Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Qupperneq 56
t eo Helgarb/acjf JOV LAUCARDACUR 16. NÓVEMBER 2002 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar ^ Kjartansson J 1 ■ ^ ^ ^ S *■ j Olarur Petur Palsson vélaverkfræðingur og dósent við verkfræðideild HI verður 40 ára á morgun A * 4 Ólafur Pétur Pálsson vélaverkfræöingur, Fannafold 61, Grafarvogi, verður fertugur á morgun. Starfsferill Ólafur Pétur fæddist á Blönduósi en ólst upp í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1982, prófi í vélaverkfræði frá Hi 1987, meistarapófi í verkfræði frá Danska tækniháskól- anum í Lyngby (DTU) 1989 og hlaut Ph.d. gráðu í verk- fræði frá sama skóla 1994. Ólafur Pétur var sérfræðingur við Danska tæknihá- skólann 1989-93 og að því loknu sérfræðingur og síðar fræðimaður við verkfræðideild HÍ. Þá hefur hann ver- ið dósent við véla- og iðnaðarverkfræðiskor verkfræði- deildar HÍ frá ársbyrjun 2000. Ólafur Pétur hefur jafnframt verið rannsóknarstjóri hitaveitufagráðs norrænu orkurannsóknaráætlunar- innar árin 2000 og 2001. Ólafur Pétur hefur starfað að félagsmálum innan vé- banda Verkfræðingafélags Islands, m.a. í útgáfunefnd og sem formaður árshátíðarnefndar félagsins. Fjölskylda Ólafur Pétur kvæntist 28.7. 1990 Ragnheiði Ingu Þór- arinsdóttur, f. 17.10. 1968, Ph.d. í efnaverkfræði og MBA, deildarstjóra lagnadeildar Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Ragnheiður Inga er dóttir Þór- arins E. Sveinssonar, forstöðulæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut og Hildar Bernhöft, fulltrúa hjá danska sendiráðinu. Dætur Ólafs Péturs og Ragnheiðar Ingu eru Helga Kristín, f. 26.11. 1990; Hildur Þóra, f. 11.11. 1993; Katrín Unnur, f. 9.6. 1996. Systkini Ólafs Péturs eru Kristín Pálsdóttir, f. 6.8. 1960, bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og Páll Gunnar Pálsson, f. 15.09. 1967, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Foreldrar Ólafs Péturs eru Páll Pétursson, f. 17.3. 1937 félagsmálaráðherra og Helga Ólafsdóttir, f. 30.10. 1937, d. 28.05. 1988, bóndi á Höllustöðum í Blöndudal. Ætt Páll er sonur Péturs, hreppstjóra á Höllustöðum, bróður Önnu, móður Jónasar Kristjánssonar, fyrrv. ritstjóra. Pétur er sonur Péturs, kaupmanns á Akur- eyri, Péturssonar, b. á Hafsteinsstöðum, Bjömssonar. Móðir Péturs á Höllustöðum var Ingibjörg Sigurðar- dóttir, b. í Hringveri, Hallssonar, b. á Reykjum, bróð- ur Guðmundar, langafa Jóseflnu, ömmu Matthíasar Johannessens skálds. Móðir Páls er Hulda, systir Hannesar á Undirfelli, afa dr. Hannesar Hólmsteins. Hulda er dóttir Páls, b. á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, bróður Guðmundar, læknaprófessors og alþm. Páll var sonur Hannesar, b. á Eiðsstöðum, bróður Jóns, föður Jóns, alþm. í Stóra- dal. Systir Hannesar var Guðrún, móðir Guðmundar, alþm. í Ási. Hannes var sonur Guðmundar, alþm. á Guðlaugsstöðum, Amljótssonar, og Elínar Arnljóts- dóttur. Móðir Huldu var Guðrún, hálfsystir Sigurgeirs, föður Þorbjarnar prófessors. Annar hálfbróðir Guð- rúnar var Þorsteinn á Hellu, faðir Björns sagnfræði- prófessors. Guðrún var dóttir Björns, b. í Grímstungu, Eysteinssonar, bróður Ingibjargar, langömmu Friðriks Sophussonar. