Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 50
5-4- Helgarbloö X>"V LAUGARDAOUR 16. NÓVEMBER 2002 s A móti straumnum til Isafjarðar Ef mann vantar leikhús að leika íþá getur verið sterkur leikur ístöðunni að stofna sitt eigið leikhús. Það gerði Elfar Logi Hannesson leikari sem stofnaði Kómedíu- leikhúsið á Isafirði og er nú mættur íbæ- inn með einleik sinn um listamanninn Mugg og fer einn með 17 hlutverk. Einleikurinn Muggur byggir á ævi Guðmundar Thor- steinssonar listmálara. Muggur er án efa einn dáðasti listamaður þjóðarinnar. Hann var fæddur á Bíldudal 1891 og hneigðist snemma til lista. Þrátt fyrir stutta ævi, en hann lést aðeins 32 ára að aldri, liggur fjöldi þekktra verka eftir Mugg. Viðumefni hans, „ævintýraprins ís- lenskrar myndlistar“ er lýsandi fyrir verk hans en flest tengjast þau ýmist tilbúnum ævintýraheimi eða íslensku þjóösögunum. Sjálfur var Muggur örlátur með eindæmum og hvers manns hugljúfi. Almenningur tengir nafn Muggs e.t.v. helst við ævintýrið um Dimmalimm kóngsdóttur. Hver leikur hvem? Með hlutverk listamannsins, og reyndar öll sautján hlutverk sýningarinnar, fer leikarinn Elfar Logi Hannes- son. Leikmynd og búninga gerir Rebekka A. Ingimundar- dóttir, Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu, kvik- myndabúta sem eru hluti af verkinu gerir Ragnar Braga- son, og handritshöfundur með Elfari Loga er Vigdís Jak- obsdóttir sem jafnframt leikstýrir. Kómedíuleikhúsið er fyrsta atvinnuleikhús landsbyggð- arinnar utan Akureyrar, en aðalbækistöðvar þess eru á ísafirði. Hugmyndin er að sýningin lifi þar áfram sem þáttur i menningartengdri ferðaþjónustu, og ýmis áform eru uppi um næstu verkefni leikhússins. Elfar Logi er stofnandi þess, en hann hefur nýverið sest að á ísafirði. Einleikurinn um Mugg var frumsýndur á fæðingarstað hans, Bíldudal, og þaðan fór sýningin vestur til ísafjarðar þar sem sýndar voru tvær sýningar i tónleikasalnum Hömrum við góðar undirtektir. Sem fyrr segir verða tvær sýningar, 14. og 17. nóvember, á Nýja sviöi Borgarleik- hússins kl. 20 og eru það einu sýningarnar sem verða í Reykjavík. Hver er maðurinn? Elfar Logi Hannesson er fæddur og uppalinn á BUdu- dal. Frá barnæsku hefur hann haft áhuga á leiklist og sjálfsagt hefur hann erft þann áhuga frá föður sínum, Hannesi Friðrikssyni, veitingamanni á Vegamótum á Bíldudal. Þeir hafa báðir starfað mikið með leikfélaginu Baldri á Bíldudal og stundum leikið saman í uppfærslum leikfélagsins. Elfar Logi er mikill Vestfirðingur og fluttist með fjölskyldu sína á ísafjörð fyrir tveimur árum, en hann er í sambúð með Marsibil Kristjánsdóttur og saman eiga þau þijár dætur. Á ísafirði hefur Elfar Logi tekið virkan þátt í menningarlífi staðarins og hefur hann að margra mati auðgað menningarlífið þar í bæ. Át mold sem Grýlubam Eins og áður sagði er Elfar Logi fæddur og uppalinn á Bíldudal og í hans huga eru minningarnar góðar frá þessu friðsæla en litla þorpi á Vestfjörðum: „Það var mjög gott að alast upp á Bíldudal. Þegar mað- ur var púki þá gat maður farið út á morgnana og komið heim í kvöldmat. Maður var alltaf aö gera eitthvað, prakkarast og leika sér með hinum krökkunum. Þegar maður hugsar til baka er þetta