauðu hári fylgir ákveðin ímgnd eða staðal- tgpa sem hefur mótandi áhrif á sjálfsmgnd rauðhærðra einstaklinga. I nglegri rannsókn tveggja bandarískra félagsfræðinga, sem birtist íhinu virta vísindatímariti Sgmbolic Interaction, er fjallað um þessa ímgnd og áhrif hennar á líf rauðhausa. í SAMFÉLAGINU RÍKJA VISS VIÐMIÐ um það hvað sé fallegt og hvað sé ekki fallegt og eiga þau ekki síst við um líkamann. Við þurfum ekki annað en að horfa á auglýsingar í sjónvarpinu til að átta okkur á því að sumir þykja fallegri en aðrir. Rauðhært fólk ratar til dæmis mjög sjaldan í auglýsingar og enn þá sjaldnar í hlutverk hetjunnar í bíómyndum eða í sjón- varpinu. Stundum koma tímabil sem það þykir flott að vera rauðhærður, t.d. er símafyrirtækið Tal mjög duglegt við að nota rauðhært fólk í sínum augiýsing- um, væntanlega til að undirstrika sérstööu fyrirtæk- isins. En oftar en ekki þykir ekkert voðalega flott að vera með rautt hár. Sagan geymir dæmi þar sem þessir fordómar höfðu skelfilegar afleiðingar. Það þóttu til dæmis almenn sannindi í Evrópu og Bandaríkjunum á sextándu og sautjándu öld að nornir væru rauðhærðar. Sumir sagnfræðingar tengja þetta við hugmyndir margra listamanna á tímum endurreisnar í Evrópu um að Júdas Ískaríot hefði verið rauðhærður. Með þeim hætti vildu þeir gera hann eins ólíkan „venjulegu" fólki og mögulegt var. En tuttugasta öldin reyndist rauöhærðu fólki ágæt- lega þó til séu dæmi um einstaklega illkvittnar að- gerðir gagnvart rauðhærðum. Það birtist til dæmis frétt í bandarísku dagblaði fyrir nokkrum árum þar sem greint var frá því að ástæðan fyrir því að nokkr- ir bandarískir karlmenn ákváðu aö giftast rauðhærð- um konum væri sú að þeir væru litblindir. Þeir héldu að konumar væru dökkhærðar! í dag er rauðhært fólk í það minnsta ekki brennt á báli en rannsóknir sýna samt sem áður að fólk hefur að jafnaði mjög ákveðnar hugmyndir um rauðhært fólk. Rauðhært fólk er ... í nýlegri rannsókn tveggja bandarískra félagsfræð- inga við háskólann í Syracuse kom í ljós að hinn dæmigerði rauðhærði einstaklingur er álitinn skap- stór. Þetta virðist vera algengasta goðsögnin og á ekki síst við um konur en rauðhærðar konur eiga víst að vera alveg sérlega skapstórar. í framhaldi af þessu er því oft haldið fram að rauðhærðar konur eigi að vera „villtar" í mjög víðum skilningi þess orðs. Þær eru kynþokkafullar og að sögn einstaklega góðir bólfélag- ar. Sumum karlmönnum finnst það jafnvel meira af- rek að komast yfir rauðhærða konu en t.d. brún- hærða eða ljóshærða. Rauðhærðir karlmenn þykja að sama skapi ekkert sérlega kynþokkafullir. Fólk tengir saman karlkynja rauðhaus, með þykk gleraugu og oftast nær starandi á tölvuskjá. í daglegu tali er þessi týpa kölluð „nörd“ á vondri íslensku. Ef marka má rannsóknina fmnast einungis um tveim prósentum bandarískra kvenna rauðhærðir karlmenn kynþokkafullir. Einn rauð- hærður karlmaður sem rætt var við í tengslum við rannsóknina sagði það sérlega pirrandi að einu kon- umar sem dáðust að rauðu hári voru í eldri kantin- um og oftar en ekki náskyldar