Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Page 14
14 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 Aðventan er gengin í garð og Salka komin í jólaskap. Nýjar bækur prýða hittumar auk úrvals kerta og gjafavara fýrír þig og þina. Við erum á Skóiavörðustíg 4. Alltaf heitt á könnunni. Verið veikomin. Salka Forlag með sál Innlendar fréttir vikuni Fréttir DV Bókin „Fjandsamleg yfirtaka“ vekur gríöarlega athygli: Petta snýst um Storkur með kindum Hvítstorkur, sem fyrst sást hér- lendis 25. október, hefur að undan- fómu haldið sig á túninu á Ásunnar- stöðum I Breiðdal. Rúnar Ásgeirsson bóndi sagði í samtali við DV að storkurinn væri mjög spakur en virt- ist ekki sækjast eftir félagsskap við aðra fugla - helst vildi hann vera hjá kindunum. Rúnar bóndi er ekki trú- aður á að hægt sé að taka fuglinn í hús og gefa honum að éta. Fjöldauppsagnir Íslandssími sagði í vikunni upp 76 starfsmönnum sem unnu hjá fyrir- tækinu og Tali, en fyrirtækin hafa sameinast sem kimnugt er. Óskar Magnússon, forstjóri Tals, sagði í samtali við DV að hjá uppsögnunum hefði ekki verið komist og að frekari uppsagnir væm ekki fyrirhugaðar. Stuldur og stuðningur Þrjú fyrirtæki og fjöldi einstak- linga höfðu samband við Styrktarfé- lag krabbameinssjúkra bama á mið- vikudag og bauð fram aðstoð. Ástæð- an var sú að brotist var inn á skrif- stofu samtakanna og þaðan stohð nýjum tölvum. BT-búðin og Smart- auglýsingar ákváðu að gefa felaginu 150 þúsund krónur sem er ágóði af sameiginlegum sms-leik fyrirtækj- anna. Lögregla hefur enn ekki haft hendur í hári þjófanna. -aþ viðskiptasiðferði - segir Bogi Þór Siguroddsson um uppgjör sitt við Húsasmiðjuna Jólasteikin ódýr Hamborgarhryggurinn hefur lækkað í verði um ailt að 65% á síð- astliðnum íjórtán árum. Þessi vin- sælasta jólasteik landsmanna hefur ekki í annan tíð verið ódýrari. Þegar við hafa bæst afslættir verslana er ekki óalgengt að kílóverðið í verslun- um sé í kringum 600 til 700 krónur. Bóksölustríð í algleymingi Bóksölustríðið var hart í vikunni sem leið og greint var frá því í DV að stórmarkaðir sem selja bækur greiða allt að þúsund krónum með hverri bók. Kaupmenn sem DV ræddi við viðurkenna að margar bækur séu seldar undir kostnaöarverði fyrir þessi jól. Strengur með risasamning Upplýsmgatæknifyrirtækið Strengur hefur gert stórsamning við breska vamarmálaráðuneytið um sölu á Infostore-verslunarkerfi fyrir verslanir breska hersins. Samning- urinn er að sögn sölustjóra Strengs sá stærsti í sögu fyrirtækisins. Formenn í norður Útlit er fyrir formEumsslag í Reykjavíkurkjördæmi norður i kom- andi alþingiskosningum. Ljóst er að Davíð Oddsson forsætisráðherra mun leiða lista sjálfstæðismanna í kjördæminu og sömu sögu er að segja um Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og formann Framsókn- arflokksins. Þá þykja líkur á að Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, muni leiða lista síns flokks í kjördæminu. Hvínandi slagviðri Björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast á þriðjudag og fimmtudag þegar allt ætlaði um koll að keyra í slagviðri sem gekk yfir landið. Þakplötur fuku víða og tölu- vert tjón varð þegar hluti þaksins á Vesturbæjarlauginni sviptist af. Bogi Þór Siguroddsson Fyrrverandi forstjóri Húsasmiöjunnar gerir nú upp í bók samskipti sín viö fyrr- um félaga sem hann segir hafa brugöist algjörlega trausti sínu varöandi hug- myndir þeirra um aö kaupa fyrirtækiö. hlutverk sitt sem „sendill Orca-hóps- ins“. Þar sem mér hafði