Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 DV Jack London. Hver var hann raunverulega? Honum hefur iöulega veriö lýst sem drykkjumanni með sjálfseyöingarhvöt en þeim lýsingum hafnar einn ævisagnahöfunda hans alfariö. Hver var Jack London? Jack London var á sínum t!ma tekjuhæsti rithöfundur heims, sagöur fyrsti rithöfundurinn sem varö milljóna- mæringur. Gagnrýnendur sýndu verkum hans fálæti en London er enn einn vinsælasti rithöfundur heims og verk hans hafa veriö þýdd á rúmlega fjörutíu tungumál. Hann fædddist árið 1876 í San Francisco og hét John Chaney, en tók sér nafnið Jack á unglingsárum. Hann var óskilgetinn. Faðir hans var írskur stjömu- íræðingur sem neitaði faðeminu og móðirin var af velskum ættum og hafði ákafan áhuga á dulrænum málefhum. Hún var heilsuveil þegar Jack var dreng- ur og hann ólst upp hjá konu sem var fyrrverandi þræll og hafði varanlega áhrif á hann. Móðir Jacks giftist ekkjumanni, John London, sem átti tvær dæt- ur og Jack litli tók eftimafh stjúpa síns. Fjölskyldan var á miklum ferðalögum og í sífelldri leit að arðvænlegri vinnu. Þau fengust við kartöflu- rækt, ráku gistiheimili, ræktuðu ólifutré en ekkert af þessu gekk verulega vel. Jack var öllum stundum les- andi: „Ég las á morgnana, á daginn og á nóttunni. Ég las í rúminu, ég las við matarborðið, ég las á leið í skólann og á leið úr skólanum," sagði hann seinna. Martröð vinnudýrs Sautján ára fór hann á sjóinn og dvaldi í erlendum höfnum ásamt félögum sínum við drykkju. Hann vann í myllu og við kolavinnslu en strauk úr vinnu og gerðist gullleitarmaður með engum árangri. Hann var handtekinn fyrir flæking og settur í fangelsi. Sú reynsla varð til þess að hann tók að hallast að sósíal- isma. Hann sagði seinna um þennan tíma: „Ég las ekki lengur bækur. Ég vann og borðaði og svaf með- an hugurinn svaf allan tímann. Þetta var allt eins og martröð." London ákvað að verða eitthvað annað en vinnu- dýr. Hann hætti að drekka og gekk í háskóla og skrif- aði í skólablaðið. Hann skrifaði smásögur sem hann sendi tímaritum sem höfnuðu þeim jafnharðan. Hann fór aftur á sjóinn og var á ferðalögum í ár en sneri sfö- an heim og vegna hvatningar móður sinnar settist hann enn á ný niður við að skrifa. Á tveimur árum birtust fimmtán smásögur hans á prenti en áttatíu og átta þeirra var hafhað samtals fjögur hundruð sinn- um. En skyndilega fékk hann tilboð frá tveimur virt- um bókaforlögum. Hann var á góðri leið með að verða þekktur rithöfundur. Maður þverstæðna Hann kvæntist Bess, ungri konu sem hann hafði kynnst í háskóla. Hann var á þeim tíma ástfanginn af Önnu Strunsky sem var baráttuglaður sósíalisti en taldi að hjónbandið með Bess myndi færa honum jafn- vægi og ró. Hann hafði þó ekki verið lengi i hjóna- bandi þegar hann fór enn á ný að eltast við Önnu. Árið 1903 skrifaði hann Óbyggðimar kalla á sex vikum. Hann seldi söguna tímariti fyrir 2000 dollara og útgáfúfyrirtæki fyrir sama verð. Hann fór ekki fram á neinar prósentur. Bókin seldist í milljón ein- tökum og hann varð af stórfé. Hann keypti sér bát þar sem hann dvaldist löngum stundum, tók þar á móti vinum sínum og skrifaði. Það var um borð í bátnum sem hann skrifaði Sæúlfmn, eina þekktustu bók sína. Eftir henni var gerð fyrsta bandariska kvikmyndin i fullri lengd. London var orðinn frægur. Hann virðist hafa verið maður