Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 18
Helqarblað 33V LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002
I 8
Þótt orðin ljúgi er
röddin alltaf sönn
Edda Heiðrún Backman hefur leikið ítutt-
ugu ár. Hún fer á kostum íhlutverki
Donnu íKvetch sem sýnt er í Vesturporti
en hún er einnig að leika íBorgarleikhús-
inu, Þjóðleikhúsinu, Sjónvarpinu, einni
stuttmynd og Kaldaljósi. Hún talar um
leiklistina, hláturinn og prímadonnur.
Leigubílstjórinn villist á leiðinni í litla Skerja-
fjörðinn. „Mér fannst þú ætla í Þorfinnsgötu," seg-
ir hann eftir að hafa beygt inn í Þorragötu. „Hvar
er þessi gata aftur?“ spyr hann og ranglar aö lok-
um rétta leið. Húsið er hátt og rautt og Edda
Heiðrún stendur í dyrunum. Hún tekur vel á móti
mér, vísar mér inn í eldhús og býður kaffi. Ég
þigg-
Edda Heiðrún situr ekki auðum höndum frekar
en vanalega. Um þessar mundir vinnur hún í
þremur leikhúsum, hjá einni sjónvarpsstöð og ein-
um kvikmyndagerðarmanni. Hún leikur í Krydd-
legnum hjörtum og Honk! í Borgarleikhúsinu og
„Ég er ekki leikari til að sanna eina aðferð
heldur til þess að skilja aðferðir leikstjór-
ans og tileinka mér þær. Þannig verður
leikarinn góður efniviður. Leikarinn getur
mögulega vísað veginn með góðu fordæmi
og orðið prímadonna en í mínum huga hef-
ur það orð jákvæða merkingu; prímadonn-
ur eru fólk, konur og menn, sem vinnur sitt
fag vel og rnaður getur litið upp til og lært
af. Þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir,"
segir Edda Heiðrún Baekman.
eru það vægast sagt ólíkar rullur. í Vesturporti
leikur hún í Kvetch eftir Steven Berkoff með leik-
hópnum Á senunni. Kvetch hefur verið lofað af
gagnrýnendum en sýningum fer fækkandi þannig
að það eru að verða síðustu forvöð að hlæja og
finna til í Vesturportinu. „Kvetch er sérstakt verk-
efni sem dró mig smám saman að sér. Það var
freistandi að reyna þennan leikstil, hann er mjög
krefjandi, og ég hugsaöi með mér að ef ég nennti
ekki að gera þetta núna væri illa komið fyrir mér.
Leikhópurinn er líka skemmtilegur og góður.
Samstarfsfólkið skiptir mig sífellt meira máli eftir
þvi sem ég er lengur í þessu starfi. Það er ekki ör-
uggt aö sýningin veröi góð þótt maöur sé i góðu
hlutverki í góðu verki.“
í Þjóðleikhúsinu æfir Edda Heiðrún í jólaverk-
efni Þjóðleikhússins, Með fullri reisn. „Ég leik
sprellfjöruga forstjórafrú sem siglir seglum þönd-
um um flóa og firði íslands en veit ekki að maður-
inn hennar hefur verið atvinnulaus í sex mánuði.
Það endar með uppgjöri þar sem kemur í ljós
hvern mann hún hefur að geyma."
í haust var rykið dustað af Hægan Elektra eftir
Hrafnhildi Hagalín og farið til Færeyja á norræna
leiklistarhátíð. „Mér fannst æðislegt að fá að leika
verkið aftur en ég hef geymt það með mér í tvö ár
síðan það var sýnt við góðan orðstír í Þjóðleikhús-
inu. Mér fannst það miklu betra núna. Ég fann að
við höfðum miklu betra vald á verkinu. Það sést á
Hægan Elektra hve mikils virði er ef leikritið er
búið til af innsæi og listfengi og það hefur Hrafn-
hildur Hagalín. Þá er ekki hægt að fá leiða á verk-
inu, þá kemst maður alltaf dýpra og dýpra.“
Edda Heiðrún á eitt eftirminnilegasta atriði
Áramótaskaupanna sem málfarsráðunauturinn
sem gat ekki sagt snjó-tittlingur og sagði snjó-
typpi. Hún er komin aftur í skaupið. „Það er gam-
an aö taka þátt í skaupinu," segir hún og hellir
kaffi í bolla. „Ég er líka að leika í stuttmyndinni
Blind Date eftir Huldar Frey, ungan kvikmynda-
gerðarmann. Mér leist svo vel á handritið að ég
ákvað að leggja þessu lið. Eins er það með Kalda-
ljós en þar leik ég spennandi rullu. Hún er ekki
stór, svona þriggja-daga-ruila eins og það er kall-
að. Ég leik fósturmóður Gríms. Mér fannst hlut-
verkið standa mér nærri því að ég á fósturdóttur.
Það eru margir að kljást við fósturforeldrahlut-
verkið í dag. Þetta hlutverk er með erfiðari og
mikilvægari hlutverkum sem fólk tekur að sér.
Hlutverkið er vandasamt í meðförum. f Kaldaljósi
gefst mér einstakt tækifæri til að sýna þessar ein-
lægu og djúpu tilfinningar sem geta myndast milli
fósturforeldra og fósturbarna. Ég fæ örfáar setn-
ingar til að sýna það.“
Súrefni að rótunum
Það er sem sagt nóg að gera, segi ég við Eddu og
hún játar þvi. „Ég hef lengst af verið róleg í tíð-
inni og haldið mig við eitt leikhús í einu. Öðru
hvoru hef ég brotist undan fastráðningum og flutt
mig milli húsa, sátt og ósátt. Það er erfið leið en á
einhvern hátt hleypir hún súrefni að rótunum."
Við tölum um Kvetch og persónuna Donnu sem
Edda Heiðrún leikur. „Hún er óörugg og tauga-
veikluð, varla burðugri en strá. Það er þó drjúgur
styrkur í henni þegar til lengdar lætur; það eru
ekki alltaf veikustu plönturnar sem brotna.
Ég hef gaman af þessari breidd. Þegar ég útskrif-
aðist þá fékk ég þá umsögn frá finnskum leikstjóra
sem kenndi mér að ég væri kómísk leikkona. Síð-
an hafa hlutirnir æxlast öðruvísi; stundum tekur
maður ekki ákvarðanir heldur taka ákvarðanir
mann. Ég hef að mestu leyti verið dramatísk leik-
kona en með fram því hef ég leitað í barnamenn-
ingu sem mér hefur fundist vera ábótavant hérna.
Þar fæ ég útrás fyrir sprellið. Þegar ég hef tekið
þátt í kómedíum hefur alltaf fylgt mér tragikóm-
ískur strengur. Ég hef aðeins einu sinni leikið í
farsa og það var í Tveimur tvöföldum í Þjóðleik-
húsinu. Það var mjög gaman enda er það hluti af
því að vera leikari að fást við gerólík hlutverk.
Farsinn virkar eins og fingraæfing; maður þarf
ekki beinlínis að kafa djúpt í sjálfan sig. Farsinn
snýst um að vera fyndinn án þess að því fylgi mik-
il átök. En farsinn er góð þjálfun fyrir utan að það
léttir lundina að leika grínhlutverk."