viðkomandi rauðhaus. Rauðhært fólk á einnig að hafa góða kímnigáfu og ef til viU er það engin tilviljun að flestir trúðar hafa rautt hár. Og þessu tengist önnur hugmynd, þ.e.a.s. að rauðhært fólk sé að öllu jöfnu skrýtið, í það minnsta ekki eins og fólk er flest. Fleira er tínt til í rannsókn félagsfræðinganna, t.d. að rauöhært fólk þoli ekki sól, að það sé óvenju gáfað og að það sé að öllum líkindum af írsku eða skosku bergi brotið. Rauðhaus, rauðhaus! Sumt af því sem nefnt hefur verið kann að hljóma fyndið en staðreyndin er sú að margir rauðhærðir einstaklingar líða fyrir hárið. Það er ekki óalgengt að rauðhærð börn séu lögð í einelti vegna háralitarins og uppnefnd, t.d. kölluö „rauðhaus". Þetta líður hjá eftir því sem börnin eldast en rannsóknin sýnir að í mörgum tilfellum biöur sjálfsmyndin skaða.. Eins og áður sagði vekur rautt hár oft aðdáun eldra fólks en sjálfsmyndin mótast í miklu meira mæli af samskipt- um við jafningjahópinn. Afleiðingin er sú að stríðnin sem rauðhærðir einstaklingar verða fyrir sem börn leiðir smám saman til minna sjálfstrausts, þeim finnst þeir vera öðruvísi og að athyglin beinist oft fullmikið að þeim. Rannsóknin sýnir að rauöhærðir einstaklingar eru sér mjög meðvitandi um sitt rauða hár enda eru jafn- ingjarnir stöðugt að minna á þennan „galla“. Ein rauðhærð kona lýsti þvi hvernig henni varð brugðiö þegar hún eignaðist stúlkubarn með rautt hár. Henni fannst erfitt að sætta sig við að barnið myndi hljóta sömu örlög og hún. Nokkrum árum síðar þegar dótt- ir hennar var orðin stálpuð reyndi hún að fá hana til aö bera á sig andlitsfarða til draga úr áhrifum rauða hársins. Þetta er aöeins eitt dæmi um hve djúpt að- kastið snertir fólk með rautt hár. Margrét Vilhjálms- dóttir leikkona er dæmi um hinn kyn- þokkafulla rauð- haus. Ég er stoltur! í mörgum tilfellum lærir rauðhært fólk seinna á ævinni að meta hárið. Það fer að meta að hárið gerir það öðruvísi og sumir fara jafnvel að kunna vel við athyglina sem þeir fá einungis vegna hársins. „Ég man að ég gekk oft með hatt eða litaði hárið á mér sem unglingur. Þegar ég fór í háskóla varð mér smám saman ljóst að ég var stolt af því að hafa rautt hár. Ég gekk um bein í baki og horfði framan i fólk,“ sagði kona á þrítugsaldri sem félagsfræðingarnir ræddu við i tengslum við rannsóknina. Annar karlmaður lýsti því hvernig rauða hárið hefði smám saman orðið eitthvað jákvætt og hluti af hans sjálfsmynd sem sjálfstæðs og öðruvísi einstak- lings. Hann sagði einnig frá því að þegar vinkona hans eignaðist rauðhært barn hefði hann sagt við hana að barnið væri blessað með þennan háralit. Hann bjóst aldrei við því að segja eitthvað í þessum dúr. í stuttu máli: þótt rautt hár geti oft reynst börnum illa verða þessi sömu böm oft stolt af hárinu síðar á ævinni og ánægð með hvemig hárið hefur mótaö þau sem persónur. Þau læra að nýta sér þá staðreynd að rautt hár er sérstakt og einstakt. Hárið gerir þau öðruvísi en annað fólk. Er ekki oft sagt að enginn verði óbarinn biskup? -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.