Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 19
LAUOARDACUR 22. JÚNÍ 2002 H&lqarhlað H>V HÖRÐUR HEFUR EKKI LÁTIÐ SÉR nægja að leika á hvítar nótur og svartar heldur hefur hann á þessum tuttugu árum stofnað fyrst Mótettukór Hallgrims- kirkju sem orðinn er rómaður sem einn besti kór Is- lands og einnegin stofnað litinn kór sem nefnist Schola Cantorum sem er smærri en skipaður þraut- menntuðu tónlistarfólki og syngja þar meðal annars nokkrir aðrir kórstjórar undir leiðsögn Harðar. Schola Cantorum stígur varla á svið án þess að fá verðlaun fyrir söng sinn en báðir kóramir hafa tekið þátt í kórakeppnum erlendis og fengið verðlaun fyrir. Hálf milljón og steinn Fyrir þetta uppbyggingarstarf á sviði tónlistar og uppbyggingu listræns starfs Hallgrímskirkju var Hörður útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn fyrir tæpri viku. Nafnbótin er heiður og viðurkenning en einnig 500 þúsund krónur í peningum og steinhnullungur meðalstór hvar i er grafið nafn listamannsins til staðfestingar þessum áfanga. Þegar blaðamaður DV gekk á fund Harðar á heim- ili hans við Faxaskjól í tilefni þessara tímamóta var organistinn nýkominn úr laxveiði í Grímsá í Borgar- firði og sýndi skrámaða fingur eftir átökin. Hann hafði þó haft verulegan árangur sem erfiði því 12 punda bleikja hafði orðið að lúta í lægra haldi. Veiði- maðurinn sjálfur sat að snæðingi og hafði til matar hausinn af laxi sinum ásamt hrognum að góðum sveitasið. Á borðinu fyrir framan hann lá steinninn góði og blómvöndur forkunnarfagur. Við drukkum lútsterkt kaffi kjarngott með afbrigðum undir samtali okkar og höfðum með smásnúða allgóða fyllta með kremi sem munu heita éclair á erlendum tungum. Hörður er giftur Ingu Rós Ingólfsdóttur sellóleikara og þau eiga tvær dætur uppkomnar og einn 12 ára son. Þess utan skoppar um gólfin 13 mánaða dóttur- dóttir sem fagnar afa ákaflega úr veiðitúrnum, skrið- ur í fang hans og fær að bragða á bakkelsi. Hörður sagðist vera að upplifa einhvers konar upp- skerutímabil í lífinu og tók útnefningu borgarlista- manns sem dæmi. „Ég er kominn á miðjan aldur og er skyndilega að fá alls konar viðurkenningar án þess að ég hafi sér- staklega verið að stefna að því. Ég hef aldrei litið til baka. Um leið og ég lýk einu verki þá gleymi ég því og held áfram. Þetta er eins og að vera í fjallgöngu. Þú heldur að þú sért kominn á tindinn en sérð þá allt í einu aðra brún ögn lengra." Eins og pabbi og afi Hörður segist vera ánægður með að vekja athygli fyrir það sem hann er að gera. Þó ekki fyrir sína hönd persónulega heldur fyrir hönd þess tónlistar- starfs.sem hann stendur fyrir. Hann segist ekki geta annað á þessum tímamótum en að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. „Þá sé ég að það sem ég geri, að sitja við orgel og stýra söngflokki er mitt hlutskipti nákvæmlega eins og fóður míns og afa míns þar áður. Það eru aðeins stærðarhlutföllin sem hafa breyst." Fyrir 100 árum bjó Jón, afi Harðar, á Mýri í Bárð- ardal og sat löngum stundum við fótstigið orgel og spilaði og söng og kenndi öðrum. Hörður sýnir mér meira að segja kennslubók gamla mannsins útgefna 1904 og er sjálfnámsbók í orgelslætti. Jón lærði aldrei neitt á orgelið í hefðbundnum skilningi utan að glugga í bókina góðu en hann var samt organisti í sinni sóknarkirkju á Stóruvöllum í Bárðardal og kenndi börnum sínum sem voru níu talsins og mörg- um öðrum að leika á orgelið. „Þetta fólk gerði svo ótrúlega margt miðað við að- stæður, rekið áfram af þránni til að kunna meira og geta meira.