Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Qupperneq 60
12/2000 * Beinskiptur Ekinn 50 þús. km Verð 1.370.000 kr. msi 06/2001 • Beinskiptur Ekinn 40 þús. km Verð 1.150.000 kr. 07/2000 ■ Beinskiptur Ekinn 39 þús. km Verð 2.180.000 kr. Opið virka daga frá ki. 9 til 18. Laugardaga frá kl. 12 til 16. Munið tilboðsbornið! -áfe. NYR DISILJEPPI, JEEP GRAND CHEROKEE LAREDO e>A- Helqctrblað LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 enpert Turbo Dísil 3,1 sjálfskiptur, rafdr. rúður, sæti. Samlitur, litað gler, C.D. o.fl. Verð: 4.790 þús. ATH. SKIPTI. Bílasalan Höfðahöllin, Vagnhöfða 9 S. 567-4840/694-3308 Þar sem áður var gólfteppaverksmiðja Hildur Margrétardóttir er stór- huga kona sem býr viö Álafossveg í Mosfellsbæ, reyndar i gömlu verk- smiðjunni sjálfri og í kjallaranum er hún aö opna nýja sýningarað- stöðu fyrir listamenn. Undirheimar heitir salurinn og á það vel við. „Það hefur vantað svona sýningarsal í okkar bæjarfélagi og þótt listamenn séu hver og einn með sínar vinnustofur opnar hér á Álafossi þá er það dálítið annar handleggur," segir hún. Sjálf er Hildur listamaður og er með stóra vinnustofu við hliðina á hinum nýja sal. Það segir hún einmitt vera aðalkostinn því þá þurfi ekki að borga neinum fyrir að sitja yfir sýningum, hún sé á staðnum hvort eð er. Þetta er greinilega hugsjón hjá Hildi. „Við reynum að halda öll- um kostnaði í lágmarki og þeir listamenn sem sýna greiða bara lága upphæð til að standa straum af kaffiveitingum við opnun,“ segir hún brosandi. Hún segist líka eiga þann draum að hver og einn lista- maður skilji eftir sig eitt verk þeg- ar sýningu ljúki. Þannig safnist smám saman upp dálítill stabbi af samtímalist sem varðveitist og gefl möguleika á yfirlitssýningum með nokkurra ára millibili. „Mér fmnst alltaf svo gaman á slíkum sýning- um, þær eru svo fjölbreytilegar," segir hún. Hálfsinánaðargömul hugmynd Hildur er að leggja síðustu hönd á þrif í salnum og sonur hennar á öðru ári er önnum kafinn við að ryksuga þegar blaðamann ber að garði. Heimiliskötturinn fylgist með öllu af áhuga. Þetta er allstórt rými, allt nýmálað í hólf og gólf. En hvað skyldi hafa verið þama áður? „Heyrðu, síðast var þetta nú bara geymsla og hér er búið að rutta ansi mikið til frá því mér datt þetta snjallræði í hug fyrir hálfum mán- uði,“ segir Hildur hlæjandi. „Húsið er byggt um 1950 og hér voru gólf- teppaverksmiðjur Álafoss til húsa, bæði uppi og niðri. Þá voru hér Hildur Margrétardóttir á milli þeirra Körlu Daggar Karlsdóttur og Ásdísar Arnadóttur. Þær eru meðal þeirra sjö listakvenna sem opna sýningu í Undirheimum í dag. DV-mynd Hari Nýr sýningarsalur, Undirheimar, opnaður í Mosfellsbæ í dag: Opnar í nóvember Glæsileg opnunartilboð ! Það er mikil sköpun í gangi þegar bæði þarf að mála sýningarsal og lista verk til að sýna í honum miklar og þimgar vélar og þess vegna eru veggir, loft og gólf óvenju rammgert, allt að 40 cm þykk stein- steypa. En auðvitað var mikið verk að þrífa og bæta, áður en húsnæðið komst í þetta horf.“ Hildur hefur nóg að gera við að passa soninn unga sem nú hefur sleppt ryksugunni og snúið sér að reiknivélinni á vinnustofunni. Þetta er greinilega tæknisinnaður maður! Nokkur listaverk liggja á gólflnu og Hildur reynir að gæta þess líka að kötturinn gerist ekki of nærgöngull við þau. Þetta eru vatnslitaverk, unnin með óvenjulegum djúpum lit- um. Þau verða meðal verka á sýn- ingu sem sjö listakonur eru að opna á morgun í þessum nýju og spenn- andi Undirheimum. Hildur segir verkin á sýningunni eiga það sam- eiginlegt að vera öll gerð með vatns- leysanlegum efnum. En skyldi eitt- hvert þema vera í gangi? „Nei, verk- in fjalla um allt milli himins og jarðar, spanna litrófið milli væm- innar fortíðarþrár og blákalds veru- leika efnisins," segir hún. Aðlaðandi viðkoinustaður Á efri hæðinni er heimili Hildar og fjölskyldu og þegar litið er út um stofugluggann blasir við foss. „Þetta er Álafoss sjálfur, sem fáir vita um,“ segir húsmóðirin stolt. „Ég hafði sjálf ekki hugmynd um hann þegar við keyptum húsiö." Hún segir á áætlun bæjaryflrvalda að útbúa útivistartorg og göngustíg þarna bak við húsið hennar í fram- tíðinni og líst afar vel á þau áform. Hildur er nefhilega mikil áhuga- manneskja um aukna þjónustu við ferðamenn í bænum og er einn stofnenda ferðamálafélags sem hrundið var af stokkum fyrir nokkrum dögum. „Við viljum gera Mosfellsbæ að aðlaðandi viðkomu- stað fyrir ferðamenn," segir hún og telur upp ýmsa þjónustu sem þar er fyrir hendi og í undirbúningi, svo sem hestaleigu og byggingu nýs hótels. Hinir nýju Undirheimar eru líka þýðingarmikiö skref í þá átt að laða gesti og gangandi í Mosfellsbæinn. -Gun. 12/1998 • Sjálfskiptur Ekinn I 26 þús. km Verð 2.870.000 kr. Ingvar Helgason notaðir bílar Sævárhöfða 2 • Sími 525 8020 • www.ih.is/notadir þú nærð alltaf sambandi w við okkur! (?) 550 5000 LS mánudaga tii fimmtudaga kl. 9-20 föstudaga kl. 9 -18 sunnudaga kl. 16 - 20 \Q) smaauglysingar@dv.is ^ hvenær sólarhringsins sem er DV 550 5000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.