þverstæðna. Hann var sósíalisti sem kom fram I auglýsingum og aug- lýsti meðal annars fót og ávaxtasafa. Hann studdi kvenréttindahreyfmguna en var ansi ráðrikur þegar eiginkona hans og tvær dætur áttu í hlut. Hjónaband- ið var óhamingjusamt og hjónin skildu. Hann kvænt- ist Charmian Kittridge sem var fimm árrnn eldri en hann og varð fyrirmynd að mörgum sterkustu kven- persónum hans. Þau settust að á búgarði í Kaliforníu. Hann smíðaði skútu og lagði upp 1 hnattferð ásamt konu sinni. Eftir tveggja ára ferðalag var London kominn með malaríu og gulu og lagðist inn á sjúkra- hús í Sidney. Hann jafnaði sig aldrei á þessum veik- indum. Hjónin sneru aftur til Kalifomíu þar sem London hóf að reisa þeim stórhýsi. Hann gaf út skáld- söguna Martin Eden sem gagnrýnendur rifu í sig en bókin seldist eins og heitar lummur. Húsið sem hann hafði reist brann og hjónin héldu til Mexíkó þar sem London veiktist alvarlega. Hjónin fóra til Hawaii en sneru síðan aftur til Kalifomiu. Þar lést London árið 1916, fertugur að aldri. Ósannar ævisögur? Eftir dauða hans spruttu upp alls kyns sögur um drykkjusýki hans, kvennafar og skapgerðarbresti. Fullyrt var að hann hefði framið sjálfsmorð með því að taka rnorfrn. Hann var mjög veikur síðustu árin og ekki er hægt að útiloka að þjáningamar hafi reynst honum svo óbærilegar að hann hafi kosið að svipta sig lífi. Nokkrar ævisögur hans hafa verið skrifaðar og f þeim er dregin upp mynd af þjáðri sál. Nýjasti ævisagnahöfundurinn, Russ Kingman, fer hörðum orðum um fyrri ævisögur sem hann segir byggja á slúðri og óskhyggju um raunaleg örlög. Hann segist hafa eytt fjórtán árum af lífi sínu í að rannsaka líf Londons og komist að því að hann hafi verið blíðlynd- ur maður, lítt áfengisglaður, haft glöggt fjármálavit, verið góður bóndi, tryggur eiginmaður og sannur mannvinur. Og vitaskuld rithöfundur á heimsmæli- kvarða. Ljóð vikunnar Sumar - eftir ÖlafJöhann Sigurösson Söfnum sólskini af grasi, tínum tunglsljós af vöfnuml Guðir gróðurs og birtu eru gengnir að leikum: aka eldrelð um himin, draga dagstjörnu úr moldu, rótt í lágnœttislogni lyfta gullskildi bleikum. Flýgur fiðrildi í kjarrl, llðasf lœkur um engjar, óma söngvar í sefi, sœklr angan að vitum: Fyllum forðabúr hjartans, grípum gelsla og hljóma. þar sem óflekkuð œttjörð unir björtustu lltum. Senn mun fiðrildum förlast, dögg á dagstjörnu kólna, leggir lyngjurta svigna, iaufið mœðast og blikna: Söfnum sólskinl af grasi, tínum tunglsljós af vötnum, meðan hrímnœtur hvíla handan Jökla og vikna. Hverf alltaf til gamalla vina Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður segirfrá uppáhaldsbókunum sínum. „Ég er jafnan með fjölbreytt lesefni i takinu, skýrslur, fræðibækur, skáld- sögur og ljóð. Og líður ekki vel nema ég eigi stafla af ólesnum bókum. Samt hverf ég alltaf til gamalla vina. Núna er ég til dæmis að lesa mikla uppá- haldsbók, Woman on the edge of time, eftir bandarísku skáldkonuna Marge Piercy. Ég heillaðist af þessari bók þegar ég las hana fyrir rúmum einum og hálfum áratug og er búin að kaupa hana oft síðan því ég hef gefið mitt eintak jafnharðan. Þetta er sem sagt ein af þessum „þú verður að lesa hana“-bókum. Önnur bók sem ég set í þann flokk er The Group eftir Mary McCarthy, bók um örlög kvenna úr útskriftarár- gangi 1931 frá Vassar. Þriðja bandaríska skáldkonan sem ég vil