“ Áskell Jónsson, faðir Harðar, var sendur frá Mýri á þriggja vikna námskeið til Sigurgeirs Jónssonar á Akureyri til að fullnuma sig í orgelleik. Hann lærði ekkert mikið meira en það um dagana en orgelleikur, kórstjórn og tónlistarkennsla varð hans lifibrauð alla ævi. Hægt væri að segja margar sögur af tónlistarást Mýrarmanna sem eitt sinn fóru til Húsavíkur um há- sláttinn til aö sækja nýtt orgel og fluttu á kviktrjám milli tveggja hesta alla leið fram í Mýri nær tvær heilar dagleiðir. Þetta hafa varla þótt ábyrgir búskap- arhættir á sínum tima en svona var þetta nú samt. Það mætti líka rifja upp hvernig Jón bóndi á Mýri fékk blóðeitrun í fótinn og var fluttur dauðveikur langa leið i mannskaðaveðri og komst loks undir læknishendur sem sá þann kost vænstan að taka af honum fótinn við mjöðm til að bjarga lífi hans. Þegar Jón var loks fluttur fram í Mýri aftur var hans fyrsta verk að vita hvort hann gæti stigið orgelið með ein- um fæti. Það tókst og hann gekk við heimasmíðaðan tréfót það sem eftir lifði. Þótt Hörður sé alinn upp á Akureyri var hann alla tíð með annan fótinn í sveitinni hjá frændum sínum í Bárðardal þar sem hann dvaldi öll sumur og sleppti skóla til að komast nógu snemma. Hann undi sér hvergi betur en við bústörf og moldarstörf og manni verður fljótt ljóst í samræðum við hann að það er hægt að taka manninn úr sveitinni en það er ekki hægt að taka sveitina úr manninum. Kalli Sighvats og Deep Purple Hörður byrjaði sex ára að læra á píanó en þótt fað- ir hans væri organisti við Lögmannshlíðarsókn sem síðar varð Glerársókn segist hann ekki hafa uppgötv- að orgelið fyrr en seint á unglingsárum í kringum 1970 og áttu ýmsir áhrifavaldar þátt þar í. „í Akureyrarkirkju var þá eitt stærsta pipuorgel landsins og ég hreifst ákaflega af hljóm þess. Annar áhrifavaldur var verk J.S.Bach Toccata og fúga sem var til á plötu á æskuheimili mínu. Síðan voru það áhrif frá tónlist hljómsveita eins og Deep Purple og Trúbrots þar sem Karl Sighvatsson sat við orgelið sem urðu til þess að ég fékk þá vitrun að ég yrði að verða orgelleikari tO að geta spilað á þetta volduga hljóðfæri. Ég var svo sannfærður að ég gekk á fund foreldra minna og tilkynnti þeim að stúdentspróf væri einskis virði og ég vildi hætta í menntaskólanum til að geta haft tíma til að æfa mig á orgelið." Þetta varð að samningi um að Hörður var utan- skóla í MA tvö seinni árin af stúdentsnáminu en æfði sig af kappi á orgelið. Hann segist aldrei hafa lent al- mennilega inn í popptónlistina þótt þar brygði fyrir þéttum orgelhljóm á þessum árum en hann starfaði engu að síður i hljómsveit á menntaskólaárunum. Þetta var þriggja manna hljómsveit skipuð honum, Erlingi Ingvarssyni og Sveini Clausen. Sveitin lék af- skaplega framsækna rokktónlist í anda Yes og fleiri stórbanda og leit ekki við öðru en frumsaminni tón- list. „Hápunkturinn á starfi hljómsveitarinnar var sennilega þegar við fluttum hálftíma verk á skóla- skemmtun í tilefni 1. des. Þetta var að hluta til spunn- ið á staðnum en þar brá fyrir þekktum stefjum og sér- staklega ísland ögrum skorið sem flutt var i líkum anda og Jimi Hendrix flutti ameríska þjóðsönginn. Þetta var hápólitískt verk gegn hersetu Bandaríkja- manna á íslandi og áhrifum menningar þeirra á okk- ar. Þess vegna stóð stór hluti kennara skólans og ein- hverjir hægrisinnaðir nemendur upp undir flutningi þess og gengu á dyr.