frábær tími og betra um- hverfi getur maður varla hugsað sér fyrir ungan strák að alast upp í,“ segir Elfar Logi. Alveg frá því hann man eftir sér hefur hann komið ná- lægt leikhúslífinu. Faðir hans og móðir störfuöu mikið með Leikfélaginu Baldri, faðir hans að leika og móðir hans að sauma búninga: „Þegar ég var 7 ára þá var maður alltaf að væflast í fé- Elfar Logi Hannesson er nngur Bílddælingur seni lærði leiklist, flutti til ísafjarðar og hefur stofnað þar eigið leikhús. Sýning hans um ævi listamannsins Muggs er nú sýnd í Borgarleikhúsinu eftir góðar viðtökur vestra. DV-mynd HARI lagsheimilinu þegar verið var að æfa sýningar. Maður reyndi að hjálpa til, en ætli maður hafi ekki mest þvælst fyrir. Fyrsta hlutverkið sem ég fékk var á þrettándagleði sem haldin var á vegum leikfélagsins, en þá lék ég Grýlu- barn. Ég fórnaði mér virkilega í þetta hlutverk því Grýla var með pott og sleif og Grýla skóf auðvitað úr pottinum með sleifinni og gaf bömunum sínum að borða. í pottin- um var mold og hún gaf mér hana að borða, sem ég auð- vitað kyngdi,“ segir Elfar Logi og brosir. Datt í lægð Eftir þetta fyrsta hlutverk Elfars Loga tók hann þátt í fjölmörgum sýningum sem settar voru upp á vegum leik- félagsins: „Fyrsta alvöru hlutverkið mitt var í Bör Börssyni sem sett var upp 1989 en þar lék ég Mána. Eftir það lék ég í nokkrum uppfærslum til ársins 1995 og var m.a. formað- ur leikfélagsins um nokkurra ára skeið,“ segir Elfar Logi. Árið 1991 sótti Elfar Logi um inngöngu í Leiklistar- skóla Islands. Hann komst ekki inn: „Það var mikið áfall að komast ekki einu sinni áfram. En ég var tvítugur og óþroskaður. Það var rosalega erfitt að taka því að komast ekki inn, en leiklistarbransinn er enginn dans á rósum og svona er þetta bara. Ég datt nið- ur í ákveðna lægð og ætlaði mér aldrei að koma nálægt leiklistinni, en listin togar fast í mann og það leið ekki á löngu þar til ég var farinn að leika á Bíldudal. Ég er í rauninni feginn að hafa ekki komist inn, því ég hefði með engu móti viljað missa af þeirri reynslu sem ég fékk eftir þetta,“ segir Elfar Logi og fær sér kaffisopa. Á árunum 1991-1995 bjó Elfar ásamt fjölskyldu sinni á Bíldudal þar sem hann starfaði í verslun föður sins og vann mikið að menningarmálum á svæðinu: „Ég var á fullu í leikfélaginu og við settum upp nokkur stykki. Ég vann einnig að kvikmynd sem tekin var upp á vídeó, en myndin heitir Týndu hetjurnar og gerði ég hana með vini mínum, Hallgrími Oddssyni. Þetta var góður tími og ég lærði mikið.“ Komst inn í Danmörku Sumarið 1995 ákvað Elfar Logi að sækja um í leiklistar- skóla i Danmörku, The Commedia School sem er í Kaup- mannahöfn. Skólinn er þekktur fyrir áherslu á suður-evr- ópska leiklist og þá sérstaklega hina fornu leiklistargrein, Commedia del’arte: „Þetta var frábær skóli. Námið tók tvö ár og byggðist upp á kúrsum þar sem við tókum fyrir sérstakar leiklist- arstefnur. Til dæmis tókum við trúðinn fyrir í tvo mán- uði, unnum handrit og sýndum síðan í Kaupmannahöfn. Hópurinn vann mjög vel saman. Við tókum einnig fyrir melodrama, bouffon, harmleiki, látbragðsleik og almenna leiklistarþjálfun með líkama og rödd,“ segir Elfar Logi. Sumarið 1997 flutti Elfar Logi