nefna er Sara Paretsky sem skrifar fem- inískar glæpasögur þar sem kvenhetjan V.I. Wars- hawski, leysir málin. Þær eru, eins og allar góðar glæpasögur, merkar samfélagslýsingar og upplögð sumarfríslesning. Auðvitað hafa allar góðar bækur áhrif á mig, ann- ars þættu mér þær ekki góðar. Ég held þó að engin einstök bók hafi hreyft jafn mikið við mér og Þrúg- ur reiðinnar eftir Steinbeck, en ég las hana um tví- tugt. Ég skalf beinlínis þegar ég lagði seinna bindið frá mér. Og sama má segja um fleiri bækur hans þó áhrifm hafi ekki ver- ið jafii líkamleg. Ég nefni Mýs og menn og East of Eden sem menn verða að lesa á ensku. Það er ekki hægt að þýða sumar pælingarnar í henni. Mér hefur fúndist afar gaman aö lesa bækurnar hennar Dorisar Less- ing. Hún er líka svo áhugaverð kona. Síðast las ég fyrsta hluta ævisögu hennar og bíð eftir að hún haldi áfram. Skáldsögur hennar byggja reyndar mikið á hennar eigin reynslu sem á víst við um flesta rit- höfunda. Önnur eftirlætisskáldkona bresk er Fay Weldon sem líka er byrjuð að skrifa ævisögu sina. Ein besta bók hennar er The Pres- ident’s Child sem hefur fallið í skugga Praxis og Kvendjöfulsins. Og þær eru fleiri góðar þótt bækur Weldon séu afar misjafhar að gæðum. Og svo ein frábær íslensk, Svava Jakobsdóttir. Veisla undir grjótvegg hafði mikil áhrif á sínum tíma og sögur úr þeirri bók eru mér enn hugleiknar. Sama má líklega segja um allar bækur hennar. Og af því það er skylda að hafa skoðun á Laxness þá finnst mér Gerpla skemmtilegust. Hún er óborg- anlega fyndin." Umsjón: Kolbrún Bergþórsdóttir Bókasíðan Líf og fjör á Saltkráku Á Saltkráku er einstaklega lífleg og skemmtileg bók eftir Astrid Lindgren. Bók- in kom fyrst út í þýðingu Silju Aðalsteinsdótt- ur árið 1979 og er nú endurút- gefin. Óhætt að fullyrða að allir sem lesa hana aftur muni fagna endur- fundunum og nýir lesendur munu sömuleiðis skemmta sér konung- lega. Faðir og fjögur böm hans koma til sumardvalar á Saltkráku og upplifa ævintýri. Bók fyrir öll böm - og þá sem vilja varðveita bamið í sér. Lífinu verður að lifa með því að horfa fram, en það skilst ekki nema með því að horfa aftur. Sören Kierkegaard Allar bækur 1. LEGGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN ÞIG. Anna Valdimarsdóttir 2. (SLENSKA VEGAHANDBÓKIN. Bókaútqáfan Stönq 3. STANGAVEIÐIHANDBÓKIN. Eiríkur St. Eiríksson 4. KOKKUR ÁN KLÆÐA. Jamie Oliver 5. KORTABÓK (SLANDS. Mál oq menninq 6. HANN VAR KALLAÐUR ÞETTA. Dave Pelzer 7. HÁLENDISHANDBÓKIN. Páll Ásqeir Ásqeirsson 8. KOKKUR ÁN KLÆÐA SNÝR AFTUR. Jamie Oliver 9. SAGA HEIMSPEKINNAR. Bryan Maqee 10. KONAN I KÖFLÓTTA STÓLNUM. Þórunn Stefánsdóttir Skáldverk 1. DAUÐARÓSIR. Arnaldur Indriðason 2. ANNA, HANNA OG JÓHANNA. Marianne Fredrikson 3. MINNINGAR GEISHU. Arthur S. Golden 4. DAGBÓK BRIDGET JONES. Helen Fieldinq 5. ALVEG DÝRLEGT LAND. Frank McCourt 6. NAPÓLEONSSKJÖLIN. Arnaldur Indriðason 7. ASKA ANGELU. Frank McCourt 8. NUNNUR OG HERMENN. Iris Murdoch 9. ÆVINTÝRI GÓÐA DÁTANS SVEJK. Jaroslav Hasek 10. BALZAC OG Kl'NVERSKA STÚLKAN. Dai Sijie Metsölulisti Eymundsson Kiljur 1. FACE THE FIRE. Nora Roberts 2. DIVINE SECRETS OF THE YA-YA SISTERHOOD. Rebecca Wells 3. „P" IS FOR PERIL. Sue Grafton 4. LEAP OF FAITH. Danielle Steel 5. THE SUM OF ALL FEARS. Tom Clancy Listinn er frá New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.