Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 11 V Skoðun Er ævisagan sagan öll? Vljf' Kjartan Gunnar Kjartansson Jólin nálgast og bókaflóðið er að bresta á með öllum sínum skáldsög- um, smásögum, ástarsögum, þjóð- sögmn og ævisögum. Gagnrýnendur setja sig í stellingar, búa sig undir maraþon-hraðlestur, munda penn- ann og reyna að segja eitthvað af viti um allar þessar bækur. Því fyrst eru skrifaðar bækur og síðan er skrifað um bækumar i dagblöð. Það er svo álitamál hvort þeir sem kaupa bækumar kaupi þær vegna þess að þeir hafi lesið eitt- hvað um þær eða hvort bækumar eru lesnar yfirhöfuð. Aðalatriðið er það að við erum bókmenntaþjóð, - eða a.m.k. bókaþjóð, ef ekki vill bet- ur. Þess vegna opnum við fyrir jóla- bókaflóðgáttir í nóvember og des- ember og höldum svo bókaútsölu í Perlunni í febrúar. Sonja og sjálfstæðishetjan Með þvi fyrsta sem rekur á fjörur i þessu flóði em tvær ævisögur sem líklega verður skrafað um a.m.k. fram yfir áramót. Önnur er Sonja, Líf og leyndardómar Sonju W. Benjamínsson de Zorrilla, skráð af Reyni Traustasyni, fyrrverandi rannsóknarblaðamanni, en Sonja var íslensk heimskona og auðkona sem lést sl. vor. Hin bókin er fyrsta bindið af ævi Jóns Sigurðssonar forseta, skráð af Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi. Guðjón hefur áöur skráð ævisögu Jónasar frá Hriflu og Einars Bene- diktssonar sem fengu fádæma und- irtektir. Nú ætlar Guðjón að minna okkur á að sjáifstæðishetja þjóðar- innar var ekki bara „Jón Sigurðs- son forseti, standmynd sem steypt er í eir..“, svo notuð séu orð Steins Steinarr, heldur manneskja af holdi og blóði og breyskur í þokkabót, eins og við hin. Ævisöguþjóð Við íslendingar erum ævisagna- frik og höfum lengi verið. Æviágrip íslenskra einstaklinga sl. tvær aldir eru til í tugþúsundavís í héraðatöl- um, niðjatölum, ábúendatölum, stéttatölum og afmælis- og minning- argreinum, að ógleymdum öllum út- gefnum ævisögunum í einu eða fleiri bindum um Pétur og Pál. ísland er eyja þar sem látnir lifa í tvenns konar skilningi. Annars veg- ar erum við líklega eina þjóðin í heiminum sem trúir statt og stöðugt á líf eftir dauðann, eins og ekkert sé áþreifanlegra. Hins vegar höfum við lengi skráð niður upplýsingar um alla þá sem álpast til að fæðast hér á landi og er- um sífellt að fjalla um, þjarka um og vitna í, löngu látið fólk, eins og það gangi ljóslifandi á meðal okkar. Færa má gild rök að þeirri skoð- un að sumar íslendingasagna, s.s. Egils saga, Laxdæla, Grettis saga og Fóstbræðra saga, hafi til að bera flest einkenni ævisögu viðkomandi aðalsöguhetju. Og enginn skyldi ef- ast um áhuga okkar á þessum sög- um. Ævisögur hafa alltaf selst hér eins og heitar lummur, eru lesnar upp til agna, og svo þjarka menn og þrasa um það hvaö sé satt og hvað logið. Að vita og að skilja Þetta ævisagnadálæti eru í fullu samræmi við óskiljanlegan og ólæknandi ættfræðiáhuga þjóðar- innar. Ævisöguáráttan kemur lika heim og saman við þá menningar- greiningu Sigurðar Nordal, að ís- lendingar séu sögumenn, en siður vísindamenn eða heimspekingar. Við höfum gríðarlega gaman af að segja sögur en gerum minna af því að hugsa rökrétt. Við viljum vita og segja frá, - ekki skilja. Snobbið og hnýsnin Auðvitað erum við svolítið stolt af allri þessari séríslensku ævi- sagna- og ættfræðidellu. Þó hafa stríðnir menn laumað fram tilgát- um um að þessi áhugi okkar á hög- um náungans eigi lítið skylt við göf- uga fræðimennsku en sé af öðrum og vafasamari rótum runnin. Við skulum hafa það hugfast að œvisögur eru einnig skrifaðar í útlönd- um. En það eru yfirleitt œvisögur löglegra stór- menna, skrifaðar af við- urkenndum rithöfundum og lesnar af menntafólki. Hér skrifar hins vegar hver um annars ævi og svo lesa þetta allir, hvar í stétt sem þeir standa, og þykir góð latína. Skömmu eftir að ættfræðisíða DV hóf göngu sína fyrir fnnmtán árum var undirritaður að furða sig á ótrú- legum vinsældum síðunnar við þá- verandi ritstjóra blaðsins, Jónas Kristjánsson. Jónas lét sér fátt um