Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 Fréttir DV Kristinn H. Gunnarsson kveður Byggðastofnun með söknuði: Skilyrði til að friður nki - sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Jón Sigurösson hagfræöingur var kjörinn formaður stjórnar Byggðastoftiunar á aðalfundi stofnunarinnar sem haldinn var í gær í Hnífsdal. Var létt yfir fund- arfólki enda blíðskaparveður vestra. í viðtali við DV sagði frá- farandi formaður stjórnar stofnun- arinnar, Kristinn H. Gunnarsson, að fundurinn hefði gengið vel og sér virtist staða byggðamála vera tiltölulega öflug og að mikið væri að gerast í málaflokknum, bæði af hálfu ríkisstjórnarinnar og ann- arra sem láta sig málin varða. „Ég kveð þennan vettvang sann- arlega með söknuði. Starfið gekk vel og var ævinlega samstaða um helstu mál á fundum stjórnar og man ég varla eftir atkvæðagreiðsl- um um einstök mál. Óska ég þeim sem við taka við alls hins besta.“ Aðspurður um áform stofnunar- innar um aðkomu að dreifingu fjölmiðlaefnis sagði Kristinn að hér væri um mikilvægt byggðamál að ræða og stefna bæri að því að tryggja sem flestum jafnt aðgengi að sjónvarpsefni og öðru ftölmiðla- efni. DVA1YND VALDIMAR Blíöalogn eftir aðalfund Byggöastofnunar Valgeröur Sverrisdóttir, iönaöar- og viðskiptaráðherra, og Kristinn H. Gunnars- son, fráfarandi formaöur stjórnar Byggöastofnunar, njóta blíðunnar eftir kuldalega tíö undanfarið. „Við höfum fengið erindi frá nokkrum aðilum sem hafa áhuga á að dreifa efni til fámennra byggða og er unnið að því núna.“ Önnur mikilvæg verkefni Byggðastofnunar undanfarin ár taldi Kristinn meðal annars vera uppbyggingu viðskiptaháskólans á Bifröst, stuðning við loðdýrarækt og sauðfjárslátrun. „Hlutverk Byggðastofnunar er skilgreint í lögum um hana og er skýrt. Byggðastofnun hefur afar mikilvægu hlutverki að gegna og tel ég að stuðningur hennar við uppbyggingu náms á háskólastigi og dreifingu á fjölmiðlaefni stuðli að breyttri og bættri ímynd stofn- unarinnar," sagði Kristinn. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, lét vel af fundinum. „Ég er ánægð með dag- inn og ekki síst hvað umræðan hefur verið málefnaleg og and- rúmsloftið gott. Fólk er ákveðið i því að spýta í lófana og hugsa um byggðamálin og jákvæða þróun byggðar. Nú eru öll skilyrði til þess að friður ríki og menn ein- beiti sér að málefhunum.“ -VH Unnið að fornleifauppgrefti í gamla bænum í Skálholti: Leirker, krítarpípur og kínverskt drykkjarstell - meðal þess sem hefur fimdist - fornminjamar vel varðveittar Við fomleifauppgröft, sem nú fer fram í Skálholti, hafa fundist ieirker, gler, krítarpípur og hlutar úr kín- versku drykkjarstelli. Mokað hefur verið ofan af um fimmtungi svæðisins þar sem bærinn stóö áður en hann hrundi í Suður- landsskjálftanum 1784. Biskupssetrið var eftir það flutt til Reykjavikur. Orri Vésteinsson, fornleifafræöing- ur og verkefnisstjóri uppgraftarins, sagði i samtali við DV að hann væri hissa á hversu rústimar í Skálholti væru vel varðveittar. Hann sagði ís- land spennandi stað til fomleifaupp- graftar vegna smæðar samfélagsins. „Viðráðanleiki fornleifanna, rit- heimildir sem og afmörkuð tíma- lengd, um 1100 ár, gera það að verk- um að auövelt er að greina hve gamlar fornleif- amar eru,“ sagði Orri. Hann sagði