Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 28
28 HelQarblað 33 V LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 - dregið var í gær í 2. umferð keppninnar sem af er og verður spennandi að sjá hvernig því gengur i D- riðlinum. Man. Utd. og Deportivo eru farin að þekkjast vel eftir margar rimmur undanfarin ár en mörgum er enn í fersku minni er Aldo Duscher fótbraut David Beckham í leik liðanna á síðustu leiktíð. United sló þá einmitt Spánverjana úr keppni og þeir ætla væntanlega ekki að láta það endurtaka sig. Juventus er einnig í þessum riðli og því er ljóst að eitthvert stórveldi þarf að bíta í það súra epli að falla úr leik í riðlinum. Basel er aftur á móti stóra spurningamerkið í riðlinum en þeir voru ekki margir sem spáðu því að það kæmist i 2. umferð. Fyrsta umferðin í riðlunum verður leikin 26. og 27. nóvember og önnur umferðin 10. og 11. desember en síðan fer meistaradeildin i frí fram í febrúar. íslendingar í sviðsljósinu Eyjólfur Sverrison og félagar í Herthu Berlin mæta enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða. Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Real Betis kljást aftur á móti við Auxerre. Aðrar athyglisverðar viður- eignir í 3. umferð keppninnar eru meðal annars rimma Liverpool og Vitesse frá Hollandi. Leeds leikur gegn spænska liðinu Malaga og Paris St. Germain mætir Porto. Fyrri leikir liðanna fara fram 26. til 28. nóvember en síðari leikímir 10. til 12. desember. -HBG eru komin á alla útsölustaði Það var mikO spenna í gær er dregið var í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu sem og i 3. umferð Evrópukeppni félagsliða. „Dauðariðillinn“ B-riðillinn er af spekingum talinn sterkasti riðillinn að þessu sinni enda öll liðin í riðlinum gríðarsterk. Valencia, Arsenal og Roma eru fyrirfram talin munu berjast um efstu tvö sætin en enginn skyldi þó afskrifa hið efnilega lið Ajax sem spilar skemmtilega knattspyrnu og sækir alltaf, sama hver andstæðingurinn er. Þeir munu vafalítið koma til með að gera mikinn usla í þessum riðli. Minnsta spennan? A-riðillinn er sá riðill sem menn telja fyrirfram að verði minnst spennandi. Barcelona og Inter hafa vissulega sterkari liðum á að skipa en Bayer Leverkusen og Newcastle en hafa skal í huga að Leverkusen fór alla leið í úrslit í fyrra og hefur þvi reynsluna með sér þrátt fyrir að hafa misst sterka menn frá sér síðasta sumar. Newcastle-menn áttu ótrúlega endurkomu í sínum riðli í 1. umferð keppninnar en þeir töpuðu fyrstu þrem viðureignum sínum en gerðu sér svo lítið fyrir og unnu alla leiki sína í síðari umferðinni og fóru áfram öllum að óvörum. Ljóst er að reynsla Bobby Robson, stjóra Newcastle, er að skila félaginu lengra í keppninni en menn áttu von á og þeir geta vel haldið áfram að koma á óvart. Real og Milan mætast C-riðillinn er afar athyglis- verður en þar mætast tvö sterkustu lið Evrópu um þessar mundir, Real Madrid og AC Milan. Milan er koma upp á nýjan leik með gríðarsterkt lið og miðað við spilamennsku liðsins upp á síðkastið er erfitt að sjá nokkurt lið stöðva það á leið sinni að titlinum. En ef eitthvert lið á möguleika á að leggja Milan þá eru það Evrópumeistarar Real Madrid sem hafa á að skipa sannkölluðu „stjörnuliði“ en það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi jafn góðir einstaklingar verið samankomnir í einu knattspyrnuliði og nú hjá Real Madrid. Reyndar hefur liðið verið að hiksta örlítið upp á síðkastið en ef Vicente Del Bosque, þjálfara Real Madrid, tekst að kreista fram það besta í liðinu þá þarf ekki að spyrja að leikslokum, slíkir eru hæfileikarnir i þessu Real Madrid-liði. Þýskalandsmeistarar Dortmund gætu þó óhjákvæmilega sett strik í reikninginn í þessum riðli en þeir eru helsta von Þjóðverja í keppninni eftir að Bayern Munchen féll úr leik með aðeins 2 stig. Þeir hafa öflugu liði á að skipa og hinn agaði þýski leikur þeirra gæti hæglega komið þeim áfram i næstu umferð. Ekki er búist við miklu frá Lokomotiv Moskva en það á örugglega eftir að reynast liðunum erfitt að sækja stig 1 kuldann í Moskvu. Hvað gerir Basel? Liverpool-banarnir í Basel fá tækifæri til þess að leggja annað enskt lið að velli í keppninni en þeir lentu í riðli með Man. Utd. Basel er spútniklið keppninnar það Alan Shearer og félagar í Neweastle komu skemmtilega á óvart í 1. umferð keppninnar og spurning hvort þeim tekst að halda áfram uppteknuin hætti. Meistaradeildin A-riðill: Barcelona Inter Leverkusen Newcastle B-riðill: Valencia Arsenal Roma Ajax C-riðiU: Real Madrid AC Milan Dortmund L. Moskva D-riðill: Man. Utd Juventus Déportivo la Coruna Basel Evrópukeppni félagsliða Wisla - Schalke Lazio - Sturm Graz Real Betis - Auxerre Besiktas - Dynamo Kiev PSG - Boavista Club Brugge - Stuttgart Liverpool - Vitesse Panathinaikos - Liberec Denizlispor - Lyon Bordeaux - Anderlecht Malaga - Leeds PAOK - Slavia Prag Hertha Berlin - Fulham AEK Aþena - Maccabi Haifa Porto - Lens Celtic - Celta Vigo KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkrernstúpa. Allur hagnaður remmr til líknarmála. heldur áfram í méistaradeildinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.