Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 / 7 c> / q a r b l ct ö DV 33 Rakel setur hér salvíulauf í pastað. Hún vill hafa pastarétt- ina sína afar einfalda enda njóti þeir sín best þannig. Rakel býðnr pastarétti einu sinni í viku í kaffistofu Nor- ræna hússins og hafa móttökur verið góðar. Parmesanostur er ómissandi með pastaréttum. Hér lætur Rakel ostinn finna fyrir rifjárn- inu. Munnvatnið fer af stað hjá ófáum við þessa sjón. Rakel hefur rekið kaffistofu Norræna hússins um nokkurt skeið en áður rak lnin m.a. veit- ingasöluna í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn. Hún hefur vndi af matargerð og vill lielst vera á léttum nótum við þá iðju. DV-myndir Hari Rautt vín og hvítt á ítölskum nótum - er val Steingríms Dufþaks Pálssonar hjá Lind Steingrímur Dufþakur Pálsson hjá Lind var ekki í vafa þegar við báðum hann um að velja vín með því sem Rakel í Norræna húsinu hefur upp á að bjóða. Fyrst af öllu valdi hann Masi Campofiorin, ítalskt rauðvín sem hann sagði smellpassa. Masi Campofiorin kemur frá Emilia Romagna á Ítalíu. Framleiðandinn Masi þykir einn sá eftirtektarverðasti á Ítalíu og hefur verið undanfarin ár. Fyrirtækiö hefur aflað sér virð- ingar um allan heim fyrir einstaklega vönduð vín og víngerðarmenn Masi hafa verið brautryðjend- ur í nýjungum í vínrækt í Emifia Romagna. Masi Campofiorin er framleitt með svokallaðri „Ripasso“ aðferð sem er svipuð aðferðinni sem notuð er við framleiðslu á Amarone, einu af stóru rauðvínunum á Ítalíu. Ripasso felur í sér að not- að er hrat úr sól- og vindþurrkuðum berjum sem er látið liggja i vínsafanum á meðan hann er í gerjun. Þetta framkallar mjög djúpt ávaxtabragð í víninu og gerir það að einhverju athyglisverð- asta víni sem komið hefur frá Italíu i áraraðir. Vínið er dimmrautt á lit meö þungan sólríkan berjailm. Það er ekki laust við að við fyrsta sopann hverfi maður í draumi til sólríkra akra í Pódalnum á Ítalíu. Sem sagt einfalt og gott vín með pastaréttinum. Masi Campofiorin kostar 1.390 krónur í ÁTVR. Steingrímur vildi líka velja hvítvín og þá varð Banfi Le Rime fyrir valinu sem gert er úr blöndu Chardonnay og Pinot Grigio þrúga. Þetta er eitt frábærra nýrra hvítvína frá Ítalíu þar sem not- aðar eru franskar þrúgutegundir til að gera vín með ítölskum einkennum. Vínið er strágult að lit með smávegis ljós- grænum blæ. í nefi er vínið frískandi með sitrusilm. Það ér þurrt með meðalfyll- ingu. Framleiðandinn Banfi er einn af þeim j stóru í Toscanahéraðinu. Þeir eiga stærstu og tæknivæddustu víngerðina í héraðinu. Fyrirtækið er í eigu Bandaríkja- manna sem eru stærstu innflytjendur ítal- skra vína. Þetta ágæta hvitvín á sérlega vel við smáréttaplatta Rakelar. Le Rime Chardonnay/Pinot Grigio kostar 1.360 krón- ur í ÁTVR. -hlh Umsjón Ilaukur Lárus Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.