“ Hörður minnist þess einnig með talsverðri gleði þegar hljómsveit þessi tók þátt í frægri leiksýningu á Akureyri á Minkunum eftir Erling Halldórsson en þá hafði Kristinn R. Ólafsson sem oft er kenndur við Ma- drid bæst í hópinn. Það var María Kristjánsdóttir leikstjóri, nýkomin heim frá námi i Rússlandi, sem setti verkið upp. „Þetta var gríðarlega skemmtilegt verkefni og Mar- ía leyfði okkur að gera allt sem okkur datt í hug og okkur datt óskaplega margt í hug þótt það væri ekki allt jafngáfulegt." Eftir stúdentspróf hélt Hörður glaðbeittur af stað út í heiminn með ferðatösku frá KEA í hendinni og nokkrar gulrætur frá móður sinni í nesti. Hann ætlaði út í heim að læra að verða organisti en ætlaði eiginlega ekki að hafa langa viðdvöl í Reykjavík. „Ég var eiginlega sannfærður um að hér væri hálfgerð lágmenning og fátt hægt að læra. Ég taldi eins og margir aðrir félagar mínir að öll raunveru- leg menning á íslandi ættu uppsprettu sína fyrir norðan, nánar tiltekið i Þingeyjarsýslum.“ Faðir Harðar fékk þó talið hann á að fara í tónlist- arskóla í Reykjavík og þar sendu örlögin hann i veg fyrir merkilegan mann sem hér Róbert Abraham Ottósson, þýskur tónlistarmaður sem ílentist hér og hafði gríðarleg áhrif á íslenskt tónlistarlíf. „Ég fór í inntökupróf fyrir tónmenntadeild í Tón- listarskólanum. Þar sat elíta islenskrar tónlistar í dómnefnd en ég var svo sjálfsöruggur sveitadrengur að ég vissi ekkert hverjir þetta voru og var ekki vit- und stressaður. Sennilega var það þess vegna sem mér gekk svo vel. Ég taldi enga framtíð í því að verða tónlistarkennari en Róbert kom hlaupandi á eftir mér eftir prófið og tók utan mig og áður en ég vissi af var hann búinn að ákveða hvernig ég ætti að sækja tíma og hvað hann ætlaði að kenna mér.“ Hörður lauk síðan þriggja ára námi sem dr. Ró- bert kallaði kantornám á tveimur árum og byrjaði fljótlega að spila í kirkjum og leysa af hér og þar. Þannig má segja að dr. Róbert hafi gert organista úr þessum unga manni. í kjölfarið lá leiðin til Þýskalands þar sem Hörð- ur stundaði nám og lauk A-prófi í orgelleik frá Dus- seldorf. Hann ætlaði síðan að koma heim að loknu námi og taka við starfi organista í Hallgrímskirkju. Eitt af þvi sem togaði í hann var loforðið um að í Hallgrímskirkju skyldi setja upp stærsta kirkjuorg- el landsins en hann segist reyndar aldrei hafa íhug- að í alvöru að setjast að ytra. „Það dróst nú samt og ekki stóð allt það sem mér upphaflega hafði verið lofað. Það áttu eftir að liða 10 ár áður en orgelið stóra varð að veruleika." Það dróst reyndar um eitt ár að Hörður kæmi heim því hann fékk tilboð um að leysa af sem org- anisti og kórstjóri í eitt ár í Dusseldorf. Þar voru kjöraðstæður, öflugur kór, gott orgel og blómlegt tónlistarlíf. Þar fékk Hörður því tækifæri til að kynnast starfsaðstæðum organista eins og þær geta orðið bestar. „Ég tók við kór sem var stjórnað með einstaklega hörðum aga og ég notaði eiginlega tækifærið og var með sjálfan mig í prófi allan veturinn í þeim aðferð- um sem ég var þá farinn að trúa að væru bestar við kórstjórn." Mótettukórinn og Schola Cantorum sýna svo ekki verður um villst að Hörður hefur eitthvert alveg sér- stakt lag á kórstjórn en hann segir að leyndarmálið snúist um að fá fólk til að gera hlutina með gleði og metnaði frekar en boðum og bönnum. Hann náði þeim tökum á kórnum úti í Þýskalandi að auglýstur var sérstaklega nýr hljómur í kórnum og þegar fyrr- verandi kórstjóri sneri aftur varð uppi fótur og fit. Drottni til dýrðar en launalaust Hörður segir að islenskt tónlistarlíf hafi tekið al- gerum stakkaskiptum þau 20 ár sem hann hefur starf- að hérlendis en svo dæmi sé tekið er fyrir nokkru far- ið að tíðkast að organistar við kirkjur séu í fullu starfi en áður var þetta íhlaupaverk og varla launað sem slíkt. „Fyrstu árin sem ég var heima var þetta nánast ekkert kaup. Maður átti að gera þetta Drottni til dýrð- ar og fyrir hugsjónina eina. Þegar ég vildi fá kaup- hækkun þá talaði þáverandi sóknarnefndarformaður um orgelið góða sem verið væri að safna fyrir.