þó að þar sem samfélagið hefði verið fátækt hefði arkitektúr verið af skom- um skammti. I hópnum sem nú vinn- ur aö uppgreftinum eru tíu manns. Sérstakur sjóður var stofnaður tO Orri Vésteinsson. að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því kristni var lögtekin á íslandi. Meðal hlutverka sjóðsins er að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöð- um þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skáiholti og á Hólum. Starfstími sjóðs- ins er fimm ár eða til ársloka 2005. Næsta verkefnið sem ráðist verður í em Hólar í Hjaltadal og hefst upp- gröftur þann 1. júlí næstkomandi en hæstu fjárframlögin fengu Hólar, eða 11 milljónir. Skálholt mun klárast i þessari viku en til þess verks fengust 9 milljónir. Langt er komið með Þingvelli en úthlutað var 5 milljónum í það verkefni. Byrjað DVWYND: HARI Fornleifauppgröftur í Skálholti Margt getur leynst í moldinni. verður að grafa i Gásum í júlí en 4 milijónum er varið til þess verks. Kirkjubæjarklaustur sem og Skriöuklaustur fengu hvort sínar 7 milljónimar. -ss Vífilsstaðaspítali hefur lokið áratuga hlutverki sínu: Síðustu sjúklingarnir útskrifaðir - hugmyndir um að reka öldrunarþjónustu á staðnum Vífilsstaðir hafa nú lokið uppruna- legu hlutverki sínu sem spitali fyrir lungnasjúklinga og hafa síðustu legu- sjúklingamir verið útskrifaðir þaðan. Þar með er allri sjúklingastarfsemi á Vífllsstöðum að ljúka. Miklir flutningar deilda hafa átt sér stað að undanfómu vegna þessara breytinga. Lungnadeildin var flutt á Landspítalann í Fossvogi í janúar sl. Hjúkrunardeildin hafði þá þegar verið flutt á Landakot. Geðsviðið, sem starf- rækt var á Vífilsstöðum, var flutt á Kleppsspítala. Eftir heföbundna sumar- lokun göngudeildarinnar verður hún til húsa í byggingum Landspítala í Kópavogi. Húðdeildin verður einnig flutt af staönum eftir sumarlokun. Enn er eftir að koma fyrir örfáum legurúm- um sem verða flutt á Landspítala. Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala Háskólasjúkrahúss, sagði að húsnæði það sem kailað væri Hóllinn og hefði hýst geðdeildina á Vífilsstöð- um yrði auglýst til leigu á næstunni. Framtíð gamla spítaians hefði verið rædd milh Landspítala og heilbrigðis- ráðuneytis. Þar væri á borðinu sú hug- mynd hvort nýta mætti hann fyrir hjúkrunarsjúklinga. Hugmyndin væri til athugunar hjá ráöuneytinu en Land- spítali hefði þegar skilað húsinu af sér til þess. Nýtt hlutverk? f athugun er hvort nýta megi Vífilsstaöaspítala fyrir hjúkrunarsjúklinga. Góð lausn Við höfúm sagt sem svo að gæti það orðið til aðstoðar í þessum híúkrunar- málum að Landspítalinn sæi um eign- ina en heilbrigðisráðuneytið legði ffarn fé til þess að reka einhvers konar þjón- ustu við aldraða, þá væri það feiknar- lega gott,“ sagði Magnús. „Það em alltof margir inni á spítalanum sem em ekki best settir þar. Það væri góð lausn sem allir myndu fagna ef þama yrði hjúkrunarþjónusta fyrir aldraða." Magnús sagði að kosta myndi tölu- verða peninga að vera með slíkan rekstur á Vífilsstöðum. Húsið hefði bæði kosti og galla. Hins vegar væri staðsetningin góð. „Ég býst við að það yrði ódýrara hjúkrunarrými sem fengist með því að gera einhverjar breytingar þama held- ur en að smíða alveg frá grunni," sagði Magnús. „Við metum það þannig að inni