Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 30
30 Helqarblctcf DV LAUGARDAGUR 16. NÓVEMRER 2002 Fyrstur yfir jökulinn William Lord Watts var breskur ferðaqarp- ursem vandi komur sínar til Islands á síð- asta fjórðungi nítjándu aldar. Hann var harðfglginn og óvæginn ferðamaður og varð fgrstur manna til þess að ferðast þvert gfir Vatnajökul. í dag þykir ekkert tiltökumál aö þeysa á sérút- búnum bílum þvert yfir stærstu jökulskildi lands- ins á dagparti. Jöklar eru í nútímanum leikvöllur vel útbúinna ferðamanna. Það er hins vegar stutt síðan enginn óbrjálaður maður vogaði sér að ferð- ast yfir jökul og þótt enn lifi frásagnir í munnmæl- um um ferðir vermanna að norðan suður yfir Vatnajökul til sjóróðra í öræfum þá eru það ein- ungis munnmæli. íslendingar lögðu það lengst af ekki í vana sinn að ferðast um sitt eigið land umfram það sem um- stang og eltingaleikur við búsmala krafðist af þeim. Þegar enginn átti öflugri skó en úr skinni og vaðmálsföt hefði þurft brýna ástæðu til þess að leggjast í eitthvert jöklasprang. Þess vegna þarf það ekki aö koma á óvart þótt það hafi verið út- lendingur sem varð fyrstur manna til þess að ferð- ast yfir Vatnajökul. Það var breski ferðamaðurinn William Lord Watts sem átti þennan heiður. Watts kom hingað til lands þrisvar sinnum og kom i fyrsta sinn árið 1871 þegar hann var aðeins tvítug- ur að aldri. Watts hreifst mjög af landinu og nátt- úru þess og fékk meðal annars mikinn áhuga á jöklum. Sumarið 1874 kom hann til íslands og ferð- aðist austur í Fljótshverfi og gekk á Vatnajökul rétt við Grænalón. Líklegt er að þá hafi fæðst hug- myndin um að fara þvert yfir jökulinn. Sumarið eftir kom Watts síðan aftur og var nú mjög heppinn með aðstæður. Hann fór fyrstur manna norður yfir þveran Vatnajökul í fylgd fimm ijMBfjmHfflL- tr-t s • ‘'Vlill • íslendinga og varð sjónarvottur að Öskjugosi og miklum eldsumbrotum á Mývatnsöræfum. Watts lést aðeins 26 ára að aldri en skildi eftir sig ferða- bækur sem lýsa vel harðfylgi hans og dugnaði og ást á landinu. Ferðabækur hans komu út í ís- lenskri þýðingu Jóns Eyþórssonar 1962. Blásliínandi armóður Þetta er bráöskemmtileg bók sem lýsir bæði að- búnaði þessara tíma og viðhorfi manna til ferða- laga. Við skulum glöggva okkur lítillega á ferð Watts þetta sumar en ferð hans hefst í Reykjavík. Hann leggur síðan af stað austur á bóginn og fyrst grípum við niður i alveg sérlega óvægna lýsingu hans á sveitabæ í nágrenni Reykjavíkur. „Um hádegi bar okkur að örreytiskoti sem kall- ast Lækjarbotnar. Þar var ekkert að sjá nema ör- birgð, harðfisk og óhreina krakka. Ég veit ekki hverju það sætir að öll býli í næsta nágrenni Reykjavíkur eru fátæklegri og niðurníddari en nokkru tali tekur. Að vísu eru heimalönd þeirra lé- legri en gengur og gerist í öðrum héruöum en fólk- ið er líka allt öðruvísi. Enginn kemst hjá því að taka eftir hinni sinnu- lausu nægjusemi í svip þess enda er vart við öðru að búast eins og högum þess er háttað en hvergi hef ég séð eins bláskínandi armóð og á þessu heim- ili.“ Watts og félagar halda svo áfram austur að Núpsstað við Lómagnúp og gista þar i bænhúsinu sem þá er aflagt og notaö jöfnum höndum sem skemma og gistihús og situr Watts við altarið og færir dagbók sína. Á Núpsstað kaupir Watts bola- kálf sem hann ætlar í nesti og slátrar honum og leggur í salt. Eftir ferðalög austur í Suðursveit og til baka aftur koma leiöangursmenn að Kálfafells- stað í Fljótshverfi en þaðan búast þeir til ferðar á jökulinn. Stærsta verkefnið er að sjóöa kæfu eða pemmíkan úr nautakjötinu og er þvi verki svo lýst: Heilt naut í pottinn „Eldur er kveiktur, vatn hitað í heljarstórum potti og kjötið soðið. Þvi næst var allt kjötið brytj- að í bita á stærð við flöskutappa. Páll eldri og ég hófum verkið á því að taka beinin úr. Við notuðum beitta hnífa og unnum af kappi í nokkrar klukku- stundir og höfðum þá brytjað 78 pund af kjöti. Því næst voru 20 pund af söltu smjöri og hálft pund af salti brætt í pottinum og kjötið vandlega hrært saman við. Að vörmu spori var kæfan tilbúin og skyldi því næst setja hana í skjóður til flutnings. Skjóðurnar voru hafðar I köldu vatni meðan þær voru fylltar svo eigi skyldi leka með saumum. Þeg- ar þær voru fullar var bundið fyrir opið og síðan voru þær settar út í læk og borið á grjót til að fergja kjötið. Þegar kæfan var orðin nægilega köld var hver skjóða sett í venjulegan poka til þess að gera þær meöfærilegri því fitugar skjóður fullar af kæfu eru fremur sleipar í hendi og miður geðsleg- ar viðkomu.“ Með níu lítra af viskíi Watts var svo búinn að hann hafði sérhannaðan svefnpoka sem rúmaði alla sex leiðangursmenn- ina. Fróðlegt er að líta á nesti leiðangursins en auk kæfunnar voru það 50 pund af smjöri, 100 pund af skonroki, 15 pund af harðfiski, 15 pund af hangi- kjöti, 12 pakkar af kraftsúpu, 2 staukar af „Sopue Julienne", 6 staukar súkkulaði og mjólk, 2 pund af kakói, 4 pund af sýkri, 2 gallon af ósviknu viskíi, 1 gallon af spritti til brennslu, 5 pund af tóbaki og 3 staukar af Peek and Freans kjötkexi. Þeir höfðu meðferðis lítinn ofn til að hita vatn og bræða snjó en miklar áfengisbirgðir hljóta að vekja athygli nú- tímamanna. Hvert gallon er ríflega fjórir lítrar svo samtals hafa verið nær níu lítrar af viskíi með í för. Þeir sem fylgdu Watts yfir jökulinn voru Páll Pálsson úr Vestmannaeyjum, Kristófer Þorvalds- son frá Fossi á Síðu, Olgeir Þorsteinsson frá Króki í Meðallandi, Eyjólfur Bjarnason frá Hörgsdal á Síðu og Sigurfinnur Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal. Þeir voru allir á aldrinum 21-28 ára gamlir. Þessi leiðangur lagði síðan á jökul rétt austan við Djúpá 24. júní 1875. Aðbúnaði þeirra á jökli er svo lýst að þeir grafa aö kvöldi stóra holu, tjalda yfir og breiða svefnpokann stóra á gólfið. Eftir nestisát er hitað grogg, kveikt í pípu og svo taka menn lagið. Ferðalag þeirra gengur nokkuð þrátt fyrir hnédjúpan snjó á köflum og misjafnt veður en þeir ferðast gangandi og draga farangur sinn á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.