finnast, setti upp sitt elskulega glott og sagði sem svo: „Ég vissi alltaf að síðan yrði vinsæl, Kjartan minn. En ástæðurnar fyrir vinsældunum eru bara tvær. Önnur er snobbið og hin er hnýsnin." Þessi kenning er athyglisverð og ósvífin, eins og Jónasi er einum lag- ið. En hún er ekki alveg einhlít. Auðvitað er það m.a. hnýsni sem fær okkur til að sökkva okkur ofan í ævisögur og æviágrip annarra og lesa okkur til um einkalíf þeirra. En íslendingar eru tæplega hnýsnari en gengur og gerist og alls ekki snobbaðri en aðrar þjóðir. Ævi aðals og alþýðu Um hnýsnina er það að segja að hún hefur lengi verið markaðssett af erlendum blöðum, timaritum og sjónvarpsstöðvum á miklu nær- göngulli hátt en hér á landi. Við eru heldur ekki snobbaðri en aðrar þjóðir. Þvert á móti. Við höf- u.m verið blessunarlega laus við kóngafólkið og aðalinn og allt til- standið sem því fylgir. íslendingar fara sínu fram, eru höfðingjadjarfir, rífa kjaft og eru ekki vanir að af- saka stöðu sina eða stétt. Við skulum hafa það hugfast að ævisögur eru einnig skrifaðar í út- löndum. En það eru yfirleitt ævisög- ur löglegra stórmenna, skrifaðar af viðurkenndum rithöfundum og lesnar af menntafólki. Hér skrifar hins vegar hver um annars ævi og svo lesa þetta allir, hvar í stétt sem þeir standa, og þykir góð latína. Theódór, Birkiland og Kadettinn Reyndar er stéttleysi íslenskra ævisagna þeirra aðalsmerki. Ýmsar frægustu ævisögur, íslenskar, fialla um alþýðufólk. Þar ber fremstan að telja Theódór Friðriksson og sjálfs- ævisögu hans, í verum. Sagan er átakanleg lýsing á ótrúlegri örbirgð og hörðum kjörum islenskrar al- þýðu. Hún er almennt talin ein merkasta íslenska sjálfsævisagan. Jóhannes Birkiland var annar ómenntaður alþýðumaður sem skrifaði fræga sjálfsævisögu, Harm- sögu œvi minnar. Það er raunarleg og vægast sagt frumleg lýsing á um- komulausum unglingi sem verður að seinheppnum einstaklingi. í sög- unni er sérstakur slysabálkur en þar er greint frá slysum þeim og óhöppum sem Jóhannes lenti í. Heil kynslóð skólastráka tók þessa ævisögu upp á sína arma fyr- ir mörgum árum og má sjá þess merki í kvæðum Þórarins Eldjáms og textum Megasar sem einhver staðar syngur, ef ég man rétt: „Við búsuðum stundum saman, Birki- land og ég.“ Talandi um búsið ber að nefna þriðju hversdagshetjuna, sem Steinar Steinar orti um, Jón kadett. Ævisaga hans, Syndin er lœvís og lipur, skráð af Jónasi Ámasyni, er einhver skemmtilegasta ævisaga tuttugustu aldar. Söguhetjan er breyskleikinn, holdi klæddur. Þetta er mikil baráttusaga en Jón barðist með Hjálpræðishernum, með breska heimsveldinu, og barðist við Bakkus um áratugaskeið. Auðvitað skrifum við líka um þá stóru eins og Jónas Hallgrímsson, Einar Ben og Jón Sigurðsson. En það hefur einmitt verið gert í seinni tíð til að gera þá mannlegri og færa þá nær okkur í stað þess að setja þá á stall. Séra Ámi og meistari Þórbergur Þegar einstaklingur tekur sig til og skrifar um sína eigin ævi eða fær aðra tO þess er hann að sjálfsögðu að hafa hönd í bagga með eigin orðstír. Þess vegna hefur löngum viljað brenna við að sjálfsævisögur fyllist af sjálfsánægju, grobbi, afsök- unum og hræsni. Af þessum sökum halda sumir því fram að ævisögur geti aldrei orðið annað en .ómerki- legar lygasögur. Spurningin um sannleiksgildið minnir á enn eina fræga ævisögu, Áma prófasts Þórarinssonar, skráða af meistara Þórbergi. Um hana var sagt að þar hefði lygnasti maður á íslandi lesið fyrir þeim trú- gjamasta, og útkoman sé eftir því. Þeir sem gagnrýna ævisögur á þennan hátt misskilja eðli þeirra. Góð ævisaga á hvorki að vera kór- rétt sagnfræði né helber skáldskap- ur, heldur einhvers konar einlæg upprifiun og hugleiðing um það sem á daga manns hefur drifið. Séra Ámi var enginn lygari þó hann hefði mikla frásagnargáfu, og Þórbergur var ekki sá kjáni sem hann stundum þóttist vera. En sam- an voru þeir óborganlega skemmti- legir. Það gerir ævisögu séra Áma að klassísku bókmenntaverki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.