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg, systir Guðrúnar, langömmu Ingvars Gíslasonar ritstjóra. Helga var systir Hákonar, formanns Verkfræðinga- Þórgunnur Loftsdóttir húsmóðir á Dalvík verður 90 ára á morgun Þórgunnur Loftsdóttir, Dalbæ, Dalvík, verður níutíu ára á morgun. Starfsferill Þórgunnur fæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal og ólst upp í foreldrahúsum. Hún stundaði framhalds- nám í Héraðsskólanum að Laugum og í Kvennaskólan- um á Hallormsstað. Einnig var hún í Reykjavík og lærði kjólasaum. Þórgunnur og eiginmaður hennar bjuggu á Dalvík. Fjölskylda Maður Þórgunnar var Ásgeir Pétur Sigurjónsson, f. á Fornustekkjum í Hornafirði 30.12. 1905, d. 2.9. 1992, kennari. Hann var sonur Sigurjóns Péturssonar og Ingibjargar Gísladóttur. Böm Þórgunnar og Ásgeirs Péturs eru Ingibjörg, f. 3.9. 1938, verslunarmaður, er gift Stefáni Jónssyni, f. 8.5. 1934, gjaldkera en þau eiga fjóra syni, Ásgeir Guð- jón, Stefán Örn, Friðfinn Orra og Hákon; Ásgeir Pétur, f. 17.1. 1944, héraðsdómari á Akureyri, var kvæntur Jónhildi Valgeirsdóttur en þau skildu. Þórgunnur átti þrettán systkini. Tvö dóu í frum- bernsku. Á lífi eru Guðjón, búsettur á Dalvik; Bergljót, búsett á Dalvik; Hildur Björk, búsett á Dalvík; Sigríður, búsett á Akureyri. Uppkomin systkini Þórgunnar, sem nú eru látin, voru Sigríður Lovísa; Baldvin Gunnlaugur; Aðalsteinn Friðrik; Björgólfur; Sveinn Haukur; Garðar; Lára. Foreldrar Þórgunnar voru Loftur Baldvinsson, f. 7.7. 1881, d. 20.4. 1940, útvegsbóndi á Böggvisstöðum, og k.h., Guðrún Friðfinnsdóttir, f. 14.11. 1886, d. 26.7. 1984, húsfreyja. Ætt Loftur var sonur Baldvins Gunnlaugs, hreppstjóra á Böggvistöðum, bróður Snjólaugar, móður Jóhanns Sig- urjónssonar skálds og Jóhannesar, óðalsb. á Laxamýri, afa Benedikts Árnasonar leikstjóra. Systir Jóhanns og Jóhannesar var Snjólaug, móðir Sigurjóns Sigurðsson- ar, fyrrv. lögreglustjóra í Reykjavík, föður Jóhanns, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Systir Sigurjóns, fyrrv. lögreglustjóra, var Ingibjörg, móðir Magnúsar Magnússon- ar, fyrrv. dagskrár- gerðarmanns hjá BBC. Baldvin Gunnlaugur var sonur Þorvalds, b. á Krossum, Gunnlaugs- sonar, ætt- föður Krossa- ættar, Þor- valdssonar. Móðir Þor- valds á Krossum var Þóra Jóns- dóttir. Móðir Baldvins Gunnlaugs var Snjólaug Baldvinsdóttir, pr. á Upsum, bróður Hallgríms, fóður Jónasar skálds. Baldvin var sonur Þorsteins, pr. á Stærra Árskógi, Hallgrímssonar, pr. á Grenjaðarstað, Eldjámssonar, pr. í Möðruvallaklaustri, Jónssonar. Móðir Eldjárns var Snælaug Þorsteinsdóttir, b. á Frostastöðum í Skagafirði, Jónssonar og Guðríðar Pét- ursdóttur, systur Hallgríms sálmaskálds. Móöir Snjó- laugar Baldvinsdóttur var Filippía Erlendsdóttir, klausturhaldara á Munkaþverá, Hjálmarssonar. Móðir Erlends var Filippía Pálsdóttir, systir Bjarna landlækn- is sem var faðir Steinunnar, móður Bjarna Thoraren- sens, skálds og amtmanns. Móðir Lofts var Þóra Sigurðardóttir, útvegsb. á Böggvisstöðum, Jónssonar, og Sigríðar, systur Þorvalds á Krossum. Guðrún var dóttir Friðfinns, b. á Atlastöðum og á Grund, Jónssonar. Móðir Friðfinns var Gunnhildur Hallgrímsdóttir, b. á Stóru-Hámundarstöðum, Þorláks- sonar, dbrm. í Skriðu í Hörgárdal. félags íslands og forstjóra Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins. Helga var dóttir Ólafs Þorsteins, yfir- læknis á Siglufirði, bróður Baldurs, kaupmanns í Reykjavík, afa Magnúsar Gylfa Þorsteinssonar, lög- fræðings í New York. Ólafur var sonur Þorsteins, kaupmanns í Vík, Þorsteinssonar, b. í Neðra-Dal í Vestur-Skaftafellssýslu Þorsteinssonar. Móðir Þor- steins i Vík var Margrét Jónsdóttir. Móðir Þorsteins læknis var Helga Ólafsdóttir, systir Jóns, forstjóra hjá Alliance og bankastjóra, Boga yfirkennara, föður Agn- ars ritstjóra, og systir Guðrúnar, langömmu Hannesar Hlífars Stefánssonar stórmeistara. Helga var dóttir Ólafs, b. í Sumarliðabæ, Þórðarsonar, og Guðlaugar Þórðardóttur. Móðir Guðlaugar var Helga Gunnars- dóttir af Víkingslækjarætt. Móðir Helgu var Kristine Glatved-Prahl, dóttir Haakons Glatved-Prahl, verksmiðjueiganda í Alver- sund í Noregi, og k.h., Mörthu Glatved-Prahl, f. Nordhagen, stórþingskonu, dóttur Johans Nordhagen, sem var þjóðþekktur listamaður í Noregi fyrir stein- ristur sínar. Ólafur Pétur fagnar deginum meö fjölskyldu og vin- um að heimili sínu í dag, laugardaginn 16.11. Laugard. 