Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 H c> l c) cn rblo c) DV 27 uð ánægðir með mig en fannst ég vera að fara langt í burtu.“ - Ingibjörg segist ekki hafa farið austur til Moskvu með hugmyndir um að hennar biði fyrir- myndarríki eða paradís. - Varstu þá raunsær sósíalisti? „Ég var tvítug,“ segir Ingibjörg og hlær. Hvað sástu? - En hvernig skyldi henni hafa komið þetta þjóð- félag fyrir sjónir. Sá hún merki um þá skoðanakúg- un, innilokun og það ófrelsi sem sagt er að hafi mót- að samfélagið undir ráðstjórn? „Mér fannst þetta mjög sérkennilegt. Það eina sem ég hafði farið til útlanda áður var eitt sumar í Yorkshire í Bretlandi. Ég hafði séð Edinborg og Leeds og svo kom Moskva með viðkomu í Kaup- mannahöfn. Ég hafði aldrei búið í svona borg og mér fannst hún erfið allan tímann, ofboðslega stór, illa merkt, lítil umferð. Maður ferðaðist eiginlega alltaf niðri i jörðinni og kynntist litlum svæðum umhverfis brautarstöðvarnar og svo auðvitað mið- bænum." - Varðstu fyrir einhvers konar vonbrigðum? „Þegar ég var barn fór ég alltaf í bíó hjá MÍR og þar sáum við m.a. fræðslumyndir sem áttu að lýsa sovéskum raunveruleika. Þar sáust brosandi börn sem bjuggu í flottum blokkum og það var alltaf sól- skin og þau voru hamingjusöm. En ég var ekki að fara til að upplifa þennan veruleika og ég sá ekki persónulega þá kúgun sem sennilega var þarna í gangi en kynntist fólki sem sagði mér sögur af mörgu sem var að gerast. Kannski hef ég verið svona bláeyg að ég hef ekki áttað mig á samfélag- inu. Ég varð oft óskaplega pirruð á skriffinnskunni sem gætti mikið í skólanum og allt gekk illa og var þungt í vöfum. Maður var alltaf að troðast í gegnum þvögur hvar sem maður fór, hvort sem var í skólan- um eða á götunum." Það var aldrei rifist - Hvað með hugmyndafræðilegt frelsi í listaskól- anum? „Þarna var verið að kenna fög eins og sögu kommúnistaflokksins og einhvers konar marxíska fagurfræði og heimspeki og þau voru skylda fyrir heimamenn en við útlendingarnir sluppum við þau. Það breyttist síðan eftir uppþotin 1968 og þegar ég kom til baka frá Kúbu þar sem ég dvaldist það ár var búið að gera þessi fög að skyldu fyrir útlend- inga og það var hræðilega leiðinlegt. Það sem stuðaði mig mest þegar ég kom þarna var að það var engin umræða um pólitík. Ég var vön því úr Æskulýðsfylkingunni að vera stöðugt að þrasa við félaga mína. Þarna ræddu menn aldrei neitt sem kom stjórnmálum við. Ég taldi þá að þetta stafaði af því aö fólk hefði fengið of stóran skammt af pólitískri innrætingu og forðaðist það. Ég fékk á tilfinninguna að þetta væri ekki af ótta við að tjá sig heldur leiða. Nokkrir lentu upp á kant við skólayf- irvöld en ég held að það hafi frekar verið fyrir fyllirí og kvennafar en hættulegar skoðanir." - Ingibjörg kom heim á sumrin á sovétárunum og íslensku þjóðfélagi var á þessum árum lýst þannig að það sem ekki var sérstaklega leyft með reglu- gerð, var bannað. Var kannski lítill munur á ís- lensku og sovésku skipulagi á þessum tima? „Ég var ekki að koma úr ríku velferðarþjóðfélagi þar sem lýðræðið var fullkomið. ísland var hvorki opið né frjálst á þessum árum. Þegar ég vil bera þessi samfélög saman fer ég að riQa upp alla menninguna sem við nutum i Moskvu sem var auðvitað stórborg.“ Hugmyndin lifir - Ingibjörg flutti frá Sovétríkjunum til Kúbu þar sem hún bjó í fimm ár og hefur því nokkra sérstöðu fyrir að hafa búið í tveimur þekktustu sósíalista- ríkjum heims. Hún segist alltaf hafa kunnað betur við sig í því litla eyríki en hinu óendanlega sovéti. Lífið i sólinni hafi verið léttara þrátt fyrir fátækt. Hún segir að fólk hafi mikinn áhuga á því að vita hvernig upplifun það hafi verið og sú forvitni og áhugi hafi orðið til þess að hún fór að íhuga að skrifa ævisögu sina sem er hennar næsta verkefni en hún viðurkennir að það sækist henni hægar en hún ætlaði. „Ég er svo heppin að pabbi hélt öllum bréfum frá mér til haga og átti þau i möppu. Þegar ég les þau þá sé ég hvernig ég hef auðvitað ekki sagt foreldr- um mínum allt sem gerðist en við lesturinn rifjast margt upp sem ég var búin að gleyma. Ég veit ekk- ert hvenær mér tekst að ljúka þessu verki en mig langar til þess.“ Þetta verður hvati til skemmtilegra umræðna um minnið og hvernig maður getur ekki munað það sem maður vill en getur heldur ekki gleymt því sem maður vill. Ingibjörg staðfestir einnig að þrátt fyrir náin kynni af tveimur kommúnískum samfélögum og þau skipbrot sem kommúnískt samfélag hefur beðið um nær allan heim sé trú hennar á grundvall- arhugmyndina um jafna skiptingu auðsins nokkuð traust. -PÁÁ í tilefni af 10 ára afmæli Hyundai á fslandi, sláum við upp fjörugri afmælisveislu hjá B&L á sunnudaginn 3. nóvember, að Grjóthálsi 1, frá kl. 12 til 16 og þér er boðiö. » 10 metra afmælisterta, fyrsta tertusneiðin verður skorin klukkan 13 W andlitsmálun og blöðrudýr as (frá kl. 13 til 15) spennandi WRC Hyundai tólvuleikir » og margt fleira! Allir Hyundai bílar skarta sínu fegursta í tilefni dagsins, bæði þeir sem nýir eru, notaðir eða væntanlegir. Hverjum afmælisbíl fylgir afmælispakki og afmælisvinningur frá Terranova Sol, Lækjarbrekku, American Style eða SAM- bíóunum. Frá árinu 1992 hafa íslendingar kynnst þeim metnaði sem einkennir bifreiðar frá Hyundai. Glæsileg hönnun og ríkulegur staðalbúnaður gerir Hyundai að eftirsóknarverðum kosti. Alltaf áreiðanlegur, alltaf lipur hvort heldur á vegleysum öræfanna eða í umferðarþunga borgarinnar. Þess vegna kjósa sífellt fleiri Islendingar að aka á Hyundai. SON ATA B&L Grjóthálsi 1 110Reykjavík Sími: 575-1200 www.bl.is 1 ^ Bílasala Akureyrar Siiasaía Xeilavikur Bilás ehf. Bilasala Borgþórs ehf. Umoðsaðilar SSl 461 2533 421 4444 431 4262 471 1436 SANTAfCfe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.