Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 31
LAUGAROACUR 2. NÓVEMBER 2002 HeIqarblað I>"V 3 McGlaren hættur með landsliðinu Steve McClaren, fram- kvæmdastjóri Middlesbrough, hefur látið af starfi sínu sem aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu. McClaren segist vilja einbeita sér af fullum krafti í starfi slnu hjá Boro og því sé ekki lengur mikill tími aflögu til þess að að- stoða enska landsliðið. Upp- sögn McClarens kemur aðeins degi eftir að Adam Crozier sagði af sér sem framkvæmda- stjóri enska knattspyrnusam- bandsins og héldu því margir að Eriksson myndi hætta í kjöl- farið en Svíinn hefur lýst því yfir að slíkt sé ekki á dag- skránni hjá sér. Kahn sektaður fyrir næturbrölt Oliver Kahn, fyrirliði Bayern Miinchen og þýska landsliðsins, hefur verið sektaður um tæpar 900.000 kr. fyrir að hafa verið á næturklúbbi um síðustu helgi að skemmta sér þegar hann átti að vera heima að jafna sig af meiðslum. Kahn hafði fengið leyfi frá æfingum hjá Bayern svo hann gæti jafnað sig fyrir leikinn gegn AC Milan í Meist- aradeildinni en hvergi var minnst á það að hann ætti að fara út á lífið og því varð mark- vörðurinn stæðilegi að opna budduna. Nýr þjálfari hjá Senegal Landslið Senegal, sem sló svo rækilega í gegn á HM síðasta sumar, réð i gær Frakkann Guy Stephan sem næsta þjálfara liðs- ins. Stephan er fyrrum aðstoðar- þjálfari franska landsliðsins og hann hefur einnig stýrt frönsku liðunum Bordeaux og Lyon. Hann tekur við starfinu af landa sinum Bruno Metsu. Breytingar hjá Jaguar Jaguar-liðið í Formúlu 1 kappakstrinum mætir mikið breytt til leiks á næsta ári en þeir hafa rekið þá Eddie Irvine og Pedro 'de la Rosa sem öku- menn liðsins og í þeirra stað eru komnir Ástralinn Mark Webber og Brasilíumaðurinn Antonio Pizzonia. Webber ók fyrir Minardi í fyrra en Pizzonia hef- ur verið æfingaökumaður hjá Williams-liðinu. NBA aftur til Gharlotte? Flest bendir til þess að NBA- körfubolti verði leikinn á ný í Charlotte innan fárra ára. Eigendur NBA hafa gefið grænt ljós á að nýtt lið verði stofnað í Charlotte sem gæti hafið keppni í deildinni 2004. Búið er að ganga frá þessu í aðal- atriðum og á næstunni verður ljóst hvort af þessu verður. Hornets léku sem kunnugt er í Charlotte til margra ára en þeir færðu sig um set til New Orleans í sumar. -HBG Stoke ræður nýjan stjóra Stjórn Stoke City réð í gær hinn 44 ára gamla Tony Pulis sem næsta framkvæmdastjóra félagsins. Pulis var ráðinn aðeins sólarhring eftir að George Burley hætti við að taka við starfinu á elleftu stundu. Pulis, sem gerði þriggja ára samning viö Stoke, hefur áður stjórnað liðum Bournemouth, Gillingham, Bristol City og Portsmouth. Hann var síð- ast við stjórnvölinn hjá Ports- mouth en var sagt upp störfum þar árið 2000 og hefur hann ekkert starfað síðan. Ráðning Pulis kom töluvert á óvart og hefur hún ekki hlotið mikinn hljómgrunn hjá stuðningsmönnum félagsins sem hafa farið mikinn á heimasíðu stuðningsmannafélagsins þar sem þeir lýsa yfir vanþóknun sinni á ráðningu Pulis. -HBG Gordon Banks, ganili markvörður Stoke, og Gunnar Þór Gíslason. stjórnarformaður Stoke, ræða hér málin. Boroleggjandi Borðstofuborð með 6 skúffum og 6 stólar stærð: 170 x 90 x76 á bordstofusettum Stólar SA931 - Boró SA518 TAKMARKAD MAGN Verðáðurkr. 146.300 Borðstofuborð og 6 stólar stærð: 170 x 90 x76 Stólar SA931 - Borö SA517 Verðstgrkr TAKMARKAÐ MAGN Borðstofuborð Dutch og 6 stólar stærð: 180 x 95 x75 Stólar SA931 - Borð RL-IA4122 Verð stgr. kr TAKMARKAÐ MAGN Verö áður kr. 148.400 itngarsófarm, virka daga kl.10-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga kl. 13-16 B æ j a r I 2 0 1 K ó p a v o g i 6 3 0 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.