Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Side 29
LAUCARDACUR 17. ÁGÚST 2002 HelQorbloö JOV 20 sýklalyf. Hann átti að mæta aftur daginn eftir og lögg- ann leyfði honum að gista um nóttina og keyrði hann svo aftur upp á spítala. Eftir seinni lyíjagjöfina var hann sendur burt með lyfseðil upp á vasann sem hann átti ekki fyrir. Hann átti ekki að koma á endur- komu.“ Ertu ekki mjög hrædd um hann? „Að sjálfsögðu er ég oft hrædd um hann. En kannski er þetta búið að ganga svo lengi að ég er und- irbúin að taka því sem verða vill. En ég er oft hrædd um hann. Fyrir skömmu kom mamma vinar hans til mín. Hún er utan af landi en strákurinn hennar er hér í bænum á götunni. Ég er harðari af mér en hún því að hún hefur misst heilsuna. Ég ætla ekki að gera það.“ Hvenær hefurðu verið hræddust um hann? „Það var þegar honum tókst aö komast á kreditkkortinu sínu til Danmerkur og hringdi þaðan. Hann vissi varla hvað hann var að gera og segja og komst hvorki lönd né strönd. Við keyptum fyrir hann farseðil til baka og honum tókst að komast heim. Honum var mjög brugðið eftir þá ferð og fannst sjálf- um nóg komið. Það er eitt sem ég hef tekið eftir þegar ég tcda við hann. Hann talar um að fólk verði að ná botninum áður en það reisir sig við. Ég hef spurt hvort hann hafi ekki enn fundið botninn og hann verði að gera sér grein fyrir því að kannski finni hann bara kistu- botninn. Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þetta botntal. Kannski þeir séu að bíða eftir einhverju sem þeim finnst mjög óhugnanlegt. Og það hlýtur að koma að því.“ Maður veit aldrei hvað gerist Finnst þér ekki sorglegt að hugsa til þess hvernig hefur farið þegar þú lítur til baka þegar hann var lítill strákur? „Jú, en annars tek ég þetta ekki mikið inn á mig. Ég veit ekki af hverju. Ég hef lent í mörgu í gegnum tiðina og veit að þetta kemur fyrir hjá öðrum og því ekki hjá mér? Fjórir unglingar i fjölskyldunni hafa dáið. Kannski vérður maöur að einhverju leyti sjóaður. Ég lít frekar á þetta sem verkefni sem ég verð aö halda áfram að vinna í. Ég vO ekki koma mér í þá aðstööu að ég geti ekkert gert.“ Ertu í einhverju samskiptum viö aðra sem eru 1 sömu stöðu og þú? „Ekki miklum en ég hafði töluverð samskipti við fólk í Vímulausri æsku. Mér finnst vanta félagsskap fyrir aðstandenur edlra fólks. Meðferðarheimilin bjóða upp á „Þrír kunningjar hans liafa gefist upp á lífinu og mað- ur veit aldrei hvenær það getur gerst. Ég hef spurt hann hvort liann hafi einhvern tíma verið við það að gefast upp á lífinu en hann svarar því til að hann sé svo kjarklaus að hann gæti ekki gert það. Ég held sarnt að fólk komist oft óvart í aðstæður sem það ræður ekki við - og þá veit maður aldrei hvað ger- ist.“ fyrirlestra og slíkt en boðskapur þeirra virðist fyrst og fremst vera sá að þrauka sjálfur og láta sjúklinginn af- skiptalausan. Ég vil sjá félagsskap sem reynir að gera eitthvað og leggi til úrbætur." Hvað heldurðu að gerist hjá íjölskyldunni á næstu mánuðum? „Ég veit það ekki. Mér skilst að í mörgum tilfellum sé fólk að fara inn og út af meðferðarstofnunum í ein- hver ár. Ég vona að hann komist í meðferð og verði edrú í einhvern tíma. En maður veit aldrei hvað gerist. Þrír kunningjar hans hafa gefist upp á lífinu og maður veit aldrei hvenær það getur gerst. Ég hef spurt hann hvort hann hafi einhvern tíma verið við það að gefast upp á lífinu en hann svarar því til að hann sé svo kjarklaus að hann gæti ekki gert það. Ég held samt að fólk komist oft óvart í aðstæður sem þaö ræður ekki við - og þá veit maður aldrei hvað gerist." -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.