ekkert orðið ágengt með að finna rétta manninn, markaðurinn jafn þröngur og raun bar vitni, þá var auðvitað sjálfsagt að hitta manninn og sjá hvort það færi betur á með okkur en á fyrmefndum fundi. Ég hef ailtaf talið innsæi mitt gagn- vart fólki vera meðal kosta minna. Reynslan hefúr sagt mér að fyrstu kynni hafi mikið að segja um hvemig viðkomandi komi fram, að minnsta kosti hefur það reynst svo um starfs- mannaviðtöl. Ég hefði betur látið þetta innsæi mitt ráða í þessu tilfelli. - Að sjáifsögðu var framkoma Áma í starfsviðtölum við mig allt önnur og fágaðri en á okkar fyrsta fundi. Hann sýndi mér, að minnsta kosti á yfir- borðinu, fyllstu kurteisi þaðan í frá, allt þar til hann hringdi í mig þar sem ég var á Spánl I sumarfríi til að til- kynna mér um kaup sín á Húsasmiðj- unni.“ Nú þekki ég siðferðisbrestína í niðurlagi bókarinnar, sem er 250 blaðsíður, vitnar Bogi í fræga prédik- un sr. Hjálmars Ámasonar um fjár- málabrask og Matteusarguðspjall þar sem segir: „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni?" - Síðan gerir hann upp samskipti sín og Árna með þessum orðum: „Á þessari stundu er ég óendanlega þakklátur fyrir það að Kaupþings- verkefni okkar Áma Haukssonar varð ekki að veruleika því að það hetði leitt til frekara samstarfs okkar. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá hvaða mann Ámi Hauksson hafði að geyma. Nú þekki ég of vel vinnuað- ferðimar og siöferðisbrestina" Snýst um viðskiptasiðferði „Þetta snýst um viðskiptasiðferði fyrst og fremst. Eða eigum við kannski að sætta okkur við að mönnum leyfist þar að gera nánast hvað sem er?“ sagði Bogi í samtali við DV í gær. „Á meðan dómarinn flautar ekki er leiknum haldið áfram. Menn hljóta að spyrja sig hvort það sé eðliíegt að láta hlutina ganga þannig fyrir sig.“ Bogi tileinkar bókina fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Húsasmiðju- samsteypunni: Átaki, Blómavali, HG Guðjónssjmi, Húsasmiðjuversl- ununum og ískrafti. Hann segir vissulega leitt að allt það ágæta fólk dragist inn í þessi átök. Hins vegar hafi hann velt því mjög fyrir sér hvort rétt væri að gefa þetta út á bók. Niðurstaðan hafi verið sú að ekki væri rétt að hann burðaðist einn með allar þessar upplýsingar. Þetta væri sönn frásögn af atburða- rásinni og þar hefði hann ekkert að fela. „Viðbrögðin hafa verið gríðarleg. Ég hef fengið heillaóskir og símtöl úr öllum áttum. Ég er því ekki í nokkrum vafa um það nú aö ég geröi rétt með því að gefa bókina út.“ Bogi Þór er rekstrarhagfræðingur að mennt og með MBA-próf frá Rut- gers Graduate School of Manage- ment í New Jersey í Bandaríkjun- um. Hann var sölu- og markaðs- stjóri Húsasmiðjunnar frá 1997 og forstjóri frá 1. apríl 2000 til 9. júni 2002. Saman höfðu þeir Árni unnið að yfirtöku á Húsasmiðjunni í gegn- um Kaupþing frá því 29. apríl. Bogi stóð í þeirri meiningu að verkefnið væri í eðlilegum farvegi þegar hann fór í frí til Spánar ásamt fjölskyldu sinni 1. júní. Bogi keypti hlut í Húsasmiðjunni eftir nokkurra ára starf fyrlr fyrir- tækið og tók lán fyrir því og setti hlutabréf, m.a. í deCODE, að veði fyrir þeim skuld- bindingum. Þá hafði hann hagnast ágætlega á hlutabréfaviðskiptum en óraði ekki frekar en fiesta aðra fyrir því hvað í vændum var. Það er kaldhæðnislegt að hluta- bréfamarkaðurinn fór að falla nánast sama dag og hann hóf störf sem for- stjóri í Húsasmiðjunni og héldu áfram að falla fram að þeim tíma sem kaup- in voru frágengin. Þetta haíði auðvitað áhrif á trygg- ingar