“ Fyrir vikið varð það hlutskipti Harðar eins og svo margra annarra íslenskra tónlistarmanna að vera á þönum út um hvippinn og hvappinn spilandi hér og spilandi þar við jarðarfarir, skírnir, hjónavígslur og hvað þær nú allar heita þessar indælu athafnir sem varða veg okkar frá vöggu til grafar. Hann segir að í dag séu starfsaðstæður hans allar aðrar en enn er afar margt á verkefnaskránni og hver dagur þéttsetinn. Þegar Hörður talar um starf sitt verður honum tíðrætt um starf sitt eins og starf bónd- ans sem yrkir jörðina og hlúir að gróðrinum. Þannig virðist hann sjá sig eins og Jón afa sinn á Mýri en við önnur störf á öðrum akri. Það er oft talað um smæð og aðstöðuleysi í íslensk- um tónlistarheimi og tíðræddast verður mönnum þó alltaf um skortinn á tónlistarhúsi. Hörður tekur heils- hugar undir það. Hneyksli eða aumingjaskapur „Það er auðvitað eins og hvert annað hneyksli eða aumingjaskapur að ekki skuli vera til tónlistarhús á íslandi. Það er einhver óskiljanleg tregða i þessu máli þrátt fyrir nýjar og nýjar yfirlýsingar ár eftir ár um að nú skuli loksins hafist handa. Á sama tíma eru reistar íþróttahallir í hverju plássi og hvert sem litið er standa risavaxnar knattspyrnuhallir eins og mammútar þar sem áhorfendapallarnir rúma alla íbú- ana í einu. íslenskt tónlistarlif er hlutur sem hefur vaxið svo síðustu ár að framboð tónleika er orðið margfalt hjá þvi sem áður var og okkur fer að vanta fólk til að njóta þess alls.“ Talandi um tónlistarhús þá hefur oft verið talað í gagnrýnum tón um hljómburðinn í Hallgrímskirkju sem ekki hefur verið að allra skapi. Þetta segir Hörð- ur að sé misskilningur og fáfræði að hluta. „Hljómburðurinn í kirkjunni er með líkum hætti og í öðrum stórum steinkirkjum í heiminum og reyndar mun betri en í mörgum þeirra. Þetta þýðir að hann hentar vel fyrir kirkjutónlist en mjög illa fyrir talað orð. í nútímanum leysa menn þetta með tækni- legum hætti og það er loksins að takast vel í Hall- grímskirkju. En biðröð orgelleikara í fremstu röð sem vill fá að leika í kirkjunni segir sína sögu um gæði hljómburð- arins og gæði orgelsins. Við eigum mjög auðvelt með að fá heimsins frægustu orgelleikara til að halda tón- leika sem eru mikil forréttindi." Hörður talaði um uppskerutímabil og áfanga í líf- inu í upphafi samtals okkar og því liggur beint við að spyrja hann hvert hann vilji stefna héðan. „Ég hef ekki sett mér nein ákveðin markmið. Ég vildi gjarnan hafa meiri tíma og næði til þess að sinna því sem mér finnst skipta mestu máli sem eru kórarnir og helgihaldið í kirkjunni. Ég hefði gjarnan viljað losna við ýmis skipulagningarstörf sem margir gera betur en ég. Mér finnst ánægjulegt að sjá marga af mínum nemendum vera komna í framhaldsnám eða fara til starfa i ýmsum kirkjum. Ég er ánægður með að hafa haft þrek til að vinna mitt starf án þess að missa heilsuna eða lenda á taugaspítala. Ég þakka þetta fyrst og fremst fjölskyldu minni, frábæru sam- starfsfólki og því uppeldi og þeirri reynslu sem ég fékk í sveitinni. Þar var hvert handtak upp á líf og dauða og snerist um að yrkja jörðina, komast af og einhverjar framfarir ættu sér stað.“ -PÁÁ Organistinn úr sveitinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.