Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Qupperneq 30
30 / / ( > ! c) ct rh l c j c) 33 V LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Vaknar Arsenal til lífsins? Það er nóg að gerast í enska boltanum um helgina en í dag verða leiknir fjórir leikir og á morgun fara fram fimm leikir. Topplið Liverpool fær verðugt verk- efni á Anfield er West Ham kemur í heimsókn og Man. Utd tekur á móti heitu liði Southampton á Old Traf- ford. Svo er mikil eftirvænting fyrir leik Fulham og Arsenal á sunnudaginn en Arsenal hefur tapað síðustu tveim leikjum sínum í deildinni eftir að hafa leikið 30 leiki í röð án ósigurs. Liverpool - West Ham Steven Gerrard er spurningarmerki í liði Liverpool en hann er nýstiginn upp úr meiðslum og átti erfitt uppdráttar gegn Valencia í Meistaradeildinni í vik- unni. Heimamenn verða enn fremur án varnarmann- anna Stephane Henchoz og Abel Xavier sem enn eru meiddir. Það eru einnig skörð höggvin í lið Hamranna en þeir verða án sóknarmannanna Paolo Di Canio og Frederic Kanoute sem eru meiddir. Það gæti þýtt að fyrrum Liverpool-maðurinn Titi Camara fái tækifæri á sínum gamla heimavelli. Man. Utd - Southampton Man. Utd. hvíldi helstu fallbyssur sínar í Meistara- deildarleiknum gegn Maccabi Haifa í vikunni og því ættu leikmenn liðsins að vera í finu formi gegn Sout- hampton í dag. Beckham, Veron, Giggs, Blanc og Barthez ættu allir að snúa aftur en þeir voru ekki með gegn Maccabi. Svo verður hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy væntanlega í liði United á ný en hann hefur misst af síðustu þrem leikjum liðsins vegna meiðsla. Lið Southampton er í finu formi þessa dagana og hefur unnið síðustu fjóra leiki sína. Þeim hefur þó aldrei tekist að leggja United á Old Trafford í deildinni og einungis náð einu jafntefli þar síðustu tíu ár. Þeir stefna þó á að gera betur en í fyrra í Manchester þar sem þeir töpuðu 6-1. Wayne Bridge, Marian Pahars og Rory Delap verða væntanlega allir klárir í slaginn og svo er spurning hvort Andrei Kanchelskis fái tækifæri gegn sínum gömlu félögum. WBA - Man. Gity Mikill botnslagur verður á The Hawthorns þegar Lárus Orri Sigurðsson og félagar í WBA taka á móti Kevin Keegan og strákunum hans í Man. City. Aðeins einu stig munar á liðunum fyrir viðureignina og því mikið í húfi fyrir bæði lið. WBA verður hugsanlega án Sean Gregan sem glímir við ökklameiðsli en Adam Chambers kemur væntan- lega inn í hópinn á ný. Lárus Orri Sigursson hefur ver- ið á varamannabekknum undanfarið og líklegt þykir að hann sitji þar einnig í dag. Peter Schmeichel snýr aftur í mark Man. City en hann missti af síðasta leik vegna flensu. Niclas Jensen, Franiherjarnir Giafranco Zola hjá Chelsea og Sylvain Wiltord hjá Arsenal verða báðir í sviðsljósinu um lielgina ineð félögum sínum. Chelsea mœtir Tottenham en Arsenal mætir Fulham á Loftus Road. Leeds - Everton Þessi lið hafa átt ólíku gengi að fagna undanfarið. Everton hefur unnið síðustu tvo leiki sína á meðan Leeds hefur ekki náð að sigra í síðustu fimm leikjum sínum. Sagan er þó ekki með Everton því þeim hefur ekki tekist að vinna á Elland Road í 51 ár. En sjálfstraustið er mikið í þeirra herbúðum þessa dagana og ekki síst vegna sigursins gegn Arsenal fyrir hálfum mánuði. -HBG