Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 29
I AUCAKDAC.UK 16. NÓVEMBER 2002 H<3/garhlctö 30"V" 29 Reyndir kappar Mótherjar íslensku strákanna eru engir aukvisar en eins og áð- ur segir koma þeir frá Horton’s Gym í Duluth í Minnesota. Þjálf- ari þeirra, Chuck Horton, er fjórða stigs þjálfari hjá banda- ríska hnefaleikasambandinu en einungis 18 þjálfarar í Bandaríkj- unum geta státað af slíkri gráðu. Horton er fyrrverandi áhuga- og atvinnumaður í hnefaleikum og hefur því mikla reynslu bæði af þjálfun og keppni. Horton hefur verið að vinna gífurlega gott starf hjá sínu liði og sent frá sér marga frambæri- lega hnefaleikakappa. Tveir þeirra stráka sem keppa fyrir hans hönd í Höllinni I kvöld hafa gert atvinnumannasamning og verða þetta þvi síðustu bardagar þeirra sem áhugamenn. Það er því alveg ljóst að hér eru á ferð gríðarlega öflugir hnefaleika- kappar sem ætla sér ekki að gefa tommu eftir gegn íslensku vík- ingunum. Tímamót í íslenskri íþróttasögu - stærsti hnefaleikaviðburður á íslandi í rúm 50 ár íslenska liðið hefur æft gríðarlega vel fvrir bardagana við Bandaríkjamennina en hluti þeirra sést hér ásamt þjálfaranuin Guðjóni Vilhelm og hnefaleikafröinuðinum Bubba Morthens. DV-mynd Arnar Fells Sænsltur dómari Þaö er mikill hvalreki fyrir ís- lenska hnefaleika að dómari bar- daganna, Mikael Hook, er einn fremsti og eftirsóttasti dómari í Evrópu nú. Hook er sænskur og var sjálfur frambærilegur hnefaleikakappi á sínum tíma og tókst honum með- al annars að verða sænskur meistari í þungavigt. Hann tók síðan upp þá iðju að dæma hnefaleika er hanskarnir voru komnir á hilluna og hefur hann dæmt yfir 1300 áhuga- mannabardaga í dag. Enn frem- ur hefur hann dæmt yfir 100 at- vinnumannabardaga og þar af 30 titilbardaga. í dag dæmir hann nær eingöngu atvinnumannabar- daga og er það því mikill happa- fengur að hafa fengið slikan mann til landsins. Hann mun þó ekki eingöngu stjórna framgöngu mála í Höll- inni í kvöld heldur verður hann einnig með dómaranámskeið. Algjör boinba Þetta verður mikil sýning í Höllinni því auk bardaganna verður boðið upp á skemmtiat- riði milli bardaga þar sem koma fram Rottweiler-hundarnir, Páll Rósinkrans og Jón Gnarr. Svo munu að sjálfsögðu föngulegar dömur ganga um hringinn á milli lotna eins og siður er á slíkum viðburðum. Það leikur því enginn vafi á því að þetta á eftir að verða eftir- minnilegt kvöld, eða eins og Bubbi segir: „Þetta verður algjör BOMBA.“ -HBG Nýr kafli verður skrifaður í is- lenska íþróttasögu í kvöld þegar sex íslenskir hnefaleikakappar mæta amerlskum hnefaleika- köppum í stærstu hnefaleikasýn- ingu sem haldin hefur verið á ís- landi í rúm 50 ár. íslendingar hafa enn ekki stofnað hnefaleikasamband og eru þar með ekki í alþjóða áhuga- mannahnefaleikasambandinu sem gerir það að verkum að bar- dagarnir verða ekki skráðir á fer- ilskrá kappanna og því kallast þessi viðburður sýning frekar en keppni. Þrátt fyrir það má ekki gera ráð fyrir að keppendur mæti til leiks með því hugarfari að hafa það náðugt enda mikill metnaður hjá öllum þeim sem að sýningunni standa. Elvki eins og hjá Tyson Ekki er um ræða atvinnu- mannahnefaleika eins og við þekkjum best úr sjónvarpinu heldur er keppt í ólympískum hnefaleikum þar sem reglurnar eru mun strangari en hjá Tyson og félögum, sem og að keppendur nota hlífðarbúnað sem minnkar stórlega líkurnar á meiðslum. Hver bardagi stendur yfir í 4 lot- ur og er hver lota 2 mínútna löng en í atvinnumannahnefaleikum eru 12 lotur og stendur hver lota þar í 3 mínútur. Flestir íslensku keppendanna koma frá Boxing Athletic Gym, oftast kallað BAG, en einnig keppa strákar frá Guðmundi Ara- syni sem oft er nefndur faðir is- lenskra hnefaleika. Hörkunaglar Helsta „stjarna” íslenska liðs- ins er Þórður Sævarsson, 24 ára, en hann hefur æft hnefaleika í fimm ár með góðum árangri. Hann var einn þeirra stráka sem fóru í eftirminnilega för ís- lenskra hnefaleikakappa til Minnesota á síðasta ári þar sem keppt var við stráka úr Horton’s Gym í Duluth en það eru einmitt strákar frá því hnefaleikafélagi sem etja kappi við „strákana okk- ar“ í höllinni i kvöld. Þórður stóð sig það vel úti í Bandarikj- unum að Chuck Horton, þjálfari bandaríska liðsins, bauð honum aftur út til æfinga og dvaldi Þórð- ur hjá því um tíma í fyrra og náði sér þar í ómetanlegu reynslu. Hann stóð sig einnig frábærlega á stærsta áhuga- mannamóti Evrópu, sem fram fór í Danmörku í síðasta mánuði og vann þar til gullverðlauna á sannfærandi hátt. Ásamt Þórði tók Skúli Steinn Vilbergsson, 18 ára, þátt í mótinu í Danmörku og hlaut hann einnig gullverðlaun en Skúli verður einnig i eldlínunni gegn Könun- um í kvöld. Það verður spenn- andi að fylgjast með Skúla því hann þykir gríðarmikið efni og er orðinn mjög öflugur þrátt fyr- ir að hafa aðeins æft íþróttina í 3 ár. Aðrir keppendur í íslenska lið- inu eru yngri og strákar allt nið- ur i 15 ára koma til með stíga sín fyrstu skref í hringnum í Höll- inni í kvöld og ekki amalegt fyr- ir þá að stiga sín fyrstu skref í íþróttinni á slíkum vettvangi. Metnaður í strákunum Þjálfari BAG er Guðjón Vil- helm en hann hefur undirbúið strákana sína gríðarlega vel fyrir þennan viðburð en undirbúning- urinn hófst fyrir nokkrum mán- uðum. „Strákarnir eru gríðarlega metnaðarfullir og hafa lagt mikið á sig. Það væri frábært ef Þórði og Skúla tækist að vinna sína bardaga en þeir eru sist slakari en amerísku strákarnir. Einnig verður þetta mikil eldskírn fyrir ungu strákana sem koma til með. að ná sér í ómetanlega reynslu og ég hef trú á því að þeir eigi eftir standa sig vel. Það sem skiptir þó mestu er að strákarnir geri sitt besta og ef þeir ná að sýna sitt rétta form þá getum við vel velgt Könunum undir uggum og jafnvel unnið nokkra bardaga,” sagði Guðjón í samtali við DV. Magnús Ver Magnússon Sterkasti maður helms, fjórum sinnum Eg vel Sekonda af því að þau eru sterk, traust og á fínu verði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.