Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Síða 36
36
/7 e I q o rb l a ö X>"Vr LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002
Stefnir
í jarðar
Jóhann Friðqeir Valdimarsson
tenór er fastráðinn við Is-
lensku óperuna. Hann nær
endum saman með jarðarfar-
arsönq en seqist vilja stefna
hærra en það. Hann er einn ís-
lensku „tenóranna þriqqja“.
Það er ekki auðvelt að eiga
hljóðlátt skraf við Jóhann Frið-
geir Valdimarsson tenórsöngvara
á kaffihúsi. Til þess er hann of
stór og of hávær. Rödd sem er
vön því að fylla hljómleikasali fer
létt með að láta kaffibollana
glamra á borðunum þegar eitt-
hvað fyndið er sagt og það gerist
óhjákvæmilega þegar Jóhann
mætir.
Jóhann Friðgeir kom heim frá
námi á Ítalíu fyrir tveimur árum
og má segja að hann hafi komið
brunandi með ljósum og sírenum
inn i íslenskt tónlistarlíf. Jóhann
fer ekki með veggjum og hefur á
skömmum tíma náð að verða
mjög áberandi og vinsæll söngv-
ari sem fæst við að syngja mjög
margt.
Síðasta lag íyrir fréttir
í sumar var Jóhann Friðgeir
fastráðinn við íslensku óperuna
ásamt þremur öðrum söngvurum
og hefur síðan séð um hádegis-
tónleika íslensku óperunnar. Það
er röö tónleika sem hafa vakið
verðskuldaða athygli. Á fyrstu
tónleikunum flutti Jóhann Frið-
geir ásamt Öldu Ingibergsdóttur
þekktustu atriðin úr óperunni La
Traviata fyrir fullu húsi. Síðast-
liðinn þriðjudag voru síðan tón-
leikar undir yfirskriftinni Síð-
asta lag fyrir fréttir sem voru
nokkuð sérstakir. Útfærslan er hugmynd Jóhanns og
byggist á því þekkta og gamalgróna fyrirbæri í Ríkis-
útvarpinu að flytja jafnan islenskt sönglag siðast fyr-
ir fréttir í hádegi. Það var Pétur Pétursson þulur sem
var fenginn til þess að kynna dagskrána og þótt hinn
hári öldungur hafi verið studdur inn á sviðið sá eng-
in eUimerki á honum eftir aö hann var sestur við
borð með hljóðnema. Sá sem þetta ritar minnist þess
varla að hafa verið á klassískum tónleikum þar sem
salurinn orgaði af hlátri mUli laga undir meinfyndn-
um kynningum Péturs. Þar naut sín yfirgripsmikil
þekking hans á fortíðinni, tónlistinni og sérstæður
frásagnarmáti þar sem söguþráðurinn liggur í alger-
lega ófyrirsjáanlegum hlykkjum.
Jóhann Friðgeir staðfestir í samtali okkar yfir
kaffibollunum að þetta hafi verið nokkurs konar
„happening" því á æfingu hafi Pétur talað í helmingi
styttri tíma.
Næstu hádegistónleikar verða svo 12. nóvember og
þá stígur Jóhann Friðgeir á svið með Sesselju Krist-
jánsdóttur messósópran og þau flytja klassískt létt-
meti, amerísk söngleikjalög og fleira skemmtUegt.
„Svo enda ég þetta á þessari önn með ljóðatónleik-
um í hádeginu 26. nóvember undir yfirskriftinni Ljón
í hádeginu sem vísar tU tónskáldsins Carl Loewe,“
segir Jóhann.
Morð og söngur
- En hvað með hlutverk í óperum. Eru þau ekkert
á döfinni?
„Ég mun syngja hlutverk MacDuffs í Machbeth eft-
ir Verdi sem verður sýnd eftir áramótin. Þetta er
magnaður harmleikur og ég hlakka mikið til aö fá að
syngja aðalaríu Macduffs þegar hann stendur yfir
m
m
mmm:-
Sili
Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari hefur náð langt í íslensku tónlistarlífi á skömmum tíma en vill fara enn lengra.
