Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Síða 24
24 Helgctrblað DV LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Matur og vín Umsjón Gunnþóra Gunnarsdóttir HHi. Perur vaxa á kjarnaldintrésem ber langstilkuð blöð og hvít blóm. Ræktun þeirra á sér langa sögu og að minnsta kosti höfðu Rómverjar dálæti á per- um og ræktuðu af þeim mörg afbrigði, að talið er. Tegundunum hefur þó fjölgað síðan og eru nú talin um fimm þúsund en flestar þeirra eiga lögun- ina sameiginlega. Hún þgkir svo einkennandi að allt sem er ávalt og mjórra íannan endann er kallað perulaga. Sum afbrigðin eru harðari en önnur og henta þá betur til suðu eða matreiðslu. Annars eru perur yfirleitt tíndar af trjánum áður en þær eru fullþroskaðar. Þá gegmast þær betur og verða Ijúffengari eftir að hafa mgkst við gegmsluna. Best gegmast þær ef stilkurinn fær að halda sér en er ekki fjarlægður. Perur eru Ijúffengar eins og þær koma fgrir en henta líka afbragðsvel í ábætisrétti og kökur. Við þekkjum þær líka niðursoðnar úr dósum og þannig hafa þær verið notaðar hér á landi íáraraðir. Einnig voru þurrkað- ar perur vinsælar um tíma og gjarnan notaðar ígrauta. Prýðilegar í eftirrétti - segir Haukur Eyjólfsson á Kaffi Nauthól „Perur eru mjög góðar í ýmsa matargerð og ég nota þær stundum með fiski. Þá set ég þær í smábitum á pönnuna eftir að ég hef steikt fiskinn og læt þær meyrna í sósu með camenbertosti," segir Haukur Eyj- ólfsson, matreiðslumaður á Kaffi Nauthól í Nauthóls- vík. Hann segist samt eink- um nota perur í kökur og ábætis- rétti og kveðst einmitt hafa lent í þvi % 15 að búa til peruábæt- isrétt á sveinsprófinu á sín- um tíma. „Gott ef ég fékk ekki tíu,“ segir hann og hlær. Haukur segir margar tegundir pera á markaðinum núna og yfirleitt á góðu verði. „Greinilega uppskeru- tími einhvers staðar í veröldinni," segir hann. Hann ir okkur uppskrift aö tveimur ljúffengum eftirrétt- hvorum ætluðum fyrir fjóra og segir þá báða vera dálítið jólalega, það geri meðal annars kanillinn. Peru „strudel“ 4 perur. afhvddar 1 dl rúsínur 1/2 dl púrtvín 1 aopelsína 1 sítróna 1 kanilstöna 200 □ svkur 3-4 msk. kanilsvkur 4 kökur heilhveitikex 100 a marsipan 4 plötur smiðrdeia 1 eaa. hrært Perurnar eru hreinsaðar, skornar í smábita og látnar mar- inerast í púrtvíni með rúsín- um og kanil í kæli yfir nótt. Þá er blandan þurrkuð með heilhveiti- kexinu sem mulið hefur verið, til dæmis í mat- vinnsluvél. Marsipanið er skorið í teninga og sett saman við. Pakkað inn í smjör- deigið og penslað með egg- inu. Bakað í 20 mínútur við 190 gráöur. Borið fram með ávaxtasósu, rjóma og ís. Sítrus og syltursoðin pera 4 perur, afhvddar oa kiarnarnir hreinsaðir úr beim heilum 11/21 vatn Gott er að nota frekar óþroskaðar perur í þennan rétt. Þá draga þær betur í sig vökvann, án þess þó að meyrna of mikið. Allt sett í pott og hitað hægt upp að suðumarki. Látið rétt sjóða í 2-3 mínútur. Potturinn tekinn af hellunni og látinn standa í 30 mínútur við eldhúshita. Síðan er potturinn með öllu saman sett- ur í kæliskáp yfir nótt. ís 1/2 I bevttur riómi 4 eqq 4 msk. svkur 1 msk. vanillusvkur nokkrir sítrónudropar Allt þeytt vel saman, nema rjóminn sem er þeyttur sér og hellt saman við eggjablönduna síðast. Látið frjósa yfir nótt. Rétturinn er settur þannig saman að búnar eru til kúlur úr ísnum og settar neðstar í djúpa desertskál. Breiðari enda peranna - með holunni eft- ir kjarnhúsið, stungið ofan á ískúlurnar og súkkulaðisósu hellt með fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.