Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 H e Iqo rb laö 13'V" 3 sleðum. Magaverkir sækja á leiðangursmenn, sennilega vegna hins fituríka og öfluga nestis. Watts segist sjálfur vera laus við slíkt og þakkar það magabelti úr tjörubornu klæði. 4.-5. júlí hafast félagarnir við í tjaldi sinu í jökulstormi þar sem tjaldbúðir þeirra fennti gersam- lega í kaf og þurfti að fara út á þriggja stunda fresti til að moka af mæninum. Það vekur athygli að þegar þarna er komið sögu er viskí leiðangursmanna uppurið og þeir nýta spritt út i grogg- ið sem þeir drekka í tíma og ótíma. Það er síðan 7. júli eftir 13 daga ferðalag sem þeir ná landi norðan jökuls og koma niður austan við Kistufell með Watts sárkvalinn af kali á tá eftir hrakningana. Þegar hér er komið sögu eru hafin í Dyngjufjöllum mikil eldsumhrot og Watts og félagar hafa mikinn : áhuga á því að fara að gosstöðv- unum svo þeir hraða för sinni sem mest þeir mega. Fyrst þurfa þeir að komast til byggða og afla meiri vista og hvílast og stefna niður að Grímsstöðum á Fjöll- um. Með liöfuðið niðri í polli Leiðangurinn náði til Grímsstaða og hvíldist og keypti nesti. Síðan var haldið þeg- ar i stað til fjalla á ný og stefnt til Dyngjufjalla. Það reyndist hið versta ferðalag þar sem menn köfuðu vikurdyngjur, hóstandi i illþefjandi ryki frá eldstöðvunum en Watts lét ekkert af þessu stöðva sig. Það sýnir vel harðfylgi hans og óttaleysi að þegar hann stendur ásamt félögum sfnum á barmi gígsins þar sem jörðin skelfur af um- brotum og eiturgufur og öskufall byrgja útsýn þá setjast þeir niður á stein og kveikja sér í pipu meðan þeir bíða átekta. Eins og það sé ekki nóg slá þeir tjöldum nánast niðri í gígnum og sofa af nóttina þótt varla sé vært fyrir skjálftum og ódaun af brennisteinsgufum. í lok seinni næturinnar á gosstöðvunum máttu þeir taka upp tjald sitt og flýja þeg- ar sjóðheitur leirhver fór að gjósa nánast yfir tjaldið. Næst liggur leið þeirra til Herðubreiðar. Watts fýsti nokkuð að reyna að ganga á fjallið sem hafði aldrei verið klifið þegar þetta gerð- ist en þremur árum áður hafði Richard Burton, heimsfrægur land- könnuður, verið þarna á ferð og reynt uppgöngu en orðið frá að hverfa. Ekki tókst þessi áætlun, við rætur Herðubreiðar lentu Watts og félagar í skuggalegum sandstormi þar sem þeir áðu í hádegisstað og höfðu dregið yfir sig tjald sitt til skjóls. „Við hrukkum upp viö snarpa vindhviðu og slíka hvolfu af roksandi og vikri að við fengum þegar augun full af vikurdusti og þegar ég reyndi að koma upp orði fylltist munnurinn af sandi. Við urðum að horfa á eftir öllu smádóti úr farangri okkar hendast í loftköstum til hinna skjólsælli staða landsins. Ég reyndi að bjarga hattinum mínum en þá rak ég veiku tána í stein, flækti mig í tjaldstögunum og skall kylliflatur. Blindaðir af sandi og úrvinda af sársauka sem það olli okkur brölt- um við að pollinum og skoluðum augun. Meðan við vorum að því kom önnur roka, svo hörð að við urðum að húka á hnjánum meö andlitið niðri í vatninu uns hún var liðin hjá.“ Mývatn best úr fjarlægð Þessu næst lá leið þeirra félaga til Mývatnssveitar, bæði til þess að rannsaka brennisteinsnámur sem þá voru mjög eftirsóttar en ekki síð- ur til að fylgjast með Mývatnseldum sem þá voru hvíldarlítið uppi. í ljósi þess hve Mývatn og Mývatnssveit hefur seinna orðið vinsæll við- komustaður ferðamanna og verið rómuð fyrir náttúrufegurð er gam- an að sjá hvað Watts finnst um fegurðina þar: „Mývatn nýtur sín best úr fjarlægð en hefur ekki af mikilli fegurð að státa þótt vissulega hafi það margt til síns ágætis. Það er umkringt eldbrunnum fjöllum og úfnum hraunhreiðum, alsett ólögulegum smá- hólmum og því harla kynlegt ásýndum." Watts ferðast víða um nágrenni Mývatns og skoðar brennistein og fleiri náttúruuppsprettur og er hætt kominn í Námaskarði þegar hann hrapar næstum i leirhver. Hann kemur að Dettifossi og hikar ekki við að líkja honum við Niagara-fossa og segir hann mestan fossa á íslandi. Watts ferðast áfram, finnst Goðafoss lítt merkilegur, sér vöxtuleg- ustu tré á íslandi á Akureyri og lýsir með tilþrifum ægilegum ódaun og sóðaskap sem hann kynnist þar við bræðslu á hákarlalifur. Hann heldur austur frá Akureyri og hyggst leggja suður Sprengisand en tek- ur á sig krók til að skoða Mývatnselda sem enn eru upp sprottnir. Þar skríður hann að vanda svo nálægt glóandi hrauninu að hann kveikir sér i pipu við hitann og verður hálfveikur af gufunum úr nýrunnu hrauninu. Þrúgaðir af nægjusemi Síðan lendir Watts í heiftarlegum sandstormi á Sprengisandi og á íshóli, fremsta bæ í Bárðar- dal, sem löngu er kominn í eyði nú, kaupa þeir foma minjagripi af bóndanum, þar á meðal hornspón sem taka má sundur í fimmtán parta með þvl að losa eitt stykki. Ferð þeirra suður Sprengisand er siðan tíðindalítil utan hvað þeim er úthýst á Skriðufelli í Þjórsárdal Það finnst Watts mikil undur enda orðinn vanur gestrisni íslendinga en fylgdarmenn hans segja að bóndinn sé í uppnámi vegna ástarsorg- ar. Watts varð mjög hugfanginn af íslandi og segir að undarlegt sambland frosts og funa geri landslag hérlendis að einsdæmi i veröldinni og þótt auðvelt sé að brosa að goðsagnalegri hjátrú íslendinga þá sé eng- inn staður eins vel fallinn til þess að skapa rótgróna trú á kynjaverur og forynjur. Við skul- um að lokum grípa niöur i lýsingu Watts á íslending- um sjálfum: „íslendingar eru yfirleitt góðlynt og vinnusamt fólk en eins og flest- ar aðrar þjóðir sem eigi skipta við önnur lönd eru þeir þrúgaðir af nægjusemi sem getur verið góð fyrir heimilisfriðinn en banvæn fram- taki og framförum." -PÁÁ Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2002, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2002 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. november 2002 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipsnöfnum asamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjalai í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjölaum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnam. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningarnumer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. nóvember 2002. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarnrði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Sfykkishólmi Sýslumaðurinn í Buðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestf jarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.