DV-mynd GVA
fjölskyldu sinni myrtri," segir Jóhann.
- Machbeth er ekki í flokki vinsælustu ópera
Verdis sem er sagt að skýrist af þeirri ítölsku þjóð-
rembu að hún er byggð á enskri sögu. Svo er það líka
forn hjátrú að innan veggja leikhússins megi ekki
nefna nafn þessarar óperu því þá hrynur sviðsmynd-
in eða aðalsöngvarinn fótbrotnar eða eitthvað þvíum-
líkt. Vonandi kemst umrædd ópera klakklaust á svið-
ið í Gamla bíói þrátt fyrir allt þetta.
Jóhann segir að fastráðningarsamningurinn sé
ákaflega gott framtak hjá íslensku óperunni.
„Bjarni Daníelsson óperustjóri er mjög hvetjandi
til þess að við notum þennan tima vel og hvetur til
þess að við komum okkur á framfæri erlendis,“ segir
Jóhann sem hefur oft farið og sungið á tónleikum á
ítaliu þar sem hann lærði.
„Ég beini sjónum mínum nú mikið að Þýskalandi
og Englandi og hef þegar fengið nokkur tilboð frá
Þýskalandi sem ég gat ekki tekið en þetta er allt í
uppbyggingu og ég mun fara til Bretlands fyrir ára-
mótin til þess að syngja fyrir óperustjóra og umboðs-
menn.“
- Eins og aðrir lærðir söngvarar á íslandi sinnir
Jóhann alls kyns tækifærissöng og syngur meðal ann-
ars mikið við jarðarfarir og brúðkaup og þess háttar
atburði. Það gera þeir sem reyná að lifa af þessu en
Jóhann segist stefna hærra.
„Ég var ekki að mennta mig til þess að syngja við
jarðarfarir og skemmtanir á íslandi. Það eru samt oft
mjög fallegar athafnir og forréttindi að fá að syngja
við stundir eins og þessar."
Hef nóg með sjálfan mig
- Það hlýtur að vera mikil samkeppni miUi ís-
lenskra atvinnusöngvara sem eru allir að berjast um
sömu hlutverkin og sömu jarðarfarirnar. Hvernig
virkar öfundin?
„Ég heyri auðvitað öfundarraddir sem reyni að láta
þær sem vind um eyrun þjóta. Ég hef nóg með sjálfan
mig þó ég sé ekki að spá í það hvað aðrir segja. Það
er alls staöar samkeppni en ég held samt að hún sé
meiri hjá stelpunum sem eru í þessu en hjá okkur
strákunum. Það eru t.d. ekki margir tenórsöngvarar
sem eru virkir á íslandi í dag og við söngfuglarnir
erum allir góðir vinir og við vísum hver á annan þeg-
ar er beðiö um söng á timum sem við getum ekki
sinnt.
Hins vegar er hættulegt að segja já við öllum beiðn-
um um söng. Maður verður að læra að segja nei og
geta sagt nei þegar það á við. Annars endar maður
með því að eyðileggja röddina með of miklu álagi.“
Gagnrýnendur og vanþekking
- Eins og allir listamenn sem leggja verk sín í dóm
áheyrenda fær Jóhann Friðgeir oft dóma fyrir söng
sinn. Það er kunnara en frá þurfi að segja að sam-
band listamanna við gagnrýnendur er ekki alltaf slétt
og fellt og einmitt þess vegna eru listamenn alltaf
spurðir í viðtölum hvaö þeim finnist um gagnrýni og
gagnrýnendur.
„Ég forðast að lesa gagnrýni um sjálfan mig,“ segir
Jóhann.
„Það eru til gagnrýnendur sem hafa vit á söng en
ég vil ekki nefna nein nöfn. Yfirmenn dagblaöanna
virðast ekki hafa fengið aðila með sérþekkingu á söng
til þess að skrifa um söng. Gagnrýni er því oft skrif-
uð af vanþekkingu og verður kjánaleg. Ég hef oft ver-