16. nóvember 90 ÁRA Filippus Sigurösson, Brekkuvegi 3, Seyöisfirði. 85ÁRA Elín Þorbjarnardóttir, Nesvegi 58, Reykjavík. Rósa Halldóra Hansdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. 80 ÁRA Elín Davíösdóttlr, Dalbraut 18, Reykjavík. Stefán Anton Jónsson, Hásteinsvegi 44, Stokkseyri. 75 ÁRA Guðlaug Bergþórsdóttir, Tunguvegi 84, Reykjavík. Guömundur Jónsson, Birnustööum 2, Selfossi. Jón Bergsson, Mávahlíö 34, Reykjavík. 70ÁRA Jakobína Sigurvinsdóttir, Barmahlíð 6, Akureyri. Magnús Sigurjónsson, írabakka 26, Reykjavík. OOÁRA Aöalheiöur Hafsteinsdóttir, Fellasmára 5, Kópavogi. Egill Thorlacius, Selnesi 34, Breiödalsvík. Helga Lára Hólm, Selvangi, Mosfellsbæ. 50 ÁRA___________________ Einar Ólafsson, Ljósheimum 8a, Reykjavík. Jens Tollefsen, Tjarnargötu 44, Reykjavík. Jensína Valdimarsdóttir, Esjuvöllum 18, Akranesi. Kristín Axelsdóttir, Hörgshlíö 22, Reykjavík. Kristján Hermannsson, Smárahlíö 8b, Akureyri. Ólafur Ágúst Gíslason, Leirutanga 23, Mosfellsbæ. Þóra G. Thorarensen, Vesturbergi 28, Reýkjavík. 40JVRA___________________ Aöalheiður Ásgeirsdóttir, Þelamörk 3, Hverageröi. Ásbjöm Óttarsson, Háarifi 19, Rifi, Hellissandi. Bryndís Anna Rail, Kjarrási 9, Garöabæ. Egill Jóhann Ólafsson, Hraunbæ 59, Reykjavík. Gerður Kristjánsdóttir, Skipholti 55, Reykjavík. Guöbjörn Salmar Jóhannsson, Tangagötu 31a, isafirði. Guðlaug Ásgeirsdóttir, Baughúsum 30, Reykjavík. Knokkunya Teerachai, Asparfelli 8, Reykjavík. Margrét S. Guömundsdóttir, löufelii 10, Reykjavík. Marjolein Roodbergen, Hlíöarbyggð 11, Garöabæ. Natalia Zakhartchouk, Heiðmörk 18v, Hverageröi. Stefán Eyjólfsson, Arnarsmára 20, Kópavogi. Stefán G. Halldórsson, Bæ 2, Borgarnesi. Stefán Logi Haraldsson, Klettavík 7, Borgarnesi. Sunnud. 17. nóvember 90 ÁRA Kristín Eggertsdóttir, Lindargötu 57, Reykjavík. 75 ÁRA___________________ Jóna Guörún Ólafsdóttir, Sóleyjargötu 12, Vestm.eyjum. 70ÁRA____________________ Elías Valdimar Ágústsson, Hátúni lOb, Reykjavík. Hjalti Jóhannesson, Miöholti 3, Þórshöfn. $0 ÁRA Fríöa Ragnarsdóttir, Grenigrund 39, Akranesi. Guðmundur Haraldsson, Vesturbergi 130, Reykjavík. Guöríöur Pálsdóttir, Helgalandi 6, Mosfellsbæ. Kristján Norman Óskarsson, Reykjabraut 17, Þorlákshöfn. Siguröur I. Ingimarsson, Engjavegi 15, ísafirði. Örn Wilhelm Zebitz, Dalseli 31, Reykjavík. 50 ÁRA Donara Voskanyan, Strandaseli 4, Reykjavík. Einar Ingi Reynisson, Setbergi 27, Þorlákshöfn. Garöar Þór Guömundsson, Lækjargötu 6, Hvammstanga. Grettir Örn Frímannsson, Vestursíöu 2c, Akureyri. Hrefna Karlsdóttir, Sunnubraut 40, Keflavík. Jenný Þorsteinsdóttir, Suðurbraut 18, Hafnarfiröi. Tryggvi Einar Geirsson, Sólbraut 8, Seltjarnarnesi. 40 ÁRA Garöar Rúnar Garöarsson, Áshamri 25, Vestmannaeyjum. Georg Magnússon, Blómahæö 12, Garðabæ. Helgi Birgisson, Hjallabrekku 34, Kópavogi. Hjördís Slguröardóttir, Háaleitisbraut 113, Reykjavík. Jón Helgi Þórisson, Frostafold 14, Reykjavík. Kári Þorleifsson, Hrauntúni 5, Vestmannaeyjum. Marta María Stefánsdóttir, Háteigsvegi 30, Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.