Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Blaðsíða 17
LAUCARDAGUR 22. JÚN! 2002 HelQarblctð 31>V I ~7 Organistinn úr sveitinni Hörður Áskelsson er orqanisti íþriðja lið og situr við stærsta orqel landsins íHallqrímskirkju. Hann talar um uppskeru og erfiði, mótun popptónlistar, uppreisn oq sveitastörf en einniq um það hverniq á að fá fólk til að synqja betur en almennt qerist. Hörður var útnefndur borqarlistarmaður Reykjavíkur og DV hitti hann yfir laxaslóqi oq hroqnum. • Sjá næstu opnu HÖRÐUR ÁSKELSSON ER ORGANISTI við höfuð kirkju íslensku þjóðarinnar, Hallgrímskirkju, sem gnæf- ir við loft á Skólavörðuholti. Það tók íslensku þjóðina hartnær 40 ár að koma þessari kirkju upp úr jörðinni sínu helsta sálmaskáldi til dýrðar. Lengi vel stóð styr mikill um þessa kirkju sem þótti ljótt hús og ólögulegt og helstu skáld þjóðarinnar ortu gegn byggingu hennar. Ný- lega gerði DV skoðanakönnun á þvi hver mönnum þætti vera fegursta bygging Reykjavíkur og lenti téð kirkja þar í efsta sæti og má af ætla að nokkur sátt riki orðið um hús þetta. Þegar Hörður Áskelsson tók við starfi organista við Hallgrímskirkju árið 1982 átti hún eitt orgelræksni lítið, kirkjukór sem í voru um tveir tugir roskinna söngvara og enn stóöu stillansar utan um lungann af byggingunni. Síðan hafa liðið tuttugu ár uppbyggingarstarfs og rækt- unarstarfs. Kirkjan státar af stærsta orgeli íslands og þótt víðar væri leitað. Það er frá þýsku Klais-verksmiðj- unum hannað sérstaklega fyrir kirkjuna og þykir hafa tekist svo vel aö eftirsótt er af organistum heimsins að koma og spila á það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.