á bak við kaup hans í Húsa- smiðjunni. Þegar ljóst var að Árni Hauksson væri að kaupa Húsasmiðj- una, 1 samstarfi við Hallbjörn Karls- son, Baug og í samvinnu við Búnaðar- bankann, var ljóst að við Boga og fjöl- skyldu hans blasti persónulegt gjald- þrot. Fyrirætlanir hans um frágang sinna persónulegu skuldamála hékk saman við hugmyndir þeirra Áma um yfirtöku á Húsasmiðjunni. Allt þetta fór í uppnám við sunnudagssím- talið í júní. Bogi segist nú vera búinn að semja við bankana á viðunandi hátt um þessar skuldir sínar. Nú sé hann því tilbúinn að takast á við næsta verk- efni. Bogi segist ekki hafa áhyggjur af verkefnaskorti. Einföld afgreiðsla á risaviðskiptum Bogi segir í raun furðulegt að svo stór bankaviðskipti eins og kaupin á Húsasmiðjunni eru, fyrirtæki með tíu milljarða efnahagsreikning, skuli ekki hafa farið fyrir bankaráð. Sölu Jóns Snorrasonar, stjómarformanns Húsasmiðjunnar, og systkina á hlut þeirra á genginu 19 segir Bogi líka vera athyglisverða. Þar líti út fyrir aö eitthvað annað hafi hangið á spýt- unni. Þegar Bogi hafi viðrað hug- myndir sínar um kaup á fyrirtækinu í gegnum Kaupþing hafi hann spurt Jón um verðhugmyndir. Jón hafi þá gert sér vonir um að geta selt á gengi ekki undir 22. Sjálfur taldi Bogi fyrir- tækið hins vegar mun meira virði. Bogi gefur í skyn í bók sinni að með sölunni hafi Jón Snorrason því hugsanlega veriö að fá hærra gengi en öðrum hluthöfum hafi verið boðið. í bók sinni nefnir Bogi að „pakkinn“ sem Ámi hafi boðið Jóni í „kaupbæti“ hafi hugsanlega verið hlutur Húsa- smiðjunnar í timbursmiðjunni Natural í Eistlandi. Með því væri Jón að fá raunverð fyrir sinn hlut sem gæti samsvarað genginu 25-30. Er það reyndar gríðarlega stórt at- riði og spuming sem hluthafar hljóta nú að velta fyrir sér. Var hans hægri hönd í bókinni lýsir Bogi m.a. aðdrag- anda ráðningar Áma, sem var hans hægri hönd, en hann sér nú greinilega eftir að hafa ráðið hann: „Sameiginlegur kunningi benti mér á að Ámi Hauksson, fjármálastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, hefði áhuga á að fara frá fyrirtækinu og var það skiljanlegt í ljósi þess sem síðar gerðist. Ég hafði einu sinni hitt Áma og það var ekki fundur sem var þess eðl- is að ég drægist sérstaklega að persón- unni, nema síður væri. Kunningi okk- ar sagði að þar hefði hann verið í um- boði síns fyrirtækis og að gæta hags- muna þess og því gæti ég ekki dæmt hann út frá þeim kynnum. - Ég hafði heyrt mikið talað um Áma og að þar færi mikill talnakall og slyngur fjármálamaður, enda menntaður í bestu háskólum vestan hafs. Ámi var mest þekktur fyrir Bogi Þór Siguroddsson, fyrrver- andi forstjóri Húsasmiðjunnar, hef- ur opinberað átök sín við helsta samstarfsmann sinn, Áma Hauks- son, núverandi forstjóra, um kaupin á fyrirtækinu á liðnu sumri. Hefur Bogi gefið út bókina Fjandsamleg yfirtaka þar sem öllum aðdraganda að þessum kaupum er lýst ásamt samskiptum við fyrri eigendur og starfsmenn Húsasmiðjunnar. Hefur þessi útgáfa vakið mikla athygli enda mjög óvenju- legt aö menn viðri svo opinskátt Hörður baksvið við- Kristjánsson skiptalífsins og blaðamaöur gefi út í bókar- formi. Hann segist skrifa bókina ekki síst sem svar við spumingu Árna Haukssonar í sunnudagssímtali við sig úti á Spáni þar sem Ámi tilkynnir hon- um að hann hafi persónulega geng- ið sjálfur frá kaupunum á Húsa- smiðjunni sem þeir ætluðu að fram- kvæma í sameiningu. Þá spurði Ámi: „...hvað hefðir þú gert?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.