Markahrókurinn Michael Owen hefur verið í miklu stuði að undanförnu og liann verður í eldlínunni í dag þegar Liverpool tekur á móti West Ham. Charlton - Sunderland Það er sannkallaður botnslagur á The Valley þar sem Charlton tekur á móti Sunderland. Chris Powell og Paul Konchesky snúa aftur í lið Charlton en Svíinn spræki Mathias Svensson verður fjarri góðu gamni. Sunderland skipti nýlega um mann í brúnni er Howard Wilkinson tók við af Peter Reid og vonast Wilkinson til þess að landa sínum fyrsta sigri á sunnu- daginn. Hann verður þó að gera það án Bandaríkja- mannsins Claudio Reyna sem verður frá næstu sex mánuði eftir að hafa skaddað liðbönd í hnénu. Shaun Goater og Steve Howey hafa allir jafnað sig af minni háttar meiðslum og eru klárir í slaginn í dag. Bimiingham - Bolton Botnlið Bolton á verðugt verkefni fyrir höndum í dag er þeir heimsækja Birmingham á St. Andrews. Bolton verður án Guðna Bergssonar og PaulWar- hurst sem eru meiddir en danska sláttuvélin Stig Toft- ing kemur væntanlega á ný inn í hóp Bolton eftir að hafa verið í Danmörku undanfarið vegna eigin réttar- halda. Birmingham verður án miðvarðarins Olivier Tebily sem er í eins leiks banni en fyrirliði írska landsliðsins, Kenny Cunningham, ætti að koma inn í liðið í hans stað. Fulham - Arsenal Það verður mikii pressa á meisturum Arsenal á sunnudaginn er þeir heimsækja nágranna sína í Ful- ham á Loftus Road. Þeir hafa tapað síðustu tveim leikjum sinum í deild- inni eftir að hafa leikið 30 leiki þar áður án taps. Dennis Bergkamp ætti að fá tækifæri á ný í byrjunar- liðinu eftir að hafa verið frá vegna meiðsla en þeir verða án fyrirliða síns, Patrick Vieira, sem er að klára tveggja leikja bann. Fulham verður án framherjans Facunda Sava sem er meiddur og ekki er víst um þátttöku Steve Marlet í leiknum en Tigana, framkvæmdastjóri Fulham, gæti hvílt hann vegna þreytu. Tottenham - Chelsea Það eru alltaf mikil læti þegar þessir nágrannar mætast og væntanlega verður svo einnig á sunnudag- inn er liðin mætast á White Hart Lane. Heimamenn eiga í þó nokkrum meiðslavandræðum og verða án þeirra Darren Anderton, Stephen Clem- ence, Ledley King og Alton Thelwell en Antony Gard- ner ætti að komast í lið Spurs á ný. Tottenham hefur aldrei tekist að leggja Chelsea í úr- valsdeildinni í 21 tilraun og ekki veröur það auðveld- ara að þessu sinni þar sem framherjarnir Zola og Hasselbaink hafa verið í finu formi undanfarið. Eiður Smári verður því væntanlega að sætta sig við sæti á bekknum. Blackbura - Aston Villa Andy Cole mætir væntanlega í slaginn á ný er Blackburn tekur á móti Aston Villa á Ewood Park. Cole hefur verið frá í nokkurn tíma vegna meiðsla en tekur væntanlega sæti Egils Ostenstad í framlínu Blackburn á sunnudaginn. Þar hittir hann fyrir félaga sinn Dwight Yorke sem hefur verið í finu formi und- anfarið. Damien Duff er einnig klár í bátana en Henn- ing Berg verður væntanlega að sætta sig við sæti í stúkunni þar sem hann er meiddur. Annar fyrrverandi leikmaður Man. Utd, Ronny Johnsen, snýr á ný í hóp Aston Villa en hann hefur misst að siðustu tveim leikjum vegna meiðsla. Villa mun væntanlega einnig endurheimta þá Darius Vassell og Alpay af sjúkrabekknum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.