Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Qupperneq 18
Helgarblað DV LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 I 8 Arfleifðin er í blóði okkar „Fyrsta boðorð samtímans er afþreying," segir Matthías Johannessen. „Allir vilja vera afþreyðir. Allir vilja láta skemmta sér. En þá mætti líka minn- ast þess sem nóbelsskáldið sagði: Það er ekkert eins leiðinlegt og skemmta sér! Fhi fólk vill ekki hlusta á svona tal! Það vill að allt sé skemmtun, einhvers konar fliss. Ekki síst sjónvarpsfliss sem Guðbergur Bergsson lvsti svo eftirminnilega í fvrra.“ DV-mynd Hari Vatnaskil nefnist dagbókarsaga Matthíasar Johannessens. / i/iðtali við Helgarblað DV ræðir Matthías um skáldskap, gagnrgni, af- þreginguna og þrautagöngu metsölunnar. „í Vatnaskilum er skáldskapur unninn inn í dagbók, það er allt og sumt. Höfundur dagbókarinnar er nýkom- inn á lífeyri og í stað þess að leggjast í kör fer hann að upplifa frekar en lifa sjálfan sig og gerir það með því að endursemja kafla úr dagbókinni. Hann fer þannig í ferðalag aftur í tímann, gengur sem sagt upp með fljót- inu. Sjálfur er hann miðþyngdarstaður verksins, en svo er fyllt upp í með þessum dagbókarköflum, auk frétta úr umhverfinu þangað til þessi mósaíkbrot hafa myndað einhvers konar heild. Þetta er að vísu óvenjuleg aðferð en á sér þó fyrirmyndir, t.a.m. í fornum sögum. Mér er nær að halda það hafi verið rétt hjá Borges þegar hann fuUyrti að íslendinga sögur væru skáldsögur saman settar úr smáþáttum eða stuttum sögum sem voru hlaðnar utan um kjamann. Þannig er saga Hallgerðar langbrókar úr snorrungagoðorði aukin með þáttum um Gunnar og Njál og ýmsa aðra sem við sögu koma, hið sama má segja um Grettis sögu og fleiri sagnir. í Vatnaskilum er ekki síst aukið við þáttum af hug- myndum og margvislegum uppákomum úr hugsanaferli lífeyrisþegans, gamals blaðamanns að sjálfsögðu, og um- hverfi hans; með ljóðainnskotum eins og tíðkaðist í forn- sögum. Ég er ekkert að halda því fram að þessi samansúrring geti tekist, en hún er þó með öðrum hætti en nú er venja. Ástæðan er ekki síst sú aö ég hef undanfarin misseri lesið fjöldann allan af skáldsögum og er orðinn hálfleiður, a.m.k. í bili, á sögum sem eru skrifaðar eins og á aö skrifa skáldsögur. Að vísu getur maður aldrei hafnað því sem fullnægir svona nokkurn veginn estetískum kröfum manns í stíl og fagmennsku. Mér hefur þótt nauðsynlegt að finna nýjan farveg og láta á það reyna hvort ekki sé unnt að gera eitt- hvað nýtt, hvað svo sem það yrði kallaö. Ég er ekki að segja að þetta sé skáldsaga þótt hún fjalli um skáldskap úr dagbók og daglegu lífi. Nei, þetta er kannski einna helst eins og óþekkt hauskúpa sé grafin úr jörð og reynt að finna út hvernig viðkom- andi leit út í lifanda lífi. Þá er smurt utan á kúpuna með þar til gerðum aðferðum vísindamanna uns svipbrigðin koma í ljós og kannski einnig að lokum hver hinn dauði var. í Vatnaskilum er gerð tilraun til að endurlífga dauðan bókstaf. Skáldsögur eru af ýmsum toga og þá ekki síst unnar úr ævisöguþáttum margvíslegum og mætti þar nefna Sult Hamsuns sem er skrifuð í þessum dramatíska ljóðræna stíl sem hæfir efninu vel og The Sun also Rises eftir Hemingway, en hún er heldur þunnur þrettándi að efni til, en knappur stíllinn svo fallega ljóðrænn að hann verður kjarni sögunnar. Hið einstæða nýjabrum í bókmenntum síðustu aldar. Ég hef alltaf talið mikilvægt að við gerðum okk- ur einhverja grein fyrir því hver við erum. Það er flókin spurning sem kallar á enn flóknari svör. En arfleifðin er í blóði okkar og þar eigum við að geta fundið hana. Hún er ekki augljós í daglegu þrasi, ekki endilega en þar getur hún þó leynst ef að er gáð. Kvíslar okkar hafa runnið úr hafsjó sameigin- legrar reynslu og fátt er skemmtilegra en reyna að fylgja þessum straumi, reyna að njóta þessa um- hverfis, ekki síst þeirra gljúfra og þeirra fossa sem einkenna vatnasvæöið. En kvíslarnar falla um æðar okkar sjálfra og án þess að skoða þetta um- hverfi erum við engu nær um líf okkar og eðli. Við erum sífelldlega að leita að upptökum Nflar eins og skáldið sagöi, en mundu þessi upptök ekki vera í blóði okkar ef að er gáð?“ „En nefið er alltof þykkt!“ „Ég er oft spurður um gagnrýni, hvað ég segi um hana. Ætli hún sé ekki með ýmsu móti. Ég les stundum vel skrifaða gagnrýni, fróðlega og upplýsandi. En sjaldnar gagnrýni sem getur gert kröfu til þess að kallast bók- menntir. Slík gagnrýni er afar uppörvandi og stækkar umhverfið. Hún slær tvær flugur í einu höggi; varpar birtu á verkið sem er til umfjöllunar og auðgar bók- menntirnar. En þó held ég þetta sé undantekning. Ætli dæmigerð gagnrýni sé ekki i svipuðum dúr og þegar einn helsti gagnrýnandi Flórens á dögum Michaelangelós, Soderin, heimsótti meistarann, skoðaði Davíðs-styttuna sem hann hafði þá nýlokið við, hrósaði henni að sögn Vasaris en bætti við (til að sýna vald sitt og lærdóm): En nefið er alltof þykkt! Michaelangeló klifraði þá upp á stillansinn og fór að dusta rykið af nefinu en Soderin sýndist hann vera að eiga eitthvað við nefið og laga það. Þegar meistarinn haföi dustað rykið af nefi Davíðs konungs spurði hann gagnrýnandann: Hvernig finnst þér þetta núna? Gagnrýnandinn kom og skoðaði nefið sem var ná- kvæmlega eins og áður og sagði sigri hrósandi: Þetta er allt annað. Nú er þetta komið! Michaelangeló, sem hafði í engu breytt nefi Davíðs, undraðist hégóma og yfirlæti gagnrýnandans, brölti nið- ur af stillansinum og hugsaði að sögn Vasaris um alla þessa vitleysu sem átti víst að styrkja álit hans á smekk- vísi og lærdómi Soderins. Mér er nær að halda að þessi saga segi meira um sam- skipti gagnrýnenda og listamanna en virst gæti í fljótu bragði. En stundum tekst listamönnum að slá ryki í augu hinna fyrmefndu. En ekki alltaf." „Allir \ilja vera afþrevðir" „Fólk er alltaf að leita að þvi sem er spennandi og til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.