til íslands ásamt fjöl- skyldunni þar sem honum bauðst starf sem leikstjóri hjá Götuleikhúsi Hins Hússins: „Ég var leikstjóri ásamt Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur og við stýrðum 20 manna leikhópi sem var uppbyggöur af ungu fólki. Við settum upp alls kyns sýningar og þetta var meiri háttar og hópurinn góður,“ segir Elfar Logi og segir að um sumarið hafi hann sótt um sem umsjónar- maður Barnasjónvarpsins á RÚV: „Ég fékk svo svar um að ég hefði fengið starfið í lok sumarsins. Þetta var mjög lærdómsríkur tími, en um leið mjög erfiður því ég þurfti að læra mikið á stuttum tíma. En ég hafði frábæran samstarfsmann, Andrés Indriðason sem vann sem dagskrárgerðarmaður. Ég hefði kannski viljað fá meiri tíma til að undirbúa mig, en þetta var skemmtilegt tækifæri,” segir Elfar Logi. Flutti vestur aftur Eftir að hafa starfað sem umsjónarmaður Barnasjón- varpsins í eitt ár tóku við ýmis verkefni hjá Elfari Loga: „Ég fór að gera útvarpsþætti fyrir Rás 1, fékk vinnu hjá Möguleikhúsinu og fór að leikstýra út um allt land. Vet- urinn 1999 fór ég á ísafjörö til að leikstýra Morranum, en það er leikhús ungs fólks á ísafirði. Á ísafirði var frábært að vera og gaman að vinna með unga fólkinu,” segir Elf- ar Logi og hann segir að þetta verkefni hafi kveikt veru- lega í landsbyggðardraugnum í sjálfum sér: „Ég tók þá ákvörðun ásamt konunni minni að flytjast á ísafjörð. Ég taldi að möguleikarnir þar væru hugsanlega fleiri þegar kæmi að leiklistinni heldur en að vera í Reykjavík. Vinir mínir tóku fréttunum misvel og sumir höfðu áhyggjur af því að ég myndi hreinlega gleymast og ég myndi fljótt detta út úr leiklistinni,” segir Elfar Logi og brosir, en það hefur svo sannarlega komið í ljós að flutningurinn á ísafjörð hefur skapað tækifæri fyrir þenn- an unga leiklistarfrömuð. Þau tvö ár sem Elfar Logi hefur búið á Isafirði hefur verið nóg að gera hjá honum. Hann hefur kennt við grunnskólana á svæðinu og einnig við Menntaskólann á ísafirði, auk þess sem hann hefur verið aö leikstýra og standa fyrir ýmsum menningaruppákomum. Hann segir að honum hafi verið tekið mjög vel af íbúunum: „Mér líður mjög vel á ísafirði, enda er ég Vestfirðing- ur. Ég lít á Isafjörð og nágrannasveitarfélög sem svæði með gríðarleg tækifæri. Það er sama hvaða hugmyndir eru uppi hér, það er reynt að koma þeim í framkvæmd og fólk er ekki hrætt við að reyna það. Mér flnnst það vera mjög dýrmætt.” Síðustu misseri hefur Elfar Logi unnið hörðum hönd- um að því að setja á fót atvinnuleikhús á ísafirði og hef- ur meðal annars sent inn beiðni til Fjárlaganefndar varð- andi styrk til reksturs leikhússins: „Ég hef unnið að því að gera Kómedíuleikhúsið að at- vinnuleikhúsi Vestfirðinga. Ég stofnaði Kómedíuleikhús- ið árið 1997 ásamt Róberti Snorrasyni vini mínum. Leik- húsið hefur nú þegar sett upp þrjár sýningar. Ég er bjart- sýnn á að vel verði tekið í erindið hjá Fjárlaganefnd. Af hverju ætti ekki að vera atvinnuleikhús á ísafirði? Sam- kvæmt könnunum hefur komið fram að menning er í þriðja sæti hjá fólki yfir það hvað því finnst mikilvægast að sé á stöðum á landsbyggðinni. I fyrsta og öðru sæti eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.