Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 52
56
Helcfctrhlacjf DV LAUGARDAGUR l&. NÓVEMBER 2002
Bílar
Stór og aflmikill
jeppi meö mikinn
staðalbúnað
Kostir: Kraftur, staðalbúnaður, rúmgóður
Gallar: Aðkoma að farangursrými, eyðsla
P. Samúelsson hefur kynnt
til sögunnar nýja útgáfu af
Land Cruiser 100 jeppanum.
Bíllinn hefur fengið meiri
staðalbúnað en áður auk lítils
háttar andlitslyftingar. DV-
bílar höfðu nýju útgáfuna til
umráða á dögunum og við
prófuðum hann meðal annars
á Djúpavatnsleiðinni.
Rúmgóður frammi í
Það sem maður rekur fyrst
augun í þegar sest er upp í
bílinn er nýtt og ferskara
mælaborð og eru mælamir
sjálfir nú með Optitron bak-
lýsingu. Sú lýsing er bæði
þægilegri og auðlesanlegri en
á hefðbundnum mælum. Inn-
réttingin er nýtískulegri og
bíllinn er betur búinn en
áður, meðal annars eru raf-
stillt leðursæti og loftpúða-
fjöðrun nú staðalbúnaður.
Ökumannssæti er með minn-
isstillingum sem færa til
sæti, stýri og spegla eftir vali
ökumannsins. Ekki verður
kvartað yfir plássleysi í þess-
um bíl og plássið í aftursæt-
um er líka með því besta sem
gerist. Á milli framsæta er
stór miðjustokkur með fjölda
hólfa og er eitt þeirra ísskáp-
ur. Aðgengi í bílinn er gott
þótt stigbretti vildu flækjast
fyrir og gerðu það eitt að
skíta út buxnaskálmar. Inn- og útstig í öftustu
sætaröðina mætti einnig vera betra en hún er nú
einnig staðalbúnaður. Þau sæti sitja nálægt gólíi
þannig að illa fer þar um lappalengri menn og
henta þau þvi betur yngri aldurshópum. Eins er
opnun á tvöföldum afturhlerum þannig að erfitt er
að komast í fellingarbúnaðinn fyrir sætin nema
með því að klöngrast upp á hlerann og inn í bílinn.
Eflaust má rekja það til þess að bíllinn er að mestu
hugsaður fyrir Ameríkumarkað þar sem þessi út-
færsla á neðri afturhlera sem lengir gólfið er vin-
sæl.
Skemmtilegur í akstri
í akstri virkar bíllinn mjög skemmtilegur í alla
staði. Úr nægu afii er að spila og verður þess aldrei
vant, ekki einu sinni með þennan þimga bil full-
hlaðinn í bröttum brekkum. Eyðslan er nokkuð
mikil eins og búast mátti við og fór eyðslutalan í
aksturstölvunni aldrei niður fyrir 20 lítra á
hundraðið í reynsluakstrinum. Tekið skal þó fram
að bíllinn var mest keyrður undir álagi en uppgef-
in meðaleyðsla er 16,3 lítrar á hundraðið. Loftpúða-
fjöðrunin skilar vel sínu, sérstaklega á grófum
vegi. Hægt er að hækka og lækka bílinn með takka
úr mælaborði sem kom sér vel í torfærum yfir háan
malarkamb á leiðinni. Auk þess er hægt að velja
um nokkrar akstursstillingar, til dæmis er hægt að
setja bílinn í sportstillingu og heldur þá fjöörunun
vel við í kröppum beygjum. Stýrið virkar létt og
mætti vera þyngra á meiri ferð en hins vegar er
létta stýrið kostur við erfiðari aðstæður.
Dýrari en betur búinn
Eins og einhverjir hafa eflaust tekið eftir hefur
nýja útgáfan hækkað nokkuð mikið, eða sem nem-
ur um einni milljón króna. Um leið hefur staöal-
búnaður bílsins aukist til muna og má þar nefna
auka sætaröð sem kostaði 120.000 kr„ rafstillt leð-
ursæti sem kostuðu 405.000 kr. og tölvustýrðan
fjöðrunarbúnaöur sem var á 265.000 kr. Samtals er
því staðalbúnaður í bílnum í dag sem var ekki í
þeim gamla aö verðmæti 790.000 kr. og raunhækk-
un því 210.000 kr. Fyrir þann pening fæst að auki
sex diska geislaspilara með 9 hátölurum og 17
tommu álfelgur. Aðalkeppinautur Land Cruiser 100
er Range Rover og kostar grunnútgáfa hans
9.900.000 kr. með bensínvélinni. -NG
— 1
TOYOTA LAND CRUISER 100 V8
Vél: 4,7 lítra, átta strokka bensínvél
Rúmtak: 4664 rúmsentímetrar.
Ventlar: 32
Þjöppun: 9,6:1
Gírkassi: 5 þrepa sjálfskiptur
UNDIRVAGN:
Fjöðrun framan: Loftpúðar
Fjöðrun aftan: Loftpúðar
Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS
Dekkjastærð: 275/65 R17
YTRI TÖLUR:
Lengd/breidd/hæð: 4890/1940/1880 mm
Hjólahaf/veghæð: 2850/220 mm.
Beygjuradíus: 12,8 metrar.
INNR! TÖLUR:
Farþegar m. ökumanni: 7
Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 7/6
Farangursrými: 830-1370 lítrar
HAGKVÆMNI:
Eyðsla á 100 km: 16,3 lítrar
Eldsneytisgeymir: 96 lítrar
Ábyrgð/ryðvörn: 3/12 ár
Grunnverð: 6.850.000 kr.
Verð prófunarbíls: 7.030.000 kr.
Umboð: P. Samúelsson hf.
Staðalbúnaður: Rúður og speglar rafdrifin, 6 ör- yggispúðar, 6 diska geislapilari og 6 hátalarar, upp- hitaðir speglar, 17 tommu álfelgur, fjarstýrðar sam-
læsingar, armpúði, , hitaeinangrandi gler, kæli- og
hitabox, rafdrifin framsæti og stýri með minni.
upphituð sæti, skriðstillir
SAMANBURÐARTÖLUR:
Hestöfl/sn.: 235/4800
Snúningsvægi/sn.: 434 Nm/3400
Hröðun 0-100 km: 11,7 sek.
Hámarkshraði: 175 km/klst.
Eigin þyngd: 2465 kg
l
© Þrátt fyrir stórt farangursrými er aðgengi erfitt
og hátt og sætið lágt þannig að farþeginn situr
því sem næst á hækjum sér.
© Pláss í aftursætum er gott á alla kanta og hægt
er að stjórna miðstöð þar sérstaklega.
0 V8 bensínvélin er aflmikil enda veitir ekki af í
þessum þunga bíl.
@ Hægt er að hækka bílinn með loftpúðafjöðrun-
inni svo hann sleppi yfir erfiða hjalla.