á spítalanum séu um 120 manns sem væm betur komnir annars staðar, á hjúkrunarheimilum, meðferðarheim- ilum, vistheimilum eða þ.h. en ekki í þessum dýra rúmum á Landspítala. Þess vegna erum við á spítalanum mjög mikið áhugafólk um hjúkrunar- rými, því okkur skortir rúmin til aö vinna á biðlistum." Saga Vífilsstaða Heilsuhæhð á Vífilsstöðum hóf starf- semi 5. september 1910 en þá var tekið á móti fyrstu sjúklingunum. Það var rekið af Heilsuhælisféiaginu til 1. janú- ar 1916 en þá tók ríkið viö rekstrinum Tilgangur með heilsuhælinu var ein göngu að vista og lækna berklasjúk- linga. Vífilsstaðir voru berklahæli fram undir 1970 en þá var nafriinu breytt í Vífilsstaðaspítala og komið þar upp lungnadeild. Vífilsstaöir eru hluti af Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þar hefur verið lungnadeild, langlegudeild fyrir lungnasjúklinga, húðlækninga- deild, göngudeild fyrir lungnasjúklinga og göngudeild fyrir oftiæmissjúklinga, sú eina á landinu. Einnig hefúr farið ffarn á Vífilsstöðum greining og með- ferð öndunartruflana I sveftii. Saga Vífilsstaða í 90 ár er vörðuð mörgum viðburðum og merkum. Til dæmis var Samband íslenskra berkla- sjúklinga stoftiað þar en SÍBS kom upp vinnuheimilinu að Reykjalundi. Helsti hvatamaður að því var Oddur Ólafsson en hann var um tíma aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum. -JSS ■ sjíiysif/iJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 24.05 Sólarupprás á morgun 02.55 Síódegisflóö 16.38 Árdegisflóð á morgun 04.56 Hafgola og hlýtt víðast hvar Hæg breytlileg átt eða hafgola. Skýjað með köflum eða léttskýjað um mestallt landið en stöku skúrir. Hætt viö næturþoku við vestur- og noröurströndina en hiti verður á bilinu 3-17 stig, hlýjast suðvestanlands. Hæglætisveður Hæglætisveður með suðaustan- kalda og rigningu suðaustan- og austanlands þegar líöur á kvöldið. Annars hlýtt í veöri, skýjað með köflum og hægur vindur. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Hitl 9° Hiti 10” Hrti 9" «118° «116' til 16' Vindur: Vindun Vindur: 3-10 ms 3-10 m/« 88 "V8 Noröanátt og Noröanátt og Sunnan átt og smáskúrir úrkoma norðan síðar noröan og og austan til en suövestlægar austan tii. annars skýjaö meö köflum. eöa breytiiegar áttJr meö vætu sunnan og vestan tii. * 4» t Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviðri Stormur Rok Ofsaveður Fárvlðri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 -i'j í^-f AKUREYRI BERGSSTAÐIR skýjaö 10 BOLUNGARVÍK léttskýjaö 10 EGILSSTAÐIR skýjaö 8 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 KEFLAVÍK hálfskýjaö 10 RAUFARHÖFN léttskýjaö 5 REYKJAVÍK hálfskýjaö 11 STÓRHÖFÐI BERGEN léttskýjaö 9 HELSINKI KAUPMANNAHÖFN skúrir 16 ÓSLÓ STOKKHÓLMUR skýjaö 18 16 ÞÓRSHÖFN þoka 9 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 17 ALGARVE heiöskírt 25 AMSTERDAM skýjaö 18 BARCELONA hálfskýjað 26 BERLÍN skýjað 22 CHICAGO mistur 24 DUBUN rigning 14 HAUFAX skýjaö 15 FRANKFURT alskýjaö 22 HAMBORG skýjaö 20 JAN MAYEN skýjaö 4 LONDON hálfskýjaö 20 LÚXEMBORG skýjað 21 MALLORCA mistur 25 MONTREAL NARSSARSSUAQ léttskýjað 19 NEW YORK heiöskírt 21 ORLANDO alskýjaö 23 PARÍS skýjaö 23 VÍN léttskýjaö 30 WASHINGTON heiöskírt 19 WINNIPEG heiöskírt 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.